Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 37 Bryndís Halla Gylfadóttir leikur einleik meö Sinfóníunni í kvöld. Rauður þráður, sinfónía og sellókonsert í kvöld verða gulir áskriftartón- leikar Sinfóníuhljómsveitar ís- lands í Háskólabíói og hefjast þeir kl. 20. Á verkefnaskrá kvöldsins verða tónverkin Rauður þráður eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Fyrsti sellókonsert Dmítríjs Shostakovitsj og Önnur sinfónía Pjotrs I. Tsjajkovskíjs, gjaman nefnd Litla Rússland. Tónleikar Þegar Önnur sinfónía Tsjajkov- skíjs var frumflutt í Moskvu i febr- úar 1873 hlaut hún strax framúr- skarandi undirtektir, ólíkt því sem höfðu verið örlög Fyrstu sin- fóniu tónskáldsins sem hann hafði smíðað sex árum áður. Fyrsti sell- ókonsert Shostakovitsj er eitt af mikilvægustu verkum hans og án efa eitt af vinsælustu tónverkum þessarar aldar. Hjálmar Ragnars- son samdi Rauðan þráð fyrir um það bil tíu árum fyrir litla hljóm- sveit og íslenska dansflokkinn. Frumflutningur fór fram í Þjóð- leikhúsinu. Um verkið segir tón- skáldið meðal annars: „að eitthvað fæðist úr engu: fæðing nýs lífs, eða kannski: upprisa nýrrar jarðar!" Hljómsveitarstjóri er íslands- vinurinn Anne Manson og ein- leikari Bryndís Halla Gylfadóttir. Þess má geta að Bryndís Halla vígir á þessum tónleikum selló sem Hans Jóhannesson hljóðfæra- smiður smíðaði fyrir hana. Nýiistasafnið. Samspil hinna ýmsu miöla er þemað. Kvikar myndir Síðastliðinn laugardag var opnuð í Nýlistasafninu sýningin Kvikar myndir, sem er samspil ýmissa kvikra mynda. Fjöldi listrænna stuttmynda og tilraunamynda er sýndur á sýningunni eða alls um eitt hundrað myndir. Auk þess er starfrækt á sýningunni vídeósafn þar sem fólk getur komið inn, valið Sýningar sér spólu og skoðað á staðnum. Hinn margbrotni heimur tölvuleikj- anna er skoðaður, allt frá gömlum, einföldum leikjum til flókinna leikja nútímans. Umsjón með sýn- ingunni hafa Böðvar Bjarki Péturs- son og Bjargey Ólafsdóttir. Nýlista- safnið er opið milli kl. 14 og 18. Gravity Skins - Framlenging Sýning Alistair Macintyre, Gravity Skins, sem ljúka átti um helgina, hefur verið framlengd um tvær vikur, eða til 12. mars. Sýning- in sem haldin er í sal ísl. graflkfé- lagsins í Hafharhúsinu, Tryggva- götu 17, samanstendur af stórum pappírsverkum, gerðum úr ís og jámlitarefni. Hún er opin fimmtu- dag til sunnudags frá kl. 14-18. Skítamórall á Hard Rock Café Skítamórall mun leika ný og gömul lög á Hard Rock Café í kvöld. atburðar. Þeir félagar Trausti „Tuddi“ Lomber og Flóki Guð- mundsson munu rifja upp gang fer- ils síns í máli og músík og spila lög af plötum sínum, allt frá Komd’í kleinu til Einnar stórrar frænku. Guðbjörg S. Maack mun mæta með gamla takta og margt fleira skemmtilegt mun skjóta upp kollin- um. Vinir Dóra á Amigos I kvöld ætlar Halldór Bragason að hóa aftur í vini sína og leika blús á veitingastaðnum Amigos í Tryggvagötu. Blúskvöldið fyrir viku gekk svo vel að ástæða þykir að endurtaka það. Kvöldið gengur undir nafninu Bar- bique og blús. Eins og nafn- ið gefur til kynna verður boðið upp á barbeque-mat og segja þeir sem til þekkja að enginn matur bragðist betur með blúsnum. Með Dóra í kvöld eru marg- reyndir blúsmenn, sem áður hafa leikið með hon- um, gítarsnillingurinn Guð- mundur Pétursson, Jón Ólafsson á bassa og hinn óþreytandi Ásgeir Óskars- son á trommur. Hefja þeir leik um klukkan 22. syni á gítar, slagverk og annan hljóðnema. Sveitin kemur til með að leika nýtt efni sem væntanlegt verður á öldum ljósvakamiðla og í plötuverslunum með hækkandi sól. Fítónn jóðsjúkra kvenna Einn af ástsælari dúettum síðasta áratugar, Fítónn jóðsjúkra kvenna, mun halda endurkomutónleika í Kafflleikhúsinu í kvöld kl. 21 og er öllum gömlu aðdáendunum boðið að koma og verða vitni þessa einstaka Það er hljómsveitin Skítamórall sem á næsta leik í tónleikaröðinni Sítrónu á Hard Rock Café. Skíta- mórall hefur legið í dvala síðan um áramót og hefur þess vegna ekkert Skemmtanir komið fram opinberlega síðan í lok desember. Sveitin er skipuð þeim Jóhanni Bachmann á trommur, Herbert Viðarsyni á bassa, Adda Fannari á gítar, Gunnari Óla á gítar og hljóðnema og Einari Ágúst Víðis- Snjóþotur til styrktar Barnaspítala Hringsins Efnt hefur verið til söfnunarátaks undir yfirskriftinni Bamið okkar sem samnefnt félag stendur að. Til- gangurinn er að safna fé til tækja- kaupa fyrir hinn nýja Bamaspítala Hringsins sem mun rísa á lóð Land- spítalans. Meðal leiða til fjár- söfnunar er sala á . norskum snjóþotum sem fengnar voru til landsins á framleiðsluverði. Flutti Eimskip þotumar frítt. Leitað hefur verið til fyrirtækja og stofn- ana um að þau festi kaup á þessum snjóþotum og selji þær síðan til al- mennings fyrir eitt þúsund krónur sem renna til Bamaspítalans. Áætl- að er að selja fimm þúsund snjóþot- ur. Undirtektir hafa verið góðar og má geta þess að Esso keypti fimmt- án hundrað þotur. Auk þess hafa Nettó, Samkaup, BYKO, Húsasmiðj- an og fleiri fyrirtæki keypt snjóþot- ur auk kaupfélaga um allt SÖfHUIl land. íslenska útvarpsfé- lagið mun síðan auglýsa þetta átak. Nú er leitað til almennings um að styrkja verkefnið með því að kaupa snjóþotur og leggja þar með sitt af mörkum til að búa nýjan Bamaspít- ala Hringsins sem mestu af nauð- synlegum hjúkrunar- og lækninga- tækjum. André Bachmann, einn forsvarsmanna söfnunarátaksins, afhendir Jóhanni P. Jónssyni, deildarstjóra markaösdeildar Olíufélagsins, fyrstu snjóþotuna. Bústaöakirkja er ein af mörgum kirkjum sem halda hátíölegan æskulýösdag þjóökirkjunnar. Æskulýðs- og fjöl- skyldudagur Næstkomandi sunnudag er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þá er ungmennum sérstaklega boðið til kirkju ásamt foreldrum sinum og öðrum ástvinum í æskulýðs og fjölskyldumessu kl. 11 í Bústaða- kirkju. Messuformið er breytt frá því sem venja er og nýir og léttir söngvar hljóma. Ungmenni taka þátt í messunni með margvíslegum hætti. Öll tónlist er flutt af ungu fólki og alls taka um 100 ungmenni þátt i tónlistarflutningi í bama-, stúikna- og bjöllukór kirkjunnar. Ávörp dagsins flytja þau Atli Bollason, nemi í Réttarholtsskóla, og Bára Elíasdóttir, kennari og fræðari í barnastarfi Bústaða- kirkju, og fermingarböm annast flutning ritningarlestra. Fjölskyldur eru hvattar til þess Kirkjan að koma saman til kirkju og taka þátt í messunum. í erli þjóðlífsins era samverushmdir fjölskyldunnar á hröðu undanhaldi. Margir þekkja þá tilfmningu að ætla síðar að vera með börnum sínum en áður en við er litið era þau flogin úr hreiðrinu og foreldrar og börn hafa þá farið á mis við þá ánægju og þroska sem slíka samvera gefur. Óskar Myndarlegi drengurinn á myndinni er orðinn átta vikna gamall og hefur hann fengið nafnið Óskar Barn dagsins Dagur Dagur. Hann fæddist á Landspítalanum 3. janúar og var 4720 grömm og 52 sentímetrar. Foreldrar hans eru Haukur Óskars- son og Hulda Bjamadóttir og er hann þeirra fyrsta bam. Mæöur fylgjast með dætrum í hæfileikakeppni. Drop Dead, Gorgeous Háskólabió sýnir Drop Dead Gorgeous. Um er að ræða kol- svarta og léttgeggjaða gaman- mynd sem gerist í Miðvesturríkj- um Bandaríkjanna. Hart er deilt á fegurðar- og hæfileikakeppnir stúlkna, meö vopnum háðsádeil- unnar. Stjörnufans fer með aðal- hlutverkin í myndinni og má þar nefna Kirstie Álley, Ellen Barkin, Kirsten Dunst og Denise Ric- hards. Barkin og Alley eru báðar þrautreyndar leikkonur sem þó hafa ekki áður leikið saman og hvorug þeirra hefur áður leikið í kvikmynd þar sem allt er gert út á svartan húmor. Denise Richards, sem - margir ættu að 'A Kvikmyndir kannast við úr nýj- ustu James Bond-myndinni. Kirst- en Dunst byrjaði snemma aö leika og hver man ekki eftir henni í hlutverki litlu blóðsugunnar með saklausa andlitið i Interview With The Vampire. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bfóhöllin: Three Kings Saga-bíó: Bringing out the Dead Bíóborgin: Breakfast of Champions Háskólabió: Drop Dead Gorgeous Háskólabíó: Anna and the King Kringlubíó: Toy Story 2 Laugarásbfó: Magnolia Regnboginn: The Talented Mr. Ripley Stjörnubíó: Bicenntenial Man Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 10 11 12 13 15 16 17 u 1$ ?í 22 Lárétt: 1 öragga, 8 þreytti, 9 hress, 10 espa, 11 nudds, 12 frétt, 15 lækk- uðu, 17 rugga, 19 narti, 21 form, 22 þrjót. Lóðrétt: 1 hamagangurinn, 2 bygg- ing, 3 ánægju, 4 mjúki, 5 sprotum, 6 ágóða, 7 svari, 13 karlmannsnafn, 14 kona, 16 gljúfur, 18 fæða, 20 skoða. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 kafalds, 8 órar, 9 æra, 10 lítið, 11 ól, 12 fagnar, 15 utan, 17 sói, 18 rá, 19 götin, 22 öm, 23 senn. Lóðrétt: 1 kólfur, 2 aría, 3 fat, 4 ar- inn, 5 læðast, 6 dró, 7 salli, 13 gagn,** 14 róin, 16 tár, 20 ös, 21 nn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.