Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 10
10 Utlönd FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 a>v Pinochet frjáls á ný Jack Straw, innanríkisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að Augusto Pinochet, fyrrverandi ein- ræðisherra Chile, yrði ekki fram- seldur til Spánar. Lögmaður fómar- lamba stjórnar Pinochet tilkynnti hins vegar í gær að hann myndi reyna að áfrýja slíkum úrskurði. Mótmælendur söfnuðust snemma í morgun fyrir utan sveitasetrið þar sem Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra Chile, er í stofufang- elsi. Óttuðust andstæðingar einræð- isherrans að hann yrði látinn laus innan nokkurra klukkustunda. Jack Straw, innanrikisráðherra Bretlands, hafði þegar greint frá því að hann hallaðist að því að veita Pinochet ferðafrelsi vegna heilsu- brests og hafna þar með kröfum fjögurra Evrópuríkja um að hann verði látinn koma fyrir rétt vegna mannréttindabrota. Herflugvél frá Chile, sem hefur beðið á herflugvelli vestan við London til að flytja einræðisherr- ann fyrrverandi heim, hóf sig á loft snemma í morgun. Talsmaður breska varnarmálaráðuneytisins neitaði að tjá sig um hvert vélin kynni að hafa flogið. Fjölmiðlar giskuðu á að vélin hefði eimmgis farið í reynsluflug og myndi lenda skjótt aftur á herflugvellinum. Breskir fjölmiðlar voru í morgun í litlum vafa um hver niðurstaðan yrði og birtu svohljóðandi fyrir- sagnir: Pinochet reiðubúinn að fljúga heim í dag. Frönsk yfirvöld minntu bresku stjórnina á það í gær að þau biðu enn eftir ákvörðun um beiðni sína um að Pinochet yrði látinn ganga undir læknisrannsókn á ný. John McCain fær hlýjar móttökur í sjónvarpssal Öldungadeildarþingmaöurinn John McCain fékk hlýjar móttökur í sjónvarpssal vestur í Kaliforníu í gær þar sem hann tók þátt í smá gamansemi. Annars baöst McCain afsökunar í gær á niörandi ummælum sínum um tvo leiötoga íhaldssamra kristinna repúblikana. Hann sagöi þá illa innrætta. Tveir drepnir og 3 særðir í skotárás Blökkumaður sem sagði ná- granna sínum að hann ætlaði að skjóta aðeins hvita menn lét verða af því í Wilkinsburg, nærri Pitts- burgh í Bandaríkjunum, í gær og skaut tvo hvíta menn til bana. Þrír aðrir hlutu sár. Byssumaðurinn gafst upp fyrir lögreglu skömmu síðar. Morðin í Wilkinsburg voru fram- in aðeins degi eftir að sex ára dreng- ur myrti skólasystur sína í Michig- an. Bill Clinton Bandarikjaforseti sagði að voðaverkin sýndu svo ekki væri um villst að þörf væri á hert- ari reglum um byssueign. Hinn grunaði byrjaði á því að drepa viðgerðarmann eftir rifrildi um viðgerð á hurð á heimili hans. Hann kveikti síðan í húsi sínu og gekk til nærliggjandi verslanasam- stæðu með 22 kalíbera byssu og hníf að vopni. Þar skaut maðurinn á þrjá menn á McDonalds og á þann fjórða á Burger King. Að því búnu gekk skotmaðurinn inn í skrifstofubygg- ingu þar sem hann tók nokkra gísla. Hann gafst loks upp fyrir lögreglu þegar samningamönnum tókst að koma vitinú fyrir hann. h

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.