Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 36
MILLENNIUM SLJBAR FR ETTAS KOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá t síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað t DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 íslensk erfðagreining: Tek þessu með varúð „Ég tek nú öllum svona niðurstöð- um með mikiili varúð en það hefúr v alltaf verið gert ráð fyrir að íslending- ar væru af blönduðum uppruna. Það hefur iðulega komið fyrir að við höfum fengið raunvís- indalegar niður- stöður um sagn- fræðileg efni sem reynast ekki vera reistar á sterkari forsendum en sögulegu heimild- imar,“ segir Gunnar Karlsson sagnfræðingur um að helmingur kvenna se frá Bret- landseyjum en ekki Norðurlönd- um eins og talið var. „Þegar fróðleikur færist á miili fræðigreina þá færast bara niðurstöð- umar en ekki fyrirvaramir. Það er alltaf hætta á því að niðurstöður sem menn komast að i einni fræðigrein séu notaðar sem ótvíræður sannleikur í annarri," segir Gunnar. -hól Gunnar Karls- son: Gert ráð fyrir að íslend- ingar séu blandaðir. * Klám, ES-smokkar og höfuðkúpubrot í Fókusi, sem fylgir DV á morgun, er gerð ítarleg leit að mesta költinu í dag. Ásta Hafþórsdóttir ævintýra- kona segir frá Afríkudvöl sinni og Ragnar Bragason, leíkstjóri bíómynd- arinnar Fíaskó, spjallar um myndina, Vestfirði og það þegar hann braut hauskúpu með jöxlunum. Svo hefur það komið í ljós að smokkurinn fer eftir Evrópustaðli og Fókus lék for- vitni á að vita hvort strákarnir okkar passa í hann. Lífið eftir vinnu er tólf síðna blaðauki um allt sem þú vilt vita um menningar- og skemmtanalíf. Það var einmitt í Iðnó sem íslendingar kynntust breska skáldjöfrinum Shakespeare í fyrsta sinn og því fór vel á aö þar skyldi hann kynntur „eins og hann leggur sig“ í gærkvöldi. Er ekki að orðlengja það: leikhúsgestir uröu nánast veikir af hlátri á þessari snöfurlegu og snilldarvel leiknu hraðferð yfir öll leikrit meistarans - og sonnetturnar að auki. Full ástæða var fyrir ieikstjórann, Benedikt Erlingsson, að þakka leikhópnum vel fyrir frammistöðuna. Á myndinni kyssir hann Friðrik Friðriksson en Halldóra Geirharðsdóttir og Halldór Gylfason bíða þolinmóð eftir að korhi að þeim. Sjá umsögn bls. 17. DV-mynd Pjetur Upplausn í Flugskóla íslands: Öll yfirstjórnin flogin - Arngrímur Jóhannsson verður skólastjóri „Ég hef sagt upp störfum og hætti 15. mars,“ sagði Gylfi Ernst Gísla- son, skólastjóri Flugskóla íslands. „Ég hætti ekki einn heldur hættir Jens Kane yfirflugkennari einnig og Sigurður Jónsson yfirkennari lét af stöfum fyrir skemmstu. Ástæðan er faglegur ágreiningur á milli okkar og stjómar skólans," sagði Sigurður sem að öðru leyti vildi ekki tjá sig um þann ágreining. Ákveðið hefur verið að nýkjörinn stjórnarformaður Flugskólans, Arn- grímur Jóhannsson í Atlanta, taki við skólastjórastarfinu auk þess að Arngrímur Jó- hannsson. Fyrst stjórnar- formaður - svo skólastjóri. gegna stjómar- formennsku. Mun ætlun hans vera að gegna starfinu tíma- bundið og rífa skólann upp úr þeirri ládeyðu sem hann hefur verið í en sem kunnugt er af fréttum hefur fall nemenda í skól- anum verið meira en viðun- andi getur talist. Fyrir nokkru féllu 76 prósent nemenda á einkaflug- mannsprófi sem er einsdæmi í sögu flugkennslu hér á landi. Flugskóli íslands er i eigu rikis- ins að stærstum hluta en aðrir hlut- hafar eru Flugleiðir, Atlantik og nokkrir aðrir smærri aðilar. Hall- dór Kristjánsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, sem gegndi starfi stjómarformanns við stofnun skólans, lét af því embætti eftir fall- ið mikla á einkaflugmannsprófun- um og Arngrimur Jóhannsson tók við. Nú verður Amgrímur einnig skólastjóri ef Flugmálastjórn veitir samþykki sitt en mjög strangar hæfniskröfur em gerðar við ráðn- ingu skólastjórans að sögn Gylfa Emsts Gíslasonar, fráfarandi skóla- stjóra, sem hverfur aftur til fyrri starfa sem flugmaður hjá Flugleið- um. Arngrímur Jóhannsson er nú staddur í Afriku þar sem hann sinn- ir verkefni í lofti fyrir afríska flug- félagið Air Afrique. -EIR Gosaska á rúðum DV, Selfossi: Formannsframboð Samfylkingar: Ákvörðun á næstu dögum „Ákvörðunar er að vænta á næstu dögum,“ sagði Össur Skarp- héðinsson við DV í morgun um mögulegt framboð í formannsemb- ætti Samfylkingarinnar. Frestur til að bjóða sig fram til formanns Sam- fylkingarinnar rennur út 16. mars en reglur um formannskjörið eru frágengnar og voru kynntar í gær. Þeir sem eru félagar í einhverju Samfylkingarfélagi eða í stjóm- málaafli sem á aðild að Samfylking- unni verða kjörgengir. Mun opin hlutfallskosning væntanlega ráða formannskjöri. Stofnfundur Sam- fylkingarinnar verður 6. mai. „Það styttist í að fresturinn renni út og það má því vænta ákvörðunar næstu daga,“ sagði Guðmundur Árni Stefánsson sem staddur var er- lendis. Guðmundur Ámi hefur, ásamt Össuri og Jóhönnu Sigurðar- dóttur, sem ekki lét ná í sig í morg- un, helst verið nefndur sem for- mannskandídat. Bryndís Hlöðversdóttir hefur ver- Fyrirkomulag og reglur um formannskjör í Samfylkingunni var kynnt í gær. Á myndinni eru Þórunn Sveinbjarnardóttir, Margrét Frímannsdóttir og Sig- hvatur Björgvinsson. DV-mynd ÞÖK ið nefnd sem kandídat í varafor- mannsembætti. Hún sagðist í morg- un ekki hafa tekiö neina ákvörðun. „Þetta er seinni tíma mál sem verð- ur útkljáð á stofnfundinum og mun ráðast nokkuð af því hver verður formaður," sagði Bryndís. Lúðvík Bergvinsson sagðist enn vera að hugleiða sín framboðsmál. -hlh/GAR Götur á Selfossi voru ófærar í morgun og veðrið bandþreifandi vit- laust fyrir austan fjall. Þeir sem hættu sér út á götur á bílum sínum i morgun sáu rétt fram á vélarhlífar bílanna. Þegar bæjarbúar vöknuðu í morgun mátti sjá örla fyrir gosösku á rúðum húsa og bíla. Vindáttin var norðaustanstæð og mun hafa borið gosefnin frá Heklu. -NH brother P-touch 9400 Stóra merkivélin sem 10 leturgerðir margar leturstærðir 16 leturstillingar prentar í 10 línur borði 6 til 36 mm Rafoort Nýbýlavegi 14 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport Erum flutt í Skipholt 50 d Skipholti 50 d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.