Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Page 11
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 11 DV Skoðun Silungur niólablaði vel menntaður og haíði víða farið. Um það má meðal annars lesa í riti Ingólfs Guðnasonar um garðrækt i Skálholti fyrr á öldum. Þórður stundaði nám á Hólum, i Kaup- mannahöfn, á nokkrum stöðum í Þýskalandi og dvaldist auk þess í Noregi, Englandi, Frakklandi og á Niðurlöndum. Frá tíð Þórðar hefur varðveist pöntun hjá Eyrarbakkakaupmanni á fágætri matvöru. Þar sést að bisk- up hefur m.a. pantað 6 tunnur af malti og eina af humli. Þá hefur hann og pantað bygggrjón, bók- hveitigrjón, ertur, vín og lítilsháttar af vínediki. Biskup hefur verið smekkmaður á mat, með bragð- lauka góða, og kryddað eftir því. Eyrarbakkakaupmaður var nefni- lega beðinn að útvega pipar, engifer, múskat og erlent blóðberg, sykur, rúsínur og sveskjur. Kúmen rækt- aði tengdafaðir biskups í Skálholti, Gísli Magnússon. Sá var Þórði bisk- upi betri en enginn í ræktun mat- jurta,. Hann hafði lært heimilis- garðrækt í Evrópu og ræktaði síðar sinn garð á Möðruvöllum í Eyja- flrði, að Hlíðarenda í Fljótshlíð og loks í skjóli tengdasonar sins bisk- upsins og dóttur sinnar Guðríðar. Gísli var ríkur á þeirra tíma mæli- kvarða og því eignaðist Þórður bisk- up eina auðugustu jómfrú sautj- ándu aldar. Heilsudrykkur herradómsins Af pöntun Þórðar biskups Þor- lákssonar má lesa að hann hefur haldið sig höfðinglega í mat og drykk. Séð var til þess að öl væri nóg með keti og fiski og hollt var grænmetið sem meðlæti. Vín var drukkið með því fmna og gráfíkjur góðar og sveskjur gældu við bragð- laukana í eftirrétt og rétt hugsan- lega milli mála. Fyrir þessu var einnig séð þegar við settumst að veisluborði i Skál- holti á laugardaginn, í anda Þórðar biskups, maddömu Guðríðar og Gísla ríka Magnússonar. Pétur Pét- Þeir sem farið hafa á kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar sjá mið- aldamálsverði fyrir sér sem grodda- legar samkomur, rop og fret. Hugar- heimur leikstjórans er frjór og myndrænn og myndir hans því lag- aðar að ímyndunarafli hans. Hugar- heimurinn er ekki verri en hver annar en sumt er þar öðruvísi en í raunveruleikanum. Groddaleg var matarmenningin í Myrkrahöfðingja Hrafns en aðra sögu má lesa um matarstand á höfuðbóli íslendinga, Skálholti, síðla á sautjándu öld. Þá sat staðinn Þórður biskup Þorláks- son. Þórður var heimsmaður i bestu merkingu þess orðs, fæddur árið 1637, sonur Þorláks Skúlasonar Hólabiskups og maddömu Kristínar Gísladóttur frá Bræðratungu. Þórð- ur var biskup í Skálholti 1674 til dauðadags árið 1697 og, eins og seg- ir í samantekt Lofts Guttormssonar um Þórð biskup, var æviskeið hans öld visindabyltingar og barokks og i stjórnmálasögunni lifði hann á öld rísandi konungseinveldis í Evrópu. Út aö boröa meö Páli Þórður biskup er ofar í huga mér en aðrir biskupar um þessar mund- ir þar sem framtakssemi hans og fordæmi á biskupsstóli fyrir rúm- lega þremur öldum varð óbeint til þess að við hjónakornin nutum sér- staks og eftirminnanlegs kvöldverð- ar í Skálholti um liðna helgi. Við dveljum stundum í tómstundum okkar í grennd við biskupsstólinn fomfræga. Svo var á laugardaginn sem reyndar bar upp á þann sér- kennilega dag, 1. apríl. í útvarpinu var auglýstur sautjándu aldar máls- verður í Skálholti og var allt frómt fram sett þótt ótrúlegt væri á tímum skyndirétta og örbylgjuofna. Starfs- menn fréttastofu Ríkisútvarpsins, kannski ekki eins frómir, nýttu sér tækifærið og lugu því til í tilefni dagsins að bítillinn Paul McCartney ætlaði sér að heiðra samkomuna með einfættri vinkonu sinni. Jafn- vel auðtrúa sál sem pistilskrifarinn lét ekki blekkjast af bítlasögum 1. apríl en kvöldverðurinn sjálfur var ekkert plat. Bragölaukar biskups Þar sem við hjónin vorum í or- lofsvist i Biskupstungum þessa helgi verður að viðurkennast að við vorum ekki skartbúin svo sem hæfði tilefninu. Það kom þó ekki að sök. Okkar beið góður andi, leiðsögn og fé- lagsskapur þar sem við færðumst eina kvöld- stund aftur til tíma Þórðar biskups Þor- lákssonar. Eftir alda- langt hnignunarskeið í korn- og garðrækt hér á landi hófst garðrækt á ný í tíð Þórðar í Skálholti. Hann var ursson, rektor i Skálholti, Sigur- geirssonar biskups, tók á móti gest- um og bauð kúmenbrennivín og há- karl. Strax í upphafí gafst því tilefni til þess að skála fyrir Þórði biskupi. Pétur tók það fram, þjóökirkjunni til vamar, að ekki hefði verið búið að finna upp bindindishreyfinguna á sautjándu öld. Hans herradómur Þórður biskup hefur því án efa talið kúmensnafsinn heilsudrykk, sem hann raunar er að því gefnu að neyslan sé í hófi. Sveppir á túnsúru í forrétt bauð vertinn í Skálholti, trúr anda Þórðar, gestum maríner- aða sveppi á túnsúru og ofnbakaðan silung í njólablaði með skyrsósu. Þjóðlegra getur það varla orðið. Túnsúrurnar, eða hundasúrur eins og þær hétu í minu ungdæmi, áttu einkar vel við sýrða sveppina. Kál- súpa fylgdi í kjölfarið. Hlaðborðið var ekki síður þjóð- legt. Þar bar hæst hangikjöt án nítrats og annarra þeirra efna sem gera reykta kjötið rautt og kannski óhollt nú um stundir. Sama gilti um saltkjötið. Það var brúnleitt líkt og það hangna. Soðna lambakjötið var hefðbundið sem og harðfiskur og smjör. Með fylgdi grænmetissalat, soðnar rófur og gulrætur, hveitikök- ur og gróft brauð. Kartöflurnar voru hvergi sjáanlegar enda ekki farið að rækta þær á tímum Þórðar biskups Þorlákssonar. Með lostætinu var drukkið vatn, köld mysa og mjöður, svipaður malti, trúlega líkúr þeim sem Þórð- ur og húskarlar hans brugguðu dimmar vetrarnætur í Biskupstung- um. Ég hélt mig meira að miðinum en mysunni. Það trúi ég að Þórður karlinn hafi líka gert enda var ekki búið að finna upp bindindis- hreyfing- una þeg- ar Jónas Haraldsson aöstoðar- ritstjóri hann var og hét og kryddaði líf Tungnamanna og nágranna þeirra. Hunangá skyr Milli rétta fræddi rektor við- stadda um matarvenjur fyrri alda og ungar stúlkur frá Selfossi sungu þjóðlög margraddað undir stjórn Margrétar Bóasdóttur. Ljúfir tónar stúlknanna komu I stað Páls bítils og þeirrar einfættu sem fóru mikils á mis, fengu hvorki túnsúrur né sil- ung í njólablaði. Skálholtsvertinn sendi gesti ekki út í vorloftið fyrr en þeir höfðu klárað eftirréttinn, skyr og rjóma, sveskjur, gráfíkjur og rúsínur með hunangssósu, osta, hnetubrauð og steikta hveitiparta. Ég lét mér nægja að væta gráfíkjurnar hun- angi en þeir djörfustu fengu sér bæði rúsínur og hunang út á skyrið. Osturinn var svo sterkur að hann gat verið úr búri maddömu Guðríð- ar Gísladóttur. Ungdómurinn hikar Kvöldstundin i Skálholti brá upp heldur þekkilegri mynd af matar- venjum forfeðra okkar en Hrafn Gunnlaugsson hefur sýnt okkur í kvikmyndum sínum. Það var eng- inn kotungsbragur á Þórði biskupi þótt vafalaust hafí menn étið tros hvunndags á biskupsstólnum eins og annars staðar. Hver vill hamborgara, pitsu eða pítu ef boðið er upp á sveppi á túnsúru og silung í njólablaði? Ekki ég en kannski ungdómurinn, sam- anber dóttur okkar hjóna sem strækaði á að fara með okkur í fom- matinn í Skálholti. „Ég borða ekki gamlan mat,“ sagði hún og við sat. EssnEpna Gates og einokunin „Enginn er haf- inn yfir lögin, ekki einu sinni landvinninga- menn nýja efna- hagskerfisins sem, að fordæmi Bills Gates, marka sér heims- veldi í nýjum (tölvu) heimi þar sem efnahagslegar og lagalegar, sem stjórna hinu gamla, eiga ekki leng- ur við. Þeir voru fáir sem héldu að Gates og rafræns einokunarhrings hans myndu bíða sömu örlög og Rockefellers og olíueinokunar- hringsins, Standard Oil, fyrir einni öld: Hann var settur á gapastokkinn í krafti Sherman-laganna (gegn hringamyndun). Úrskurður Jack- sons dómara innsiglar að vísu ekki sundurlimun Microsoft og enn á margt óvænt eftir að gerast i þessari sögu iðnaðar og lagabókstafs." Úr forystugrein Libération 4. apríl. Pútín ætti að hlusta „Átökin í Tsjetsjeníu „verða ekki leyst með valdi.“ Þannig hljóða skilaboðin sem nokkrir leið- togar stríðs- hrjáðra þjóða í norðanverðum Kákasusfjöllum hafa sent til Vladmímírs Pútins (nýkjörins Rúss- landsforseta) og óskað eftir samn- ingaviðræðum. Hann ætti að hlusta á þá. Stríðið veldur ekki aðeins fólksfækkun í Tsjetsjeníu, heldur líka gríðarlegum tilflutningum á fólki og hefur orðið til þess að koma á ójafnvægi í þessum heimshluta með því að draga ofbeldishneigð- ustu mennina úr röðum heittrúaðra múslíma inn 1 átökin. Vandamálin í Tsjetsjeniu verða ekki leyst nema nýi rússneski leiðtoginn leiti frið- samlegrar lausnar og geri herinn ábyrgan fyrir mannréttindabrot- um.“ Úr forystugrein Los Angeles Times 6. apríl. Of seint hjá Evrópuráöinu „Eftir margra mánaða aðgerða- leysi lætur Evrópuráðið loks til skarar skríða. Það krefst þess nú að Rússar hætti striðsrekstri í Tsjetsjeníu og hefji í seinasta lagi 31. maí viðræður vð leiðtoga landsins. Annars eiga Rússar á hættu að verða reknir úr ráðinu. Evrópuráðið hefur slegið málinu á frest að mestu leyti í þeirri von að skjótur sigur Rússa komi á stöðugleika á ný. Nú er það alltof seint. Verði friður í Tsjetsjeníu verður hann algjörlega eftir höfði sigurvegarans. Landafræði Tsje- tsjeníu hefur þegar verið rituð blóði. Alveg óháð þvi hvað Evrópuráðið segir.“ Úr forystugrein Aftonbladet 7. apríl. ESB og Afríka „Allra fyrsti fundur æðstu manna í Afríku og Evrópusamband- inu, sem haldinn var í vikunni, var vonandi upphafið að miklu framlagi Evrópuþjóða til meginlandsins þar sem eru 33 af 48 fátækustu löndum heims. En andstaðan innan ESB á fundinum í Kaíró um að endurtaka hann vekur upp spurningar um al- vöruna að baki fógru orðunum. Leið- togafundurinn endurspeglaði hins vegar aukinn áhuga á „gleymdu heimsálfunni" rétt eins og heimsókn Bills Clintons fyrir nokkru. Kjörorð opinberrar heimsóknar hans var „viðskipti, ekki aðstoð“ og þörfin á auknum efnahagslegum tengslum var einnig áberandi umræðuefni á fundinum í Kaíró." Úr forystugrein Politiken 6. apríl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.