Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Síða 9
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 9 Fréttir 230 metra brú utarlega í firöinum væri hagkvæmur kostur. Rætt um brú yfir KolgrafaQörð: 230 metra brú besti kosturinn DV, Grundarfirði: Vegageröin hefur að undanfórnu unnið að athugunum á fjórum kost- um nýs vegar eða þverun Kolgrafa- fjörðar, að sögn Birgis Guðmunds- sonar, umdæmisstjóra Vegagerðar- innar í Borgarnesi, og er skýrsla mn frumdrög að hagkvæmisathug- anum á leiðunum væntanleg. Athugaðir voru fjórir kostir, það er leið 1 A sem er 230 metra löng brú með fullum vatnsskiptum yfir fjörðinn og er stytting miðað við þá leið 6,2 kílómetrar. Brúin yrði utar- lega í firðinum. Leið 1 B gerir ráð fyrir því að loka firðinum að ein- hverju leyti með 60 metra langri brú en hún er reyndar á sama stað og með sömu styttingu. Leið 2 fer yfir leirumar innst í Kolgrafafirðinum og er þá stytting um 1,5 km og svo er um að ræða leið 3 og það er á sama stað og gamli vegurinn er og þá er ekki um neina styttingu að ræða. Það virðist vera hvað hag- kvæmast að byggja 240 metra brú yfir fjörðinn sé tekið tillit til hita- veitu og annars slíks í dæminu. Við erum hins vegar ekki komnir með niðurstöðutölur úr hagkvæmisat- hugunum vegna þess að verið er að reikna út arðsemina en það virðist vera að það sé hægt að ná út úr þessu nokkuð þokkalegri arðsemi. Samgönguráðherrann og Snæfell- ingurinn Sturla Böðvarsson sagði á fundi í Grundarfirði fyrir skömmu að hann teldi að brú yfir fjörðinn væri hagkvæmasti kosturinn. -DVÓ Akureyri: Tekinn tveimur dögum eftir dóm * íslenskar stríðshetjur orðnar ungar aftur um borð í varðskipinu Þór. f ó k u s f._J i_,_\ —• j—_í ngu fölki DV, Akureyri: Nítján ára Akureyringur hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Norð- urlands eystra fyrir ýmis brot, m.a. fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis í nóvember á sl. ári, aðeins tveimur dögum eftir að hann var sviptur ökuleyfi og dæmd- ur í fjársekt. Maðurinn var tekinn ásamt þremur félögum sínum í bifreið á Akureyri og viðurkenndu þeir að hafa keypt hass og reykt það i bif- reiðinni. Var lítilræði af flkniefnum tekið af mönnunum við það tæki- færi. Mál þriggja mannanna voru afgreidd utan dóms með greiðslu sekta en mál Akureyringsins, sem að framan var getið. fór fyrir dóm. Sá maður var á árunum 1996-1999 þrívegis dæmdur til refsinga. Hann var sem fyrr sagði sviptur ökuleyfi og til greiðslu 90 þúsund króna sekt- ar tveimur dögum áður en hann var síðast tekinn. Þá var hann í maí 1998 dæmdur til þriggja mánaða fengelsisvistar skilorðsbundið og rauf hann það skilorð. Hann var nú dæmdur í 5 mánaða fengelsi, þar af var frestað fullnustu þriggja mán- aða til þriggja ára. Hann var svipt- ur ökuleyfi ævilangt og dæmdur til greiðslu sakarkostnaðar. -gk Skæö flensa skekur Noröfirðinga: Fjórði hver nemandi veikur í yngstu bekkjunum „Við urðum vör við þetta á fostu- daginn en ritarinn hafði ekki við að taka við símhringingum frá foreldr- um veikra barna í morgun en alls hringdu 53 foreldrar," sagði Ey- steinn Kristinsson, aðstoðarskóla- stjóri í Nesskóla í Norðfirði, í sam- tali við DV í gærdag. í tíu bekkjum skólans eru 223 nemendur en Eysteinn sagði lita út fyrir að flensan leggðist harðast á tíu ára nemendur og yngri en fjórði hver nemandi lá í flensu heima. í öðrum bekk mætti eingöngu einn nemandi, Debbie Jane Vedeja, sem er frá Filippseyjum en hefur verið búsett hér á landi frá því í haust. „Hún er kannski ekki eins næm og innfæddir en þar sem hún var ein og eingöngu fimm nemendur mætt- ir í fyrsta bekk, voru bekkirnir sam- einaðir en hún var þó fyrstu tvo tímana með kennaranum sínum,“ sagði Eysteinn. -hól * Meö tilkomu Viagra geta eldri borgarar einnig haft ánægju af lestri Fókus. •! f ó k u s málgagn fólks sem er á lífi - og verður það lengi enn. 11 í f iö fullkominn leiðarvísir um menningar- og skemmtanalífið. Stærrí og öflugri U S fylgir DV á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.