Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 16
16 Sviðsljós LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 I>V Rekinn úr stjórn Það hefur lítið farið fyrir hasarhetjunni Jean-Claude Van Damme upp á síðkastið. Hann hefur átt litlu fylgi að fagna í nýj- ustu kvikmyndum sínum og því eðlilegt að hann reyni aö hasla sér völl á öðrum sviðum. Því miður hefur honum hins vegar ekki gengið sem skyldi þar sem annnars staðar. Nýlega var hann rekinn úr stjórnamefnd intemet- fyrirtækis vegna þess að hann hafði ekkert fram að færa. í fréttatilkynningu frá The Entertainment Internet Inc. var sagt að framvegis myndu aðeins sitja í stjórninni fulltrúar sem byggju yfír ákveðinni sérþekk- ingu eða ykju verðmæti fyrirtæk- isins á einn eða annan hátt. Það er þvi ljóst að Van Damme mun ekki marka spor sín innan marg- miðlunarheimsins frekar en kvik- myndasögunnar. Stelur reyfara Hillary Clinton, forsetafrú Bandaríkjanna, hefur verið sök- uð um að stela verðmætri mat- reiðslubók. Sagan segir að Sal nokkur Aresco hafi sent Hillary eintakið af bókinni ásamt bréfi þar sem hann spurði hvort hún hefði hug- mynd um hversu mik- ið fengist fyrir bók af þessu tagi. Matreiðslu- bókin var skrifuð af eiginkonu Hillary Clinton Benjamins Harrisons, 23. forseta Bandaríkj- anna, og taldi Aresco að hann gæti haft eitthvað upp úr krafs- inu. Það kom því heldur betur flatt upp á hann þegar hann fékk bréf sent til baka þar sem honum var þakkað fyrir gjöfina. Sal fór með málið í fjölmiðla þar sem hann kvaðst hafa tryggt gripinn fyrir 1,6 milljónir króna og^vildi fá hann aftur. Bókinni var skilað til eiganda sins en þegar betur var að gáð kom í Ijós að menn höfðu vanmetið verðgildi hennar eilítið og var dýrgripurinn aðeins met- inn á sex hundruð krónur. Nýj ar vorur Handofin rúmteppi, tveir púðar fylgja. Ekta síöir pelsar. Síðir leðurfrakkar. Handunnin húsgögn. Árshátíðar- og fermingardress. Handunnar gjafavörur. Kristall - matta rósin, 20% afsl. Opið Sigurstjarnan virka daaa 11-18, laugard. 11-15 í bláu húsi við Fákafen. Sími 588 4545. Presley. Leikkonan stóð hins veg- ar ekki við K vartmill j ón í hárið Barn í vændum Grínistinn Jerry Seinfeld og kona hans, Jessica Sklar, sem gengu í það heilaga í desember síð- astliðnum, eiga von á sinu fyrsta barni í október. í desember, eftir að þau giftust, var haft eftir Jessicu að hún vildi stofna til fjölskyldu eins íljótt og auðið væri og því ljóst að henni var fúlasta alvara. Talsmað- ur Seinfelds staðfesti söguna en vildi hins vegar lítið tjá sig um ná- kvæma dagsetningu og sagði aðeins að barnið myndi fæðast með haustinu. Hinn 45 ára grínari og bráðum pabbi í fyrsta sinn er hins vegar í óðaönn að undirbúa komu barnsins. Þannig mun hann hafa fest kaup á glæsilegu húsi á Long Island sem var áður í eigu söngvar- ans Billys Joels. Þar munu hjóna- komin hreiðra um sig frá og með maí næstkomandi og bíða frum- burðarins. Það varð uppi fót- ur og fit innan bandaríska tónlistar- iðnaðarins þegar spurðist út að Pierre Cossette, framleið- andi Grammy-verð- launahátíðarinnar, ætlaði að skrifa end- urminningar sínar þar sem hann mundi rifja upp öll hneyksl- ismálin sem áttu sér stað á bak við tjöldin á þessari vinsælu tónlistarhátið. Meðal þeirra sem hafa látið óánægju sína með bókina í ljós, sem heitir því látlausa nafni Enn einn dagurinn í skemmt- anaiðnaðinum, er söngkonan Celine Dion. í bókinni segir m.a. frá því að Dion hafi ekki tekið annað í mál en að fá hársnyrti sem tekur 250.000 kr. fyrir hár- greiðsluna til að laga á sér hárið fyrir Grammy-há- tíðina. Engum sög- um fer hins vegar að þvi hvað handsnyrt- ingin og and- litsförðunin kost- uðu. Veldur hneykslan Stundum er betra að fara færri orð- um um suma hluti eins og bandaríska leikkonan Cybil Shepherd hefur kom- ist að raun um. Þó að leikkonan hafi nú endurheimt eitthvað af fyrri frægð með útgáfu ævisögu sinnar þar sem hún reifar m.a. kynni sín af karlmönn- um í gegnum tíöina er ljóst að slíkt er aldrei gert endurgjaldslaust. Fyrrum eiginmaður hennar, Bruce Oppenheim, hefur höfðað mál á hendur henni öðru sinni og heimtar nú meiri peninga til að sjá fyrir tvíburum þeirra hjóna, Hljóðneminn FM 107 kristileg útvarpsstöð Ariel og Zacharia. Áður en bókin kom hafði Cybil haft á orði að það kæmi sér ekki vel fyrir börnin lesa um ástarævin- týri móður sinnar, þar með talinn þríleikinn sem hún átti með tveimur áhættuleik- urum og nætum- ar með Elvis að Jean-Claude Van Damme. hún að greiða 80 prósent af uppihaldi tvíburanna. Við skulum vona að hún hafi ekki verið gerð ábyrg fyrir uppeldi þeirra líka. kveðin orð og í kjölfar- ið þarf issir bú... ■ 907 2000 ...að síðasta fimmtudag vann heppinn þátttakandi Toyota Corolla? ...að við gefum glæsilegan Toyota bíl í hverri viku? ...að það kostar bara íoo kall að vera með? ...að þú getur margfaldað vinningslíkur þínar með því að hringja oft í 907 2000 SímaLottó DAS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.