Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 8
8 FDMMTUDAGUR 2. MARS 2000 Viðskipti__________ Umsjón: Vidskiptabladið Laus störf á höfuðborg- arsvæðinu aldrei fleiri - eftirspurn eftir vinnuafli á landsbyggðinni í sögulegu lágmarki og í fiskiðnaði nam fækkunin um 0,4%. Óskir um fjölgun starfsfólks komu einkum fram í samgöngum. I janúarkönnuninni árið 1998 var vilji til að fjölga starfsmönnum, eða um 0,1%, en í janúarkönnuninni í fyrra var vilji til að fækka fólki, eða um 0,2% af vinnuaflinu úti á lands- byggðinni. Ráðlegt að fjölga starfsfólki í janúar töldu atvinnurekendur á landinu öllu æskilegt að fjölga starfs- fólki um 260 manns, sem er tæplega 0,3% af áætluðu vinnuafli. Þetta er að- eins minni eftirspurn eftir vinnuafli en á sama tíma í fyrra en meiri en 1 janúar árið 1998. í janúar í fyrra vildu atvinnurekendur fjölga um 350 starfs- menn og á árinu 1998 var fjölgunin 245 manns. Á landsvísu er eftirspurnin mest í ýmiss konar þjónustustarfsemi, eða um 0,5%, og í iðnaði og verslun og veitingarekstri, um 0,35% af mannafla að meðaltali. I byggingarstarfsemi er eftirspumin um 0,2% af mannafla. Hins vegar er eftirspurnin eftir vinnu- afli neikvæð í samgöngum og flskiðn- aði, eða um 0,6% í samgöngum og um 0,1% í flskiðnaði. Á höfuðborgarsvæðinu hefur æskileg fjölgun starfsfólks ekki mælst meiri á þessum tíma árs, afls um 470 manns, eða um 0,8% af vinnuaflinu þar. Eftirspurnin er áberandi mest í þjónustu við at- vinnurekstur, eða um 4,8% af vinnuaflinu í þessum greinum. Þetta kemur fram í frétt frá Þjóð- hagsstofnun. Aðrar greinar þar sem eftirspurn- in er mikil eru t.d. í byggingarstarf- semi, eða um 1,6%, í iðnaði, um 1,1% af mannaflanum í þessum greinum að meðaltali. í verslun og veitingarekstri nam eftirspurnin um 0,3%. í atvinnukönnunum í jan- úarmánuði síðustu ára var eftir- spumin 0,3% árið 1998 og 0,6% árið 1999. Sammerkt með öllum þessum könnunum er að eftirspurnin er mest í þjónustu við atvinnurekstur og þá einkum í upplýsingaiðnaði og tæknigreinum. Eftirspurn í lágmarki 1 fréttinni kemur fram að á lands- byggðinni var eftirspumin eftir vinnuafli neikvæð um rúmlega 200 manns, eða um 0,6% af vinnuaflinu þar, m.ö.o. vflja atvinnurekendur Uppbygging og goöæri. Einkum er eftirspurn eftir fólki í byggingarstarfsemi á höfuöborgarsvæöinu. fækka fólki. Eftirspurnin eftir og í byggingarstarfsemi, eða um vinnuafli fer minnkandi í flestum 2,0% og 1,4%. í ýmiss konar þjón- atvinnugreinum, mest þó í iðnaði ustustarfsemi nam fækkunin 1,2% Orkuf yrirtækin: 65 milljarða virði Áætlað verðmæti orkufyrirtækja Landsvirkjun 31 milljaröur króna Orkuveita Reykjavíkur 30 milljarðar króna Rarlk 10 milljarðar króna Hitaveita Suðurnesja 7 milljarðar króna Landsteinar lyfta gengi Hugbúnaðarsjóðsins Gengi hlutabréfa íslenska hug- búnaðarsjóðsins hf. hækkaði um 8% á VÞÍ í gær og um 35% í fyrra- dag í kjölfar fregna af sameiningu Landsteina Intemational hf. og sænska fyrirtækisins QD Ut- veckling AB en íslenski hugbúnað- arsjóðurinn er í hópi stærstu hlut- hafa Landsteina. Frá sameining- unni var greint á ellefta tímanum um morguninn á Viðskiptavefnum að loknum blaðamannafundi í Stokkhólmi og í kjölfarið fóru bréf Íslenska hugbúnaðarsjóðsins á fleygiferð. í Markaðsyflrliti Landsbankans í gær er velt upp þeirri áhugaverðu spurningu hve mikil verðmæti séu fólgin í orkufyrirtækjum hér á landi. Itarlegt verðmat sé auðvitað hluti af þeirri vinnu sem fram und- an sé við endurskipulagningu þess- ara félaga, m.a. í ljósi hugsanlegrar sameiningar Rarik og Rafveitu Ak- ureyrar. Þá er rifjað upp það álit erlendra sérfræðinga árið 1996 að virði Landsvirkjunar væri um 24 miflj- arðar, eða um 83% af bókfærðu eig- in fé félagsins á þeim tíma. Til gam- ans geta menn spáð i verðmæti fjög- urra stærstu orkufyrirtækjanna en bókfært eigið fé þeirra var í árslok 1998 eftirfarandi: Ef virði þeirra væri metið út frá sama hlutfalli af bókfærðu eigin fé væri samanlagt virði þessara félaga þannig tæpir 65 mifljarðar króna. W W W . i S HJ0LS0G FESTO FESTO fyrir öll uerkfæri og þú getur andað léttar! Hægt er að tengja FESTO-ryksuguna við oll verkfærin frá FEST0 ÁrmúH 17, IOB Heyhjavík Síml: 533 1334 fax: 55B 0499 ..það sem fagmaðurinn notar! Landsvirkjun: Besta ár í sögunni Hagnaður Landsvirkjunar var 1.924 milljónir króna á síðasta ári og var afkom- an sú besta í sögu fyrirtækisins. Árið áður var 283 milljóna króna hagnaður af rekstri Landsvirkj- Sophusson. unar. Hagnaöur upp í frétt frá Lands- á 1.924 milljón virkjun kemur króna fram að nokkrir —— samverkandi þættir gera það að verkum að afkoma fyrirtækisins batnar. Rekstrartekjur hækkuðu um 12% á árinu og námu 32,8 milljörðum króna. Tekjur af sölu til almennings- rafveitna hækkuðu um 6% en tekjur af sölu til stóriðju hækkuðu um 25%. Á sama tíma hækkaði rekstrar- og viðhaldskostnaður um tæp 7% þrátt fyrir verulega aukin umsvif og um- talsverða verðbólgu á árinu, eins og segir í frétt Landsvirkjunar. Gengis- þróun var Landsvirkjun hagstæð á árinu og með virkri lánastýringu tókst að halda vaxtakostnaði niðri. Samspil þessara þátta leiddi til þess að reiknaðir raunvextir langtíma- skulda á árinu voru aðeins 2,6%, samanborið við 5,2% á árinu 1998. Nýjar tölur um búferlaflutninga: Þáttaskil í þróun byggðar? Nýjustu tölur um bú- ferlaflutninga innanlands vekja vonir um að þátta- skil séu að verða í þróun byggðar, að því er fram kemur í nýútkomnum Hag- vísum Þjóðhagsstofnunar. Árið 1999 var fjöldi brottfluttra af landsbyggð- inni umfram aðflutta inn- anlands 1.355 manns sem er rúmlega fjögur hundruð færra en hafði verið árið 1998. Búferlaflutningar dreifast þannig yfir árið að þeir eru minnst- ir á fyrsta ársfjórðungi en ná há- marki á þriðja ársfjórð- ungi. Á fjórða ársfjórðungi 1999 voru flutningar í báð- ar áttir meiri en á sama ársfjóröungi ári fyrr og niðurstaðan sú að búferla- flutningar innanlands voru næstum því í jafnvægi. Þetta tímabfl jókst aðflutn- ingur og dró úr brottflutn- ingi miðað við árið á undan í öllum landshlutum nema Suðurlandi og á Vestfjörðum, en þar var brottflutn- ingur meiri og aðflutningur minni en var fyrir ári. Flutt í bælnn Enn fjölgar þeim sem flytjast á mölina. DV msaimmmm pagsigsHiaaamga HEILDARVIÐSKIPTI 456m.kr. - Hlutabréf 265 m.kr. - Húsbréf 179 m.kr. MEST VIÐSKIPTI 0 Skýrr 64 m.kr. Rugleiðir 50,5 m.kr. Opin kerfi 36,6 m.kr. MESTA HÆKKUN O Skýr 13% O íslenski fjársjóðurinn 6,5 % O Marel 4,4 % MESTA LÆKKUN O Þorbjörn 8,6% O Flugleiðir 4,7% ©SH 2,1 % ÚRVALSVÍSITALAN 1744,93 stig - Breyting O -0,26 % Gengið bregst viö fréttum í gær einkenndust breytingar á mark- aðnum af fréttum af afkomu fyrirtækja. Gengi bréfa Flug- leiða hélt áfram að lækka og virðist markaðurinn vera að láta í ljós óá- nægju sína með af- komu félagsins. Bréfin lækkuðu um 4,7% í gær en 15,2% í fyrradag. Sömu sögu má segja af bréfum Þor- bjamar hf. sem lækkuðu um 8,57%. síöastliöna 30 daga Landsbanki 1.750.752 íslandsbanki 780.395 Eimskip 748.069 Rugleiðir 718.421 |Q FBA 703.245 sítastilöna 30 daga tO ísl. hugb.sjóðurinn 84% O Rskmarkaður Breiðafj. hf. 37 % O Rskiðjus. Húsavíkur 36% O Pharmaco 36% [O °PÍn kerfi 33% síöastliöna 30 daga O Nýheiji -17 % SO Rugleiðir -15 % IO Samvinnuf. Landsýn -14 % lO Jarðboranir -12 % So ísl. járnblendifélagiö -11% Siguröur Helgason: Flugleiöir lækka flugiö. Fjarskiptafyrirtæki leiða Vestanhafs var í Bandaríkjunum nokkur hækkun á mörkuðum í gær. Það voru einkum fjarskipta- fyrirtæki sem drógu vagninn. Markaðir i Evrópu voru á hægri uppleið i allan gærdag en mest var hækkun í Þýskalandi og voru það bílafyrirtæki sem fóru fremst í hækkun þar í landi. Gengi evrunnar er enn þá lágt gagnvart dollar og verður líklega áfram enn um sinn. !TO m DOW JONES 10137,93 O 0,09% UL NIKKEI 20065,11 O 0,08% SlÍs&p 1379,19 O 0,93% ^iínasdaq 4784,08 01,86% SSftse 6364,90 O 2,12% i H5 DAX 7727,93 O 1,09% 1 Bcac 40 6256,32 0,48% 2.3.2000 kl. 9.15 KAUP SALA 1SS3 Dollar 72,880 73,260 Pund 115,560 116,150 1*1 Kan. dollar 50,290 50,600 ES pönsk kr. 9,5270 9,5800 ÍtZjNorsk kr 8,7840 8,8320 SSsænsk kr. 8,4080 8,4540 HHn. mark 11,9311 12,0028 1 BFra. franki 10,8146 10,8796 H 1 Belg. franki 1,7585 1,7691 C3I Sviss. franki 44,1400 44,3900 GShoII. gyllini 32,1908 32,3842 "j Þýskt mark 36,2706 36,4885 Dh. líra 0,03664 0,03686 Aust. sch. 5,1553 5,1863 JK Port. cscudo 0,3538 0,3560 1* Ispá. peseti 0,4264 0,4289 [_ejjap. yen 0,67850 0,68260 [írskt pund 90,074 90,615 SDR 97,960 98,5400 Hecu 70,9391 71.3654

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.