Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 11 Utlönd Drengurinn hélt að skotárásin væri bara eins og í sjónvarpinu: NATO hafnar tillögu SÞ Áætlun Sameinuöu þjóðanna, SÞ, um aö sameina stríðandi borg- arhluta Mitrovica í Kosovo verður að engu vegna þess að gæsluliðar NATO þora ekki að fara fótgang- andi í eftirlitsferðir. Þetta kom fram í breska blaðinu Guardian. Afganar fá hæli Átta Afgönum hefur verið veitt hæli í Bretlandi í kjölfar flugráns- ins fyrir nokkrum vikum. Um er að ræða tvo karlkyns gísla, eigin- konu annars þeirra og fimm börn. árás Rússa Forseti Tsjetsjen- íu, Aslan Mask- hadov, og þrir leið- togar uppreisnar- manna lifðu af árás Rússa á síðasta vígi þeirra í vikunni. Rússar ætla að biðja alþjóðalög- regluna Interpol um aðstoð við að handtaka Maskhadov. Að sögn Rússa eru leiðtogarnir á stöðugri hreyfingu og staldri hvergi við leng- ur en í 1 dag. Norðmenn hata fisk 1 milljón Norðmanna er ekki hrifln af fiski. Þeir sem síst eru hrifnir af fiski eru ungir karlar og böm. Þrátt fyrir það borða þrír af hverjum fjórum Norðmönnu gjam- an fisk. Skyndileit hjá múslímum Breska lögreglan gerði á þriðju- daginn skyndileit á þremur stöð- um hjá múslímum í Birmingham vegna hryðjuverka erlendis. Hald var lagt á mikið fé og rafbúnað. Rannsaka mögulegt smit Bresk heilbrigðisyfirvöld kanna nú hvort lítil stúlka hafi smitast af Creutzfeldt-Jakobs-veikinni af móður sinni. Sór embættiseið Finnar fengu í gær nýjan forseta er Tarja Halonen sór embættiseið og tók við af Martti Ahti- saari. Halonen, sem er fyrrverandi utan- ríkisráðherra Finn- lands, kvaðst ætla að verða forseti alls landsins. Hátíða- höldin vegna eiðtökunnar stóðu yf- ir í nokkrar klukkustundir. Olíupeningar til íraka Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvað í gær að taka mætti peninga úr sjóði með olíutekjum Iraka til þess að fjármagna ferð íraskra pílagríma til Mekka. írar gegn Sellafield írsk yfirvöld tilkynntu í gær að þau kynnu að grípa til lagalegra aðgerða til þess að reyna að fá Sellafleld-kjamorkuverinu lokað. Klámstjörnur mótmæla Klámstjömur hafa tekið undir mótmæli stjórnmálamanna vegna þátttöku Frelsisflokksins í stjórn Austurríkis. Hafa þær afþakka boð á hið fræga óperuball í Vín. Pútín á bás með Stalín Þekktir mann- réttindafrömuðir í Rússlandi segja stjóm Vladimirs Pútins, starfandi forseta Rúss- lands, nýja út- gáfu af stalín- isma. Þessa for- dæmingu mátti lesa í enskri útgáfu blaðsins Moscow Times í gær. Meðal þeirra sem rituðu nafn sitt undir yfirlýs- inguna var ekkja Andrejs Sak- harovs, Jelena Bonner. Tugir létust í lestarslysi Að minnsta kosti 35 létust þegar farþegalest rakst á aftanívagn með 50 verkamönnum í Marokkó í gær. Verkamennimir voru á leið til grænmetistínslu. Lifðu af Bjó I eiturlyfjagreni með hlöðnum byssum um allt Sex ára drengurinn frá Michigan sem skaut bekkjarsystur sina og jafnöldru, Kaylu Rolland, til bana í fyrradag bjó i eiturlyfjagreni þar sem hlaðnar byssur voru fyrir hunda og manna fótum. Á heimil- inu fóru fram lífleg viðskipti með eiturlyf þar sem greitt var fyrir með stolnum skotvopnum. Lögreglan handtók í gær tvo karla sem bjuggu í húsinu og dóm- stóll í Michigan úrskurðaði móður drengsins eiturlyfjafikil sem væri ekki hæf til að annast bamið. Drengnum var komið fyrir hjá frænku. Faðir hans situr í fangelsi fyrir að brjóta skilorð vegna ákæru um að rjúfa friðhelgi heimilisins. Að sögn lögreglunnar virðist sem drengurinn líti á morðið eins og hverja aðra skothríð i sjónvarpi. Drengnum hefur að minnsta kosti þrisvar sinnum verið vikið úr skóla, þar af einu sinni fyrir að stinga skólafélaga sinn með blýanti. Skotárásin í Michigan íbúar St Morris í Michigan leggja blóm að dyrum Buell-grunnskólans þar sem sex ára drengur skaut skólasystur sína ogjafnöldru til bana á þriðjudag. Þegar lögreglan hætti að spyrja drenginn um morðið, sem skaut skelk í bringu allra Bandaríkja- manna vegna ungs aldurs skot- mannsins og fómarlambsins, fór hann bara að teikna. Lögreglan segir að pilturinn hafi fundið byssuna undir ábreiðum í húsinu þar sem hann bjó, eiturlyfja- greni þar sem hann hefur haldið til eftir að faðir hans fór í fangelsi og móðir hans var rekin úr íbúð sinni. Við húsleit seint á þriðjudag fundust eiturlyf og stolin hlaðin haglabyssa, að sögn Arthurs Busch saksóknara. Neysla og sala krakks fór fram í húsinu. Kayla litla Rolland er yngsta fórn- arlambið í þeim skotárásum sem hafa verið gerðar í bandarískum skólum síðustu misserin. Alvarleg- asta árásin var gerð í Columbine- framhaldsskólanum i Kólóradó í fyrra þar sem tveir piltar drápu tólf skólafélaga sína og tvo kennara. Grænfriöungar láta í sér heyra Lögreglan í Chicago býr sig undir að leysa upp mótmæli nokkurra félaga í samtökum grænfriðunga fyrir utan aöal- stöðvar olíufélagsins BP Amoco. Grænfriöungar klæddust sumir ísbjarnarbúningum til að leggja áherslu á kröfur sinar um að ekki verði borað eftir olíu í viðkvæmri náttúru noröurheimskautsins. Flýöi flóðiö og fæddi barnið sitt uppi í tré Rosita Pedro fæddist í gær í trjákrónu þar sem móðir hennar hafði leitað skjóls á sunnudaginn vegna flóðanna í Mósambík. Móðirin, Sofia Pedro, sem er 26 ára, var aðframkomin af þreytu þegar björgunarmenn í þyrlu frá S-Afríku komu auga á hana í trénu á flóðasvæðinu. „Við komum auga á hana á síðustu stundu. Ég var látinn síga niður í tréð og hjálpaði henni við fæðingu bamsins,“ sagði björgunarmaðurinn sem kom móðurinni til aðstoðar. „Þvínæst hífðum við móður og bam upp i þyrluna. Þeim líður báðum vel,“ bætti hann við. Tæplega klukkustund eftir björgunina vom Sofia og Rosita búnar að fá læknishjálp og hvildust á þurru landi. Þær voru meðal hinna heppnu sem bjargað var í Barátta upp á líf og dauöa. Björgunarmaöur með Rositu litlu sem fæddist í trjákrónu í Mósambík. gær í Mósambík. Embættismenn í Mósambík segja að enn séu 100 þúsund manns í trjám, á húsþökum og meira að segja i háspennumöstrum þar sem þeir hafa beðið dögum saman eftir mat, björgun eða dauðanum. Forseti Mósambík, Joaquim Chissano, sagði í gær að um ein milljón manna heföi hrakist frá heimilum sínum vegna flóðanna. Forsetinn lagði áherslu á að ástandið með fram Limpopoánni væri aö versna. „Það er einungis hægt að bjarga fólki í trjám og á húsþökum með þyrlum," sagði forsetinn. Mörgum þeirra, sem hefur verið bjargað, hefur verið komið fyrir í bráðabirgðabúðum. En ástandið þar er einnig hörmulegt vegna skorts á matvælum, lyfjum og hreinu vatni. Rússneski fánlnn í Grozní. Rússneskir hermenn standa við rússneska fánann eftir hreinsun- araðgerðir í Grozní. Rússar hundelta uppreisnarmenn Rússneskar hersveitir segjast vera að elta uppi það sem eftir er af liði uppreisnarmanna í Tsjetsjeníu og þær hlakka til þess dags þegar stríðið í lýðveldinu verður ekkert meira en ósköp venjulegar lögregluaðgerðir. ígor ívanov, utanríkisráðherra Rússlands, má eiga von á frekari mótmælum við hernaðarbrölt Rússa í Tsjetsjeníu þegar hann hittir utanríkisráðherra Evrópu- sambandsins og Madeleine Al- bright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á fundi i Lissabon í dag. Fregnir herma að farið veröi að flytja hermenn heim á næstunni. Helmut Kohl. Safnar fé til að greiða sektir kristi- legra demókrata vegna leynireikn- ingasukksins við fjármögnun flokksstarfsins á valdatíma hans. Lagst á Kohl um að hætta á þingi Enn syrtir í álinn fyrir Helmut Kohl, fyrrum Þýskalandskanslara. Flokksbræður hans, leiðtogar kristi- legra demókrata, eru nú famir að hvetja hann til að segja af sér þing- mennsku vegna leynireikninga- hneykslisins. Þýskir fjölmiðlar hafa greint frá því að Kohl hafl safnað rúmum 200 milljónum króna frá kunningjum úr viðskiptalífinu til að létta á fjármál- um flokksins sem var sektaður í síð- asta mánuði vegna fjármálahneyksl- isins á valdatíma Kohls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.