Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Qupperneq 5

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 5 Fréttir „Bílamir koma aftur þegar búið verður að gera þá upp. Maður þigg- ur góð boð ef þau bjóðast," sagði Þór Magnússon þjóðminjavörður um tvo fombíla sem komnir eru úr um- sjá safnsins til viðgerða hjá einka- aðilum. Annar bílinn, Oldsmobile frá 1940, lenti í geymslu Hinriks Thorarensens fombúasafnara uppi á Kjalarnesi eftir fombílasýningu í Laugardalshöll síðastliðið sumar, og hinn, Chevrolet frá 1928, er kom- inn alla leið til ísafjarðar þar sem útibústjóri Landsbankans er að gera hann upp. „Ég veit ekki hvenær Þjóðminjasafnið hefði haft peninga til að gera upp þessa bíla og því hef ég þegið það með þökkum þegar áhugamenn bjóðast til að gera þetta fyrir okkur ókeypis," sagði Þór Magnússon. Góður gripur Pétur Jónsson, starfsmaður tækniminjadeildar Þjóðminjasafns- ins, er hins vegar ekki sáttur við þessi vinnubrögð yflrmanns síns: „Ég hefði aldrei látið þessa gripi frá mér. Oldsmobilen var vel sýn- ingarhæfur og einn af betri gripun- um í bílasafni okkar. Hann var gef- inn Þjóðminjasafninu með því skil- yrði að hann mætti ekki vera í um- ferðinni. En nú er hann kominn upp á Kjalames og ég á eftir að sjá hann koma aftur,“ sagði Stefán sem hefur sent þjóðminjaverði fyrir- spurnir vegna bílsins en ekki fengið svör. „Chevrolettinn hirti ég sjálfur af Snorrabrautinni fyrir mörgum árum og allt í einu er hann kominn til ísafjarðar eftir að hafa verið í geymslu hjá okkur í 16 ár. Ég stend hér eins og spurningarmerki." Örn Sigurðsson, formaður Forn- Pétur Jónsson í tækniminjadeild Þjóöminjasafnsins: - Oldsmobile á Kjalarnesi og Chevrolet á ísafirði. DV-mynd S. bílaklúbbsins, segir að lán þjóð- minjavarðar á umræddum fornbil- um séu klúbbfélögum undrunarefni, sérstaklega í ljósi þess að Hinrik Thorarensen sé ekki þekktur að því að koma hlutum í verk og hvað þá að gera upp fombíla: „Ég fæ ekki betur séð en Hinrik sé þama að sölsa undir sig fombíl, Oldsmobile ‘40, sem með réttu á að vera á Þjóð- minjasafninu. Við í Fornbílaklúbbn- um skiljum þetta ekki,“ sagði Örn. Skila aftur Ekki náðist í Hinrik Thorarensen þar sem hann er staddur á Kanaríeyj- um. Brynjólfur Þór Brynjólfsson, úti- bússtjóri Landsbankans á ísafirði, sem fékk Chevrolet ‘28 frá Þjóðminja- safninu, hafði hins vegar þetta um málið að segja: „Ég sóttist eftir bíln- um enda hafði ég átt hann áður en gef- ið Þjóðminjasafninu. Ég er að gera bíl- inn upp og samkvæmt samningi sem ég gerði við Þjóðminjasafnið og fór fyrir þjóðminjaráð skila ég Chevro- lettinum aftur að viðgerð lokinni, þó ekki síðar en við dauða minn,“ sagði Brynjólfur Þór Brynjólfsson, banka- stjóri á ísafirði. -EIR Þjóðminjavöröur ekki af baki dottinn: Lætur gera upp fornbíla ókeypis - minjavörður stendur eftir eins og spurningarmerki Lögreglumönnum á Akureyri stefnt í eina líkamsræktarstöð: Líta á okkur sem útlenda ógnun - segir Björn í World Class „Akureyringar líta á okkur sem út- lenda ógnun. Þetta er sami Akureyr- armórallinn og kom upp þegar Bónus- menn voru flæmdir úr bænum á stn- um tíma,“ segir Bjöm Leifsson, eig- andi líkamsræktarstöðvarinnar World Class sem hefur reynt að hasla sér völl í höfuðstað Norðurlands. „Sýslumaður og yfirlögregluþjónn hafa samið við líkamsræktarstöð Sig- urðar Geirssonar í kjallara íþrótta- hallarinnar um að þar æfi lögreglu- menn frítt í vinnutíma en ef þeir vilja æfa hjá mér verða þeir að greiða fyrir það sjálfir og æfa í frítíma sínurn," sagði Bjöm i World Class. Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu- þjónn á Akureyri, segir að lögreglu- menn sínir ráði sjálfir hvar þeir æfi: „En við sömdum við eina líkamsrækt- arstöð og þangað eiga mennimir að fara vilji þeir æfa í vinnutíma og sér að kostnaðarlausu. Lögreglumennim- ir ráða hvar þeir æfa en við ráðum við hverja við semjum,“ sagði Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Ak- ureyri. -EIR Annar Nóatúnsbíllinn eftir árás uöabrúsamannanna. Úðabrúsamenn: Ráðist á Nóatúns- bíla Úðabrúsamenn réðust til at- lögu gegn tveimur flutningabíl- um í eigu Nóatúnsbúðanna um síðustu helgi og skreyttu með alls kyns torkennilegum tákn- um: „Það er furðulegt að menn skuli leggja á sig að standa heila nótt í tíu stiga frosti og úða svona á bílana. Sérstaklega þeg- ar haft er í huga að þeir hafa þurft stiga við verkið,“ sagði Jón Þorsteinn Jónsson, markaðs- stjóri Nóatúnsbúðanna, þegar verið var að þrifa bílanna. „Þetta kostar okkur ekki undir millj- ón,“ sagði Jón. Sýnilegt var að úöabrúsa- mennimir höfðu lagt metnað í verk sitt á Nóatúnsbílunum og ekki kastað til höndunum því táknmyndimar voru nostursam- lega unnar. Bílarnir stóðu í stæðum á umráðasvæði Nóatúns í Faxafeni þegar úðabrúsamenn- irnir létu til skarar skríða - hvers vegna er ekki vitað. -EIR Reykjadalur: Síldarveisla á frumsýn- ingu Það er ekki á nverjum degi sem slldarréttir eru bornir fram á frumsýningu. Það verður þó gert á frumsýningu að Breiðumýri í Reykjadal i S-Þingeyjarsýslu nk. fostudagskvöld. Þá verður frum- sýnt verkið Síldin kemur, síldin fer, eftir Iðunni og Kristínu Steins- dætur. Arnór Benónýsson leik- stýrir en hann mun einnig stíga á svið og leika. Kvenfélag Reykdæla sér um að koma síldinni i girni- legu fæðuformi til frumsýningar- gesta. Fjöldi fólks tekur þátt í sýning- unni eða um 50 manns. Bryggju- balli verður slegið upp og leikur heil hljómsveit þar fyrir dansi. Gömlu slagaramir frá um 1960 verða notaðir í verkinu. Síldin kemur, síldin fer er samvinnu- verkefni leikhóps ungmennafé- lagsins Eflingar og nemenda í Framhaldsskólanum á Laugum. -JSS Húnaröst og Skinney komu báöar með fullfermi af góðri loðnu á sunnudag. Loðnuna fengu skipin um klukkustundarsiglingu út af Hornafiröi. Hrognafylling loðnunnar er 16-19% og fara 56 til 60 stykki af hrygnu í kílóiö. Um 130 tonn fóru til frystingar hjá Skinney Þinganesi. Varan fer á Japansmarkað og er það eingöngu hrygnan sem Japanar vilja og hafa tröllatrú á aö geri ýmis kraftaverk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.