Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 32
32
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
Helgarblað_________________________x>v
Bréfið varð
mér að falli
- séra Gunnar Björnsson yfirgefur Holt í Önundarfirði sáttur við Guð og menn
Þaö hefur oröiö hlutskipti
séra Gunnars Björnssonar
aö vera umdeildur í starfi
sínu sem sóknarprestur.
Hann hefur starfaö sem
sóknarprestur á þremur
stööum á landinu og tvisvar
sinnum látiö af starfi nauö-
ugur viljugur. Fyrst var
hann prestur á Hóli í Bol-
ungarvík frá 1972-1982, síö-
an viö Fríkirkjuna í Reykja-
vík til 1989 og í Holti í Ön-
undarfirði frá 1989 til þessa
dags er hann tekur viö starfi
sérþjónustuprests eftir aö
biskup íslands haföi úr-
skuröaö aö hann hyrfi frá
Holti. Undanfari þess voru
umkvartanir Holtssafnaöar
um samstarfsörðugleika og
fleiri umkvörtunarefni sem
fjallað var um aö til þess
bœrum stofnunum kirkjunn-
ar. Starfssystkini séra Gunn-
ars á Vestfjöröum komu
nokkuö viö máliö og sérstak-
lega hverföist fréttaflutning-
ur af því í kringum bréf eöa
skýrslu sem séra Gunnar
sendi fyrst biskupi íslands
og síöar prófasti sem lagöi
tilskrifiö fyrir prestafund
vestra.
í kjölfarið komst efni bréfsins í há-
mæli og varð ýmislegt sem þar stóð
helsta ástæða þess að biskup færði
Gunnar til í embætti og gerði honum
að biðja sóknarbörn sín afsökunar,
sem og nokkra aðra einstaklinga.
Þar lauk ferli Gunnars í Holti að
mörgu leyti með líkum hætti og þeg-
ar hann yfirgaf Fríkirkjusöfnuðinn
haustið 1989 eftir langvinnar deilur
sem of langt mál er að rekja hér um
hvað snerust.
Séra Gunnar hefur lítt eða ekki
tjáð sig um efni þessa máls í fjölmiðl-
um þó margt hafi verið skrifað um
það. í nýlegri skoðanakönnun DV á
vinsældum presta kom í ljós að séra
Gunnar var talinn óvinsælastur en
lenti jafnframt í sjötta sæti á lista
þeirra vinsælustu.
Það er stilltur vetrardagur þegar
starfsmenn DV renna í hlað í Holti í
þeim erindum að taka viðtal við hinn
umdeilda klerk. Gunnar gerir vel við
gesti og það er drukkið kaffi, hlýtt á
sellóleik og margar sögur af prestum
sem lifa í munnlegri geymd rifjaðar
upp. Gunnar er líflegur sögumaður og
í meðförum hans bregður mörgum
kollegum hans fyrir í stofunni í Holti
þessa stund sem við æjum þar.
Um hvað var deilt?
En hver voru tildrög þess að hann
kom í Holt og hvað var það sem olli
deilunum við söfnuðinn þar?
„Haustið 1989 hlaut ég köllun frá
sóknarnefndum Holtsprestakalls. Það
gladdi mig að vonum eftir það sem
upp hafði komið í Fríkirkjunni. En ég
hafði raunar einnig fengið óskir frá
fleiri prestaköllum um að gerast þar
sóknarprestur, m.a. eina af Suður-
landi og aðra frá einum stærsta kaup-
stað á Vestfjörðum.“
Ég hefi alltaf sagt, og stend fast á
því, að mér hefur ekki virst um nein-
ar deilur að ræða hér í Holtspresta-
kalli. Mér er það ráðgáta hvernig
þessi mál náðu að þróast. Auðvitað er
enginn maður fullkominn og ég geri
mér fyllilega ljóst að ég get verið bæði
ör og geðríkur en það er undireins úr
mér og ég held að ég sé sáttfús mað-
ur. Með aldrinum hefur mér líka
lærst æ betur að taka hlutunum með
ró og stillingu.
Þegar ég fór vestur í Önundarfjörð,
var mér efst í huga að gæta þess
vandlega og reyna af alefli og með öll-
um ráðum að komast hjá nokkrum
þeim aðstæðum er kynnu að verða til
þess að sundurlyndi milli prests og
sóknarbarna kæmi upp. Einsetti ég
mér að standa við þetta eins og
frekast væri kostur. Mér var afskap-
lega umhugað um að öff samskipti
gætu verið hrein og árekstralaus."
Fyrstu gárurnar rísa
Það má segja að farið hafi að rísa
úfar með söfnuði og presti fyrir rúm-
um tveimur árum. Fram til þess tíma
segist séra Gunnar ekki hafa orðið
var við neitt.
„Hinn 4. maí 1998 var haldinn aðal-
safnaðarfundur í Holtssókn. Þar kom
fram sú gagnrýni að kirkjustarfið
Ég hefi velt þvífyrir mér
hver sá litli snjóbolti
geti hafa verið er svo
hlóð utan á sig að úr
varð þessi skriða sem
raunar hefur magnast
verulega vegna umraeðu
í fjölmiðlum. En ég er í
raun engu nœr.
þætti ekki nógu gott, of fáir syngju í
kirkjukór og kirkjusóknin væri ónóg.
Ég varð sem nærri má geta mjög
hugsi, dapur og undrandi yfir þessu
og velti því fyrir mér hvort starfið
hér væri með einhverjum hætti öðru-
vísi en hjá öðrum prestum á íslandi.
Ég leitaði nokkru síðar til biskups.
Þótti mér afar gott og uppörvandi að
ræða við minn gamla skólabróður
enda hughreysti hann mig og bað mig
að halda ró minni.
Síðan þetta var hefi ég grandskoð-
að hug minn um það hver rót þessa
meinta vanda kunni að hafa verið, en
orðið litlu nær. Ég hefi velt því fyrir
mér hver sá litli snjóbolti geti hafa
verið er svo hlóð utan á sig að úr
varð þessi skriða sem raunar hefur
magnast verulega vegna umræðu í
fjölmiðlum. En ég er i raun engu nær.
En ég er svo lánsamur að eiga
marga góða vini og stóran hóp stuðn-
ingsmanna sem þekkja mig vel og
kannast ekki við þá mynd sem stund-
um er dregin upp af fjölmiðlum. Og
margir Önfirðingar hafa líka stutt
mig með ráðum og dáð.“
Bréfið örlagaríka verður til
Eftir fundinn þar sem safnaðarstarf-
ið var gagnrýnt ákvað Gunnar að
skrifa niður ýmsa þanka um starfið og
aðstæður í Holtsprestakalli og senda
biskupi bréf til að varpa nánara ljósi á
þessar deilur og ástandið. Þetta bréf
átti eftir að reynast mikill örlagavald-
ur.
„Hinn 28. september 1998 kom bisk-
upsritari vestur í Önundarfjörð og hélt
fund með sóknamefndum prestakalls-
ins. Ég fékk honum þá þessi skrif sem
stíluð voru til biskups. Á bréfhaus stóð
að þetta væri einkabréf og þess sér-
staklega óskað að það yrði aldrei neins
konar málsskjal. Eftir á að hyggja sé ég
eftir því að hafa sent prófasti bréfið.
Bréf mitt lá svo í þagnargildi þangað
til 14 mánuðum síðar en allan þann
tima hafði það verið fyrirliggjandi á
biskupsstofú."
Séra Gunnar segist vera haldinn
þeirri áráttu að skrifa og haldi t.d.
mjög nákvæma dagbók og hafi gaman
af því í einkabréfum að draga upp
skoplegar myndir af því sem fyrir
augu ber. Bréfið til biskups hafi borið
keim af þessu. En þjóðkirkjan rann-
sakaði málið áfram.
„Hinn 1. nóvember 1999 féll úrskurð-
ur úrskurðamefndar þjóðkirkjunnar í
máli málshefjenda í Önundarfirði og
mín.Var ég þar sýknaður af öllum
ásökunum er gátu hugsanlega fallið
undir aga- eða siðferðisbrot."
Kollegarnir vilja hann burt
Nú mætti halda að á þessum punkti
hefði málinu verið lokið en þá barst
mótbyr úr óvæntri átt þegar starfs-
systkini Gunnars á Vestfjörðum lögð-
ust á sveif með andstæðingum hans í
Holti. Hvað gerðist næst?
„Fimmtudaginn 11. nóvember 1999
hafði prófastur ísafjarðarprófastsdæm-
is, séra Agnes Sigurðardóttir, samband
við mig og tjáði mér að hún hygðist
halda fund með prestum prófastsdæm-
isins íhöndfarandi helgi og yrði fund-
arefnið úrskurður úrskurðameffidar
þjóðkirkjunnar um málefni mín og
Holtsprestakalls. Sagði hún mér og að
öll starfssystkini mín I prófastsdæm-
inu hefðu tekið afstöðu gegn mér en
með málshefjendum i Önundarfirði.
Ekki boðaði hún mig á fúndinn en
kvaðst vilja segja mér frá því að fyrir-
hugað væri að halda hann.
Þetta kom mér á óvart þar eð engar
lyktir lágu þá fyrir í málinu og hálfúr
mánuður eftir af fresti okkar málsaðil-
anna til þess að áfrýja til áfrýjunar-
nefndar þjóðkirkjunnar. Mér var
vissulega ljóst að málið snerti biskup
og prófast en þótti ekki eins augljóst að
það kæmi beinlínis við kollegum mín-
um í prófastsdæminu."
Místök í erfiöri stööu
„í sama mund andaðist móðir mín
í Reykjavík eftir stutta en erfiða sjúk-
DV-MYNDIR: PJETUR
Séra Gunnar situr viö skriftir
Mér uröu á þau mistök að /áta bréfið frá mér í grandaleysi en jafnframt i fullkomnu trausti þess að þröfasturinn og prestar hennar myndu vilja skoöa efni
þess og líta á mína hliö málsins. “