Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.2000, Page 26
30 FTMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 2000 Lykimnn .að góðri heilsu Góð heilsa er gulli betri eins og allir vita. En hvernig gengur fólki að halda heilsunni í lagi á þessum síðustu og verstu tímum, þegar vinnuálag er allajafna mikið, svo og framboð ýmiss konar töfralausna. Tilveran tók tali rithöfund, forstjóra og bæjarstjóra og spurði hver væri lykillinn að góðri heilsu? Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri stundar gönguferðir: Er alveg svakalegur skyrgámur gJife essi heilsupólitík er smám gpsaman aö mjatlast inn hjá m~ mér. Það verður víst ekki undan því komist, síst fyrir ►nenn sem eru frjálslega vaxnir eins og ég,“ segir bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum, Guðjón Hjörleifsson, um stefnu sína í heilsufars- málum. „Ég er enginn íþróttagarp- ur en ég er aktífur í í viku í klukkutíma í senn. Þetta er góð hreyfing og góður félagsskapur í leiðinni. Gönguleiðimar eru fjöl- breyttar og við forðumst hefð- bundnar leiðir á eynni. Auk þess sparka ég bolta með nokkrum félög- um í íþróttahúsinu eitt kvöld í viku,“ segir Guðjón og ekki annað að sjá en hann taki sjálfan sig alvar- lega þegar holl hreyfing er annars vegar. Hann segir aö í gegnum árin hafi hann stundum fest kaup á ýmsum heilsumeðulum en þau hafi ævinlega dagað uppi í eldhússkápnum. „Mér hættir til að borða mjög óreglulega og kenni auðvitað starfinu um. Ætli það sé ekki bara g o n g u - k 1 ú b b i hér. Við göngum tvisvar t i 1 þrisvar skortur á skipulagi þegar allt kem- ur til alls. Sætindi hafa afdrei höfð- að til mín en þess í stað borða ég mikið af skyri. Ég er alveg svaka- legur skyrgámur og hef alltaf ver- ið,“ segir Guðjón. Framtíðarmarkmið i heilsumál- um eru að sögn bæjarstjórans nokk- ur. „Mataræðið verður sífellt holl- ara hjá manni og svo ætla ég að reyna að taka mig á á morgnana og byrja að borða morgun- verð en það hef ég aldrei gert,“ seg- ir Guðjón Hjörleifsson b æ j a r - stjóri. -aþ *í,Ég er enginn íþróttagarpur en ég er aktívfur í gönguklúbbi hér. Viö göngum tvisvar til þrisvar í viku í klukkutíma í senn. Þetta er góö hreyfing og góöur félagsskapur í leiöinni," segir Guöjón. Lilja Ólafsdóttir segir mataræði sitt í dag gjörólíkt því sem hún átti aö venj- ast í æsku. Lilja Ólafsdóttir syndir og stundar líkamsrækt: Verðum hvorki eilíf né almáttug g hef hugsað meira mn heils- una í seinni tíð en þegar ég var ung. Sundið þykir mér besta heilsubót og ég syndi jafnan 200 metra á hverjum morgni. Síðan stunda ég líkamsrækt helst ekki sjaldnar en tvisvar í viku,“ segir Lilja Ólafsdóttir, forstjóri SVR, aðspurö hvemig hún haldi heilsunni góðri. Starf Lilju er umfangsmikið og álagið getur orðið mikið. „Þá er mest um vert að halda jafnvægi á hlutunum og borða reglulega. Ég stressa mig töluvert upp en til mót- vægis hef ég svolítið lagt stund á jóga.“ Lilja segir mataræðið á heimil- inu oftast í léttari kantinum og að eiginmaðurinn sé duglegur að reiða fram ýmsa gimilega grænmetis- rétti. „Mér finnst best að borða létt- an mat og ef kjöt er á borðum þá þykir mér lambakjötið alltaf best,“ segir Lilja og bætir við að mataræð- ið nú sé afar frábrugðið því sem hún ólst upp við austur í Hruna- mannahreppi. „Við bjuggum af- skekkt og alla mina æsku saman- stóð fæðið mest af söltuðu eða frystu kjöti og saltfiski. Nýjan fisk sáum við aldrei og sjaldan frystan fisk því frystikista var engin á heimilinu. Það var erfitt að geyma frosinn mat á þessum árum vegna þess að það var aðeins dísilrafstöð á bænum og hún var ekki alltaf í gangi. Ég man að nýtt kjöt og fleira matarkyns var geymt í frystihólfi á Selfossi og kom síðan reglulega meö mjólkurbílnum," segir Lilja. Þótt heilsusamlegir hlutir séu í hávegum hafðir hjá Lilju segist hún langt frá því fanatísk þegar góðar steikur eða annað ljúfmeti er ann- ars vegar. Hún sleppir heldur aldrei þorramatnum. „Ef ég dett í eitthvað þá er það súkkulaði eða smákökur. Svo hlakka ég alltaf til að bragða hangikjötið á jólum og auðvitað finnst mér gott að borða góðan veislumat þegar tilefni er til.“ Lilja segist aldrei hafa verið ginnkeypt fyrir töfralausnum og hún setur mörkin við vítamín og hákarlalýsi. „Góð vinkona mín hafði einhvern tíma á orði að við yrðum hvorki eilíf né almáttug. Þetta eru orð að sönnu og min sannfæring er sú að gott mataræði og hreyfmg séu lykillinn að góðri heilsu," segir Lilja Ólafsdóttir. Auður Haralds rithöfundur hugar að heilsunni: Vil hafa belju í bakgarðinum Til þess að halda heilsunni í lagi legg ég mikla áherslu á að borða hollan mat. Ég baka allt mitt brauð sjálf og ég vildi óska að ég gæti haft belju í bakgarð- inum hjá mér þannig að ég gæti búið til mina eigin osta,“ segir Auð- ur Haralds rithöfundur. Hún segist aldrei láta inn fyrir sinar varir unnar kjötvörur eða tilbúnn mat af neinu tagi. „Ég vinn oft upp í 100 stundir á viku og samt hef ég tima til að elda mat frá grunni og baka mitt brauð sjálf. Þetta er bara spurning um það hvaða augum fólk lít- ur tíma sinn.“ Auður segist þó ekki vera öfgasinni. „Ég hef aldrei tekið nein „æði“ í heilsurækt, ekki nema þú kallir það æði að standa við pakkasúpuhill- una í Nýkaupi og skoða ofan í körf- ur annarra," segir Auður. „Ég tek eftir því að þeir sem hafa mikinn iðnaðarmat í körfunni sinni eru guggnir og skvapholda og fá oft hina sívinsælu appelsínuhúð.“ Hún segist reyna að hreyfa sig reglulega, og segist ganga og hjóla mikið. „Ég tek ekki strætó eða bil nema tilneydd en færðin núna ger- ir manni erfitt um vik. Ég held hins vegar að það sé ekki hollt heldur að púla í svita- mettuðum og gluggalausum leikfimisal. Ég er hins vegar tilneydd til að lifa tiltölulega heilbrigðu lífi því ég reyki og verð að reyna að vega upp á móti því. Ég er t.d. alveg á móti því að taka flúor því það er eitrað. Þegar ég sagði þetta við tannlækninn minn fékk hann algjört hláturskast og sagði að reykingamenn gætu nú ekki mót- mælt á þessum forsendum enda fengi maður ógrynni af flúor ofan í síg með reykingunum.“ -HG Auður Haralds rithöfundur segist leggja mikla áherslu á aö boröa hollan mat.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.