Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Síða 2
2
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000
Fréttir
Kona flutt meö valdi úr kjallara á Hverfisgötu 68a:
Mokað úr sóðagreni
- óttumst að hún komi aftur, segja nágrannar
„Konan var flutt burt af lögreglu
í síðustu viku og svo komu þeir loks
í dag og mokuðu út úr þessu sóða-
greni,“ sagði Atli Magnússon, ibúi á
Hverfisgötu 68a, í gær um ná-
grannakonu sína sem búið hefur i
kjallaraíbúð, yfirfullri af sorpi, svo
árum skiptir. „Það er engin meðferð
á geðsjúku fólki að láta þetta við-
gangast. Þetta er i þriðja sinn sem
mokað er út úr íbúðinni og konan
flutt burt en hún hefur alltaf komið
aftur og tekið til við að safna sorpi
inn til sín á ný.“
Að sögn hreinsunarmanna sem
unnu verk sitt í gær með gasgrímur
fyrir vitum var aðkoman í ibúð kon-
unnar nú verri en síðast þegar þeir
voru þar á ferð sömu erindagjörða.
Hvergi var hægt að stíga niður fæti
fyrir sorpi og svo virðist sem konan
sjálf hafi sofið ofan á sorphrúgunum
um nætur ásamt ketti sínum. Rúður
í kjallaraíbúðinni voru sótsvartar af
skít og ólýsanlega ólykt lagði um
allt hús og gerði bygginguna í raun
óíbúðarhæfa fyrir aðra eigendur.
Mál konunnar hefur lengi verið að
velkjast hjá Heilbrigðiseftirliti
Reykjavíkur en þar hafa starfsmenn
varið aögeröaleysi sitt með tilvísan
í eignarrétt konunnar á íbúðinni,
svo og friðhelgi einkalífsins. Var
svo komið að aðrir eigendur íbúða í
húsinu við Hverfisgötu 68a kærðu
umgengnina til dómstóla á grund-
velli sameignarlaga þegar þeir
höíðu gefist upp á ólyktinni.
„Við óttumst mest að konan komi
aftur eins og hún hefur gert áður
við þessar aðstæður og þá byrjar
ballið aftur,“ sagði Atli Magnússon
og bætti því við að aðgerðaleysi
heilbrigðisyfirvalda í þessu máli
væri svartur blettur á íslenska heil-
brigðiskerfinu.
Konan í kjallaranum sem hér um
ræðir hefur verið iðin við að safna
sorpi úr tunnum á Hverfisgötunni
og er vel þekkt af íbúum hverfisins:
„Hún er orðin eins og hluti af lands-
laginu hérna í hverfinu, hálf ofani
ruslatunnum í leit að einhverju sem
Síðdegis í gær voru hreinsunar-
menn með hlífðargrímur búnir að
moka sorpi í 70 svarta plastpoka úr
kjallara konunnar viö Hverfisgötu -
og ekki hættir.
DV-mynd GVA
við vitum ekki hvað er. Hún er fyr-
ir bragðið sótsvört í framan af skít
og kippir sér ekki upp við það þó
við ávörpum hana þegar hún er við
þessa iðju sína í tunnunum. En að
hún færi með allt sorpið heim til sín
vissum við ekki,“ sagði einn af ná-
grönnum konunnar í gær.
-EIR
Búnaðarbankinn hagræðir í útibúamálum:
Kaupir útibú Landsbankans
„Landsbankinn og Búnaðarbank-
inn hafa verið um nokkum tíma að
fara yfir sín útibúamál. Niðurstaðan
úr þeim viðræðum varð aö það væri
tæpast pláss nema fyrir eitt útibú í
Vík og það sem réð í niðurstöðunni
var að sá aöili sem stærri var yfirtók
hinn,“ sagði Stefán Pálsson, banka-
stjóri Búnaðarbankanns, við DV í
gær.
Landsbankinn og Búnaðarbankinn
tilkynntu i gær að Búnaðarbankinn
heiði keypt útibú Landsbankans í Vík
í Mýrdal og afgreiðslu bankans á
Kirkjubæjarklaustri. Afgreiðslu
Landsbankans á Klaustri verður lok-
að.
„Um þetta var full sátt og ég held að
báðir aðilar séu sáttir við niðurstöð-
una, við hugsum okkur að veita áfram
eins góða þjónustu og unnt er. Eining-
in verður sterkari eftir að útibúin
hafa verið sameinuð," sagði Stefán
Pálsson.
Starfsfólk Landsbankanns verður
frá og með breytingunni starfsfólk
Búnaðarbankans en í fyrstu eru ekki
fyrirhugaðar breytingar á manna-
haldi. „Það var ákveðið að taka við
öllu almennu starfsfólki Landsbank-
ans en útibússtjóri Landsbankans
fylgir ekki með. Við munum reyna að
fara eins mildilega í alla hluti og við
getum, en auðvitað verðum við að
hagræða, þetta er náttúrlega gert í
þeim tilgangi," sagði Stefán.
Hann sagði að á næstu dögum yrði
ákveðið í hvaða húsnæöi útibúið í Vík
yrði eða afgreiöslan á Klaustri. En
hann taldi ekki ólíklegt að húsnæði
Landsbankans yrði fyrir valinu á báð-
um stöðum.
Útibúamál Búnaðarbankanns
hafa verið til skoðunar á fleirri
stöðum og breytingar verið gerðar.
„Á Grundarfirði hafa þegar verið
Þrír nýir menn voru kjörnir í
stjórn FBA á aðalfundi bankans í
Borgarleikhúsinu i gær. Fundur-
inn var sá fyrsti eftir að ríkið dró
sig út úr rekstri Fjárfestinga-
rbanka atvinnulífsins og gengu
tveir menn úr stjóm, þeir Þor-
steinn Ólafsson, sem var stjómar-
formaður, og Örn Gústafsson. Inn í
stjórnina komu þeir Eyjólfur
Sveinsson, framkvæmdastjóri
Frjálsrar fjölmiðlunar, Bogi Páls-
son, forstjóri Toyota - P. Samúels-
son, og Finnbogi Jónsson, forstjóri
íslenskra sjávarafurða. Jón Ingv-
arsson, fyrrverandi stjómarfor-
maður Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, og Magnús Gunnarsson
verða áfram í stjórninni. Magnús
Gunnarsson var kosinn stjómar-
formaður en Eyjólfur Sveinsson,
varaformaður stjómar.
gerðar breytingar, við höfum lagt
það af sem sjálfstætt útibú, það er
nú rekið sem afgreiðsla frá Stykkis-
hólmi. En við reiknum með að úti-
búið á Skagaströnd víki,“ sagði Stef-
án.
„Við stöndum frammi fyrir orðn-
um hlut í þessu máli. Okkar við-
Víglundur Þorsteinsson, stjóm-
arformaður Lifeyrissjóðs verslun-
armanna, gagnrýndi á fundinum
rífleg kjör framkvæmdastjómar-
manna FBA og stjómarmanna og
brögð eru þau að þetta er ákvörðun
sem er búið að taka og búið er að
ganga frá. En með þessu losnar at-
vinnuhúsnæði og við þurfum að
fara i að finna því húsnæði vettvang
annarrar atvinnustarfsemi," sagði
Helga Þorbergsdóttir, oddviti Mýr-
dalshrepps. -NH
benti á að þeir hefðu þegið um 90
milljóna króna launa- og
kaupaukagreiðslur. Þessu var þó
vísað á bug af stjómendum bank-
ans í gærkvöld. -hdm
Aðalfundur FBA:
Þrír nýir stjórnarmenn
Frá aöalfundi FBA í gær. F.v: Magnús Gunnarsson, Jón Ingvarsson, Eyjólfur
Sveinsson, Kristín Jóhannesdóttir, Finbogi Jónsson og Bjarni Ármannsson.
Stuttar fréttir dv
Áhugi á oiíu
Valgerður Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra sagði á Alþingi í gær
að viðræður við
olíufyrirtæki
hefðu sýnt að
áhugi á olíu- og
gasleit í ís-
lenskri lögsögu
er til staðar. Er-
lend olíufélög
munu ekki
koma að þeirri leit fyrr en sett
hafa verið lög um olíuleit á ís-
landi. Dagur greindi frá.
Kanni breytingar
Samkeppnisráð hefur beint
þeim tilmælum til sjávarútvegs-
ráðherra að kanna breytingu á út-
hlutun aflaheimilda þannig að
fiskvinnslustöðvar geti fengið
þær. RÚV greindi frá.
Sjö dómarar
Hæstiréttur verður skipaður
sjö dómurum í Vatneyrarmálinu,
sem dæmt verður i 15. mars næst-
komandi, en afar sjaldgæft er að
dómur sé svo fjölskipaður. í dóm-
stólalögum segir að forseti Hæsta-
réttar geti skipað fleiri dómara í
sérlega mikilvægum málum. RÚV
greindi frá.
Misnotuðu ekki
Samkeppnisráð telur að ÍÚ og
Sýn hafi ekki misnotaö markaðs-
ráðandi stöðu sína í samkeppni
við breiðvarp Landssímans en
forsvarsmenn Landssimans sögðu
að áskrift að fjölvarpi ÍÚ hafi ver-
ið niðurgreidd eftir að Breiðvarp
Landssímans hóf göngu sína fyrir
tveimur árum. Bylgjan greindi
frá.
Skipaður rektor
Menntamálaráðherra hefur
skipað Pál
Skúlason rektor
Háskóla íslands
frá 5. september
2000 til 30. júní
2005 í samræmi
við tillögu há-
skólaráðs, en
hann var eini
umsækjandinn.
Stríða gegn siðferði
Sigurður Guðmundsson land-
læknir segir í bréfi til samtak-
anna Réttlát gjaldtaka að hug-
myndir samtakanna stríði gegn
siðferði í vísindarannsóknum.
Samtökin fara fram á að fá umboð
fólks til að semja um greiðslu fyr-
ir upplýsingar sem fara eigi í
gagnagrunn á heilbrigðissviði.
RÚV greindi frá.
Skjöl töpuðust
Á annað þúsund skjala í
nokkrum ráðuneytum eyddust fyrir
tíu dögum vegna villu í erlendum
hugbúnaði. I fréttum RÚV er greint
frá því að kostnaður umboðsfyrir-
tækis búnaðarins hér á landi er
nokkrar milljónir vegna þessa en
fyrirtækinu tókst að hanna forrit til
að ná skjölunum til baka.
Auðveit að biekkja
Hægur vandi er að senda tölvu-
póst í nafni þjóðþekktra einstak-
linga og ná þannig í viðkvæmar
trúnaðarupplýsingar og segja sér-
fræðingar að nauðsynlegt sé að
skoða öfl skilaboð með tortryggni.
Stöð 2 greindi frá.
Umhverfisskattur
Umhverfisráðherra kynnti
verkefnaskrá sína í gær, en 10 ár
eru síðan ráðu-
neytið var
stofnað. Á
kynningarfundi
sínum sagði Siv
Friðleifsdóttir
að mikflvægast
væri að auka
sjáflbæra þróun
og að umhverfismál verði að sam-
þætta öðrum málum samfélags-
ins. Þá leggur ráðherrann til að
leggja á umhverfisskatta í sam-
ráði við fjármálaráðuneytið og
myndu þeir borga hann sem not-
uðu mest eldsneyti. RÚV greindi
frá. -hdm