Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Síða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Síða 27
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 31 h er skemmtilegt líf Tilveran spjallar við hundavini suður með sjó í dag -fólk sem hreinlega getur ekki hugsað sér lífið án þessara vinalegu ferfætlinga. Jórunn Birgisdóttir tók að sár umkomulausan hund: Perla ber nafn með rentu Hún hefur alltaf verið eins og hugur manns, blíð, kelin og þæg,“ segir Jórunn Birgisdótt- ir um terrier-tíkina, Perlu, sem ber svo sannarlega nafn með rentu því Jórunn segir að hún hafi frá fyrstu tíð verið algjör perla. „Ég fann hana fyrir ellefu árum, um- komulausa og einmana fyrir utan póst- húsið og ákvað að taka hana heim og auglýsa hana en eigandinn gaf sig ekki fram, svo við fjölskyldan tókum hana að okkur.“ Perla hefur svo sannarlega launað Cölskyldunni lífgjöfma og veitt þeim mikla gleði. „Hún gegnir öllu þó hún hafi aldrei farið í hlýðniskóla. Til dæmis hefur hún gengið við hlið mér, ólarlaus, stoppað við umferðargötu og litið til hægri og vinstri áður en hún fer yfir og ef ég segi henni að færa sig eða ég banna henni eitthvað þá gegnir hún samstundis." Fyrir nokkrum mánuðum ákváð íjölskyldan að fá sér boxer-tík sem verður eins árs í maí. Jórunn segir samkomulagið miili Perlu og Dísar hafa gengið vel. „í fyrstu var Perla afbrýðisöm og ekkert alltof hrifin af þeirri litlu en núna vemdar hún hana alveg, þrífur hana og sefur hjá henni. Þær em ekkert að berjast um athygl- ina en ég held að Dís mótist af samver- unni við Perlu. Hún er alltaf að líkjast henni meir og meir, er blíð og þægileg kelirófa. Þær em þó ólíkar að því leyti að sú litla hoppar og dansar þegar við komum heim en Perla er orðin ráðsett- ari og sýnir gleðina öðmvísi," segir Jómnn Birgisdóttir um hundana sína tvo. -A.G. „Ég hef alltaf verið mikil dýrakona og helst viljað setjast að í sveit,“ segir Jórunn Birgisdóttir. Meö henni á myndinni er dóttirin Sara Ingibjörg og tíkurnar tvær, Perla og Dís. DV-mynd Arnheiður fj/í ' & &-Mæ ÍÍIPSRSÖÍ H ití j j { Vf * „Pau eru ólík að skapgerð," Jón Sævar Sigurösson með feöginin Ólympíu og Kyon. DV-mynd Arnheiður. Jón Sævar á Kyon og Úlympíu: Erum algjörlega komin í hundana Ég held það megi segja það að við séum algjörlega komin í hundana," segir Jón Sævar Sigurösson en hann og kona hans Ólöf Gunnarsdóttir eiga tvo golden retriever-hunda; þá Kyon, sem er 10 ára, og Ólympiu, sex ára dóttur hans. Grísk nöfn hundanna vekja athygli. „Við vorum stödd á sund- laugarbakka suður á Krít þegar við vorum að leita að nafni á Kyon sem þá var nýfæddur. Þá var okkur bent á þetta nafn en það merkir hundur eða rakki á grísku," segir Jón. Þau viðurkenna að vissulega sé mikil vinna fólgin í því að eiga hunda. „Þaö er hins vegar bæði skemmtilegt og gefandi. Við lítum á okkur sem fiölskyldu, meira að segja vísitölufjölskyldu," segir Jón og bætir við að þeir séu fáir dagarn- ir sem fiölskyldan fari ekki saman í gönguferð. „Það hefur komið fyrir að ekki er hundi út sigandi og við ekki treyst okkur út fyrir hússins dyr. Við bárum hins vegar út dag- blað í mörg ár og það var góö hreyf- ing fyrir okkur og Kyon. Mér finnst líklegt að í það heila höfum við far- ið í fleiri gönguferðir eftir að við eignuðumst hundana en öll árin þar á undan,“ segir Jón. Kyon er verðlaunahundur með meistarastig og var tvö ár i röð val- inn besti hundur í sínum flokki á hundasýningum. Feðginin eru afar ólík að skapgerð. „Kyon er fæddur foringi, hann þurfti aldrei að berjast fyrir rétti sínum og aðrir hundar hafa alltaf borið virðingu fyrir hon- um. Ólympía er meiri skessa og vill ráða öllu á heimilinu. Kyon hefur hins vegar sýnt þá skynsemi að láta afit eftir henni,“ segir Jón að lok- um. -AJ • ••••••••••••••••••••••••••••••• Sigríður Bílddal kann vel að meta útivistina sem fylgir hundahaldinu: Góðir félagar sem vei Þetta er svo skemmtilegt og ómissandi áhugamál að ég held ég gæti aldrei verið án þéss að eiga hunda,“ segir Sigriður Bílddal, en hún á tvær golden retriever-tíkur. Nöfn hundanna eru engin smásmiði en annar þeirra kallast Íslands-Nollar-Eygló Freyja og er 5 ára. Hún er íslensk- ur meistari og með eitt alþjóðlegt meistarastig. í janúar síðastliðnum fékk Sigríður sér síðan Rainscourt- Miss-Marple-Emmu. Hún er inn- flutt frá Skotlandi, sex mánaða gömul. Eygló Freyja er búin að veita eigendum sínum margar gleði- stundir en hún er ekki alltaf mikil hetja. „Þegar hún var eins árs rákumst við á rolluhóp sem styggðist og Eygló Freyja rauk á eftir þeim og rak þær yfir næsta hól. Þegar hún kom til baka, sigri hrósandi kom í ljós aö ein kindin haföi orðið eftir en lömbin farið yfir hólinn. Kindin ákvað að hund- urinn væri sökudólgurinn og rauk Sigríður meö þær Emmu og Eygló Freyju en þær munu báö- ar keppa á aiþjóölegri sýningu Hundaræktarfélagins um næstu helgi. DV-mynd Arnheiöur. margar gleðistundirnar að Eygló Freyju. Hún ákvað þá snarlega að fiýja og faldi sig á bak við mig. í því komu lömbin til baka í leit að mömmu sinni. Eygló Freyja sá þama að þetta væri ekki starf við hennar hæfi,“ segir Sig- ríður. Hún segist alls ekki hafa veriö viss um hvernig með tvo hunda en sem betur fer hefur það gengið vel. „Eygló Freyja tók Emmu vel og sá fljótt að þama var kominn ágætis leikfélagi," Hundamir tveir eru hins vegar ólíkir að skapgerð en góðir heimil- ishundar engu að síður. Aðspurð um hvaöa kostir fylgi þvf að eiga hunda segir Sigríður; „Hundar eru afskaplega góöur félagsskapur. Þeir hvetja mann líka til að stunda úti- vist og mér finnst ólfk- legt að ég færi í afnmarga ef þeirra nyti ekki við,“ seg- ir Sigríður BUd- dal. -AG i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.