Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 13 Góð ráð við kaup: Snjóbrettin eru vin sæl fermingargjöf Snjóbretti hafa náð ótrúlegum vinsældum hérlendis á stuttum tíma. Sennilega eru þau ófá, ferm- ingarbörnin í ár, sem óska eftir snjóbretti í fermingargjöf. Nú er svo komið að hátt í helm- ingur þeirra sem sækja skíðasvæði fyrir lítil böm upp í 193 sm bretti fyrir hávaxið fólk. Ódýrustu brettin eru úr frauð- plasti en fæstum þykja þau full- nægjandi til léngdar. Trébretti henta flestum brettaiðkendum til frambúðar en þeir sem hyggja á m ' í i Sennilega eru þau ófá, fermingarbörnin í ár, sem óska eftir snjóbretti í fermingargjöf. víðs vegar um land brunar niður hlíðarnar á skíðabrettum í stað skíða. Skynsamlegast er að leigja bretti fyrst í stað til að kanna hvað hent- ar hverjum og einum og hvert áhugasviðið er. Séu kaup hins veg- ar ákveðin er fyrsta skrefið að vigta viðkomandi því lengd brettisins fer að verulegu leyti eftir líkamsþyngd en einnig þarf að taka hæð, skó- stærð og reynslu viðkomandi með í reikninginn. Upp á endann á brett- ið yfirleitt að ná að höku eða upp að kinn notandans. Á markaði hér er hægt að fá allt frá 95 sm brettum keppni í snjóbrettalistinni þurfa e.t.v. að fjárfesta í dýrustu gerðun- um af brettunum sem eru úr blöndu viðar og annarra efna. Aukabúnaður mikilvægur Hægt er að fá bretti á verðbilinu 13-40 þúsund en algengt er að ódýr bretti kosti á bilinu 16-25 þúsund eins og sést í grafinu hér á síðunni. Brettin eru frá mörgum fyrirtækj- um og því er rétt að meta hvert bretti út af fyrir sig áður en nokkuð Snjóbretti hafa náö ótrú- legum vinsældum hér- lendis á undanförnum árum og nú er svo komiö að hátt í helm- ingur þeirra sem sækja skíðasvæöi víös vegar um land er á snjóbrettum. er keypt þar sem gæði þeirra geta verið mismunandi. Skór kosta yfirleitt 7-10 þús- und krónur en geta verið tvö- falt dýrari eða svo. Bindingar kosta um 6-7 þúsund krónur. Þar sem allur búnaður sem fylg- ir brettinu er dýr má reikna með því að aukabúnaðurinn kosti u.þ.b. það sama og brettið sjálft eða jafnvel meira ef dýr búnaður er keyptur. Auk bindinga og skófatn- aðar þurfa brettaiðkendur góðan hlifðarfatnað og hlífar til vamar hnjaski. Ráðlegt er að vera með hjálm á höfði, stóra og þykka hanska með spelkum sem ná upp fyrir úlnlið og vatns- og vindheldan fatnað. (Heimild: M.a. Vár bostad og Neytendablaðið) -GLM Bindingar og skór Snjóbretti skiptast í tvo flokka, frjálsstílsbretti og svig- bretti. Frjálsstílsbrettin eru mun algengari en svigbrettin hérlendis enda auðveldari viðfangs en svig- brettin. Á frjálsstílsbrettunum þarf sterka en mjúka skó, sveigj- anlega um ökklann. Hægt er að nota góða fjallgönguskó en best er að nota sérstaka brettaskó sem minnst var á áðan. Skó- stærð skiptir ekki máli en ekki er ráðlegt að skór nái meira en rúm- an sentímetra út fyrir brettið. Bindingar á brettum er hægt að stilla eftir aðstæðum en oftast er miðað við að bilið á milli binding- anna sé jafnt axlarbreidd notand- ans. Ljóst er því að það er að ýmsu að hyggja áöur en snjóbretti er keypt en líklega verða slík bretti í fermingarpökkum margra ung- linga í ár. Hagsýni I eldhúsinu Útsjónarsemi og e.t.v. vænn skammtur af hugmyndaauðgi eru lykilorðin þegar kemur að því að lækka útgjöldin sem fylgja hinu daglega heimilishaldi. Hér á eftir fara ýmiss konar hag- sýnisráð sem ættu að gleðja þá sem sjá um fjármál heimilisins. a) Ekki þarf að henda káli sem farið er að láta á sjá, t.d. orðið lint, ef kálið er ekki skemjnt. Gott ráð er að skella kálinu í skál með köldu vatni og einni afhýddri kartöflu um stund. Þá verður kálið aftur stinnt og fallegt. b) Tómatar eru ekki girnilegir þegar þeir eru orðnir mjög linir. í stað þess að henda þeim er ráð að láta þá liggja yflr nótt í skál með söltu vatni. c) í stað þess að kaupa dýrt tilbú- ið mýkingarefni fyrir þvottinn má aiveg eins setja tvær teskeiðar af borðediki í þvottavélina. d) Sumir henda osti sem verið hefur í ísskápnum um tíma einfald- lega vegna þess að hann er orðinn dálítið rakur. Þess í stað er ráð að taka ostinn strax úr þeim umbúð- um sem hann er keyptur í og vefja hann inn í álpappír. Það kemur í veg fyrir rak- ann. e) Taktu ljós- rit af öllum greiðslukort- um íjölskyld- unnar svo að þú getir g e f i ð J| greinar- g ó ð a r upplýs- i n g a r um þau ef þú týnir þeim eða þeim er stolið. f) Rennilásar í gömlum fötum standa stundum á sér og þá getur verið erfitt að nota flíkina. Ráð við þessu er að renna kerti sem hef- ur verið hitað ör- skamma stund í ör- bylgjuofni/ofni upp og niður eftir lásn- um. g) I stað þess að kaupa sérstakt hreinsiefni til þess að hreinsa baðkarið má auðveldlega þrífa það með því að klæða svamp í gamlan nælonsokk. Nælon- sokkurinn sýgur vel í sig öll óhreinindin og fituna. h) Ef hendurnar eru illa lyktandi, t.d. eftir að þú hef- ur meðhöndlað fisk eða gert við bíl- inn, er ráð að nudda þær upp úr rakfroðu. i) Til aö halda eldhúspönnunni í góðu standi sem lengst er ráð að þurrka hana alltaf vel eftir uppþott, geyma hana á þurrum stað og nudda hana að innan með ólífuolíu og salti. Þá endist pannan mun lengur en ella. j) Til að halda nýjum skóm falleg- um sem lengst er ráð að úða þá með hárúða í hvert skipti sem þeir hafa verið pússaðir. Það heldur leðrinu fallegu. -GLM Auglýsingar Auglýsingar eru stór hluti af okkar daglega lífi. Þær eru mis- jafnlega áhrifarikar en allar eiga þær þó að lúta eftirfarandi regl- um: Auglýsingar skulu ekki inni- halda boðskap, í orðum eða myndum, sem brýtur gegn al- mennri velsæmiskennd. Auglýsingar skal semja þannig að traust neytandans, takmörkuð reynsla hans eða þekking, sé ekki misnotað. Auglýsingar skulu ekki inni- halda staðhæfingar eða myndir sem líklegar eru til aö villa um fyrir neytandanum. Ef samanburður er notaður í auglýsingum skal þess gætt að samanburðurinn sjálfur sé ekki viilandi og að hann brjóti ekki gegn grundvallarreglum um sanngimi í samkeppni. í auglýsingum skal ekki hall- mæla neinu fyrirtæki eða sam- keppnisvöru, hvorki beint né með því að gefa ókosti hennar I skyn. í auglýsingum skal ekki mis- nota hina eðlilegu trúgirni barna eða reynsluskort yngri kynslóð- arinnar og skal þess gætt að aug- lýsingar raski ekki samlyndi inn- an fjölskyldunnar. Vörulýsingar og staðhæfingar um eðli eða myndameðferð skulu ávallt vera sannleikanum sam- kvæmar. Auglýsendur skulu fús- ir til að leggja fram sönnunar- gögn án tafar sé þess óskaö af að- ilum sem sjá um að reglunum sé framfylgt. Hör og baðmull Hör er vefjarefni sem unnið er úr basttrefjum stönguls hörplönt- unnar. Kostir hörs eru að hann er slitsterkur, þéttur og svalur viðkomu. Hann dregur vel í sig raka og teygist ekki. Ókostir hans eru að hann getur upplitast, hlaupið í þvotti og krumpast fljótt. Vel þarf að athuga meðferð- armerkingar. Baðmull er fræhár baðmull- arplöntunnar. Kostir baðmullar- innar eru að hún er fíngerð og ódýr. Hún hefur einnig góða spunaeiginleika, er slitsterk og þolir vel þvott. Hún hefur ekki ertandi áhrif á húðina og litast vel. Ókostir baðmullarinnar eru að hún er ekki fjaðurmögnuð og getur því krumpast í þvotti. Einnig getur hún hlaupið í þvotti. -GLM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.