Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 17 I>V Leiklist Innihaldsskertur Sjeikspír? Hvort sem menn eru vel kunnugir leikrit- um Williams Shakespeare eður ei er nokkuð ljóst að hvar sem er í heiminum þekkja menn nafn hans. Flestir vita líka að hann var ákaf- lega afkastamikiU og því úr nógu að moða fyr- ir bandarísku leikarana sem duttu niður á þá bráðsnjöUu hugmynd að setja saman leiksýn- ingu „byggða á“ verkum Spíra gamla. Þeir settu markið hátt og einsettu sér að koma öU- um leikritunum að i 97 mínútna sýningu (og sonnettunum að auki) og gefa þannig löndum sínum kost á að kynnast þessum mikla skáldjöfri í eitt skipti fyrir öU. Nú geta íslenskir leikhúsgestir lika valið þessa hraðferð því frá og með gærkvöldinu býður SVR upp á Sjeikspír eins og hann legg- ur sig í Iðnó. TU að fyrirbyggja misskUning stendur SVR fyrir Sjeikspírvinafélag Reykja- víkur sem samanstendur af leikurunum Frið- riki Friðrikssyni, HaUdóri Gylfasyni og HaU- dóru Geirharðsdóttur og leikstjóranum Bene- dikt Erlingssyni. Gísli Rúnar Jónsson sem á heiðurinn af þýðingu verksins á væntanlega góða von með að fá inngöngu í félagið sem og Börkur Jónsson hönnuður leikmyndar og búninga og aðrir sem tengjast þessari upp- færslu Leikfélags íslands. Það er skemmst frá því að segja að Sjeikspír eins og hann leggur sig er bráðskemmtUeg og vel lukkuð sýning. Án þess að hafa handrit í höndunum er auðvitað erfitt að meta hversu nákvæmlega því er fylgt en hlutur leikhópsins í endanlegri útkomu er mikiU. Ekki hefur hann aðeins lagað verkið að islenskum veru- leika heldur má segja að hópurinn hafi lagað verkið að sér. Aldrei slíku vant fá persónu- einkenni leikaranna að njóta sín og augljóst að leikstjórinn nýtir kosti hvers og eins út í æsar. Líklega hefði ekki verið hægt að fmna betri leikstjóra að þessari uppsetningu en Benedikt því hann hefur sjálfur unnið leik- sýningu á svipaðan hátt eins og þeir vita sem sáu Ormstungu. Þessi sýning sannar líka að leikhússportið sívinsæla hefur haft jákvæð og örvandi áhrif á íslenskt leikhús, í það minnsta hvað varðar uppsetningu gamanleikja. TU að spiUa ekki ánægju væntanlegra leik- húsgesta verður efnistökum í Sjeikspír eins og hann leggur sig ekki lýst í smáatriöum. Sýningin hefst á harmleiknum um Rómeó og Júlíu og þar á eftir birtist Titus Andrónikus sem gestur í Eldhúsi sadismans. Við tekur ÓþeUó og síðan streyma verkin fram hvert af öðru, mismunandi „innihaldsskert". Og eins og þeir vita sem þekkja sinn Sjeikspír er hann ótrúlega nútímalegur og hentar því vel sem efniviður í rapplag, hefðbundna bamasýn- ingu, handboltakappleik og aUt þar á mUli. Hamlet er auðvitað kapítuli út af fyrir sig og þó ég vUji ekki gera upp á miUi einstakra atriða verður að viðurkennast að lokahnykk- urinn á því ágæta verki var hrein sniUd. Þetta er hröð sýning sem krefst mikiUar einbeitingar af hálfu leikaranna sem eru í sí- feUu að skipta um gervi og karakter. Reyndar er þessi Sjeikspír ekki aUur í bundnu máli en hrynjandin í textanum skiptir engu að síður gríðarmiklu máli og því má lítið út af bera. Á frumsýningunni í gær sýndu HaUdóra, Frið- rik og HaUdór að þau hafa aUt sem til þarf vel á valdi sínu og eiga örugglega eftir að eflast með hverri sýningu. „Hugsanlega, án aUs efa“ er Sjeikspír eins og hann leggur sig langbesta gamanleikritið sem boðið er upp á í menning- arborginni Reykjavík þessa dagana. Halldóra Friðjónsdóttir Leikfélag íslands sýnlr í lönó: Sjeikspír eins og hann leggur sig eftir Jess Borgeson, Adam Long og Daniel Singer. Þýöing: Gísli Rúnar Jónsson. Aölögun: Sjeik- spírvinafélag Reykjavíkur. Lelkmynd og búningar: Börkur Jónsson. Lýsing: Kjartan Þórisson. Leik- stjórn: Benedikt Erlingsson. Tónlist Stærð SKIPTIR máli Radiosinfoni orkestret þykir besta sinfóníuhljómsveit Dana og Jónasi Sen þótti heimsókn hennar sannur listviðburöur. Á myndinni er hún á heimavelli. Það er ekki á hverjum degi sem erlendar sinfóníuhljómsveitir sækja okkur heim, og því telst það viðburður í íslensku tónlistarlífi að danska Útvarpssinfóníuhljómsveitin skyldi halda tónleika í Háskólabíói síðastliðið mánu- dagskvöld. Hljómsveitin er í tónleikaferð og þykir vera sú besta í Danaveldi. Hún var stofnuð árið 1925, margir merkUegir hljóm- sveitarstjórar á borð við Ormandy, Stokowsky og Kubelik hafa stjórnað henni, og hefur hún gefið út sæg af geisladiskum. Auðheyrt var strax í byrjun tónleikanna í Háskólabiói að hér var ekkert sveitabaUaband á ferðinni. Hljómsveitin er í fullri stærð og því stærri en Sinfóníuhljómsveit íslands, t.d. eru strengjaleikararnir töluvert fleiri. Það munar um það, hljómurinn á tónleikunum var fyUri, sterkari og í betra jafnvægi en sá sem íslenskir sinfóníugestir eiga að venjast. Virtist endurómun Háskólabíós, sem mikið hefur verið kv'artað yfir, ekki hafa þar neitt um að segja. Svo þá vitum við það: Það er stærðin sem skiptir máli. Fyrsta verkið á efniskránni var eftir danska „nútímatónskáldiö" Poul Ruders og bar nafnið Concerto in Pieces, eöa niðurbrytj- aður konsert. Konsertinn samanstóð af til- brigöum við stef eftir Purcell sem voru brotin upp með útskýringum sögumanns. Það var Ruders sjálfur sem með regluiegu miUibUi sagði frá því sem hljómsveitin var að gera, og kynnti væntanlega þróun mála. Þessi hug- mynd er tilvitnun í tónverk Brittens, A Young Personís Guide To The Orchestra, og stefið eftir PurceU er kór nornanna úr óperunni Dido og Eneas. Margt afar fallegt bar fyrir eyru, fjölbreytnin var í fyrirrúmi og áheyrandanum var stöðugt komið á óvart. Hvert tUbrigði hafði sitt sérkenni og sumt var ansi frumlegt, eins og blús-kenndur einleikur alt-saxofóns við mUda strengjafroðu, sem var krydduð með rörklukkum, hljóðgervli og gongi í fuUri vatnsfötu. Var verk Ruders bæði litríkt og skemmtUegt, og ágætiega skrifað fyr- ir hljómsveit. Tvær miklar sinfóníur voru fidttar á tón- leikunum, sú fjórða eftir Carl Nielsen sem her undirtitilinn „Det uudslukkelige“, og sinfónia númer tvö eftir Sibelius. Sinfónía Nielsens er margbrotið verk þar sem tónmálið er róman- tískt en úrvinnslan þó að sumu leyti nútíma- leg. Þar er enga klisjukennda væmni að finna heldur er fjallað um „hina frumstæðu og óslökkvandi þrá tU lífsins", og er útkoman einhvers konar edrú rómantík, sem hljómsveit- in danska undir stjórn Yuris Temirkanovs túlkaði af næmi og virðingu og áhrifaríkum styrkleikaand- stæðum. Sinfónia Si- beliusar var sömuleiðis frá- bærlega flutt, t.d. voru fiðlurn- ar ótrúlega vel samtaka í ógnar- hröðum hlaup- um, og þegar strengir voru plokkaðir hljóm- uðu þeir eins og eitt hljóðfæri. Sömuleiðis var veikt spil strengjanna einstak- lega ómþýtt og hreint, og sama má segja um málmblásturshljóðfærin, hljómurinn var un- aðslega mjúkur og tær. Hljómsveitarstjórinn stjórnaði öUu af yfir- vegun og nákvæmni, en þó af svo mikiUi hæversku að maður tók ekkert eftir honum, tónlistin bara flæddi áreynslulaust í gegnum hann. Hann var ekkert að hoppa upp og nið- ur, stappa með fótunum og baða út öUum öng- um eins og athyglissjúkur krakki sem er að sýna öllum hvað hann sé klár. Var það ekki sist honum að þakka að tónleikarnir voru sannur listviðburður. Jónas Sen ___________Menning Umsjón: Silja Aöalsteinsdóttir Krítarhringurinn að lokast Nú eru aðeins tvær sýningar eftir á Krítar- hringnum í Kákasus eftir Bertolt Brecht á stóra sviði Þjóðleikhússins, þeirri makalaust frumlegu og hugmyndaríku sýningu sem sett var upp i samstarfi við Théátre de Complicité í London. Sýningin hlaut tilnefningu til Menningarverðlauna DV í leiklist árið 2000 og í umsögn dómnefndar sagði m.a.: „Sýning Þjóðleikhússins á leikriti Brechts er áhrifa- mikU og grípandi undir styrkri og agaðri stjóm Stefans Metz og annarra listrænna höf- unda verksins. Leikhópurinn svarar kallinu á einstaklega hrífandi hátt.“ Nú styttist í frumsýningu á verðlaunaleik- riti Ragnars Arnalds, Landkrabbanum, á Stóra sviðinu, og nýlega var frumsýnt þar breska leikritið Komdu nær. Krítarhringur- inn verður þvi að vikja og sömuleiðis er sýn- ingafjöldi takmarkaður á Abel Snorko býr einn, hinum óvænta smelli sem fluttur var af Litia sviðinu upp á það stóra vegna gífurlegr- ar aðsóknar. Síðustu sýningar á Krítarhringnum eru annað kvöld og á fostudaginn kemur, 10. mars. Falsad“ 5 J Sú grein sem mesta athygli vekur í nýju hefti Tímarits Máls og menningar (1. hefti 2000) er eftir Halldór Björn Runólfsson list- fræðing og fjallar um málverkafalsanirnar sem upp komst um í fyrra, stærsta svikamál sem skekið hefur íslenskan listheim og ekki sér enn fyrir endann á. Halldór Björn rekur þar sögu þessa máls og segir frá helstu lista- mönnum sem við það koma. Ekki kemur á óvart að þeir skuli allir vera látnir - því „látn- ir listamenn geta ekki kvartað þótt verið sé að selja svikna vöru í nafni þeirra," segir Hall- dór Björn. Hann hef- ur skoðað nokkurt magn þessara verka og er vægast sagt brugðið við að sjá hvers konar drasl gat blekkt kaupend- ur. „Það liggur við að hroll setji að manni frammi fyrir þessum haug af fölsuðum málverk- um þegar maður hugsar til allra þeirra milljóna sem í þau fóru.“ Menn kaupa ekki notaðan bíl nema bera sig upp við sérfræðing til að gá hvort hann er peninganna virði en slíka forsjálni viðhafa þeir hreint ekki þegar þeir fjárfesta í fokdýrum málverkum látinna listamanna. Halldór Björn spyr hvort hætta sé á annarri holskeflu falsaðra listaverka á íslenskum list- markaði og svarar þvi til aö vissulega sé hún fyrir hendi meðan ekki verða breytingar á al- mennri afstöðu okkar til myndlistar þar sem föndur og list eru metin til jafns. Auk þess eru þrjár greinar um íslenzka menningu eftir Sigurð Nordal í heftinu. Þar rýna í texta Sigurðar bókmenntafræðingarnir Ármann Jakobsson og Kristján B. Jónasson og Sigríður Matthíasdóttir sagnfræðingur. Ró- bert H. Haraldsson skrifar um siöferðilegan boðskap í Brúðuheimili Henriks Ibsens, Bald- ur Hafstað um „Uppgjör í hömrum" og Sigríð- ur Albertsdóttir um töfraraunsæi í íslenskum samtímaskáldsögum. Skáldskap í heftinu eiga Geirlaugur Magnússon, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Helgi Ingólfsson. Bókadómar eru um Jónas Hallgrímsson eftir Pál Valsson, Meðan þú vaktir eftir Þorstein frá Hamri, Góða íslendinga eftir Huldar Breiðfjörð og Jón Leifs eftir Carl-Gunnar Áhlén. Ritstjóri TMM er Friðrik Rafnsson en for- síðumyndin er af einu falsaöa málverkinu, „Pelargonie pá et bord“ eftir Vilhelm Wils sem merkt var Jóni Stefánssyni. Þeir Jón og Vilhelm voru samtímamenn nánast upp á ár en ansi virðist Jón hafa verið miklu listfeng- ari málari ef marka má þessa mynd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.