Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 Skoðun DV Raunhæfasta kjarabótin Helsta kjarabót dagsins í dag er að selja bilinn og það strax. Bensínverðið er orðið með þeim hætti að það er ekki nema fyrir auðugustu menn að reka einn slíkan, hvað þá tvo. Hver lítri þessa vökva hefur hækkað um tuttugu krónur eða svo á rúmu ári. Jafnvel Geir Haarde blöskraði og dró aðeins úr okursköttum ríkisins á bíleigendur. Er hann þó ekki þekktur fyrir sérstaka gjafmildi. Vandinn er bara sá að ef allir grípa til þessa góða sparnaðarráðs þá verður enginn til að kaupa, ekki hér á landi að minnsta kosti. Þá er ekki auðvelt að selja bíla úr landi. Bensínverð hefur nefnilega hækkað þar líka vegna fanta- aðgerða olíurikjanna. Það gæti því far- ið svo að í stað þess að selja bílinn borgi sig að leggja honum og helst af- skrá hann. Með afskráningunni sparast stórfé, jafnvel þótt eftirsjá kunni að vera að góðum bíl. Almenningur hefur lengi litið á bílinn sem nauðsynjatæki. Án hans sé erfítt að sinna erind- um í nútímasamfélagi. Rikisvaldið er hins vegar á annarri skoðun. Það litur á bílinn sem lúxus og skattleggur hann sem slíkan. Innkaupsverð er Nú er tœkifœri til samstöðu. Það er einfaldast að leggja bílunum og hœtta þeirri sóun sem þeim fylgir. því hátt á bílum enda tekur ríkið sitt þegar í upphafi. Þá skattleggur fjármálaráðherra allt sem að bílnum og rekstri hans kemur. Hann kemur sem viðbót við eigna- skatt, auk þess sem greiða verður ár- lega þungaskatt og önnur gjöld sem ríkið hefur fundið upp til þess að pína bíleigendur. Mest munar þó um bensínverðið. Þótt bensínverð hafi hækkað mjög á al- þjóðamarkaði er innkaupsverðið enn hreinir smámunir miðað við hvað bensínið kostar frá dælu olíufélaganna. Að frátalinni álagningu seljenda smyr ríkið hreinlega ofan á bensínverðið. Bíleigendur hafa alltaf verið auðveldur skotspónn skattaglaðra stjórnvalda. Þeir mynda ekki samstæðan hóp og hafa borið okrið möglunarlaust. Nú er tækifæri til samstöðu. Það er einfaldast að leggja bílunum og hætta þeirri sóun sem þeim fylgir. Nota síð- an strætó til að komast í vinnuna, ganga eða hjóla. Enn er að vísu vetur en vorið nálgast. Árs- tíminn til aðgerða er því réttur. Kannski Geir vakni og slái aðeins meira af vilji hann einkabílana aftur á göturnar. Afu RÚV er lífs- nauðsynlegt L.M.J. skrifar: Það sýndi sig enn þá einu sinni í hinum miklu þjóðtlutningum úr Þrengslunum aðfaranótt mánudags- ins hvers virði Ríkisútvarp allra landsmanna er. Fréttamenn þess koma ótilkvaddir á vaktina þegar neyð steðjar að, sitja hana alla nótt- ina ef þörf krefur og mynda lífs- nauðsynlegan hlekk milli björgun- armanna og fólksins sem í nauðum er statt - auk þess sem þeir hugga og hressa hina nauðstöddu. Engin önnur útvarpsstöð býður upp á slíka þjónustu. Lesendur geta hringt allan sólarhring- inn í síma: 550 5035. Eöa sent tölvupóst á netfangiö: gra@ff.is. Eöa sent bréf til: Lesendasíöa DV, Þverholti 11, 105 Reykjavík. Lesendur eru hvattir til aö senda mynd af sér til birtingar meö bréfunum á sama póstfang. Slær milljarða- manninum við Óskar Sigurðsson sendi þessar linur: Utvarpshúsiö viö Efstaleiti: Lífsnauösynlegur hlekkur fyrir alla landsmenn. Inga Rún Hjaltadóttir nemi: Nei, húsin hér eru svo vel byggö aö þau eiga eftir aö standast álagiö. Sigurbjörg Vigfússdóttir, húsmóðir: Já, gera þaö ekki allir? Jónína Sveinbjarnardóttir nemi: Nei, ég treysti húsunum. Hrafna Þráinsdóttir nemi: Nei, ég óttast hann ekki. mr hím Fanney Þórsdóttir nemi: Nei. Meindýraeyöir á húsþaki viö útrýmingu stara. - „jafnvet hámenntaö fólk í dýralífsfræðum viröist komiö úr tengslum viö heilbrigt náttúru- og dýralif. “ Fækkum hröfnum Asdís Arthúrsdóttir skrifar: 1 DV hinn 17. febrúar sl. var fjall- að um hversu jafnvel hámenntað fólk í dýralífsfræðum virðist komið úr öllum tengslum við allt sem heit- ir heilbrigt náttúru- og dýralíf, og sem marka má af því að einhvers konar varg- og meindýrafriðun skuli vera efst á baugi hjá því, og fuglar á borð við hrafn og stara skuli vera orðnir þeirrra helstu skjólstæðingar. í pistlinum þann 17. f.m. og nokkuð villandi fyrirsögn, að mér fannst, mátti helst skilja að þar væri verið að lýsa ánægju með ástandið. Það vil ég leiðrétta hér, því svo er alls ekki. Tilgangur þessara lína er að gera tilraun til að fræða þessa fræðinga um að svona hræ- og alætur eins og t.d. hrafninn eru sjaldnast i neinni „Varðandi aðdáun fugla- frœðinga á meindýrum þá á ég þar við starann sem mérfyndist nær að útrýma úr borginni. Sem betur fer er þó stór hluti landsbyggð- arinnar laus við þann ófögnuð ..." útrýmingarhættu, nema síður sé, og ef í það stefndi er hægt um vik að snúa því ferli við. Ég vil einnig benda hrafnaaðdáendum á að hrafn- inn úðar í sig eggjum mófugla, sjald- gæfra andartegunda og annarra fugla sem eflaust eru margir í meiri útrýmingarhættu en hrafninn. Varðandi aðdáun fuglafræðinga á meindýrum þá á ég þar við starann, sem mér fyndist nær að útrýma úr borginni. Sem betur fer er þó stór hluti landsbyggðarinnar laus við þann ófognuð, með lúsina og sitt rafmagnaða blístur. Forkastanlegt þykir mér og að Grasagarðurinn í Laugardal skuli gera sérstaklega í því að laða að sér hrafna og stara í tugatali og síðan er dreift sláturdýraúrgangi um garð- inn með tilheyrandi sóðaskap og há- vaða. Manni líður eins og þegar maður var staddur á sorphaugunum í gamla daga þegar komið er i þennan lystigarð á vetrardegi. Oftar en einu sinni hef ég séð hrafna standa yfir gæsahræi þama, og það er vægast sagt ekki glæsilegt á að líta. Fátækt og landstjórn ólíðandi Forsætisráð- herra hélt því fram á dögunum að þess- ir hópar hefðu fengið góða hækk- un bóta á liðnum árum, jafhmikla og meiri en aðrir hóp- ar, eða um 20% á stjórnartímabili Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Sjálfur hef- —-------------- ur hann fengið á sama tima meiri launahækkanir en nemur öllum þeim bótum sem ein- staklingar úr flestum þessara hópa þurfa að lifa af. Þegar haft er í huga að einmitt þessi hópur þarf að setja vaxandi og hærra hlutfall tekna sinna en aðrir þjóðfélagshópar i húsnæði, eða Gunnar Þóröarson, trésmiöur og stjórnarmaOur í Fé- lagi einstæöra for- eldra, skrifar: „Stjómmálaleiðtogar sem þekkja ekki betur þjóð sína en svo að þeir halda að þetta sé í lagi ættu alvar- lega að velta fyrir sér hvort þeir œttu ekki að fá sér nýja þjóð. Því þetta er ólíðandi. “ meira en 50%, segir það sig sjálft að það verður erfiðara að framfleyta sér og sínum. Það er heldur engin tilviljun að stór hópur sem leigir hjá félagsþjónustum sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu hefur ekki megnað að standa í skilum með húsaleigu sína. í enn einni skýrslunni um fátækt á íslandi, skýrslu félagsmálaráð- herra um kjör einstæðra foreldra, kemur fram að sá hópur er stækk- andi meðal skjólstæðinga og er hlut- fall einstæðra foreldra komið upp í 28% af þeim sem njóta aðstoðar Fé- lagsþjónustunnar í Reykjavík. En þetta eru bara tölur á blöðum. Staðreyndin er sú, og það höfum við reynt sem störfum með ofannefnd- um hópum, að fjöldi fólks á íslandi býr við sárafátækt. Það eru íslensk böm að alast upp í allsnægtaþjóðfé- laginu við svo mikið óöryggi að ekki er vitað hvar þau búa í næsta mánuði, í hvaða skóla eða með hvaða félögum. - Stjórnmálalejðtog- ar sem þekkja ekki betur þjóö sína en svo að þeir halda að þetta sé í lagi ættu alvarlega að velta fyrir sér hvort þeir ættu ekki að fá sér nýja þjóð. Þvi þetta er ólíðandi. Dagfari Spurning dagsins Óttast þú Suöurlands- skjálfta? Jón H. Björnsson landslagsarkitekt: Aö sjáifsögöu, spurningin er bara hvenær hann kemur. Nýlega las ég frétt i Degi um netagerð- armanninn Guð- mund P. Bjarnason á Akranesi sem gaf 30 milljónir til styrktar háskóla- nemum í eðlis- og efnafræði. Þetta Guömundur P. finnst mér rausnar- Bjarnason: legt af manni sem Svona manna ekki er orðinn millj- lítur maöur arðamæringur. Hann upp til. var að vísu sagður — hafa gert út lítinn bát í félagi við bróður sinn á Skaganum og kom því nálægt útgerð. Svona manna litur maður upp til. Mér finnst standa upp á miUjarðamæringinn frá Sam- herjabatteríinu með 3 milljarðana í vasanum að láta ekki eitthvað - þótt ekki væri nema „pínu-pons“ - af hendi rakna af stóru summunni til góðgerðarmála af einhverju tagi. Færum bílana til fyrir snjómokstur Bíleigandi hringdi: Það er svekkjandi að sjá stórvirk verkfæri borgarinnar vera að ýta snjó upp úr götunum og fjarlægja snjóhryggina en komast ekki al- mennilega að vegna allra bílanna, sem standa við húsin og eru í vegi fyrir að hægt sé að hreinsa. Bíleig- endur sjá og vita að hreinsun er í gangi en færa ekki bílana. Þetta er forsmán. Við bíleigendur verðum að taka sönsum og vera á varðbergi þegar götur eru hreinsaðar. Fjármálaauður Svanhildur hringdi: Ég fagna framtaki Háskólans í Reykjavík um að auglýsa námskeið fyrir okkur konur um þekkingu á fjármálum, skipulagningu fjármála, frjálsan lífeyrisspamað, skattamál og fleira. Við, íslenskar konur, lif- um í breyttu þjóðfélagi frá því sem áður var og nú er hverjum lífsnauð- syn að þekkja inn á fjármál heimil- anna og samskipti þeirra við hið flókna fjármálaumhverfi sem nú ríkir hér. Konur eiga ekki að sitja eftir og láta eiginmanni eða öðrum að ráðskast með fjármálin eins og hingað til hefur tíðkast. Konur, tök- um þátt í fjármálaheiminum, heima og að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.