Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Qupperneq 10
10 Skoðun LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 DV Útgáfufélag: Frjáls fjölmiölun hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Óli Björn Kárason Aöstoöarritstjórí: Jónas Haraldsson Auglýsingastjóri: Páll Þorsteinsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Þverholti 11,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 Græn númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíöa: http://www.skyrr.is/dv/ Visir, netútgáfa Fijálsrar flölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is Akureyri: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: Frjáls fjölmiölun hf. Filmu- og plótugerð: isafoldarprensmiöja hf. Prentun: Árvakur hf. Áskriftarverð á mánuöi 1950 kr. m. vsk. Lausasöluverð 180 kr. m. vsk., Helgarblaö 250 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl viö þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Gott á ykkur Dómur Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu sendir þau skilaboð til ykkar, að þið berið sjálf fulla ábyrgð á gerð- um ykkar og aðgerðaleysi, en getið ekki vænzt þess, að kæruglaðir sérvitringar og dómskerfið hlaupi í skarðið. Þjóðin fái þau lög, sem hún eigi skilið. Þótt úrskurðurinn verði kærður til fjölþjóðlegra dómstóla, er óvíst, að það breyti miklu. Þeir kunna að komast að sömu niðurstöðu og Hæstiréttur, að fisk- veiðistjórnarlögin rúmist innan ramma réttlætis, enda er algengt, að lög og reglur skekki jafnræði borgara. Hefð er fyrir byggðastefnu, sem stríðir gegn jafnræði. Komið hefur verið á fót greiðsluhlutdeild notenda ým- issar þjónustu ríkisins, sem leiðir til þess, að fátækling- ar nota þjónustuna síður en efnafólk. Einkavæðing hef- ur oft reynzt vera einkavinavæðing. Ýmis fleiri dæmi má rekja um, að margs konar mis- munun rúmast innan ramma þjóðskipulagsins, þótt er- lendir dómstólar hafi í öðrum tilvikum þrengt að mögu- leikum löggjafarvalds og framkvæmdavalds til að taka sérhagsmuni fram yfir almannahagsmuni. í hinum vestræna heimi ríkir sífelld barátta milli sérhagsmuna og almannahagsmuna, þar sem hinir fyrrnefndu eru studdir góðu skipulagi og miklum fjár- munum. Dæmi um það er yfirburðastaða framleiðenda handvopna og tóbaks í Bandaríkjunum. Ef kjósendur eru eins sannfærðir um nauðsyn rétt- lætis og jafnræðis í fiskveiðistjórnun og ítrekaðar skoð- anakannanir benda til, geta þeir einfaldlega látið þá sannfæringu stjóma gerðum sínum, þegar þeir taka þátt í kosningabaráttu og kjósa sér fulltrúa. Fyrir síðustu kosningar var meira eða minna ljóst öllum þeim, sem skHja vHdu, hvaða stjórnmálamenn og hvaða stjórnmálaflokkar styddu núverandi yfirburða- stöðu sérhagsmuna í fiskveiðistjórnun og hverjir ætl- uðu að láta þá víkja fyrir almannahagsmunum. Eyjabakkamálið er enn alvarlegra dæmi um van- nýtta möguleika kjósenda á að hafa áhrif á gang mála. Fyrir síðustu kosningar var meira eða minna ljóst öU- um þeim, sem höfðu skHningarvitin opin, hverjir ætl- uðu að bera umhverfissjónarmiðin ofurliði. Það voru ekki kjósendur, sem stöðvuðu fórnfæringar Fljótsdalsvirkjunar. Að hluta voru það umhverfisvinir, sem skutu Norsk Hydro skelk í bringu, en að stærstum hluta voru það peningalegar staðreyndir brostinna gróðavona, sem tóku fram fyrir hendur Alþingis. í báðum þessum tUvikum var eindreginn vHji þjóðar- innar í annarri metaskálinni fyrir og eftir alþingis- kosningamar í fyrra, en kjósendur ákváðu samt að leggja lóð sitt í hina metaskálina. Það þýðir svo ekki að koma á eftir og kvarta yfir alþingismönnum. Ef kjósendur vHja láta helztu hjartans mál sín, eins og þau mælast í skoðanakönnunum, ná fram að ganga, verða þeir að láta þau njóta forgangs fram yfir önnur sjónarmið, þegar þeir velja sér stjórnmálaflokka og al- þingisfuUtrúa. Þetta hafa þeir ekki gert. Dómur Hæstaréttar í Vatneyrarmálinu er þörf áminning tfl kjósenda um, að enginn getur fjarlægt pólitíska ábyrgð þeirra á réttlæti og ranglæti, jafnræði og mismunun. Hæstiréttur hefur staðfest fuHveldi Al- þingis, sem starfar á vegum kjósenda sjálfra. Erlendis refsa kjósendur stundum flokkum og fuU- trúum sérhagsmuna á kjördegi, en hér fá þeir að ólmast að vHd. Þið eruð ykkar eigin gæfu smiðir. Jónas Kristjánsson Tilvistarkreppa alþ j óðastof nana Það telst ekki til frétta að ráðist sé á Sameinuðu þjóðirn- ar fyrir lömun, máttleysi, óskil- virkni, þýðingarlaust starf og óskýr markmið. Það verður hins vegar að teljast fréttnæmt að nýjasta gagnrýnin af þessu tagi kemur frá aðalfram- kvæmdastjóra samtakanna, Kofi Annan, sem í byrjun vik- unnar lagði fram skýrslu um stöðu og tilgang Sameinuðu þjóðanna. Kofi Annan er af mörgum talinn hæfasti maður sem nokkru sinni hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra sam- takanna sem oft hafa lotið lé- legri stjóm litið hæfra manna. Gagnrýni hans á Sameinuðu þjóðirnar hefur beinst jöfnum höndum að Allsherjarþinginu sem eyðir tíma sínum í flóð af máttlausum og þýðingarlausum ályktunum og ákvörðunum sem fáir i veröldinni láta sig nokkuð varða; að Öryggisráðinu sem beitir refisaðgerðum gegn heil- um þjóðum án þess að ná til leiðtoga þeirra; að skrifstofum samtakanna, sem eru enn í mörgum greinum einstaklega óskilvirkar, og að aðildarríkj- um Sameinuðu þjóðanna sem veita samtökunum hvorki fjármagn né völd í nokkru samræmi við þau verkefni sem þeim er ætlað að glíma við. Alþjóðavæðing án stofnana Tilvistarkreppa Sameinuðu þjóð- anna nær í reynd til flestra alþjóða- stofnana samtímans. Peningastofnan- imar í Washington, Alþjóðagjaldeyr- issjóðurinn og Alþjóðabankinn, sem formlega tilheyra Sameinuðu þjóðun- um án þess að gera það þó með nokkru móti í reynd, hafa farið í gegnum hverja tilvistarkreppuna af annarri á síðustu áram og það sama má segja um hina nýju Alþjóðavið- skiptastofnun sem nýlega hlaut eld- skírn á árangurslausri ráðstefnu sinni í Seattle. Á sama tíma einkenn- ir ör þróun til alþjóðavæðingar hins vegar flest viðfangsefni mannlegra samfélaga. Þetta hefur leitt til mikill- ar fjölgunar alþjóðasamtaka af marg- víslegasta tagi og mikillar aukningar í alþjóðlegu samstarfi en stóru stofn- animar, sem eiga að ná til umfangs- mikilla sviða og alls heimsins í senn, hafa ekki náð að verða kjölfesta í þessari þróun. Stofnanakerfið í al- þjóðamálum, sem á sér mestan part- vald orðið til sem skákar valdi ríkja heims, nema þá ópersónu- legt og óhlutbundið vald sem myndast á alþjóðlegum mörkuð- um. Átök í heiminum þessi árin eru hins vegar yfirleitt ekki á milli ríkja þótt ríki dragist alltaf inn í átök, eðli málsins sam- kvæmt, heldur eru flest átök samtímans í kringum hópa fólks sem vilja annað ríkisfang en sögulegar tilviljanir hafa úthlut- að því. Endurskoðun brýn Það er styrkur Sameinuðu þjóðanna að innan þeirra eru nánast öll ríki heims, nú tæp- lega 190 að tölu, en stofnskrá samtakanna snýst hins vegar um sammannleg gildi sem hljóta að vera ofar hagsmunum ríkja. Afl til sóknar og vamar fyrir þessi gildi er ekki að fmna hjá Sameinuðu þjóðunum, eða í öðrum alþjóðastofnunum, held- ur aðeins í samstarfi öflugra ríkja. Viðfangsefhi Sameinuðu þjóðanna er að virkja slíkt afl og binda það innan samtak- anna. Öryggisráðinu var raunar ætlað að vera slíkur vettvangur. Það hefur hins vegar sjaldnast virk- að vel, en þó stundum skárr en Alls- herjarþingið þar sem öll ríki koma saman án þess að nokkur taki telj- andi mark á því sem þar fer fram. Öryggisráðið gæti hins vegar virkað miklu betur ef það endurspeglaði sæmilega núverandi aðstæður í ver- öldinni, í stað þess að vera klúbbur stórveldanna sem sigruðu í síðari heimstyrjöldinni. Líkt og Öryggis- ráðinu er alþjóðlegu peningastofnun- um stýrt af fáeinum ríkjum, í þessu tilviki efnahagsrisum heimsins. Ólíkt því sem er með Öryggisráðið ná þessi ríki hins vegar yfirleitt sam- an í grundvallaratriðum um alþjóð- leg stefnumótun. Vandræðin í pen- ingastofnunum eru hins vegar þau að menn greinir í vaxandi mæli á um hlutverk þeirra og starfsaðferðir. Þetta á ekki síst við um Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn sem sennilega jók á óstöðugleika í alþjóðafjármálakerf- inu með aðgerðum sínum í Asíu og Rússlandi, öfugt við það sem til stóð. Endurskoðun á stofnanakerfinu í al- þjóðlegum viðskiptamálum, efna- hagsmálum og stjórnmálum verður eitt af mikilvægustu viðfangsefnum alþjóðamála á næstu árum. Endurskoðun á stofnanakerfmu í alþjóðlegum við- skiptamálum, efnahagsmátum og stjórnmálum verður eitt af mikilvægustu viðfangsefnum alþjóðamála á næstu árum. “ inn með einum eða öðrum hætti ræt- ur ríflega 50 ár aftur í tímann, hefur þannig í veigamiklum atriðum lent til hliðar við hina kraftmiklu þróun til alþjóðavæðingar sem er ört að breyta heiminum þessi árin. Ríki eöa þjóðir Eitt af því athyglisverða við hug- myndir Kofi Annans er áhersla hans á fólk í stað ríkja. Nafn Sameinuðu Jón Ormur Halldórsson stjórnmála- fræðingur Erlend tíðindi þjóðanna hefur raunar alltaf verið rangnefni því að samtökin eru klúbb- ur ríkja heims en ekki samtök þjóða eða almennings. Vald í alþjóðasamfé- laginu kemur heldur ekki frá almenn- ingi heldur frá ríkjum og þá fyrst og fremst frá sterkustu ríkjum heims. Þrátt fyrir alþjóðavæöingu síðustu ára hefur heldur ekkert alþjóðlegt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.