Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 Fréttir I>V Stóra fíkniefnamáliö: 20 kærðir á 2000 síðum - til ríkissaksóknara í dag „Rannsókn er lokið og nú erum við að vinna að endanlegum frá- gangi skjala. Ég geri ráð fyrir að senda málið til ríkissaksóknara í fyrramálið," sagði Egill Stephen- sen, saksóknari lögreglustjóra- embættisins, í gær um stóra fikni- efnamálið og hillir því undir að hægt verði að gefa út ákærur á hendur nímenningunum sem setið hafa á Litla-Hrauni svo mánuðum skiptir auk annarra sem gengið hafa lausir en tengjast engu að síð- ur málinu. „Þetta eru níu hnaus- þykkar möppur og mér telst til að blað- siðumar séu ekki undir 2000 talsins," sagði Egill Stephen- sen. í umræddum skjalabunka koma fyrir nöfn rúmlega 20 manna sem viðriðnir em stóra fíkniefnamálið á einn eða annan Með níu hnausþykkar hátt og geta þeir allir átt von á mars en ákæru. í þann hóp bætast svo 9 aðrir ein- staklingar sem voru til rannsóknar hjá efna- hagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra í tengsl- um við stóra fikniefna- málið. Gæsluvarðhalds- úrskurðurinn yfir ní- menningunum sem setið hafa á Litla- Hrauni rennur út 15. ranglega var frá þvi greint i DV í gær aö dagsetningin væri 6. mars. Þær upplýsingar komu frá Kristjáni Stefánssyni hæstaréttarlögmanni, verjanda eins sakbomingsins, sem ruglaöist á dögum. Kolbrún Sævarsdóttir, hjá emb- ætti ríkissaksóknara, fær möpp- urnar níu til meðferðar strax í dag ef að líkum lætur og byrjar þá að lesa síðumar 2000 sem eru afrakst- ur einhverrar mestu rannsóknar í fikniefnamáli sem fram hefur far- ið hér á landi. -EIR Pólfararnir óhræddir þrátt fyrir ítrekaðar árásir ísbjarna á norðurskautinu: Með fallbyssu í farteskinu - en segjast ekki á leið á ísbjarnarveiðar „Jú, spennan er í hámarki,“ sagði Haraldur Öm Ólafsson áður en hann flaug úr landi í gær ásamt félaga sínum, Ingþóri Bjamasyni, til Halifax, en það er fyrsti áfangi þeirra á leið á norðurpólinn. Eins og DV skýrði frá í gær þurftu tveir norskir göngumenn á leið á norðurpólinn að bægja frá ís- birni fyrir nokkrum dögum og nú hafa borist fregnir af tveimur sænskum pólforum sem felldu einn ísbjöm og stökktu öðrum á flótta í fyrradag. Báðir þessir leiðangrar lögðu upp frá Síberíu en íslending- amir hefja sína göngu frá Kanada 10. mars nk., eins og reyndar leið- angur tveggja Svía. Fyrir utan þessa fjóra leiðangra ætlar dönsk kona að freista gæfunnar á ísnum ein sins liðs. „Það er mikið af ísbjörnum núna, sérstaklega Siberíumegin," segir Haraldur Öm sem er hvergi bang- inn. „Við gætum þurft að mæta ís- björnum og munum gera það ef til þess kemur. En við erum vel undir- búnir og ekki smeykir og trúum að þetta muni allt ganga eitt hundrað prósent," segir hann. Láta ekkl hræðsluna ná tökum á sér Að sögn Haraldar Amar hafa þeir Ingþór meðferðis eina haglabyssu með svokölluðum slögg-skotum. „Kúlan er mjög þung svo að byssan er mjög kröftug - hálfgerð fallbyssa. Á'Stuttu færi er hún jafnvel mun öflugri en riffill en það þýðir að við DV-MYND PJETUR. Pólfararnir kveöja. Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason kvöddu fjölskyldur sínar og vini í gær og eru þeir ekki væntanlegir til baka fyrr en um miöjan maí. getum aðeins skotið á stuttu færi, enda erum við ekki á veiðum held- ur bara að verja okkur í neyð.“ Tveir ísbirnir veittust sameigin- lega að sænsku göngugörpunum en það mun vera fátítt aö ísbimir séu saman um slikar árásir. „Það bend- ir til þess að það sé mikið af ísbjöm- um einmitt þessa stundina," segir Haraldur Örn. Hann segir það ekki koma á óvart að hinir norrænu frændur okkar hafi hitt ísbimi fyr- ir enda séu mestu líkurnar á að rekast á þá fyrstu tvær vikur göng- unnar þar sem birnirnir haldi sig nálægt fastalandinu þar sem mest æti sé að finna. „Reyndar hefur það gerst að menn hafa þurft að verja sig og skjóta ísbirni alveg norður undir pólnum. Þannig er maður aldrei óhultur og verður alltaf að vera á varðbergi," segir hann en þvertekur enn fyrir að viðurkenna nokkurn ótta: „Maður verður að hugsa jákvætt og ganga óhikað áfram. Ef maður léti hræðsluna ná tökum á sér væri stutt í að gefast upp,“ segir pólfar- inn og fullvissar síðan blaðamann um að ijölskyldur þeirra tveggja séu rólegar yfir tíðindunum af ísbjöm- unum. „Þær vita auðvitað að þarna er hætta á ferðum og það veldur áhyggjum en það er líka á það líta að við förum ekki Síberíumegin heldur Kanadamegin og þar eru mun minni líkur á að viö þurfum að standa í stórræðum,“ segir Harald- ur Örn Haraldsson hughreystandi. -GAR Loönuveiöarnar: Lítil von aö kvótinn náist. Loðnuvertíð: Kapphlaup viö tímann DV, Akureyri: Loðnuveiðin er enn mjög góð, en loðnan er á mikilli ferð vestur með Suðurlandi, og var aðalgangan sem mest hefur verið veitt úr um miðjan dag í gær nálægt Vestmannaeyjum og þar vestur af. Loðnan gengur fyr- ir Reykjanes, inn á Faxaflóa og að Snæfellsnesi áður en hún hrygnir þar og drepst. Samkvæmt upplýsingum frá Sam- tökum Fiskimjölsframleiðenda í gær nam heildarveiðin á vertíðinni 570 þúsund tonnum. Þar af hafa 487 þúsund tonn veiðst frá áramótum, en aðeins 83 þúsund tonn á sumar- og haustvertíð, á tímilinu júlí til desember á síðasta ári. Otgefinn kvóti er um 890 þúsund tonn, og því eftir að veiða um 320 þúsund tonn sem næst aldrei að taka. Ef tíð verð- ur góð og vel veiðist er hægt að reikna með að hægt verði að veiða í mesta lagi um 200 þúsund tonn til viðbótar en vertíðinni lýkur á bil- inu 15.-25. mars. í gær hafði mestri loðnu verið landað á Eskifirði eða 60.653 tonn- um, en næstu löndunarstaðir voru Seyðisfjöröur með 53.463 tonn, Nes- kaupsstaður 52.166 tonn og Vest- mannaeyjar 50.688 tonn. -gk Byggingarnefnd : Háhýsi aðal- verktaka viö Sóltún - sjö hæða blokkir með 50 íbúðum Borgarráð hefur samþykkt fyrir- ætlanir Islenskra aðalverktaka um að byggja tvær sjö hæða íbúða- blokkir í Reykjavík, við Sóltún númer 5 og númer 7. Húsunum á að fylgja sameiginleg bílageymsla fyrir 49 bíla. Samtals eiga húsin að vera um sex þúsund fermetrar. -GAR 1 Veðriö í kvöld rf’éjAt Ur' 1 Jslílívjj ' REYKJAVIK AKUREYRI -4T Sólariag í kvöld 18.50 18.38 4s* _ ,f4 /® ' v- Y X •••:••.• !» Sólarupprás á morgun 8.27 8.12 Sífidegisflóö 16.48 21.21 Árdegisflófi á morgun 5.10 09.43 i Skýringar á veðurtáknum fs \ r ^VINDÁTT 10%_HITI -10° # ijT o» ^T IÍ2 ‘, 04 % * \ VINDSTYRKUR i metrum á sekúndu ^FROST HEIOSKÝRT UÉTTSKÝJAÐ HÁLF- SKYJAO SKÝJAÐ ALSKÝJAD Lægir og léttir til Lægir hægt og bítandi í dag. Léttir til vestan- RIGNING SKÚRiR SLYDDA SNJÓKOMA og sunnanlands undir kvöld, en áfram él noröaustan- og austanlands. Noröan 8-13 m/s í nótt, en 5-8 á morgun. Frostlaust í • 4y 'j -\r = fyrstu meö suöausturströndinni, en annars ÉUAGANGUR ÞRUMU- SKAF- P0KA frost 1 til 7 stig, kaldast inn til landsins. VEÐUR RENNINGUR 'i/Mi&Ö íl JJJ-ÞJ'i'flJJ Ófært á Hellisheiði Mjög slæmt veöur og ófært er á Hellisheiði og í Þrengslum og meö suöurströndinni til Víkur í Mýrdal. Sama er aö segja um færö í Borgarfirði og undir Hafnarfjalli. Ekkert er hægt aö huga aö mokstri eins og er. Fært er um Reykjanesbraut til Keflavíkur, en hálka og skafrenningur. Þá er fært um Vesturlandsveg upp á Kjalarnes, en hvassviðri og skafrenningur. GREIÐFÆRT HÁLT □ SNJÓR ■ PÆFINGUR HÁLKUBLETTIR KPUNGFÆRT | FLUGHÁLT ÓFÆRT .mWkOMjliairiSfHVi Norðanátt um mest allt land Él veröa noröanlands en víöast úrkomulaust syðra. Frost um 3 stig syöra en allt að 8 stigum fyrir norðan. Á miðhálendinu má búast viö 12 stiga frosti. j Vlndur: J \ 8-13 m /J Hiti O til-2 ' Þykknar upp meö s- og sv- átt, 8-13 m/s. Snjókoma efia slydda sunnan- og vestanlands en hægara og úrkomuRtlfi á Norfiurtandl. Oregur úr frostl. Sjurmuð. Vindur: V 8—13 m/s J Hiti 2° til 6° * *'" ' Suölægar áttlr um land allt. Slydda efia rlgnlng um sunnan- og vestanvert landslns en þurrt afi mestu á Norfiausturlandl. Hltl 2 tll 6 stlg. JMíí Vindur: V . ( 8-13 nv% J J Hiti 3° til 5° Gert er ráfi fyrlr sufilægum áttum og tlltölulega hlýju vefiri. AKUREYRI Snjókoma -3 BERGSSTAÐIR Alskýjaö -2 BOLUNGARVÍK Snjðkoma 0 EGILSSTAÐIR •4 KIRKJUBÆJARKL. Alskýjaö 1 KEFLAVÍK Snjókoma -1 RAUFARHÖFN Alskýjaö 3 REYKJAVÍK Úrkoma 0 STÓRHÖFÐI Slydda 1 BERGEN Snjóél 2 HELSINKI Alskýjaö 1 KAUPMANNAHÖFN Léttskýjaö 1 OSLÓ Léttskýjaö 0 STOKKHÓLMUR Snjókoma 0 ÞÓRSHÖFN Slydda 0 ÞRÁNDHEIMUR Snjóél 0 ALGARVE Heiöskírt 10 AMSTERDAM Heiöskirt 13 BARCELONA Heiöskírt 7 BERLÍN Léttskýjaö 2 CHICAGO Léttskýjaö 2 DUBLIN Rigning 5 HAUFAX Alskýjaö 0 FRANKFURT Skúr 0 HAMBORG Snjóél 1 JAN MAYEN Skafrenningur -6 LONDON Skýjað 3 LÚXEMBORG Snjóél -1 MALLORCA Hálfskýjaö 7 MONTREAL Þoka 4 NARSSARSSUAQ Heiöskírt -15 NEW YORK ORLANDO Heiöskírt 15 PARÍS Heiöskírt 1 VÍN Rigning 3 WASHINGTON WINNIPEG Léttskýjaö -3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.