Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Qupperneq 53
61
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000
I>V
t
Tilvera
íslandsmót 2000:
Myndasögur
Flestar sterkustu
sveitirnar
komust í úrslit
Undankeppni Master Card ís-
landsmótsins í bridge var spiluð um
síðustu helgi i Bridgehöllinni við
Þönglabakka. Fjörutíu sveitir úr öll-
um kjördæmum landsins tóku þátt
en spilað var um tíu sæti í úrslita-
keppninni sem fram fer um bæna-
dagana.
Úrslit voru nokkuö hefðbundin
því flestar sterkustu sveitimar
unnu sér sæti í úrslitakeppnina.
Spilað var í fimm átta sveita riðlum
og komust tvær áfram úr hverjum
riðli. Úr A-riðli komust áfram sveit-
ir Skeljungs og Flugleiða fragt. í
sveit Skeljungs eru m.a. fyrrum
heimsmeistarar, Guðlaugur R. Jó-
hannsson og Örn Arnþórsson, en í
sveit Flugleiða fragt m.a. Símon
Símonarson, margfaldur íslands-
meistari. Úr B-riðli komust áfram
Subaru-sveitin með fyrrum heims-
meistara, Jón
Baldursson, og Aðalstein Jörgen-
sen, og sveit Islenskra verðbréfa,
sterk sveit norðanmanna frá Akur-
eyri. Úr C-riðli komust áfram nú-
verandi íslandsmeistarar, sveit
Samvinnuferða-Landsýnar með
fyrrum heimsmeistara, Þorlák Jóns-
son og Guðmund Pál Amarson í far-
arbroddi, og sveit Hlíðakjörs með
fyrrum heimsmeistara blandaðra
sveita, Ragnar Hermannsson, inn-
anborðs. Úr D-riðli komust áfram
sveit
Ferðaskrifstofu Vesturlands með
fyrrum Norðurlandameistara,Karl
Sigurhjartarson og Sævar Þor-
björnsson innanborðs og sveit Gísla
Þórarinssonar. Og úr E-riðli komust
áfram sveit Þriggja Frakka, sem ný-
lega náði þeim írábæra árangri að
ná öðru sæti á Bridgehátíð 2000, og
sveit Jóhanns Þorvarðarsonar.
Allt stefnir því í spennandi úr-
slitakeppni um bænadagana.
Sveit Flugleiða fragt komst í úr-
slitakeppnina á jöfnum stigum við
sveit Gunnars
Þórðarsonar frá Selfossi. Úrslit-
um réð að sú fyrrnefnda sigraði
hina í innbyrðis leik.
Við skulum skoða eitt spil frá
þeirri viðureign sem fleytti Flug-
leiðasveitinni inn í úrslitakeppnina:
S/A-V
4 D986
A62
♦ AD732
4 D
4 3
«*> K10874
♦ G10
4 K9632
4 G1054
4» DG95
♦ 98
4 G74
4» 3
4 K654
4 A1085
N
V A
S
4 AK72
I opna salnum sátu n-s Björn
Theódórsson og Páll Bergsson fyrir
Flugleiöir en bræðurnir Sigfús og
Gunnar Þórðarsynir í a-v. Punkta-
styrkur er nokkuð jafn í báðar áttir
og þess vegna erfitt að meta hvor
„eigi“ spilið. Lftum á sagnirnar:
Suöur Vestur Norður Austur
1 + dobl 1 4
pass pass 24 pass pass
Við fyrstu sýn virðist spilið
standa á borðinu eins og sagt er,
aðllega vegna hagstæðrar tígullegu.
Sagnhafi gefur þrjá slagi á tromp,
einn á hjarta og einn á lauf.
En ekki er allt sem sýnist. Skoð-
um varnarfléttu Páls og Bjöms!
Páll spilaði út einspilinu í hjarta.
Sagnhafi drap á ásinn og spilaði
spaöaníu.
Hún gekk yfir til Páls sem gaf því
nauðsynlegt var að fyrirbyggja að
sagnhafi gætið svínað fyrir tígul-
kónginn. Sagnhafi spilaði nú hjarta
úr blindum og þar með var sviðið
sett fyrir skemmtilega varnarfléttu.
Bjöm drap á kónginn og spilaði
vandvirknislega lægsta hjarta til
baka. Páll trompaði, tók tvo hæstu í
trompi og spilaði síðan litlu laufi
undan ásnum. Björn fékk slaginn á
kónginn, spilaði meira laufi og
sagnhafi var læstur inni í blindum.
Tígulsvíningin varð því aldrei að
veruleika og sagnhafi endaði tvo
niður, 200 í n-s.
Á hinu borðinu enduðu n-s í
tveimur laufum og unnu þau slétt.
Vandséð er hvemig hægt er að
vinna minna en þrjú en allavega
græddi Flugleiðasveitin 5 dýrmæta
impa sem nægðu fyrir vinningsstig-
inu sem fleytti þeim i úrslitin.
Páll Bergsson.