Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.2000, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 2. MARS 2000 Fréttir DV Yfirlögregluþjónn og sýslumaður í Kópavogi gripu til aðgerða gegn lögreglumanni: Fékk áminningu fyrir gamansöm skilaboð - stefndi sýslumanni fyrir dóm til ógildingar en „sá sig tilneyddan“ að hætta við Lögreglumaður á höfuðborgar- svæðinu hefur séð sig tilneyddan til að draga til baka stefnu á hendur sýslumanninum í Kópavogi sem lögð hafði verið fram í héraösdómi til ógildingar áminningu sem hann hafði hlotið í starfi. í gögnum máls- ins kemur fram að viðkomandi sjái sig tilneyddan til að draga stefnuna til baka „vegna eigin hagsmuna og annarra“. Stefnan var lögð fram í kjölfar þess að lögreglumanninum var veitt áminning sem hann og mjög margir félagar hans í lögreglunni álíta mjög harkaleg viðbrögð við saklausu gamni - gamansömum skilaboðum á miða sem ekki beindust gegn yfír- lögregluþjóninum og áttu allra síst að berast honum úr einkaskúffu annars lögreglumanns. Það var sýslumaðurinn í Kópa- vogi, Þorleifur Pálsson, sem veitti lögreglumanninum áminninguna eftir að yfirlögregluþjónninn hafði gert honum grein fyrir umræddum miðasendingum. Fékk lánaðar buxur Málavextir eru þeir að yfirlög- regluþjónninn hafði lánað einum í lögregluliðinu í Kópavogi hlífðar- buxur. Þegar þeim var skilað sendi lögregluþjónninn eigandanum bux- urnar með því að leggja þær á borð hjá varðstjóra með þakkarskilaboð- um á miða. Félagi lögreglumanns- ins, sem síðar var áminntur, lagði þá annan miða i skúffu þess sem fékk buxur yfirlögregluþjónsins lán- aðar, með gamansömum skilaboð- um um buxnalániö, undirritað með eins konar gælunafni yfirlögreglu- þjónsins. Miðinn var skilinn eftir í merktri einkaskúffu lántakandans. Ekki liggur fyrir hvemig yfirlög- regluþjónninn komst síðan i mið- ann. Hann kallaöi sendanda miðans á sinn fund, ungan lögregluþjón og nema langt kominn í laganámi, og tjáði honum að hann myndi ekki óska frekar eftir nærveru unga mannsins í starfi hjá lögreglunni í Kópavogi. Sýslumaður veitti honum síðan áminningu. Hvarf maðurinn Biskupsmessa á Heklutindi: Svarað með eimyrju úr neðra - höfum litlar áhyggjur, segir prófastur I tilefni kristnihátíðar á þessu ári var fyrirhugað að fara í piiagríms- göngu og halda messu á Heklutindi )ann 20. ágúst í sumar. Þar átti biskup íslands, hr. Karl Sigur- bjömsson, að messa en við- brögð úr neðra hafa nú sett mál- ið í biðstöðu. Að sögn Hall- dóru J. Þorvarð- ardóttur, prófasts í Rangárvallapró- fastsdæmi, þá var búið að skipuleggja göngu á Heklu og messu í sumar. „Gosið í Heklu vekur okkur þó til umhugsunar en við erum bara róleg og bíðum og sjáum hvað setur þeg- ar gosi lýkur. Biskupi hafði þótt þetta vera skemmtileg hugmynd og er til í slaginn ef af þessu verður. Við höfðum hugsað okkur að vera í samvinnu með Tööugjaldanefnd Rangárvallarsýslu sem er með sum- arskemmtun á þeim tíma er gömlu Hr. Karl Sigurbjörnsson biskup: Honum þykir hugmyndin góö. töðugjöldin voru gjaman haldin. Þetta er orðin mikil héraðshá- tíð í sýslunni. Við höfum ein- skorðað okkur við að tengja þá atburði sem við erum með varð- andi kristnihátíð- ina við aðrar uppákomur í hér- aðinu. Við kristn- ir menn lítum Heklugöngu og messu þar sem hápunktinn í töðu- gjöldunum.“ - Þið hafið ekki áhyggjur af því að fréttir af messunni hafi orsakað gosið? „Nei, við höfum litlar áhyggjur af því. Við emm svo sterk í trúnni þama undir Heklurótum," sagði Halldóra og telur að Hekla gamla hafi bara verið að ræskja sig frekar en annað liggi þar að baki. Hún seg- ir þó að ekki verði flanað að neinu varöandi messuhald á Heklutindi í sumar. -HKr. Halldóra J. Þorvaröardóttir: „ Viö höfum litlar áhyggjur. “ Hekla: Svarar fyrirhuguöu messuhaldi meö eldi og eimyrju. þá til starfa hjá öðru lögregluemb- ætti en fannst viðbrögð yfirmanna sinna afar harkaleg i ljósi þess að hér var einungis um innanhússgrín að ræða. Jónas Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði við DV að sér fyndist of langt gengið að hafa áminnt lögreglu- manninn. „Mér finnst að hægt sé að leysa úr ógætilegum aulahúmor með til- tali gagnvart viðkomandi," sagði Jónas. Þorleifur Pálsson sýslumaður sagði við DV að sín afstaða lægi fyr- ir i þessu máli. „Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig,“ sagði Þorleifur. Hafði einhver í hótunum? Lögmaður Landssambandsins lagði fram stefnu á hendur sýslu- manninum í Kópavogi í desember þar sem hann krafðist þess að áminningin á hendur lögreglu- manninum yrði ógild. Var ríkislög- manni þá gefinn frestur til að skila greinargerð. Þegar næsta þinghald fór fram fyrir héraðsdómi, þann 10. febrúar síðastliðinn, voru lögð fram gögn um að lögreglumaöurinn ungi drægi stefnuna til baka. Uppgefin ástæða var sú að stefnandinn „sæi sig tilneyddan" vegna sjálfs sín og hagsmuna annarra. Lögreglumaðurinn sagði við DV í gær að hann vildi ekki ræða málið frekar - að minnsta kosti ekki að svo stöddu. Lögreglufélag Kópavogs samþykkti stuðningsyfirlýsingu við lögreglumanninn skömmu eftir að áminningin var veitt. Óskar Sigurpálsson, sem lét ný- lega af störfum sem formaður Lög- reglufélags Kópavogs, sagði eftirfar- andi við DV vegna málsins: „Ég er mjög ósammála því að veita þessum lögreglumanni áminningu. Brotið var ekki þess eðlis að tilefni hafi verið til slíks. Óskar hætti störfum hjá lögreglunni í Kópavogi um ára- mótin. -Ótt DV-MYND GVA Eldgosiö í rénum. Mikiö hefur dregiö úr goskraftinum í Heklu frá því í upphafi gossins. Á þriöju- dag var þó tignarlegt aö sjá hamfarirnar. Leirubakki í Landsveit: Dýrin skynjuðu að gos var í vændum DV, Árborg: „Hryggurinn á Heklu liggur við manni hér, en við höfum ekki séð mikið til fjallsins en þetta hefur ver- ið rosalega flott í tvo tima á hverri nóttu. Eldglæringamar hafa þá stað- ið upp úr fjallinu," sagði Ásta Begga á Leirubakka í Landsveit, við DV. Leirubakki er tíu kílómetra frá Heklu og Ásta Begga var farin að sjá til gosstöðvanna um hálfsjö á laugardag. Lítil aska hefur fallið á Leirubakka frá Heklugosinu. Ásta Begga var ekki vör við neinar hreyf- ingar á undan gosinu en hún segir að skepnur hafi sýnt merki um að eitthvað væri í vændum. „Viö vorum með reiðnámskeið hérna á Leirubakka og ég tók eftir því að dýrin voru einhvern veginn öðru vísi en þau áttu að sér að vera nokkru áður en gosið hófst. Hund- amir eru búnir að haga sér ööruvísi en venjulega. Og það voru þeir fam- ir að gera áður en gosið hófst. Við Ásta Begga á Leirubakka. -Dýrin uröu óróleg áöur en gosiö hófst. héldum fyrst að það væri vegna þess að það væri svo mikill umgang- ur héma og því gerðum við okkur ekki grein fyrir að gos væri í vænd- um,“ sagði Ásta Begga . -NH ■K' Urnsjón: Haukur L. Hauksson netfang: sandkom@ff.is Gaui á fiskiríi Sagan segir að Guðjón Þórðarson, fyrmm landsliðs- þjálfari, hafi löngum reynt að temja sér að tala gott íslenskt mál eins og góðum : piltum sæmir sem aldir eru upp við gott atlæti í ís- lensku sjávarplássi. Þannig tóku margir eftir því í sjónvarpslýsing- um að Guðjón talaði gjaman í málsháttum eða notaði orðatiltæki. Þjálfarinn hélt svo utan til Stoke í nóvember þar sem hann fæst við það verkefni að koma Stoke upp i efri deildir. Fréttamenn ytra tóku fljótt eftir því að islenski þjálfarinn sló um sig með orðatiltækjum og málsháttum. Sagan segir að Guðjón hafi orðið svo ákafur í að íslenska Bretana með orðspeki sinni að hann hefði einu sinni sagt: „They fish who row“ eða þeir fiska sem róa. Þótti þá einhverjum nóg um og var farið í að útvega Guðjóni bók yfir breska málshætti og orða- tiltæki... Þefvísi Og aðeins un Heklugos. Frétta- stofa RÚV sendi stóran hóp vaskra fréttahauka á stað- inn og Broddi Broddason, sem var i essinu sínu þennan dag, tók viðtöl við þá nær strax og þeir voru komnir upp fyrir Ártúnsbrekku. Einn fréttamann- anna var staddur á Kambabrún og ræddi við Brodda. Sá hann hvorki né heyrði til gossins en sagði að megna brennisteinslykt legði fyrir vit sér. Mönnum eystra þótti athygl- isvert hve fréttanef RÚV var næmt því á sama tíma var áttin austan- stæð á Hekluslóðum og allt sem úr henni kom lagði í aðra átt en að fréttamanninum. Þess má hins veg- ar geta að eitt mesta hverasvæði landsins er neðan við Kamba... Of sveitó Tvö ár eru enn i borgarstjómarkosn- r_§ 3 ingar en margur jfll sjálfstæðismaðurinn er þó þegar farinn að huga að þeim. Er þá sérstaklega verið að horfa til forystu- fólks í framvarða- sveit flokksins í borginni með borgarstjóraefni í huga. Inga Jóna Þórðardóttir hef- ur verið talsmaður minnihlutans þetta kjörtimabil og borgarstjóra- efni í hugum margra. Þaö pirrar hins vegar ófáa að Inga Jóna sé sí og æ kölluð oddviti. Finnst sumum rótgrónum malarbúum að oddviti . sé helst til dreifbýlisleg nafnbót fyr- ir leiðtoga flokksins í borginni; henni megi helst líkja við hrepp- stjóra. Slíkar nafnbætur séu flokkn- um ekki til framdráttar í baráttu þar sem markmiðið er endurheimt borgarinnar úr klóm R-listans... Handavinna Tvöþúsundvand inn var á allra vörum fyrir ára- mótin og mikill viðbúnaður þar sem Haukur Ingibergsson fór fremstur í flokki. Ekkert gerðist þó og vegna vask- legrar framgöngu Hauks fékk hann viðumefndið tvöþúsundkallinn. Álíka ótti var bundinn hlaupárs- degi, 29. febrúar, þó minna væri um hann rætt og menn ekki hlaup- ið til eins og fyrir áramót. Fátt gerðist sem telja mætti til tíðinda en þó fréttist að afgreiðslukerfi Póstsins hefði ekki reiknaö með hlaupári. Voru starfsmenn því „á hlaupum" við að færa 29. febrúar handvirkt inn á nótur viðskipta- vina...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.