Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 18
18 Helgarblað LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 DV Svo ég komi mér nú að efninu. Ég hef alla tið verið svolítið svag fyrir klámi. Löngum hafði ég lúmskan grun um að við sem erum svag fyrir klámi værum ekki sér- lega hátt skrifaðir í hinu siðmenntaða sam- félagi og stundum var ég satt að segja í ör- væntingu minni að velta því fyrir mér hvort verið gæti að ég væri einn um þessa and- skotans ónáttúru. Ég óttaðist hvað sagt yrði heima hjá mér ef þetta kæmist upp. Drottinn minn dýri. Ég þorði varla að hugsa þá hugsun til enda hvernig mömmu og ömmu yrði við ef þær væru enn á lífi. Ég er mesti klækjarefur og með viðeig- andi undirferli hef ég reynt að kanna það án þess upp kæmist hvort vinir mínir, kunn- ingjar, samstarfsfólk, frændur, frænkur, já og mínir nánustu séu svona eins og ég - svo- lítið uppá klámhöndina. En það var eins og við manninn mælt, all- ir voru, já undantekningarlaust haldnir slíkri forakt og fyrirlitningu á klámi að það hálfa væri nóg. Við þetta fylltist ég ægilegri sektarkennd og sjálfsfyrirlitningu, varð desperat og fór að velta því fyrir mér hvort ég væri einhver andskotans öfuguggi með afbrigðilegar sérþarfir. Ég tek undir það með ýktri sannfæringu þegar klám ber á góma, sem er nú æði oft, að það sé bæði hvimleitt, ógeðfellt og ósam- boðið siðuðum manneskjum og satt að segja er það nú svo að þegar ég fer að hugsa riieira um þetta, þá finnst mér klám ómerkilegt, asnalegt og ósköp óintresant. En það breyt- ir því ekki að ég er svolítið svag fyrir klámi. Ég las einhvers staðar núna um daginn að áhugi fyrir klámi kæmi gjarnan yfir gömul karlrembusvín sem væru að missa náttúr- una en ég fæ ekki betur séð en að þessi stað- hæfing sé gersamlega úr lausu lofti gripin því ég man ekki betur en áhuginn væri mjög almennur meðal okkar strákanna í vesturbænum þegar ég var að alast upp. Einlægur, brennandi og fölskvalaus áhugi sem fékk útrás í umfangsmikilli söfnun á gleðisögum, blautlegum ljóðum og lausu klámi. Ekkert var lesið af gullaldarbók- menntunum annað en Bósa saga og Herrauðs. Innsigluðu síðumar af Elskhuga Lady Chatterleys, sem Kristmann hafði þýtt og Ragnar í Smára gefið út, voru rifnar úr kilinum og lesnar upp til agna en bókin sjálf, sem kölluð var „Bláa bókin“ af því hún var blá á litinn, var álitin meiri kjörgripur en Flateyjarbók. Allir voru á bólakafi í því að safna myndum af berrösuðu fólki í öllum mögulegum og ómögulegum stellingum. Þetta voru kölluð klámkort eða píkumyndir og gerðu rosalega lukku. Til að villa foreldrum sýn voru þessar myndir kallaðar jesúmyndir og pabbar og mömmur, afar og ömmur, frændur og frænkur voru í sjöunda himni yfir guðsótta æskulýðsins í vesturbænum. Þegar myndirnar voru orðnar svo lúnar að ekki var hægt að greina lengur á þeim hver var að gera hvað við hvem var það í strákasamfélaginu kallað að þær væru „búnar“, eða „alveg búnar“ ef þær voru bók- staflega komnar í tætlur. Þá var þeim fleygt og reynt að ná i aðrar skýrari. Stundum var atgangurinn svo harður í þessari dæmalausu söfnun að aðstandendur héldu að verið væri að safna frímerkjum, en það var nú eitthvað annað. Og nú sem ég sit á gamalsaldri á sveita- setri mínu i Borgarfirði og rifja upp kyn- fróðleiksþorsta okkar strákanna vestur í bæ í dentíð, þá verður mér hugsað til þess hvað miklu betur við hefðum nú verið settir ef klámblöð hefðu verið upp um allar hillur í virtustu bókabúðum, samfaravídeómyndir á myndbandaleigiun og fastir fræðsluþættir um klám í sjónvarpinu. Þá hefðum við sko ekki verið eins bældir eins og sumir okkar eru búnir að vera lung- ann úr lífinu. En nú hefur veður skipast í lofti. Klám sem áður þótti vansæmandi er orðin dygð. Andblær hinnar frjálsu klámbylgju leikur um íslensku þjóðina þessa dagana og hefur losað margan manninn og konuna undan þungu fargi. Sakbitnir dónar varpa öndinni léttar fagna frelsinu og brjótast út úr skápunum því tíðarandinn blæs þeim í brjóst að áhugi fyrir klámi sé mannlegur, eðlilegur, jákvæð- ur og æskilegur líkt og sannsögli, heiðar- leiki, guðsótti og móðurást. Kæru vinir, dónar og klámunnendur. Nú er lag. Á meðan klámaldan rís hæst skulum við koma út úr skápnum og njóta réttar okk- ar sem frjálsbomir menn og klæmast hressi- lega. Flosi Kýs sjálfsmorð fremur en elliglöp Sænski kvikmyndaleikstjórinn Ingmar Bergman sagði í viðtali í vikunni að hann myndi frekar fremja sjálfs- morð en að sál hans yrði fost í hröm- andi líkama. Bergman, sem er 81 árs að aldri, veit- ir næstum aldrei viðtöl en hann féllst á sjónvarps- viðtal þar sem spyrillinn, leikarinn Erland Josephsson, er vinur hans. „Það eina sem ég hræðist er að ég verði elliær og þar með byrði á öðram, sálartíra, föst í líkama sem smátt og smátt dregur mig til dauða ... það held ég að væri hræðilegt. Maður á þó valmöguleika og getur ákveðið með sjálfum þér hvort maður vill halda áfram að lifa en ég vona aö ég muni hafa glóru í koUinum til að taka þá ákvörðun," sagði Bergman meðal annars. í viðtalinu sagði hann einnig að andlát konu hans árið 1985 hefði leitt til þess að honum stæði á sama um eigin tilveru. Julianne fær gott stykki Nú þegar ljóst þykir að Jodie Foster muni ekki taka að sér hlut- verk í kvikmyndinni Hannibal, framhaldinu af myndinni Lömbin þagna. Má fullvíst ætla að leikkon- an Julianne Moore muni hljóta hnossið og hefur reyndar verið gert samkomulag þar um. Juli- anne, sem mun mæta hinum lystuga Hannibal sem leikinn er af Anthony Hopkins, segist sjálf hafa orðið undrandi þegar henni bauðst að taka hlutverkið að sér. Hún segir sér hafa verið ýtt til hliðar á sínum tíma þegar velja átti í hlutverkið og því hafl hún hvorki lesið bókina né fengiö að sjá handritið þegar henni var falið að leika í myndinni eftir aðeins klukkustundarlangt viðtal við leikstjórann Ridley Scott. „Ég ætla ekki að fara eins að og Jodie. Hún stóð sig frábærlega en það kemur ekki til mála að ég feti í fótspor hennar. Þetta er kvikmyndin mín,“ segir Julianne um væntan- legan leik í myndinni. Við skulum þó vona að Anthony Hopkins fái að ráða einhverju líka. Snjókubbaskófla og hanskahitari: Börn í brennidepli - íslensk börn slá gegn í Svíþjóð Fyrir þremur árum var haldin hönnunarsýning í sænsku borginni Kalmar sem bar óvæntan ávöxt. Ekki vegna hönnunarinnar sjálfrar líkt og kannski hefði mátt búast við heldur fengu nokkrir skipuleggjendur þá flugu í höfuöið að sniðugt væri að halda sambærilega sýningu þar sem börn væru í hlutverki hönnuðanna. Afraksturinn er sýningin „Fantasi Design“ eða Hugvit og hönnun sem var opnuð 1. april síðastliðinn í Kal- mar Kunstmuseum. Sýningin fer svo á flakk um Norðurlönd og jafnvel allt til Japans og Bandaríkjanna en til ís- lands mun hún skila sér í Menningar- miðstöðina Gerðuberg í september. Sif Gunnarsdóttir er verkefnisstjóri sýningarinnar hérlendis. „Flestir krakkarnir eru á aldrinum 9-12 ára sem er geysifrjór aldur. Þeir eru nógu gamlir til að móta hugmynd- ir sínar en ekki það gamlir að þeim þyki þetta hallærislegt. Þó er vissu- lega einnig nokkuð um að bæði eldri og yngri krakkar láti til sín taka.“ Óvenju atkvæðamikllr Af þeim rúmlega fjögur hundruð hugmyndum sem kepptust um að haldin í nokkur ár og heppnaðist það samstarf sérstaklega vel. Gerði það okkur kleift að ná til allra grunnskólanna auk þess sem við byggðum á sterkri hefð. Menningar- borgin 2000 styrkti einnig verkefnið og var áhugasöm í alla staði, líkt og fjölmörg fyrirtæki sem bjuggu til frumgerðir af hugmyndum bam- anna.“ Hugmyndaauðgi Ekki verður hjá því komist að taka hér nokkur dæmi um sköpunar- gáfu barnanna en á því sviði gáfu frændþjóðimar okkur lítið eftir: - Finnland: Sjónvarpsþeytari sem gerir heimavinnandi hi smæðrum kleift að horfa á uppáh ldssápuna um leið og þær þeyta rjóma. - Danmörk: Bakteríusamskipta- tæki sem vart þarf að taka fram að er enn á hugmyndastigi. - Svíþjóð: Bananaafhýðir sem fjar- lægir hýði af banönum kjósi maður að gera það ekki sjálfur. - Danmörk: Litríkir gervihnatta- diskar sem lífga upp á umhverfið, ólíkt þeim hvítu. Þegar Sif er spurð að því hvort ís- Sif Gunnarsdóttir virkjar sköpunargleöi íslenskra barna. - Snjókubbaskófla Soffíu Sólveigar Halldórsdóttur mokar upp snjókubb- um í hentugri stærð til snjóhúsa- gerðar. - Brettalyfta Andra Haraldssonar Spennandi tími fram undan Metþátttaka var í Nýsköpunar- keppni grunnskólanna i ár en alls var 1800 hugmyndum skilað inn. Höfundar 70 þeirra munu einmitt komast á sýninguna voru 56 valdar og áttu „börnin okkar“ hvorki meira né minna en 18 þeirra. Enn fremur höfðu verið útbúnar af mörgum þeirra framgerðir meðan útfærslur hinna barnanna voru jafnan á hugmyndastigi. Sif lýsir sérstöðu okkar svo: „Við fengum að fljóta með Nýsköpunarkeppni grunnskóla sem nú hefur verið lensku hugmyndimar hafi átt sér einhverja sérstöðu svarar hún því til að þær hafl allajafna verið praktísk- ari og nefnir nokkur dæmi máli sínu til stuðnings: - Hanskahitari Jóns Karls Grét- arssonar er hugsaður fyrir skóla og leikskóla, en hann hitar rétt eins og hárblásari. Búið er að sannreyna tækið sem virkar afbragðsvel. gerir brettafólki auðveldara fyrir í brekkunum og gaf góða raun í Blá- flöllum. - Parísarskóhjól Sigurðar Sindra Helgasonar auðveldar allan aðgang að skóm sem eiga annars á hættu að týnast inni í skáp. „Já,“ segir Sif, „íslendingamir eru óvenjuduglegir við að búa til hluti sem fullnægja ákveðnum þörfum." hittast í Gerðubergi um þessa helgi undir handleiðslu eldri lærimeist- ara. Afrakstur þeirrar vinnu verður til sýnis innan tíðar líkt og sjálf nor- ræna sýningin. Sif segir um hana að endingu: „Fantasi Design er afskap- lega falleg sýning og ég hlakka mjög mikið til að fá hana heim.“ -BN Hanskahitari. Parísarskóhjól. Sjón varpsþeytari. Litríkur gervihnattadiskur. Klámhögg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.