Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 Útlönd Tony Blair ekki verið jafnóvin- sæll frá 1997 Tony Blair, forsætisráöherra Bretlands, hefur ekki notið jafn- lítiUar hylli meðal kjósenda frá því hann komst til valda 1997 og einmitt nú. Samkvæmt nýrri skoðanakönn- un sem birtist í Lundúnablaðinu Times í morgun eru 49 prósent Breta ánægö með forsætisráð- herrann sinn nú en 42 prósent eru óánægð. Að sögn blaðsins geldur Blair þarna fyrir ýmsar neikvæðar fréttir af honum að undanfomu, meðal annars ásakanir stjómar- andstæðinga um að hann vilji hafa puttana í öllu, stóru jafnt sem smáu. Þá hefur fyrrum ráð- herra í stjóm Blairs sakað hann um að vera ekki í tengslum við marga stuðningsmenn Verka- mannaflokksins. Þá má Blair eiga von á frekari vandræðum þvi Ken Livingstone gaf sterklega til kynna að hann myndi bjóða sig fram i borgar- stjórakosningunum í London sem óháður. Livingstone er í vinstri- armi Verkamannaflokksins og var Blair mjög á móti því að hann yrði frambjóðandi flokksins. Skoðanakannanir benda tU að Rauði-Ken, eins og hann er kaU- aður, myndi fara með sigur af hólmi og óttast Blair að hann myndi nota borgarstjórastöðuna tU að grafa undan honum. Komu í veg fyrir skólafjöldamorð Þýska lögreglan hefur handtek- iö sextán ára stólku sem ku hafa lagt á ráöin um að drepa að minnsta kosti þrettán bekkjarfé- laga sina á eins árs afmæli fjöldamorðanna í Columbine framhaldsskólanum í Bandaríkj- unum. Stúlkan ætlaði síðan að fremja sjálfsmorð á eftir. Upp komst um áformin þegar hún reyndi að fá tvo tU liðs við sig. UPPBOÐ Uppboö mun byrja á skrifstofu embættisins aö Skógarhlíð 6, Reykjavík, sem hér segir á eftir- _______farandl eign:____ Álakvfsl 28, 3ja herb. íbúð, hluti af nr. 24-30, og stæði í bílskýli, Reykjavík, þingl. eig. Solveig Pétursdóttb, gerðar- beiðendur Ibúðalánasjóður og Islands- banki hf., höfuðst. 500, mánudaginn 28. febrúar 2000, kl. 10.00. SÝ SLUMAÐURINN í REYKJAVÍK UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eign veröur háð á hennl sjálfri sem hér segir: Laugavegur 147, eitt herbergi og eldhús á 1. hæð í N-álmu, Reykjavík, þingl. eig. Jón Ragnar Helgason, gerðarbeiðendur Is- landsbanki hf., útibú 545, og Sparisjóður vélstjóra, mánudaginn 28. febrúar 2000, kl. 13.30. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Nú er að duga eða drepast fyrir McCain og Bush: Víglínan til vest- urstrandarinnar John McCain reynir nú hvað hann getur tU að nýta sér sigur sinn í forkosningum repúblikana í Michigan á þriðjudag í að vinna hugi og hjörtu samflokksmanna sinna á vesturströndinni. Keppi- nautur hans um forsetaútnefningu flokksins, George W. Bush, kenndi hins vegar demókrötum um ófarir sínar og sakaði þá um að hafa rænt kosningunum. Forkosningarnar í Michigan voru öUum opnar. McCain og Bush eru báðir komn- ir tU vesturstrandar Bandaríkjanna þar sem mikið er í húfl þann 7. mars næstkomandi. Þann dag verð- ur efnt til forkosninga eða kjör- nefndarfunda í sextán ríkjum, þar á meðal í Kalifomíu. McCain sagði á fundi í Wash- ingtonríki í gær að hann væri repúblikani í anda Ronalds Reagans og gæti laðað að sér bæði George W. Bush veröur aö heröa sig ef draumur hans um Hvíta húsið á aö veröa aö sætum veruleika. demókrata og óháða kjósendur, auk repúblikana sjálfra. „Við viljum þá aUa, kæru vinir, af því að i flokki Abrahams Lincolns er pláss fyrir aUa. Takið þátt í þessari krossferð og það meg- ið þið vita að í ferðalok fyUist þið stolti," sagði McCain. Bush var í Kalifomíu þar sem eft- ir mestu er að slægjast í einum potti, 162 fulltrúum á landsfund repúblikana. Það gerir rúm 15 pró- sent þeirra 1035 fuUtrúa sem þarf tU að öðlast útnefningu flokksins. „Auðvitað vildi ég hafa sigrað en fátt er svo með öUu Ult að eigi boði nokkuð gott,“ sagði Bush um niður- stöðuna í Michigan. Hann benti þó á að hann hefði fengið 67 prósent at- kvæða repúblikana. Demókratamir A1 Gore og BiU Bradley eru einnig komnir í start- holurnar fyrir 7. mars. Bandaríski ofurhuginn Robbie Knievel ætlar ekki aö vera minni maöur en pabbi gamli, Evel Knievel. Þessi mynd var tekin í gærkvöld þegar Robbie stökk á vélhjóli sínu yfir járnbrautarlest í bænum Palestine í Texas. Allt fór vel. Tugir þúsunda mót- mæltu árás ETA Tugir þúsunda efndu í gær tU mótmæla um aUan Spán gegn sprengjuárásinni í Vitoria í Baska- landi gegn stjórnmálamanninum Fernando Buesa og lífverði hans. 1 Vitoria söfnuðust þúsundir saman í rigningu fyrir utan þinghús Baska, ekki langt frá staðnum þar sem bUa- sprengjan sprakk á þriðjudaginn. „ETA hefur myrt mann sem vann að friði,“ sagði flokksfélagi Buesa. „Það er ef tU viU ekki auðvelt fyrir útlendinga að skUja það en allir sem eru andvígir sjálfstæði Baska eru skotmark hryðjuverkamanna," sagði Lana. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu en ekki þykir leika vafi á að ETA, aðskilnaðar- hreyfing Baska, hafi verið að verki. íbúar Vitoria söfnuöust saman viö þinghús bæjarins. Símamynd Reuter Stjómmálaleiðtogar, með Jose Maria Aznar í fararbroddi, aflýstu í gær öUum kosningafundum tU þess að lýsa yfir fordæmingu sinni á hryðjuverkinu. Dagskrá baráttunn- ar fyrir kosningamar, sem haldnar veröa 12. mars, verður þó óbreytt frá og með deginum í dag. Það er almennt álit Spánverja að sprengjutilræðið muni ekki hafa áhrif á kosningaúrslitin. Ástæðan er sú að báðir stóru flokkarnir, ihaldssamur þjóðarílokkur Aznars, og SósíalistaUokkurinn eru andvíg- ir sjálfstæði Baska og líta á ETA sem hryðjuverkasamtök en ekki pólitíska ögrun. Fjöldi erlendra þjóðarleiðtoga hef- ur fordæmt sprengjutilræðið í Vitoria á þriðjudaginn. Stuttar fréttir dv Þurfa neyöarhjálp strax Forseti Mósambik, Joaquin Chissano, sagði í gær að þörf væri á neyðaraðstoð strax vegna eyði- leggingarinnar af völdum Uóð- anna að undanfórnu. Lést í fangauppreisn Einn fangi lét lífið og tólf særð- ust þegar verðir hófu skothríð tU að stöðva uppreisn í fangelsi í N- Karólínu í Bandaríkjunum í gær. Nýjar refsiaðgerðir Þegar Frakkar taka við for- mennsku í Evrópusambandinu 1. júlí er hugsan- legt að gripið verði tU frekari aðgerða gegn Austurríki vegna stjómar- þátttöku Frels- isUokks Jörgs Haiders. Þetta sagði Hubert Vedrine, utanríkisráðherra Frakklands, í viðtali við austur- ríska blaðið Standard í gær. Óttast pyntingar Mannréttindasamtökin Am- nesty International óttast að þrír kúrdískir borgarstjórar, sem handteknir voru um helginga í Tyfklandi, verði pyntaðir. Létust í snjóflóðum Fimm létu lífið og einn slasað- ist alvarlega er snjóUóð féU á sjö skíðamenn við Prapic í frönsku Ölpunum i gær. Bætt samskipti Utanríkisráðherra Irans, Kamal Kharrazi, kvaðst í gær vona að sigur umbótasinna í kosningunum leiddi til mikUla breytinga í samskiptum við um- heiminn. Súkkulaðidrottning Þegar kökugerðarmeistari Hvíta hússins i Washington frétti að Soffia Spán- ardrottning væri hrifin af súkkulaði ákvað hann að gera drottning- una yfir sig hamingjusama. Meistarinn út- bjó eftirrétt úr hvítu súkkulaði með sítrónu-, súraldins- og appelsínufrauðís ásamt ýmsum ávöxtum. Næsti eft- irréttur var einnig úr súkkulaði og ýmsu öðru góðgæti. ESB sigraði Evrópusambandið, ESB, vann mikUvægan sigur yfir Bandaríkj- unum i gær þegar Heimsvið- skiptastofnunin úrskurðaði að skattareglur Bandaríkjanna um útflutning stríddu gegn reglum stofnunarinnar. Aftöku ekki frestað Dómari i Bandaríkjunum hafn- aði í gær beiðni um að aftöku Betty Lou Beets, 62 ára langömmu, yrði frestað. Hún er sökuð um að hafa myrt tvo eiginmenn sína og grafið þá í garði sínum. Gegn barnaníðingum Sænsk yfirvöld leggja fram frumvarp i dag um að þeir sem sækja um störf með börnum verði að sanna að þeir hafi ekki verið dæmdir fyrir kynlífsglæpi eða önnur alvarleg afbrot. Nöfn fórnarlamba birt Bandarísk mannréttindasam- tök hafa birt nöfn 50 óbreyttra borgara sem rússneskir her- menn myrtu í úthverfi Grosní fyrr i mánuðin- um. Robin Cook, utanrík- isráðherra Bret- lands, sagði að loknum fundi sinum með Vladi- mir Pútín, starfandi forseta Rúss- lands í gær, að Vesturlönd hefðu engan möguleika á að hafa áhrif á stríðsrekstur Rússa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.