Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Qupperneq 53

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Qupperneq 53
61 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 I>V t Tilvera íslandsmót 2000: Myndasögur Flestar sterkustu sveitirnar komust í úrslit Undankeppni Master Card ís- landsmótsins í bridge var spiluð um síðustu helgi i Bridgehöllinni við Þönglabakka. Fjörutíu sveitir úr öll- um kjördæmum landsins tóku þátt en spilað var um tíu sæti í úrslita- keppninni sem fram fer um bæna- dagana. Úrslit voru nokkuö hefðbundin því flestar sterkustu sveitimar unnu sér sæti í úrslitakeppnina. Spilað var í fimm átta sveita riðlum og komust tvær áfram úr hverjum riðli. Úr A-riðli komust áfram sveit- ir Skeljungs og Flugleiða fragt. í sveit Skeljungs eru m.a. fyrrum heimsmeistarar, Guðlaugur R. Jó- hannsson og Örn Arnþórsson, en í sveit Flugleiða fragt m.a. Símon Símonarson, margfaldur íslands- meistari. Úr B-riðli komust áfram Subaru-sveitin með fyrrum heims- meistara, Jón Baldursson, og Aðalstein Jörgen- sen, og sveit Islenskra verðbréfa, sterk sveit norðanmanna frá Akur- eyri. Úr C-riðli komust áfram nú- verandi íslandsmeistarar, sveit Samvinnuferða-Landsýnar með fyrrum heimsmeistara, Þorlák Jóns- son og Guðmund Pál Amarson í far- arbroddi, og sveit Hlíðakjörs með fyrrum heimsmeistara blandaðra sveita, Ragnar Hermannsson, inn- anborðs. Úr D-riðli komust áfram sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands með fyrrum Norðurlandameistara,Karl Sigurhjartarson og Sævar Þor- björnsson innanborðs og sveit Gísla Þórarinssonar. Og úr E-riðli komust áfram sveit Þriggja Frakka, sem ný- lega náði þeim írábæra árangri að ná öðru sæti á Bridgehátíð 2000, og sveit Jóhanns Þorvarðarsonar. Allt stefnir því í spennandi úr- slitakeppni um bænadagana. Sveit Flugleiða fragt komst í úr- slitakeppnina á jöfnum stigum við sveit Gunnars Þórðarsonar frá Selfossi. Úrslit- um réð að sú fyrrnefnda sigraði hina í innbyrðis leik. Við skulum skoða eitt spil frá þeirri viðureign sem fleytti Flug- leiðasveitinni inn í úrslitakeppnina: S/A-V 4 D986 A62 ♦ AD732 4 D 4 3 «*> K10874 ♦ G10 4 K9632 4 G1054 4» DG95 ♦ 98 4 G74 4» 3 4 K654 4 A1085 N V A S 4 AK72 I opna salnum sátu n-s Björn Theódórsson og Páll Bergsson fyrir Flugleiöir en bræðurnir Sigfús og Gunnar Þórðarsynir í a-v. Punkta- styrkur er nokkuð jafn í báðar áttir og þess vegna erfitt að meta hvor „eigi“ spilið. Lftum á sagnirnar: Suöur Vestur Norður Austur 1 + dobl 1 4 pass pass 24 pass pass Við fyrstu sýn virðist spilið standa á borðinu eins og sagt er, aðllega vegna hagstæðrar tígullegu. Sagnhafi gefur þrjá slagi á tromp, einn á hjarta og einn á lauf. En ekki er allt sem sýnist. Skoð- um varnarfléttu Páls og Bjöms! Páll spilaði út einspilinu í hjarta. Sagnhafi drap á ásinn og spilaði spaöaníu. Hún gekk yfir til Páls sem gaf því nauðsynlegt var að fyrirbyggja að sagnhafi gætið svínað fyrir tígul- kónginn. Sagnhafi spilaði nú hjarta úr blindum og þar með var sviðið sett fyrir skemmtilega varnarfléttu. Bjöm drap á kónginn og spilaði vandvirknislega lægsta hjarta til baka. Páll trompaði, tók tvo hæstu í trompi og spilaði síðan litlu laufi undan ásnum. Björn fékk slaginn á kónginn, spilaði meira laufi og sagnhafi var læstur inni í blindum. Tígulsvíningin varð því aldrei að veruleika og sagnhafi endaði tvo niður, 200 í n-s. Á hinu borðinu enduðu n-s í tveimur laufum og unnu þau slétt. Vandséð er hvemig hægt er að vinna minna en þrjú en allavega græddi Flugleiðasveitin 5 dýrmæta impa sem nægðu fyrir vinningsstig- inu sem fleytti þeim i úrslitin. Páll Bergsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.