Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 ±Jtt, + ■> Húseigendafélagið og JC bjóða húsfélögum aðstoð við að halda aðalfundi: Öryggi og húsfriður - fundirnir verða lögmætir, árangursríkir og málefnalegir Barbara Wdowiak hjá Húseigendaféiaginu og Gunnar Jónatansson, forseti JC á íslandi, komin í aðalfundastellingarnar. Húseigendafélagið og JC bjóða husfélögum að halda utan um aðalfundi og útvega þaulvana fundarstjóra og ritara frá JC. DV-myndir E.ÓI. Mars og apríl eru mánuðir aðal- funda í húsfélögum. Þó að með fyr- irhyggju og sæmilegum undirbún- ingi eigi ekki að vera stórmál að halda húsfundi sem standast allar lagakröfur og eru bærir til að taka ákvarðanir sem bindandi eru fyrir alla reynist það oft þrautin þyngri. Þess vegna, og til að stuðla að ör- yggi, húsfriði og traustum húsfund- um, býður Húseigendafélagiö húsfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu upp á nýja þjónustu í samvinnu við Juni- or Chamber hreyflnguna. í henni felst að aðstoða stjómir húsfélaga við undirbúning funda, fundarboð, dagskrá, tUlögur oil. Síðan að ann- ast fundarstjóm og ritun fundar- gerðar. Að hverjum fundi vinnur eitt par frá JC, fundarstjóri og fundarritari, sem hefur þekkingu, þjálfun og reynslu í fundahöldum. Lögfræðing- ar Húseigendafélagsins eru ráðgef- andi um öll atriði þesseu-ar þjónustu sem tryggir að húsfundir verði lög- mætir og árangursríkari og mál- efnalegri en ella. 1 lok fundarins fær fólk útprentaða fundargerð og getur strax séð hvað var samþykkt. Undirbúningur „Þegar búið er að hafa samband við okkur vegna aðalfundar tökum við niður upplýsingar um fjölda eignaraðila o.fl. og könnum hvort aðstoðar er þörf vegna fundarboðs sem oftast er tilfellið. Ef þegar hefur verið boðað til fundar viljum við sjá fundarboðið til að ganga úr skugga um að allt sé eins og það á að vera. Enda munum við bera ábyrgð á fundinum. Þá höldum við undirbún- ingsfund með verðandi fundar- stjóra, sem kemur frá Junior Cham- ber, og tengilið frá húsfélaginu. Þá er endanlega farið yfir málin. Það fer síðan eftir umfangi fundarins hve langan tíma þarf til undirbún- ings. Ef taka þarf ákvarðanir um framkvæmdir er mjög mikilvægt að rétt sé staðið að málum,“ segir Bar- bara Wdowiak hjá Húseigendafélag- inu í samtali við DV. Áralangar illdeilur Á aðalfundum gerir stjórnin grein fyrir starfsemi og fjármálum húsfélagsins, leggur verk sín í dóm og svarar fyrir þau. Kosin er ný stjóm og oft er fjallað um yflrvof- andi eða fyrirhugaðar viðhalds- framkvæmdir. Aðalfundurinn er oft eini formlegi fundur ársins í húsfé- lögum og þar eru gjaman teknar ákvarðanir sem velta tugum millj- óna í stærri húsum. Það er almennt forsenda fyrir lögmæti ákvörðunar um viðhaldsframkvæmdir og fyrir greiðsluskyldu eigenda, að ákvörð- unin hafl verið tekin á fundi sem er löglega boðaður og haldinn. Það finnast mörg dapurleg dæmi um húsfélög og stjómarmenn þeirra sem farið hafa flatt á því og orðið fyrir fjárútlátum og tjóni vegna þess að kastað var höndum til undirbún- ings og framkvæmdar funda. Hafa húsfélög einatt logað í illdeilum árum saman vegna þessa og öll nauðsynleg samheldni verið í mol- um. Þrautþjálfað fólk Á þetta reyndi á dögunum og má segja að þar hafl þessi nýja þjón- usta Húseigendafélagsins og JC fengið sína eldskírn. Haldinn var húsfundur í stóru fjölbýlishúsi sem var í raun framhaldsaðalfund- ur þar sem verið var að taka ákvarðanir um framkvæmdir. Eignarhluti hvers og eins hafði þar mikið að segja hvort framkvæmd- irnar yrðu samþykktar eða ekki. Málin vom komin í vandræðafar- veg þar sem formaður hafði sagt af sér og reikningar höfðu ekki verið samþykktir. Var annar aðili feng- inn til að gegna formennsku og undirbjó nýjan fund í samstarfi við Húseigendafélagiö og JC. Reikn- ingar húsfélagsins voru sendir í endurskoðun. Lauk málum þannig að samþykkt var heimild til stjóm- ar húsfélagsins til að leita eftir til- boðum í umfangsmiklar fram- kvæmdir. - En getur utanaðkomandi fund- arstjóri ekki lent í vandræðum ef heitt er í kolunum? „Það var mikill ágreiningur á fyrmefndum fundi en þar sem fund- arstjórinn var utanaðkomandi og með mikla reynslu fór fundurinn ekki út í vitleysu. JC er með 12 manns á skrá sem geta tekið aðal- fundina að sér og þetta er allt mjög fært fólk og myndugt við fundar- stjórn. Það hefur fengið góða þjálfun innan hreyfingarinnar þar sem fundarmenn reyna að setja fundar- stjóra stólinn fyrir dymar,“ segir Barbara og bætir við: „Með utanað- komandi stjórn á fundunum hafa eigendur hússins líka frjálsari hendur og geta einbeitt sér að um- ræðunum." Barbara mælir með því að húsfé- lög haldi aðalfundi úti í bæ. Þannig sé komið í veg fyrirt utanaðkom- andi truflanir og ráp inn og út af fundinum. Reynslan sýni að betra sé að flytja fundinn „að heiman“. Ódýr þjónusta Fyrir þessa þjónustu er tekin sanngjörn þóknun. Sem dæmi má nefna að húsfélag með 15 eignar- hlutum þurfti að greiða rúmlega 12.000 krónur fyrir fundarstjórn og fundarboð. Kostnaðurinn skiptist eftir eignarhluta hvers og eins en er undir 1000 krónum á eignarhluta að meðaltali. Kostnaðurinn er i raun ekki mikill samanborið við það ör- yggi, sem þjónustan tryggir og þá sérfræðiþekkingu sem í boði er. -hlh Umsjón Miðstöð þjónustunnar er skrif- stofa Húseigendafélagsins að Síðumúla 29, sími 588 9567 og tölvupóstfang huso@islandia.is. Umsjón með aðalfundaþjónustu er í höndum Barböru Wdowiak skrifstofustjóra, Fyrir aprfllok Aðalfund húsfélags skal halda fyrir lok apríl ár hvert. Þar skal m.a. leggja fram rekstrar- og framkvæmdaáætlun fyrir næsta ár og ákvarða hússjóðsgjöld á grundvelli hennar. Það er mikil- vægt að búið sé að gera raunhæf- ar og vandaðar áætlanir til að byggja ákvarðanatöku á. Slík áætlanagerð er ekki á færi nema sérfróðra aðila um viðhald og framkvæmdir. Allir félagsmenn Húsfélög eru til í öllum fjöl- eignarhúsum í krafti ákvæða fjöl- eignarhúsalaganna og þarf ekki að stofna þau sérstaklega og formlega. Allir eigendur eru skyldubundnir félagsmenn í hús- félaginu og réttindi og skyldur til þátttöku í því eru órjúfanlega tengd eignarrétti að íbúðum. Enginn eigandi getur synjað þátt- töku í húsfélagi eða sagt sig úr því nema með því að selja ibúð sína. í þessu felst líka skylda til að taka kjöri í stjórn húsfélagsins og vinna þannig eða á annan hátt að sameiginlegum hagsmunamál- um. Fjöleignarhús Fjöleignarhús telst hvert það hús sem skiptist í séreignir í eigu íleiri en eins aðila og í sameign sem bæði getur verið allra og sumra. Fólk er hvatt til að kynna sér lögin en hér á eftir fara nokk- ur atriði úr þeim. Barbara Wdowiak með fundargerðarbók húsfélaga sem fæst hjá Húseigendafélaginu. í henni eru margvíslegar upplýsingar um húsfélög, lög og reglur og leiðbeiningar um aðalfundi ofl. Eignaskiptayfirlýsingar þarf að gera fyrir áramót: Koma í veg fyrir þrætumál Frestur til að láta gera eigna- skiptayfirlýsingar rennur út 1. janúar 2001. Að þeim tíma liðnum verður eignaskiptayfirlýsing skil- yrði fyrir þinglýsingum á eignayf- irfærslum, þinglýsingu kaupsamn- inga og afsala. Liggi slík yflrlýsing ekki fyrir getur það valdið töfum í fasteignaviðskiptum. Vilji húseig- endur forðast taflr vegna fast- eignaviðskipta og örtröð hjá lög- giltum aðilum sem gera eigna- skiptayfirlýsingar er ráðlegt að nota tímann vel og láta gera slíka yflrlýsingu hið fyrsta. Forðast þrætumál Með eignaskiptayfirlýsingu er verið að skrá skiptingu fjöleignar- húsa og réttindi og skyldur eig- enda. Skráð er niður hver séreign- in er og hvaða sameign fylgir hverjum séreignarhluta. Með þessu er fundið út það hlutfall sem hver eigandi á að greiða í sameig- inlegum kostnaði við sameign. Þá er skráð í eignaskiptayflrlýsingum hvort bílastæði eru skipt eða óskipt og ýmsar kvaðir ef ein- hverjar eru. Eignaskiptayfirlýsing getur verið nauðsynleg svo ekki séu þrætumál i gangi um hver eigi hvað og hver eigi að borga hve mikið. Löggiltir aðilar Yflr 170 aðilar hafa löggilt leyfl til að gera eignaskiptayflrlýsingar. ttlW Frestur til að láta gera eignaskiptayfirlýsingar rennur út 1. janúar 2001 Þegar slík yflrlýsing hefur verið gerð þarf að leggja hana inn hjá byggingarfulltrúa til samþykktar. Síðan er henni þinglýst. Þetta ferli getur tekið tíma, jafhvel nokkra mánuði. Listar yfir nöfn þeirra fyrirtækja sem vinna eignaskipta- yflrlýsingar liggja frammi í af- greiðslu Húsnæðisstofnunar og á mörgum fasteignasölum. Þó raðhús falli almennt undir lög um fjöleignarhús er matsatriði í hverju tilviki fyrir sig hvort þarf eignaskiptayfirlýsingu um rað- hús. Ef lóð og hús eru séreign hvers eiganda er ósennilegt að eignaskiptaleyfi þurfi. Upplýsing- ar um slíkt fást annars hjá bygg- ingarfulltrúa. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.