Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 Bilartilsölu Litla bílasalan, Funahöföa 1, s. 587 7777. Engin útborgun, bara yfirtaka á láni. Bílalán 1650 þ./33 þ. á mán. MMC Carisma 1,6 EXE, 4/’99, sjálfsk., 15“ álfelgur, spoiler o.m.fl., ekinn 27 þ. km. Glæsilegurbíll. Toyota Hiace dísil ‘91, mælabilj, 8 farþega, ek. 230 þús., 65 þús. á vél. Ásett verð 570 þús. Staðgrtilboð óskast. Uppl. í síma 699 4329. VW Transporter Syncro, 4x4, dísil, doublecab, ‘99, 6 manna, ek. 42 þús. Skipti ath. S. 894 6350 og 551 1463. Mitsubishi Space Wagon GLXi 4x4 ‘98, sjálfskiptur, ekinn 27 þús. Ásett verð 1860 þús., tilboð 1750 þús. Bflalán fylgir. Uppl. í s. 555 4079 og 896 6217. Jeppar Grand Cherokee Orvis ‘97, grænsans,, ek. 88 þ. Gott eintak. Einn með öllu. Ásett verð 3.990 þ., selst á 2.100 þ., áhvflandi. 1,1 m. Uppl. í s. 896 0304 og 896 5048. «!□ Vömbílar Til sölu, 150.000 greiöslukjör, Ford vörubfll ‘72, heildarþyngd: 7 tonn, skoðaður, í góðu standi. Góður fyrir trillukarla, verktaka o.fl. Engin bfreiðagjöld. Fombíll. Uppl. í s. 552 9009. Til sölu Rover Mini red flame, árg. '91. Ásett verð 550 þús. Uppl. í síma 554 0987 og 897 6537. _____________________________________Fréttir Fínt klæddur en átti erfitt með vín - segir sonur skáldsins sem lék með samgönguráðherra í hljómsveit Líkt og Clinton í Hvíta húsinu þykir Gunnari Jóni skemmtilegt aö bregöa saxófóninum um hálsinn. sagði Gunnar. „Ég setti nokkur lög í söngvakeppni SKT 1960 og það var mjög gaman að því,“ sagði Gunnar. Hann hafði mikinn áhuga á að læra á saxófón á þessum árum og fór í tíma hjá bæði Gunnari Ormslev og José Riba og einnig var hann hjá Vilhjálmi Guðjónssyni. „Ég hafði mjög gaman af því að skemmta mér á þessum árum í Reykjavík og dansaði mikið. Ég fór mest á Hótel Borg og í Framsóknar- húsið sem síðar varð Glaumbær. Ég hafði gaman af því að fá mér í glas á þessum árum en núna er ég algjör bindindismaður,“ segir Gunnar. Spilaði með samgönguráð- herra í hljómsveit Gunnar spilaði með hljómsveit- um í Ólafsvík á böllum í nokkur ár. „Það var til dæmis með HK-kvartett en í honum voru Hinrik Konráðsson á harmoníku, Sigurgeir Bjamason á gítar og Ríkharður Traustason, einnig á gítar, og Einar Kristjáns- son en hann spilaði á trommur. Hún hét fyrst bara Hljómsveit Ólafsvíkur en ég átti svo seinna hugmyndina að nafninu HK-kvartett. Einnig lék ég nokkur skipti með hljómsveit sem hét Ómar en hún starfaði i Ólafsvík á árunum 1963 til 1966. í henni voru þeir bræður Sturla, sem er núverandi samgönguráðherra, og Snorri Böðvarssynir og þeir spiluðu báðir á gítar. Svo var Ingi Þórjóns- son á trommur og hann söng líka, Trausti Magnússon á bassa og Krist- mar Arnkelsson sem spilaði á saxó- fón.“ „Ég man,“ segir Gunnar, „hvað við fengum fyrir að spila á böllunum. Það var frá 100 krónum og upp í 500 á mann fyrir baUið. Hæst komumst við í 733 krónur fyr- ir kvöldið. Þetta þótti gott í þá^ daga,“ segir Gunnar. Hamingjusamur maður Gunnar er enn að gera bæði texta og lög og fyrir stuttu gerði hann lag við hinn kunna texta, Ljósbrá, og einnig gerði hann lag við Faðirvor- ið. Gunnar segist vera trúaöur og fara oft í kirkju og hann sé viss um að líf sé að loknu þessu. Hann segir að mjög vel fari um sig á Dvalar- heimUinu Jaðri. Hann er hamingju- samur núna og sáttur við lífið. Hann les mikið og þá helst ástar- og ævisögur. Þá á hann margar gamlas^* upptökur á kassettiun sem hann hlustar á við góö tækifæri, m.a. frá sönglagakeppni SKT. „Ég tek nokk- uð oft í blokkflautuna á kvöldin og spUa þá bæði fyrir vistmenn og starfsfólkið á Jaðri,“ sagði Gunnar að lokum. -PSJ. * Hann Gunnar Jón Vilhjálmsson er 72 ára gamaU og býr á Dvalar- heimUinu Jaðri í Ólafsvík. Gunnar er sonur Þórunnar Gunnlaugsdóttur og Vilhjálms (Guðmundssonar) frá Skáholti. Vilhjálmur var eins og kunnugt er gott skáld og orti ljóð í nýrómantískum stU og gaf út nokkr- ar ljóðabækur. Þórunn var mikU sómakona og bjó allan sinn aldur í Ólafsvík. Hún lést árið 1991, orðin 88 ára, og Gunnar bjó hjá henni aUa tíð. Þórunn vann við ýmiss konar störf, meðal annars í fiskvinnu, og einnig sá hún um að þvo þvott og að gera við fot fyrir marga aðkomu- menn sem komu tU starfa í Ólafsvík á árum áður. „Pabbi var mjög almennileg- ur maður.“ Gunnar á tvo bræður, þá Jón Norðfjörð og Berg, sem hann hefur talsvert samband við, en þeir eru aUir þrír samfeðra. „Ég hitti oft hann pabba,“ segir Gunnar. „Hann pabbi var mjög almennUegur maður og aUtaf flnt klæddur. Hann kom einu sinni til Ólafsvíkur og það var í nóvember 1939, en þá var ég 12 ára. Hann var þá í nokkra daga hjá okk- ur mömmu. Hann var mjög ánægð- ur þegar ég var að læra á saxófón- inn og hann kom nokkrum sinnum og hlustaði þegar ég var að æfa mig. Hann dó 4. ágúst 1963 og var aðeins 56 ára gamaU. Hann átti talsvert erfitt með vínið, hann pabbi.“ Tóta sem þvoði þvottinn... Þórunn var mjög vel liðin og því tU sönnunar fundu tveir menn, sem unnu í Stakkholti hf. eina vertíðina, hjá sér hvöt tU að senda Tótu, eins og hún var oftast köUuð í Ólafsvík, póstkort en þeir voru. þá á ferð í Bombay á Indlandi. Bæði þökkuðu þeir henni fyrir þvottinn og eins fyr- ir góðar pönnukökur sem hún gaf þeim eitt sinn er þeir komu með þvott tU hennar. Ekki voru þeir al- veg með föðurnafnið hennar á hreinu því að á póstkortinu var ut- anáskriftin: „Tóta sem þvoði þvott- inn fyrir okkur farandverkamenn- ina, Hjarðartúni, Ólafsvík", og það komst fljótt og vel tU skila. inn fékk snemma áhuga á músík og var farinn að leika á munnhörpu að- eins 10 ára. Einnig söng hann í barnakór þegar hann var níu ára. Gunnar er með afbrigðum minnug- ur því hann man nokkur laganna sem sungin voru þá, meðal annars Nú litlu vakna litlu blómin. „Jónas Þorvaldsson var skóla- stjóri í Ólafsvík þegar ég var bam. Við vorum 12 fermingarsystkinin, 5 stelpur og 7 strákar, og sr. Magnús Guðmundsson, hinn góði prestur, fermdi okkur. Ég hef aUtaf haldið góðu sambandi við eina fermingar- systur mína, hana Herdísi Hervins- dóttur, en hún er gift Vigfúsi Kristni Vigfússyni trésmið og þau reka Verslunina Vík hér í Ólafs- vík.“ Byrjaöi aö semja lög í Reykjavík. Gunnar hefur aUa tíð fylgst mjög vel með tónlistarstraumum. Hann hefur mikinn áhuga á jassi, dægur- lögum og dixieland-tónlist. Sjálfur hefur hann samið mörg lög og byrj- aði hann á þvi í nóvember 1959. „Ég var þá að starfa hjá Bæjarút- gerðinni í Reykjavík og eins var ég á þessum tíma að vinna hjá Eim- skip. Þá vann ég einnig við það að byggja Sundlaug Vesturbæjar,“ seg- ir Gunnar. Við nokkur laga hans gerði hið þjóðkunna skáld, Númi Þorbergsson, texta. Mörg laga Gunn- ars eru skemmtUeg og melódísk, eins og tU dæmis lagið Breiðafjörð- ur sem er tangólag, einnig Hlustar þú? og Á æskuslóðum. Ásgeir Hraundal, sem var sjómaður í Ólafs- vík, gerði texta við lagið Breiða- flörð. „Haukur Morthens lét klappa mig upp“ Gunnar kynntist mörgum fræg- um tónlistarmönnum, eins og tU dæmis Karli Jónatanssyni og Guð- jóni Matthíassyni, en hann spUaði m.a. nokkur laga hans á böUum. Þá kynntist Gunnar bæði Ragnari Bjamasyni söngvara og Hauki heitnum Morthens. Það er Gunnari minnisstætt þegar hann var ásamt Flautuleikur Gunnars Ifkar vel á elliheimilinu. Tíu ára munnhörpuleikari Gunnar fæddist á Laugavegi 108 í Reykjavík þann 24. janúar 1928 en þar bjó þá vinkona mömmu hans. Ljósmóðirin sem tók á móti honum hét Þómnn Bjömsdóttir. Drengur- Hauki á baUi á Hótel Borg en þá söng Haukur eitt laga hans. „Þá tilkynnti Haukur að höfund- ur lagsins væri í salnum og bað mig að standa á fætur og ég gerði það og það var mikið klappað fyrir mér,“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.