Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Síða 25
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 DV 25 Helgarblað „Áður fyrr fengum við dagblöð og tímarit send reglulega auk bóka og kvikmynda en eftir að SOT var lagt niður fyrir 10 árum höfum við ekki fengið svo mikið sem eitt tímarit." vináttufélaga SOT með undirritun samstarfssamnings. Fyrir milligöngu SOT sóttu sovéskir listamenn landið heim, allt fram að þeim tíma er Sov- étríkin liðuðust í sundur fyrir tæp- um tíu árum. Árlega voru haldnir sérstakir sovéskir dagar þar sem sov- ésk menning hvers lýðveldis fyrir sig var rækilega kynnt en ívar segir brosandi frá því að þeir hafi rétt náð að kynna síðasta Sovétlýðveldið af fimmtán áður en Sovétríkin liðuðust í sundur. En þar með er ekki allt upp talið því MÍR hélt einnig íslenska daga í Sovétrikjunum og fóru á annað hundrað listamenn austur í þeim til- gangi að halda merkjum íslenskrar menningar á lofti. Auk þess voru haldnar myndlistarsýningar á verk- um íslenskra myndlistarmanna og meðal annars stóð MÍR fyrir sýningu á verkum Ríkharðs Jónssonar þar eystra. Aðspurður um réttmæti sögusagna þess efnis að MÍR hafi áskotnast verulegt fé og styrkir frá Sovétríkjun- um með yfirlýstum stuðningi sínum við stórveldið sáluga segist ívar ekki getað talað fyrir munn þeirra sem voru við völd í félaginu á undan hon- um. Hins vegar sé því ekki að neita að ómetanlegur stuðningur hafi ver- ið fólginn í bókum, kvikmyndum og öðrum giöfum sem félaginu barst frá Sovétríkjunum, að ekki sé talað um allan þann flölda listamanna, þekktra sem óþekktra, sem sóttu landið heim. Bíósæti frá Varnarliðinu Á þeim tíma áskotnaðist MÍR veglegt bókasEifn sem hefur að geyma ógrynni af rússneskum segir MÍR bæði hafa fengið bæk- umar að gjöf frá Sovétríkjunum og eins hafi félagið keypt rússneskar bækur af sovéskum bókasýningum til endursölu hérlendis. Mest hafi hins vegar verið selt af listaverka- bókum og þvi hafl afgangurinn oft dagað uppi hjá félaginu og orðið að hluta af því mikla bókasafni sem þar er að finna í dag. „Þetta er nú allt saman i hálfgerðri niðumíðslu héma hjá okkur,“ segir ívar um bókasafnið en hann segir lengi hafa staðið til að gera skurk í þeim mál- um og opna bókasafnið að nýju en það hefur verið lokað um þónokk- urt skeið. Þá eru ótaldar kvikmyndirnar sem félagið á en starfsemi MÍR í dag snýst að verulegu leyti um kvikmyndasýningar á rússneskum meistaraverkum. Ágætis bíósalur er á staðnum en þar hafa um árabil verið haldnar bíósýningar síðdegis á sunnudögum þar sem sýningar- gestum gefst kostur á að gæða sér á kaffi og kökum gegn vægu gjaldi i hléinu sem verður að teljast ágætis tilbreyting frá poppkorni og kóla- drykkjum. Meira að segja bíósætin eru ekki eins og sæti eru flest því á bak við þægindi þeirra er skemmtileg saga eins og Ivar segir okkur frá. Þau munu nefnilega hafa verið keypt frá Sölu vamarliðseigna en þetta eru gömul biósæti frá kvikmynda- húsi Vamarliðsins á Keflavíkur- flugvelli og má því að sönnu segja að þau hafi afrekað að þjóna aftur- endum beggja vegna borðsins ef svo mætti að orði komast. Maraþonsýning á Striði og friði „Kvikmyndirnar sem til eru í safninu skipta hundruðum ef heimilda-, kennslu-, og stuttmynd- ir eru taldar með. Af leiknum myndum eru þetta á að giska 150 myndir sem hér eru,“ segir ívar um kvikmyndasafnið. Hann segir félagasamtök og skóla sækja mikið í að leigja salinn undir sýninga- hald og eins reyni MÍR að vera með ákveðin þemu og stundum sérstakar uppákomur í tengslum við kvikmyndasýningarnar. Þar byggð er á skáldsögu Tolstojs. Sýn- ingin er venjulega höfð á laugar- degi og hefst klukkan 10 að morgni og stendur til klukkan hálfsjö um kvöldið en innifalið í miðaverði er kaffi og meðlæti auk hádegisverð- ar og eru veitingar bornar fram í þremur hléum. Nú á seinni árum, eftir hrun kommúnismans, hefur lítið borið á menningarviðburðum innan MÍR öðrum en bíósýningum. „Það var eins og hefði verið klippt á öll samskipti eftir hrunið. Áður fyrr fengum við dagblöð og tímarit send reglulega auk bóka og kvik- mynda en eftir að SOT var lagt niður fyrir 10 árum höfum við ekki fengið svo mikið sem eitt timarit," segir ívar og bendir á að félagið sé svipur hjá sjón miðað við það sem áður var og fullgildir félagar aðeins um 100. Hann segir þó vel mætt á bíósýningarnar og yfir því sé ekki að kvarta. Meiri sósíalisti nú en áður Þótt tíu ár séu frá hruni komm- únismans og einhverjir spyrji sig hvort félagið hafi ekki verið of tengt hugmyndafræðilegum bak- grunni Sovétríkjanna til að halda starfsemi sinni áfram sem boðberi rússneskrar menningar er ívar hins vegar ekkert að draga undan því og segist blákalt hafa eflst í sannfæringu sinni um ágæti sósí- alismans. Honum líst illa á þá um- bótastefnu sem rekin er í Rúss- landi undir merkjum markaðs- hyggjunnar og segir sorglegt hvernig auðurinn hefur safnast á fáar hendur eða sé á leið út úr landinu á kostnað hins almenna borgara, sérstaklega þeirra sem eldri eru og áttu þátt í að rífa Rússland upp úr eymd og volæði seinni heimsstyrjaldarinnar. Um framtíð félagsins segist ívar hins vegar lítið getað spáð. Hann vonast eftir samstarfi við nýja menningarstofnun Rússa, Roszar- úbestsentr, sem hefur umsjón með menningartengslum við erlend vináttufélög á borð við MÍR en þess utan er hann staðráðinn í að halda félaginu gangandi, svo fremi sem sýningarvélarnar rúlla og ein- ívar Jónsson stendur vörd um rússneska menningu og sovéska hugmyndafræöi ívar Jónsson er læröur lögfræöingur en þaö var líka Vladímír lljíts Lenín, faöir Sovétríkjanna sálugu. stjóra, sem kom í fyrstu sendi- nefndinni hingað til lands, selló- leikarann Rostropovítsj, píanist- ann og síðar tónskáld Tatjönu Níkolajevnu, og rithöfundinn Bor- ís Polovoj sem skrifaði m.a. Sögu af sönnum manni sem kom út á íslensku á sínum tíma. Héldum sovéska daga Árið 1975 var lagður grunnur að samstarfi MÍR og Sambands sovéskra skáldskap, fræði- og uppflettiritum ber einna hæst árlega maraþon- hver hefur gagn og gaman af. bæði á rússnesku og ensku. Ivar sýningu á Striði og friði sem -KGP Skeifunni Grensásvegi 3 simi 533 1414 533 1479 evro@islandia.is Bókaðu fj ölslcvlctuna í skemmtilegasta & ódýrasta sumarfríið ár eftir ár i vagni frá Evro Fasteign a hjolum Fijáls Ferðamáti Bjartarsumamætur Nægt rými Félagsskapur Útivera Tjaldvagn/Fellihýsi Ferð til útlanda Myndaalbúm Flug & hótelherbergi Myrkur Fullt affólki Túristar Sólbruni Stórsýning afla hefgfna TJALDVAGNAR Montana Tjaldvagn árgerð 2000. 383.700.- Haust 2000 : Vagninn tilbúinn fyrir næstu ár. 4ra manna fjölskylda sólarlandaferð í 3 vikur. 400.000.- Haust 2000 : Myndimar í albúminu. FELUHYSl ' L.--'Vá *y.PURLAÍÍn - ~ . m*ur næg bílastæði velkomin í nýjan & stórglæsilegan sýningarsal EVRÖ w w w . e v r o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.