Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Page 31
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000_________________________________________ X>V____________________________________________________Helgarblað Dagur í lífi Magnús Olafsson, forstjóri Osta- og smjörsölunnar Fyrsti dagurinn / nýju starfi var jafnframt afmælisdagur Magnúsar sem er lýöveldisbarn. Magnús Ólafsson, forstjóri Osta-og smjörsölunnar: Lýðveldisbörnin best - afmæli, jarðarför og fjölskyldufundir 31 / í gerð einangmnaiglers fyrir íslenskar aðstæður. Glerborgargler er framleitt undir gæðaeftirliti Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins. DaJshrauni 5 220 Hafnarfíiði Sími 565 0000 Mánudagurinn 6. mars rann upp og átti eftir að verða bæði sérstakur og eftirminnilegur, enda hafði ég verið settur formlega inn i nýtt starf föstu- daginn 3. mars, eftir að hafa gegnt starfi framkvæmdastjóra Emmessíss hf. í tæpa tvo áratugi og mánudagur- inn því fyrsti vinnudagurinn. Eins og hefðbundið er vaknaði ég rétt fyirir klukkan sjö. Yfirleitt verð ég að lesa blöðin áður en ég fer til vinnu en þar sem þetta var mánudag- ur þá var ekkert Morgunblað svo ekki tafði það. Konan hughreysti mig þenn- an morgun og minnti mig jafhframt á að ég væri ekki aðeins að fara í nýja vinnu heldur ætti ég líka afmæli þennan dag, en af sinni alkunnu til- litssemi minntist hún ekkert á það hvað ég væri gamall. Reyndar minnti ég hana á að lýðveldisbörn væru bestu bömin. Fyrsti dagur, fyrsti fundur Nú var að kveðja og koma sér á staðinn. Það reyndist ekki erfltt en ég var þó hræddur um að villast á minn gamla vinnustað sem er í næstu bygg- ingu. Þetta tókst og rétt fyrir klukkan átta var ég mættur í húsakynni Osta- og smjörsölunnar að Bitruhálsi 2. Lykla hafði ég fengið á fóstudeginum og fyrirrennari minn, Óskar H. Gunn- arsson, sýnt mér aðstæður og kynnt mig fyrir nánustu samstarfsmönnum. Það yljaði mér að á skrifborði mínu stóð blómakarfa frá einum af starfs- mönnum fyrirtækisins. Á móti mér tók síðan Karl Stefánsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs fyrirtæk- isins. Fund hafði ég boðað kl. 9.30, með þeim sem verða mínir næstu sam- starfsmenn hjá fyrirtækinu. Það var Dagurinn hafði byrjað á því að hefja nýtt starf og hitta margt fólk sem ég á eftir að starfa með í nœstu framtíð; fylgja vini ogfélaga til grafar, fjölskyldusamkoma og gleði því samfara og fundur með félögum um kvöldið. Allt þetta fór í gegnum hugann þegar ég sofnaði. svolítið skrýtið að sitja svona fund í fyrsta skipti. Notaleg tilfinning í mínu gamla starfl haföi ég setið hundruð svona funda en þama voru ný andlit og ný viðfangsefni til um- fjöllunar. Þama fór fram óformlegt spjall og miðlun á upplýsingum til mín frá verðandi samstarfsmönnum. Það fór notaleg tilfinning um mig og ég fann að ég var kominn í góðan hóp. Næsta mál var að heilsa upp á allt starfsfólk fyrirtækisins og kynna sig. Mér reiknast til að ég hafi tekið í u.þ.b. hundrað hendur þennan morg- un og sú notalega tilfinning sem ég fékk á fundinum fyrr um morguninn minnkaði ekki eftir að hafa heilsað upp á allt starfsfólk Osta- og smjör- sölunnar. Margar heillaóskir og kveðjur fékk ég þennan morgun. Mjólkurbússtjór- ar landsins hringdu og óskuðu mér góðs gengis og undirstrikuðu vænt- ingar og óskir um gott samstarf. Gengiö til grafar Eftir að hafa farið yfir ýmis mál fyrir hádegi þurfti ég að fara af vinnu- stað þar sem ég ætlaði að vera við jarðarfór eftir hádegi. Jarða átti sam- starfsmann minn og félaga til margra ára en hann hafði látist í vikunni á undan. Átti ég að bera kistu hans ásamt fleiri félögum. Útfórin var sér- stök og falleg og í anda þess látna. Fylgdi honum mikill fjöldi fólks. Marga hittum við hjónin í erfidrykkj- unni á eftir. í tilefni dagsins höfðum við konan mín, Edda Ámadóttir, og ég, boðið börnum og bamabömunum þremur í mat um kl. 18.00. Þar var að sjálfsögðu glatt á hjalla og mikill hávaði um allt hús og tilveran krufin af ungum og öldnum. Var nú ekki laust við að út- haldið væri farið að minnka eftir dag- inn. „Undarlegt ferðalag" Ég fór þó á fund um kvöldið, kl. 20.30, og kom aftur heim um kl. 22.30, settist þreyttur niður og horfði á „ensku mörkin" og þreytan rénaði við að sjá Liverpool skora. í framhaldi af því fór ég að hugsa um þverstæður dagsins og það hvað tilveran er „undarlegt ferðalag" eins og segir í kvæðinu. Dagurinn hafði byrjað á því að hefja nýtt starf og hitta margt fólk sem ég á eftir að starfa með í næstu framtíð; fylgja vini og félaga til grafar, fjölskyldu- samkoma og gleði því samfara og fundur með félögum um kvöldið. Allt þetta fór í gegnum hugann þegar ég sofnaði. gfK. Suðurlandsbraut 10. M ff S: 568 6499. r Ný sending af farangursboxum í mörgum stærðum Barnabílstólar Verð frá kr. 7.470

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.