Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 Afmæli Sveinn Kristinsson Sveinn Kristinsson, fyrrum rit- stjóri og blaðamaður, Þórufelli 16, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Staifsferill Sveinn fæddist á Hjaltastöðum í Skagafirði, og ólst upp í Skagafirð- inum við aðskiljanleg störf til sjáv- ar og sveita. Hann fluttist til Reykja- víkur tvítugur að aldri, lauk stúd- entsprófi frá MR 1951 og lagði um skeið stund á íslensk fræði, lög- fræði og sagnfræði við Háskóla ís- lands. Hefur unnið talsvert að sjálfstæðum sagnfræðirannsóknum. Sveinn var annar útgefandi og ritstjóri Skákritsins 1950-53 ásamt Þóri Ólafssyni hagfræðingi, var skrifstofumaður á Keflavíkurflug- velli 1953-55 og hjá Sambandi ís- ienskra samvinnufélaga, Reykjavík, 1956-63. Síðan þá hefur hann mest stundað blaðamennsku, kennslu, þýðingar og önnur ritstörf. Sveinn skrifaði skákþætti árum saman í Þjóðviljann og Morgun- blaðið, var fastráðinn blaðamaður við Morgunblaðið um skeið og skrifaði þar einkum um kvikmynd- ir og útvarp. Hann annaðist skák- þætti fyrir Rikisútvarpið alllengi. Flutti þar einnig erindi „um daginn og veginn“ og fleira, einkum á ár- unum 1962-77. Bókavörður var hann á Landsbókasafni 1987-88. Sveinn var í hópi snjöllustu skákmanna landsins á sjötta ára- tugnum. Hann varð skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 1951 og 1957. Vann sig upp í landsliðsflokk 1952 og varð nr. 2-4, taplaus, í landsliðskeppninni 1953. Hann tefldi fyrir íslands hönd á stúdentaskákmót- inu í Lyon 1955. Eftir Svein hafa birst smásögur, kvæði og ýmsar greinar í blöðum og tímaritum. Fjölskylda Sveinn kvæntist 29.8. 1964 Jó- hönnu Jónsdóttur, f. 6.9. 1934, skrif- stofustúlku frá Bolungarvík. Hún er dóttir Sturlu Jóns Þórarinssonar, sjómanns og skólaumsjónarmanns í Bolungarvík og síðar Hafnarfirði, og k.h., Álfheiðar Einarsdóttur hús- móður. Dóttir Sveins og Jóhönnu var Álf- heiður Þorbjörg, f. 1964, d. sama ár. Systkini Sveins sem upp komust voru Eiríkur, norrænufræðingur og kennari, f. 1916, d. 1994; Hjörleif- ur, bóndi, f. 1918, d. 1992; Þorbjörn kennari, f. 1921 (faðir Jónasar skálds); og Jökull, f. 1935, vistmaður á Sólborg, Ak- ureyri. Foreldrar Sveins voru hjónin Kristinn Jó- hannsson, f. 2.12. 1886, d. 4.2. 1941, bóndi og verka- maður, siðast á Sauðár- króki'; og Aldís Sveins- dóttir, f. 13.10. 1890, d. 1. 11. 1977, húsmóðir. Ætt Kristinn var sonur Jó- hanns bónda Jónassonar á Mið- sitju í Skagafirði, Jónssonar prests á Miklabæ, Jónssonar. Systir séra Jóns á Miklabæ var Björg, amma Stefáns Stefánssonar, bónda á Heiði í Gönguskörðum, langafa Sigurðar Bjarnasonar, alþingismanns frá Vigur. Móðir Jóhanns á Miðsitju var Hólmfríður Guðmundsdóttir, systir Jóhannesar Guðmundssonar sýslumanns, langafa Matthíasar Jo- hannessens, skálds og ritstjóra. Fað- ir Hólmfríðar var Guðmundur Jóns- son, Jónssonar Péturssonar, fjórð- ungslæknis í Viðvík. Móðir Kristins, kona Jóhanns á Miðsitju, var Margrét Jónsdóttir, Skúlasonar, skálds og bónda á Ög- mundarstöðum í Skagafirði, og Guð- rúnar Guðmundsdóttur úr Hörgár- dal. Faðir Aldísar var Sveinn Eiríks- son, bóndi og kennari, frá Skata- stöðum í Skagafirði. Eiríkur, faðir hans, var Eiríksson, Jónssonar Ei- ríkssonar. Móðir Jóns Eiríkssonar var Þorbjörg Pálsdóttir, systir Sveins Pálssonar landlæknis. Móðir Aldísar var Þorbjörg Bjarnadóttir Hannessonar, prests og rímnaskálds á Ríp, Bjarnasonar. Bróðir Hannesar á Ríp var Eiríkur prestur Bjarnason á Staðarbakka, langafi Jóns Þorlákssonar forsætis- ráðherra og Bjargar, móður Sigurð- ar Nordals prófessors. Sonur séra Eiríks á Staðarbakka var Bjarni, bóndi á Bakka í Viðvík- ursveit, faðir Eiríks, fóður Páls Valdimars, föður Bills Codys, sem er talinn faðir Ronalds Reagans Bandaríkjaforseta. Hálfsystir séra Hannesar á Ríp var Salóme Ólafs- dóttir, amma Dómhildar Þorsteins- dóttur, langömmu Davíðs Stefáns- sonar skálds og Odds Ólafssonar, læknis, föður Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra. Móðir Þorbjargar Bjarnaflóttur var Margrét Árnadóttir, bónda í Stokkhólma í Skagafirði, Sigurðs- sonar. Árni í Stokkhólma var bróð- ir Magnúsar, afa Péturs, föður Guð- rúnar, móður Bjama Benediktsson- ar, forsætisráðherra. Sveinn og Jóhanna verða að heiman á afmælisdaginn. Sveinn Kristinsson. Jóhann G. Ögmundsson Jóhann Gunnar Ögmundsson sölustjóri, Holtaseli 40, Reykjavik, er fimmtugur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist í Reykjavík og ólst upp í Holtunum. Hann gekk i Austurbæjarskólann og lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Jóhann gekk í Tollskólann og kenndi einnig i honum. Jóhann starfaði við byggingarvinnu jám- bindinga á námsárunum. Hann starfaði um nokkurt skeið hjá Toll- stjóraembættinu í Reykjavík en starfar nú sem sölustjóri hjá PON. Fjölskylda Jóhann Gunnar kvæntist þann 27.6. 1970 Ingibjörgu Hjaltalín Jóns- dóttur íþróttakennara, f. 7.8. 1949. Foreldrar hennar: Guðrún Hjaltalín Jónsdóttir húsfreyja og Jón Magnússon járnsmið- ur, Reykjavík. Böm Jóhanns Gunnars og Ingibjargar: Guðrún Hjaltalín, f. 25.8. 1971, sölustjóri, Reykjavík, maki Kristinn G. Þórar- insson, þau eiga eitt barn, Jóhann Gunnar, f. 11.7. 1994; Hulda Björk, f. 24.8. 1975, húsfreyja og nemi, Reykjavík, sambýlismað- ur Jóhann Hilmarsson, þau eiga tvö böm: Perlu Sif og Daníel Snæ, f. 3.12. 1999. Alsystkini Jóhanns Gunnars: Guðmundur Pálmar, f. 17.7.1943, bú- settur í Hafnarfirði, maki Þórunn Blöndal, eiga þrjár dætur; Anna Margrét, f. 10.6. 1944, búsett í Reykjavik, maki Ófeigur Geir- mundsson, eiga flmm börn; Ágúst, f. 23.4. 1946, búsettur í Reykjavík, maki Elín- borg Kristjánsdóttir, eiga 3 börn; Lárus, f. 11.9. 1951, búsettur í Reykja- vík, maki Hildigunnur Sigurðardóttir, eiga þrjú börn; og Sverrir, f. 30.10. 1955, búsettur í Hafnar- firði, maki Ásbjörg Magnúsdóttir, eiga þrjú börn. Foreldrar Jóhanns Gunn- ars voru Ögmundur Jó- hann Guðmundsson, fv. yfirtollvörður, f. 28.5. 1916, d. 2.5. 1998, og Halldóra Pálm- arsdóttir húsfreyja, f. 17.9. 1920, d. 8.2. 1992, búsett í Reykjavík. Ætt Foreldrar Ögmundar voru Guð- mundur K. Ögmundsson frá Þórar- insstöðum í Hrunamannahreppi, búfræðingur og síðar málara- og gifssteypumeistari i Reykjavík, f. 29.7. 1888, d. 20.5. 1952, og k.h. Mar- grét Hinriksdóttir, húsfreyja og verslunareigandi, f. 6.10. 1892, d. 18.3. 1963. Foreldrar Guðmundar voru Ögmundur Sveinbjömsson, bóndi á Þórarinsstöðum, f. 22.12. 1862, d. 18.3. 1955, og k.h. Jóhanna Guðmundsdóttir, f. 19.11. 1863, d. 7.10. 1943. Foreldrar Margrétar voru Hinrik Magnússon, bóndi á Orrastöðum í Torfulækjarhreppi og síðar á Tind- um í Ásum í A-Hún., f. 13.4. 1851, d. í nóv. 1929, og Solveig Eysteinsdótt- ir húsfreyja, f. 14.3.1862, d. 1.1.1913. Foreldrar Halldóru voru Pálmar Sigurðsson, rafvirki í Reykjavík, f. 7.4. 1895, d. 18.5. 1978, og Anna Helgadóttir húsfreyja, f. 11.9.1898, d. 11.10. 1969. 1 Jóhann Gunnar Ögmundsson. Einar V. Arason Til hamingju með afmælið 2. mars 85 ára Birna Lárusdóttir, Kjarnalundi dvalarh, Akureyri. Sigurgeir Jónsson, Hæðargarði 35, Reykjavík. 80 ára Jónas Aðalsteinsson, Brúarlandi 1, Þórshöfn. Jórunn Jónsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík. Sesselja G. Barðdal, Depluhólum 7, Reykjavík. 75 ára Stefanía Þ. Árnadóttir, Ægisíðu 46, Reykjavik. 70 ára Aðalsteinn Valdimarsson, Brekkuhvammi 5, Hafnarfirði. Elísabet Ólafsson, Hvassaleiti 117, Reykjavík. Guðný Halldórsdóttir, Reynihlið, S-Þing. Sigurður Helgason, Hrafnhólum 2, Reykjavík. Valný Eyjólfsdóttir, Hrísalundi 16e, Akureyri. 60 ára Kolbrún Sigurðardóttir, Ásvallagötu 18, Reykjavík. 50 ára Ámi Ingimundarson, Hátúni 10, Keflavík. Kristborg Haraldsdóttir, Silfurgötu 41, Stykkishólmi. 40 ára Ásgeir Benediktsson, Efstahrauni 22, Grindavík. Eygló íris Oddsdóttir, Vallhólma 18, Kópavogi. Halldóra D. Sigurðardóttir, Sörlaskjóli 92, Reykjavík. Hrafnhildur B. Guðbjartsdótt- ir, Fagurhólstúni 10, Grundarfirði. Ingibjörg Leifsdóttir, Fannafold 62, Reykjavík. Kolbjöm Arnljótsson, Bergþórugötu 7, Reykjavik. Kristinn R. Kristinsson, Hólabraut 3, Hafnarfirði. Kristján Borgþórsson, Þangbakka 8, Reykjavík. Einar Valgeir Arason, skólastjóri við Gerðaskóla, Garði, Klöpp, Sand- gerði, er fimmtugur í dag. Starfsferill Einar Valgeir fæddist í Reykja- vík en ólst upp hjá föðurforeldrum sínum í Miðneshreppi. Hann gekk í Grunnskóla Sandgerðis og og út- skrifaðist frá Hlíðardalsskóla í Ölf- usi með landspróf 1966 og gagn- fræðapróf 1967. Þaðan lá leiðin í guðfræði- og sögunám við New- bold College í Englandi. Árið 1982 útskrifaðist Einar Valgeir með MA í uppeldissálarfræði frá Andrews University í Michigan í Bandaríkjunum. Hann hefur aðallega starfað að skólamálum, m.a. unnið við Barnaskóla aðventista í Vest- mannaeyjum, Hlíðardalsskóla í Ölfusi, Newbold College í Englandi, Grunnskóla Sandgerðis, og Gerðaskóla. Einnig hefur hann unnið við ýmis trúnaðarstörf fyrir Kirkju Sjöunda dags aðventista. Að auki hefur afmælis- barnið gutlað við sjó- mennsku á sumrin. Fjölskyldan hefur bú- ið í Englandi, Bandaríkj- unum, Vestmannaeyj- um, Ölfusi, Garði og Sandgerði. Fjölskylda Einar kvæntist 18.6. 1972 Karen Elizabeth Arason, kennara við Fjölbrautaskóla Suður- nesja, f. 7.2. 1950 i West- field, Massachusetts, Bandaríkjun- um. Foreldrar hennar: Dorothy Kibbe Pomfrey, hjúkrunarfræð- ingur, Asheville, Norður-Karólínu, USA, og Herbert J. Pomfrey, versl- unarmaður, Atlanta, Georgíu, USA. Börn Einars og Karenar: Einar Karl, f. 9.3.1975, nemi í Kalifomíu, kvæntur Kristrúnu Friðriksdóttur Hjartar nema; Karólína f. 10.12. 1977, skrifstofumaður í Reykjavík, unnusti Jón Óskar Saemundsson flugmaður; Ómar Þór Einarsson, f. 3.7. 1979, verslunarmaður í Kaup- mannahöfn, unnusta Ragna Laufey Þórðar- dóttir nemi. Systkini Einars, sam- mæðra: Yngvi Þór Krist- insson, f. 28.9. 1952, skrifstofumaður, Reykjavik; Anna Krist- insdóttir, f. 19.8. 1956, húsmóðir, Reykjavík; Haukur Kristinsson, f. 22.9. 1957, verkamaður Reykjavík; Kristinn Kristinsson, f. 18.4.1962, kjötiðnað- armaður, Reykjavik. Systkini Einars, samfeðra: Ingi- björg Guðlaug Aradóttir, f. 17.9. 1953, húsmóðir, Keílavík; Lína María Aradóttir, f. 7.2. 1955, hús- móðir, Keflavík; Ari Haukur Ara- son, f. 24.11. 1956, húsasmiður, Keflavfk; Jón Örvar Arason, f. 9.9. 1959, verkstjóri, Keflavík; Viðar Arason, f. 23.10. 1961, birgðavörð- ur, Sandgerði; Hrannar Þór Ara- son, f. 1.10. 1967, lögreglumaður, Njarðvík. Foreldrar Einars: Ari Einarsson húsgagnasmiður, f. 13.9. 1928, d. 29.11. 1970, bjó á Klöpp í Sand- gerði. Móðir Einars: Edda Ingveld- ur Larsen húsmóðir, f. 3.2. 1932, búsett i Reykjavík. Ætt Einar Valgeir var alinn upp af föðurforeldrum, þeim Ólínu Þuríði Jónsdóttur húsmóður frá Skrapa- tungu í Laxárdal, A-Hún„ f. 24.9. 1899, og Einari Helga Magnússyni, vitaverði og bónda, frá Sandgerði, f. 8.2. 1902. Þau bjuggu á Klöpp, Sandgerði. Stjúpmóðir: Erla Thorarensen húsmóðir, Keflavík, áður Klöpp, Sandgerði, f. 10.2.1932. Stjúpfaðir: Kristinn Magnússon tækniteiknari, Reykjavík, f. 20.10. 1932. Einar Valgeir verður að heiman í dag. Einar Valgeir Arason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.