Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 32
36 FTMMTUDAGUR 2. MARS 2000 T>V önn r - Frelsi, karl- mennska, bræðralag Frelsi, karlmennska, bræöralag - greining á borgaraímyndum frjálshyggjumanna á 19. öld, er yf- irskrift fyrirlestrar sem Páll Bjömsson sagnfræðingur flytur á vegum Rannsóknastofu í kvenna- fræðum í stofu 201 i Odda. I fyrir- lestrinum verða kynntar nokkrar af niðurstöðum doktorsritgerðar Páls við University of Rochester. Upplestur Upplestur verður í kafFistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, milli kl. 17 og 18 I dag. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfír. Alþjóðlegur bæna- dagur kvenna Árlega koma saman konur í yfir 170 löndum um ailan heim til bænastunda fyrsta föstudag í mars. Þetta er samkirkjulegt starf og undirbúið í sjálfboðavinnu af konum á öllum aldri. Hér á landi standa 9 kristin trúfélög innan og utan þjóðkirkju að bænadeginum. Samkomur Þetta árið bjóða konumar í kaþ- ólsku kirkjunni konum og körlum af höfuðborgarsvæðinu að koma til samverustundar í Dómkirkju Krists konungs, Landakoti, annað kvöld, kl. 20.30. Efni bænastundar- innar þetta árið kemur frá Indónesíu og er yfirskrift þess: Unga stúlka, rís þú upp. Tveir + tveir Dr. Dwight W. Allen prófessor heldur fyrirlestur á vegum Rann- sóknarstofnunar Kennaraháskóla íslands í stofu m-201 í dag, kl. 16.15. í fyrirlestrinum verður gerð grein fyrir nýrri aðferð til þess að rjúfa einangrun kennara í skóla- stofunni og nýta jafnframt sameig- inlega þekkingu þeirra og reynslu betur en áður. Sýkladrepandi fituefni í dag, kl. 16.15, flytur Halldór Þormar, prófessor í frumulíffræði, fyrirlesturinn Sýkladrepandi fitu- efni, í málstofu læknadeildar. Málstofan fer fram í sal Krabba- meinsfélags íslands, efstu hæð. Kaffiveitingar verða frá kl. 16. Líftækninemar Á morgun, kl. 12.15, flytur Már Másson, Lyfjafræöi lyfsala, fyrir- lesturinn: Líftækninemar (Bioaffinity Sensors) i málstofu efnafræðiskorar í stofu 158, húsi VR □, við Hjarðarhaga. Y tri-Njarðvíkurkirkja Spilakvöld aldraðra veröur i kvöld, kl. 20. Jón Þorsteinn Gunnarsson, formaður Fóstbræðra: Óvenjumörg verkeíni á þessu ári „Þessa dagana erum við með okkar árlegu tónleika fyrir styrktarfélaga og aðra kórunnendur og erum við óvenju- snemma á ferðinni með þessa tónleika vegna annarra verkefna. Venjulega erum við með þessa tónleikaröð um mánaðamótin apríl/maí,“ segir Jón Þorsteinn Gunnarsson, formaður Fóst- bræðra, en kórinn hefur staðið í ströngu að undanfórnu, söng meðal annars í óperuuppfærslunni á Aidu í LaugardalshöU og tekur svo þátt í krefj- andi tónleikum á vegum Menningar- borgar Reykjavíkur í vor. Það er því lítið um hvíldir hjá kórfé- lögum um þessar mundir, tónleikar og stanslausar æfingar. „Fyrir nokkrum árum var vetrar- starf Fóstbræðra fyrst og fremst að valdi okkur eftir að hafa hlustaði á upptökur með mörgum kórum. Auk alls þessa munum við halda tónleika á Sæluviku i Skagafirði í byrjun maí ásamt Karlakórnum Heimi og fleiri kórum.“ Jón Þorsteinn segir að öll þessi mikla vinna sem kórfélagar leggja á sig, en hann er eingöngu skipaður áhugamönn- um, þarfnist mikillar skipulagningu: „Við erum með frábæran kórstjóm- anda, Árna Harðarson, sem búinn er að þjálfa kórinn í öguðum vinnubrögðum og stýrir hann þessari vinnu af miklum myndarskap." Styrktartónleikarnir femir sem Fóstbræður halda þessa dagana em að sögn Jóns Þorsteins að mörgu leyti hefðbundnir karla- undirbúa tónleika fyrir --------------------------------------- styrktarfélaga," segir Jón Þor- MaAlir rlaacinc steinn. „Á seinni ámm hafa IflCIUUI Udgollla verkefnin aukist og er skemmst að minnast þess að við vorum í samstarfl við Stuðmenn fyrir tveimur ámm með tónleika. Starfið hefur þó aldrei verið meira en á þessu ári og má segja að verkefnin hafi hlaðist á okkur. Aida var mjög lærdómsríkt og skemmtilegt verkefni og þar sem um var að ræöa leikuppfærslu klæddumst við búningum og sungum blaðlaust, en textinn var á ítölsku. Þegar styrktar- tónleikaröðinni lýkur er næst hjá okk- ur að syngja tónleika í Hallgrímskirkju 29. apríl. Þar munum við flytja tónlist sem er ólík öllu öðra sem við höfum flutt. Um er að ræða tónlist byggða á miðaldahandriti sem fannst i dóm- kirkju á Spáni og ber tónlistin keim af kaþólskum munkasöng. Verður verkið frumflutt í öllum menningarborgunum níu. Um er að ræða verk fyrir kór og einsöngvara og munu sömu ein- söngvararnir syngja í öllum borg- unum en sinn kórinn í hverri. Við vomm valdir til verkefnisins af erlendum liststjórnanda sem kórstónleikar: „Við syngjum talsvert mikið af íslenskum karla- kórslögum. Einsöngv- ari með okkur er Ólafur Kjartan Sigurðarson, bar- íton. í tveimur lögum eftir Karl O. Runólfsson, Föru- mannaflokkar og Nú sigla svörtu skipin, er und- irleikur á orgel Langholtskirkju, en ekki píanó eins og vaninn er, sem gerir lögin tilkomumeiri. Jón Þorsteinn er búinn að syngja lengi í kór: „Ég er búinn að vera viðloð- andi Fóstbræður síðan um 1980, en hef komið og farið, var meðal annars um tíma i Mótettukór Hallgrímskirkju. Síð- astliðin sjö ár hef ég svo verið í Fóst- bræðrum. Ég hef alltaf haft mjög gam- an af að syngja í kór og segja má að vera í kór komi í staðinn fyrir að vera í félagi eða klúbbum enda er félags- starfið mikilsverður hluti af kórstarf- inu og þó að álagið hafi verið óvenju- mikið núna þá er þetta ekki álag sem við ætlum að viðhalda á hverju ári. Við teljum að kórinn hafi fengið þessi verkefni vegna þess hversu hann er góður og þessi mikla vinna styrki kórinn enn sem listrænan flytj- anda.“ Næstu tónleikar Fóst- bræða eru í Langholts- kirkju i kvöld og fóstu- dag kl. 20, en þeir síðustu era á laugardag kl. 15. -HK Hundur undir stýri á bíl getur varla boöaö neitt gott og viö skulum vona aö þessi hundur, sem Ijósmyndari rakst á, hafi ekki snúiö sér aö gangverki bílsins heldur aöeins látiö sér nægja aö kíkja á gangandi vegfarendur, alla vega virö- ist áhugi hans beinast aö Ijósmyndaranum. Hvítt: G. Kasparov Svart: A. Shirov Hið árlega ofurstórmót í Linares er nýhaflð. Eftir 2 umferðir er staðan þessi: 1.-2. V. Kramnik, Rúss- landi, 2758, og G. Kasparov, Rússlandi, 2851, 1, 5 v. 3.-4. V. Anand, Indl., 2769, og P. Leko, Ungverja- landi, 2725, 1 v. 5.-6. A. Khalifman, Rússlandi, 2656, og A. Shirov, Spáni, 2751, 0,5 v. Skákmönnum fannst Kaspi fá vinninginn ódýrt gegn Shirov í fyrstu umferð: 32. - Rc8?? (Flestir bjuggust viö 31 - Hxd4 32 Hxf7 Hxe4 33 Hg7+ Kf8 34 Hxh7 með jafntefli. Kaspi brást fljótt við og lék sam- stundis leik sem vinnur mann. Óþægileg glenna!) 32. Hab7! Hxb7 33. Hxc8+ Kg7 34 Bxb7 Hxd4 35. g4 h5 36. g5 h4 37. Hc7 Hf4 38. Bc8 Hf2+ 39. Kgl Hf4 40. Kg2 KfB 41. Bg4 Kg7 42. Hc5 Kf8 43. Bf3 Kg7 44. Kf2 Ha4 45. Ke3 Ha3+ 46. Kf4 Ha4+ 47. Ke5 Ha3 48. Bd5 He3+ 49. Kf4 Hd3 50. Bc4 Hd7 51. Hc6 He7 52. HfB. l-O. Skák Umsjón: Sævar Bjarnason Rekaréttur Myndgátan hér aö ofan lýsir nafnoröi. Ástin á okkar tímum í öilum sínum myndum er viöfangsefniö í Komdu nær. Komdu nær í kvöld verður sýnt á stóra sviði Þjóðleikhússins leikritið Komdu nær eftir Patrick Marber. Komdu nær er margverðlaunað nýtt breskt leikrit sem hefur farið sig- urför mn leikhúsheiminn, áleitið og snilldarlega skrifað verk um ástina á okkar tímum, djörf, harkaleg og grátbrosleg ástarsaga úr nútímanum um flókinn ástar- ferhyrning. I leikritinu eru brotn- ar til mergjar öfgar kynlífs og ást- ar, örvæntingar og hamingju, ein- semdar og nálægðar og fjallað um afbrýðisemi, þrá, netklám, nektar- búllur, stórborg og þriðja lögmál Newtons. Höfundurinn, Patrick Marber (1964), " , lagði stund á LeikHllS enskar bók------------- menntir í Oxford en vann lengi fyrir sér sem „stand up“-grínisti. Hann hefur skrifað kvikmynda- handrit og framhaldsþætti fyrir sjónvarp og útvarp en fyrsta leik- rit hans var Dealer’s Choice (1995) sem hlaut fjölmörg verðlaun og viðurkenningar. Tveimur árum síðar var Komdu nær (Closer) frumsýnt í heimalandi hans. í hlutverkum í Komdu nær eru Baltasar Kormákur, Brynhildur Guðjónsdóttir, Elva Ósk Ó'lafsdótt- ir og Ingvar E. Sigurðsson. Leik- stjóri er Guðjón Pedersen. Bridge Þegar þetta spil kom fyrir í inn- byrðis viðureign heimsmeistara Bandaríkjanna og landsliðs Nýja- Sjálands á HM á dögunum var samningurinn sá sami á báðum borðum, 4 spaðar. Hamman og Soloway sögðu sig upp í 4 spaða í opnum sal og útspil austurs var tíguldrottning: * ÁK10864 4* 843 * Á87 * K 4 2 4» K10765 ♦ DG1043 * G10 * G3 * ÁG * 65 * Á987653 Hamman leyfði austri að eiga fyrsta slaginn á drottninguna og austur hélt áfram sókninni í tígli. Hamman drap á ásinn, lagði niður laufkóng, síðan tígulás og trompaði tígul í blindum. Að því loknu spil- aði hann spaðagosa úr blindum. Vestur setti drottninguna og Hamm- an var ekki í vandræðum með að fá 10 slagi (6 á tromp, tígulás, hjartaás og tvo hæstu í laufi). Hamman hefði eflaust hleypt gosanum yflr til austurs ef vestur hefði sett lítið spil. I lokuð- um sal voru Jeff Meckstroth og Eric Rodwell í vöminni og þeir gerðu sagnhafa erf- iðar um vik. Útspilið var það sama, tíguldrottning. Hún fékk að eiga fyrsta slaginn og þá skipti Meck- stroth yflr í hjarta. Sagnhafi gerði þau mistök að setja gosann í blind- um og meira þurfti vömin ekki. Rodwell drap á drottningu og spil- aði spaða um hæl. Sagnhafi, sem kominn var í vandræði, rauk upp með ás, tók tígulás og trompaði tígul en varð síðan að gefa 2 slagi á tromp. tsak öm Sigurðsson 4 D975 * D92 4 K92 * D42

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.