Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 28
32 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 Kvikmyndir i>v . t Laugarásbíó - Magnolia ★★★ Líkn þeim sem Hér fer höfundur sem er svo mik- iö niðri fyrir að helst má jafna við Scorsese hvað varðar ákafa og fyr- irgang, með viðkomu i Altman hvað varðar fjölskrúðugt persónugallerí og nöturlega lífssýn sem um leið er eins og ferskt loft eftir langa inniveru. Svona er sannleikurinn um tilveruna, án undanbragða, og maður getur vart annað en gripið andann á lofti. Það kann að vera sársaukafullt en um leið er þessi opinberun líkn þeim sem lifa. Þannig lagað. Líkt og Boogie Nights, síðasta mynd Andersons, er þetta mikil breiðsíða þar sem margar sögur skarast og vefj- ast hver um aðra. Og líkt og sú fyrr- nefhda leggur Magnolia áherslu á fjöl- skylduna sem fyrirbrigði. f Boogie Nights sýndi hann okkur hvemig lán- leysingjar löðuðust hverjir að öðrum og fúndu styrk og samkennd í klám- myndaleikhópi en hér er áherslan lögð á þau skemmdarverk sem unnin era i skjóli fjölskyldunnar - vanrækslu, misnotkun og skeytingarleysi. Það sem heppnast afar vel er samspil þess- ara þráða sögunnar svo úr verður fal- legur samhljómur og hjartnæm lýsing á eðli mannlegra samskipta. Sam- kenndin með persónunum á rætui’ sín- ar í þeirri vitneskju að við erum öll tengd en það sem tengir okkur er sú staðreynd að öll erum við stök. Þannig vefjast saman ýmsar sögur. Gamall rusti er að deyja úr krabba- meini og vill sjá son sinn sem hann yf- irgaf fyrir mörgum árum; annar aldr- aður spumingaþáttastjómandi er sömuleiðis dauðvona og vill ná sátt við fíkilinn dóttur sina; hún kynnist aftur á móti seinheppnum lögreglumanni sem þráir ástríkt og gefandi samband; undrabam gerir í buxumar í miðri út- sendingu sjónvarpsþáttar við litla hrifningu metnaðargjams fóður; og fyrram undrabarn, nú miðaldra, blankt og einmana, leitar örvæntingar- fúllt að sáluhjálp. Öllu þessu er komið til skila með áleitinni blöndu af gam- lifa ansemi, alvöra og súrrealisma. Lunginn af leikhópnum úr Boogie Nights er aftur kominn í Magnolia og sem fyrr er unaðs- legt að horfa á þetta fólk gera sér mat úr safaríkum efniviðn- um. Craise fellur og afar vel inn í þennan hóp, þetta er hópleikm' og hann tekur þátt á sömu for- sendum og allir hinir. Anderson er greinilega mikið efni; þrátt fyrir epískt umfang verka hans er stíllinn léttur og frjálslegur og aldrei vottar fyrir vandlæt- ingu. Honum þykir vænt um breyskar persónur sínar og lýs- ir þeim með hæfílegum skammti af húmor og óbugandi kjarki. Og aldrei skyldi vonar- tíran vera langt undan. Leikstjórn og handrit: Paul Thomas Anderson. Aöalhlut- verk: Jason Robards, John C. Reilly, Julianne Moore, Philip Baker Hall, Philip Seymour Hoffn.au, Tom Cruise, William H. Macy, Stanley Spector, Melora Walters. Ásgrímur Sverrisson Fjölskrúðugt persónugallerí er aö finna í Magnolia. Háskólabíó -Anna and the King: Eldhús- róman ★★ Einhvem veginn hafði ég það á tilfinningunni eftir að hafa séð Anna and the King að Jodie Foster ætti erfitt með að leika rómantísk- ar konur. Þessi annars ágæta leik- kona, sem yflrleitt er einnig talin með þeim gáfuðustu, er alltaf í hálf- gerðum vandræðum þegar hún á að sýna aðdáun sína á kónginum í Síam sem á 23 eiginkonur, 42 hjá- konur og 58 börn. Það er eins og hún geti ekki leitt hjá sér mótsögn- ina sem kemur fram í myndinni að ung ekkja, kennslukona frá Englandi með einn son með sér, skuli sjá eitthvað við kónginn sem er með þessa líka hirð nálægt sér og þegna sem líta á hann sem guð. Þetta efni er gott og gilt í söngleikn- um fræga, The King and I, sem byggð er á sömu sögu, þar sem frá- bær lög Richards Rodgers krydda efnið og gera það að verkum að vankantar sögunnar verða ekki eins áberandi. Nú er það svo að Anna and the King er byggð á dagbókum Önnu Leonowens þannig að ef rétt er far- ið með þá er þetta ævintýri sem verður ekki gerð betri skil í skáld- sögu. Hlutverk Önnu við hirðina er að kenna bömum kóngsins en þótt himinn og haf sé á milli skoðana kóngsins og kennslukonunnar á siðvenjum og lífinu almennt þá er eitthvað sem tendrast á milli þeirra sem hvorki Jodie Foster né Chow Yun-Fat ná að koma til skila og því verður myndin ekki bara flöt held- ur nokkuð langdregin eftir góða byrjun og þrátt fyrir mikinn íburð, sem farið er skynsamlega með, og tæknilega mjög góða kvikmynd með finni kvikmyndatöku og góðri tónlist. Það hefði þurft mun dýpri undirtón í efnið með myndrænni útfærslu til að hún fengi þá burði til að vera epísk stórmynd. Eftir stendur aðeins sæmilega góður melódramtískur eldhúsróman. Leikstjórinn Andy Tennant náði að tendra Ever After ævintýraljóma sem honum tekst ekki hér. Honum er í raun nokkur vorkunn. Hann er með gamaldags efni í höndunum sem hefði þurft að vinna betur úr en leggur áhersluna á leikara sem geta ekki losað sig úr nútímanum. Leikstjóri: Andy Tennant. Handrit: Steve Meerson og Peter Krikes. Kvikmyndataka: Caleb Deschanel. Tónlist: George Fenton. Aðalleikar- ar: Jodie Foster, Chow Yun-Fat, Bai Ling og Tom Felton. Hilmar Karlsson Jodie Foster leikur kennslukon- una Önnu sem kennir 58 börn- um kóngsins. The Green Mile og Sleepy Hollow frumsýndar á morgun: Fangi með lækn- ingamátt og höf- uðlaus morðingi Johnny Depp og Christina Ricci fara með aöal- hlutverkin í Sleepy Hollow. kemur á deildina, ásak- aður um morð á lítilli hvitri telpu. í ljós kem- ur að Coffey er ekki að- eins hið mesta ljúf- menni sem ekkert slæmt getur séð, heldur býr hann yfir dularfull- um lækningamætti. Frank Darabont kom fram á sjónarsviðið sem fullskapaður leikstjóri í fyrstu kvikmynd sinni, The Shawshank Redemption, kvikmynd sem óðum er að vinna sér sess meðal klass- ískra mynda. Græna mílan er önnur kvik- mynd hans og hann hef- ur haft orð á því að nú ætli hann að hvíla sig á Stephen King. Darabont fer sér hægt og liðu fimm ár á milli fyrstu mynda hans. Hann er með ýmis verkefni í gangi, meðal annars æv- intýramyndina Doc Savage: The Man of Bronze sem líklegt þykir að Amold Schwarzenegger leiki i. Sleepy Hollow Tim Burton er tvímælalaust einn athyglisverðasti kvikmyndaleik- stjóri nútímans og er ávallt beðið eftir nýrri kvikmynd frá honum með óþreyju. Sleepy Hollow ætti ekki að valda aðdáendum hans von- brigðum, er dökk yfirlitum, áreitin, hrollvekjandi og spennandi. Mynd- in gerist árið 1799 og er gerð eftir klassískri sögu, The Legend of Sleepy Hollow, eftir Washington Ir- ving og er Burton trúr þeirri dulúð og draumkenndri veröld sem ein- kennir bókina. Johnny Depp leikur Ichabod Crane, heiðarlegan rann- sóknarlögreglumann sem sendur er til smábæjarins Sleepy Hollow til að rannsaka morð sem þorpsbúar segja að séu framin af höfuðlausum manni á hesti. Christina Ricci leik- Tom Hanks leikur fangavörðinn sem gengur sina vakt í dauða- deildinni. ur hina göróttu Katarinu Van Tassel, sem er afkomandi ríkustu fjölskyldunnar í Sleepy Hollow, og veit mun meira um málið heldur en Ichabod Crane. Aðrir leikarar eru Mirinda Richardson sem leikur stjúpmóður Katarinu, Michael Gambon, sem leikur föður Katar- inu, og Casper Van Dien sem leikur vonbiðil Katarinu. Tim Burton gerði Sleepy Hollow' að öllu leyti í Englandi og er þetta óður hans til gömlu Hammer- hroll- vekjumyndanna, sem margir muna sjálfsagt vel eftir: „Ég hef lengi ver- ið hrifinn af Hammer-myndunum sem gerðar voru á sjötta og sjöunda áratugnum og handritiö að Sleepy Hollow ber merki þess að leitað hef- ur verið fanga í þessum myndum,“ segir Burton. Og þess má geta að í litlu hlutverki í myndinni er Christopher Lee, sem gerði garðinn frægan í Hammer-hrollvekjunum. Tim Burton á glæsilegan og fjöl- breyttan feril að baki. Hann leik- stýrði fyrstu tveimur Batman- myndunum, Beetlejuice, Edward Sc- issorhands, Ed Wood, Mars Attacks og var maðurinn á bak við eina óvenjulegustu og bestu teiknimynd sem gerð hefur verið, Tim Burton’s The Nightmare Before Christmas. -HK Græna mílan Þegar miðað er við fyrri afrek Kings þá er Græna mílan á mjög svo mannlegum nótum og eru margir á því að þetta sé ein besta skáldsaga hans. The Shawshank Redemption, sem byggð var á sögu eftir King, er á líkum nótum og af ílestum talin besta kvikmyndin sem gerð hefur verið eftir sögu hans. Hefur hún verið ofarlega á öllum listum sem birt hafa bestu kvikmyndir síðasta áratugar og lenti meira að segja í öðru sæti yfir 100 bestu kvikmyndir aldarinnar í könnun sem kvik- myndatímaritið Empire efndi til meðal lesenda sinna. Frank Darabont leikstýrir Grænu mílunni og þó hún nái ekki gæðum The Shawshank Redemption þá eru allir á því að um sé að ræða mjög góða og kröftuga mynd þar sem hver leikarinn á fætur öðr- um sýnir stórleik. Græna mílan gerist i dauðadeildinni í fangelsi í Suðurríkjunum árið 1935 og segir frá fangaverði sem þarf ekki aðeins að berjast við ill- ræmda fanga til að halda friði innan deildarinnar held- ur þarf hann einnig að hafa gætur á einum starfsfélaga sín- um sem ekki er minni níðingur en fangamir. Andrúmsloftið breytist þegar hinn stæði- legi svert- ingi John Coff- Tvær áhugaverðar kvikmyndir verða frumsýndar á morgun, Græna mílan (The Green Mile), sem þegar hefur verið tilnefnd til sjö ósk- arsverðlauna, og Sleepy Hollow, sem er nýjasta kvikmynd Tims Burtons. Þessar tvær kvikmyndir eiga það sammerkt að fjalla um óskýranlega atburði, á mjög svo hrollvekjandi hátt í Sleepy Hollow og mun mannlegri hátt í The Green Mile, þótt hryllingurinn sé þar alls ekki langt undan, enda sú kvik- mynd gerð eftir skáldsögu Steph- ens Kings. Steph- en King vakti upp gamlan sið þegar hann gaf út Grænu míluna, hún var gef- in út sem framhaldssaga í sex hlutum og seldist í metupp- lagi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.