Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Síða 12
12 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 JOV Fréttir Nýr forsætisráðherra^pans: Eins og vindhani í stjórnmálum Nýr forsætisráðherra Japans Yoshiro Mori studdi við bakið á Keizo Obuchi í stað þess að berjast við hann um toppstöður. Mori, sem er stór og mikill á velli, er sagður metnaöurfullur og þolinmóður en ekki stefnufastur. Japanar eru enn hálikuldalegir í garð nýs forsætisráðherra síns, Yos- hiros Moris, og búast i raun ekki við neinu sérstöku af hans hálfu. Mori hlaut atkvæði 335 þingmanna af 448 þegar kjörinn var nýr forsæt- isráðherra vegna veikinda Keizos Obuchis. Þótti víst að Mori yrði val- inn þar sem samsteypustjórnin, sem flokkur hans, Frjálslyndi demó- krataflokkurinn, leiðir er með mik- inn meirihluta. Stjórnmálaskýrendur segja að val Moris sýni að tryggð við banda- menn sé tekin fram yfir knýjandi þarfir flokksins sjálfs. „Þetta er ekki vegna þess að skortur sé á mönnum í Frjálslynda demókrataflokknum sem gætu notið vinsælda," segir Masumi Ishikawa, prófessor i stjórnmálafræði „Kono og Kato hefðu líklega báðir orðið vinsælli.“ Talið var að Yohei Kono utanríkisráðherra og Koichi Kato, fyrrverandi aðalritari flokksins, kæmu til greina sem forsætisráð- herraefni. Ekki hugsað um viðbrögð þjóðarinnar „Frjálslyndi demókrataflokkur- inn byggir ákvörðun sína á því hver sé í góðu sambandi við Komeito," segir Ishikawa. „Það var ekki verið að hugsa um viðbrögð japönsku þjóðarinnar og þetta er mjög undar- legt.“ Komeito, sem nýtur stuðnings búddista, er helsti samstarfsaðili Frjálslynda demókrataflokksins í Erient fréttaljós samsteypustjórninni. Margir telja að val frjálslyndra demókrata boði erfiðleika í kom- andi kosningum. Samsteypustjórn- in, sem mynduð var í október síð- astliðnum, hefur verið óvinsæl. Skoðanakannanir hafa sýnt að kjós- endur eru andvígir því að flokkur sem tengist trúmálum sé í stjóm- inni. Þó svo að fjölmiðlar séu æfir vegna leyndarinnar yfir veikindum Obuchis og því hvemig ráðríkir for- ystumenn Frjálslynda demókrata- flokksins ákváðu hver yrði eftir- maður hans kippir almenningur sér litið upp við það. Sumir segja reynd- ar að þeir séu ánægðir með að stöð- ugleiki haldist, jafnvel þó að leynd- arhjúpur hafi hvílt yfir atburða- rásinni. Aðrir segja að leyndar- makk sé daglegt brauð. „Það gerist á hverjum degi að einhverju mikil- vægu er haldið leyndu. Og það skiptir ekki máli hver verður for- sætisráðherra. Ekkert mun breyt- ast.“ Sjálfir segjast Japanir vita lítið um nýja forsætisráðherrann sinn, Yoshiro Mori, þó svo að hann hafi verið aðalritari Frjálslynda demókrataflokksins og gegnt ýms- um ráðherraembættum. Mori er 62 ára og var skólafélagi Obuchis i há- skóla. Þeir fylgdust að í stjórnmál- unum í þrjá áratugi. Mori er sagður hafa áunnið sér traust Obuchis með því að styðja hann í stað þess að keppa við hann um toppstöður. Sakaður um spillingu Mori, sem starfaði sem blaðamað- ur á árunum 1960 til 1962, varð reyndar að yfirgefa ríkisstjórn Jap- ans árið 1988 vegna spillingarmáls. Hann var sakaður um að hafa keypt hlutabréf af kaupsýslumanni, sem sóttist eftir greiða stjórnvalda, áður en bréfin voru sett á markað. Fjöldi háttsettra manna í Frjálslynda demókrataflokknum tengdist mál- inu sem leiddi til afsagnar Noborus Takeshita forsætisráðherra 1989. Mori viðurkenndi að hafa grætt yfir 100 milljónir jena með því að selja 30 þúsund hlutabréf eftir að þau komu á markað. Ekki þótti ástæða til að dæma Mori og 13 aðra stjórn- málamenn sem keyptu hlutabréf. Fjórum árum seinna var Mori sak- aður um að hafa boðið hægri sam- tökum 2 milljónir jena til að hætta herferð gegn Takeshita. Mori vísaði þessum ásökunum harðlega á bug. íþróttamaður Mori er hrifinn af íþróttum. Hann hefur komið nokkrum fyrrverandi íþróttamönnum á þing og spilar sjálfur rugby. Hann hefur verið rug- bymaður frá því að hann var í fimmta bekk þegar hann og félagi hans, Morio Saito, læddust inn í æf- ingasal rugbyliðs Wasedaháskólans. „Við vorum heillaðir af þessum stóru, hugrökku strákum. Við sögð- um ekki hvor öðrum frá því en við ákváðum hvor um sig að fara í Wasedaháskólann og leika rugby,“ greinir Saito frá. Þeir hófu báðir nám í Wasedahá- skólanum en magasár kom í veg fyr- ir að Mori léki lengi rugby í skólan- um. Hann gekk í ræðuklúbb skólans í staðinn. Meðal skólabræðra Moris í Wasedaháskólanum voru Obuchi og Mikio Aoki, sem var starfandi forsætisráðherra fyrri hluta þessar- ar viku, og að minnsta kosti tveir aðrir sem urðu stjórnmálaleiðtogar. Fæddist inn í stjórnmálin Mori fæddist eiginlega inn í stjómmálin. Bæði faðir hans og afi voru bæjarstjórar. Það kom því skólabróður hans Saito ekki á óvart 1969 þegar Mori bað hann um að að- stoða sig í kosningabaráttu. Frjáls- lyndi lýðræðisflokkurinn bauð Mori í sinar raðir og þar lá leiðin upp á við. Mori gegndi embætti mennta- málaráðherra 1983 til 1984, hann var iðnaðar- og utanrikisviðskiptaráð- herra 1992 til 1993 og byggingar- málaráðherra 1995 til 1996. Þegar Obuchi varð forsætisráðherra í júlí 1998 varð Mori aðalritari Frjáls- lynda lýðræðisílokksins. Þekktur fyrir klaufaskap Aðspurður hvernig hann ætlaði að takast á við nýtt starf sagði Mori að það væri eins og að leika rugby. „Einn leikmaður getur ekki verið stjarna. Stjórnmálaskýrendur segja hann hafa hæfileika til að sigla á milli skers og báru. Þeir velta því hins vegar fyrir sér hvort hann hafi hæfileika til að sinna erfiðum verk- efnum eins og fallvöltum efnahag, miklum skuldum og tíðum funda- höldum með erlendum aðilum. Ekki bætir úr skák að Mori er þekktur fyrir klaufaskap. íjanúar síðastliðnum sagði Mori frá því að hann hefði verið að heilsa bændum úr bíl sínum. Þegar bændurnir hafi allir snúið til heimila sinna hafi honum liðið eins og hann væri með alnæmi. Mori baðst siðar afsökunar á þessum ummælum sinum. Um 2000-vandann, sem Banda- ríkjamenn bjuggust við, sagði Mori eitt sinn: „Þegar það er rafmagns- leysi fara morðingjarnir alltaf á kreik. Þetta er þess háttar þjóðfé- lag.“ Japanir hafa veitt klaufaskap Moris athygli en þeim hefur þótt lít- iö fara fyrir stefnufestu. Honum hef- ur meira að segja verið lýst sem vindhana í stjórnmálum. Nú velta stjórnmálaskýrendur því fyrir sér hvort Mori muni flýta kosningunum, sem halda átti 19. október næstkomandi, til þess að nýta samúð kjósenda vegna veikinda Obuchis. Einnig þarf að taka tillit til fyrirhugaðs fundar átta ríkustu þjóða heims sem halda á í Japan í júlí. Obuchi hafi ráðgert að fundurinn yrði stökkpallur fyrir kosningabaráttuna en í henni ætlaði hann að leggja áherslu á efnahagsumbætur. Efnahagurinn í Japan er ekki í blóma og atvinnuleysið, sem er tæp 5 prósent, hefur ekki verið meira síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Byggt á Washington Post, New York Times og Reuter. Keizo Obuchi Almenningur lætur sér fátt um finnast þótt leynd hafi hvílt yfir veikindum japanska forsætisráðherrans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.