Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.2000, Blaðsíða 54
62
LAUGARDAGUR 8. APRIL 2000
J
Ættfræði
I>V
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
85 ára
Kornelíus Jónsson
úrsmiður,
Kleifarvegi 14, Reykjavík.
80 ára
Björn Haildórsson,
Álfheimum 52,
Reykjavík.
Unnur
Þóra
Þorgilsdóttir
Ijósmóðir,
Álfatúni 17,
Kópavogi.
75 ára
Haraldur Axel Einarsson,
Garöatorgi 17, Garðabæ.
Louise Baker Indriöason,
Héðinshöfða lb, Húsavik.
Þórólfur Ólafsson,
Hábergi 16, Reykjavík,
varö sjötíu og fimm ár í gær.
70 ára
Fjóla Þorsteinsdóttir,
Bakkavegi 9, Þórshöfn.
Guóni Björgvin Friðriksson
aöalbókari,
Silfurgötu 26, Stykkishólmi.
Hörður Karlsson,
Háaleitisbraut 109, Reykjavík.
60 ára
Asta Jóhannesdóttir,
Nesvegi 41, Reykjavík.
Ingibjörg Jónsdóttir,
Rauðsgili, Reykholti.
Jón Sveinsson,
Safamýri 44, Reykjavík.
50 ára
Albert Omar Geirsson,
Sævarenda 7, Stöðvarfirði.
Bjarni Guðjón Samúelsson,
Höföavegi 47, Vestmannaeyjum.
Eiríkur Sigurbjörnsson,
Álmholti 13, Mosfellsbæ.
Jón Árni Elísson,
Urðargili 9, Akureyri.
Kolbrún Gunnarsdóttir,
Grófarseli 24, Reykjavík.
Kristín Baldursdóttir,
Varmalandsskóla, Borgarf.
Sigríður Björnsdóttir,
Eyjahrauni 16, Þorlákshöfn.
40 ára
Asgeir Ingvar Sölvason,
Eyrarflöt 6, Siglufirði.
Bergljót Aðalsteinsdóttir,
Furugrund 20, Kópavogi.
Finnur Kristjánsson,
Túngötu 7, Eyrarbakka.
Guðni Margeir Sölvason,
Laugarvegi 8, Siglufirði.
Kolbrún Edda Sigfúsdóttir,
Einholti 5, Garði.
Ólöf Þórarinsdóttir,
Boðagerði 10, Kópaskeri.
Pétur Arnar Einarsson,
Háhæð 6, Garöabæ.
Svana Lísa Davíðsdóttir,
Hlíðarhjalla 53, Kópavogi.
Örn Karlsson,
Úrval
- 960 síður á ári -
fróðleikur og skemmtun
semlifírmánuðumog
árum saman
Ernst P. Sigurðsson, Grænumörk 3, Sel-
fossi, andaöist á hjúkrunarheimilinu
Ljósheimum, Selfossi, miövikud. 5.4.
Þorsteinn Helgason, Ph.D., prófessor í
verkfræði, Hvassaleiti 87, Reykjavík,
lést á heimili sínu miövikudaginn 5.4.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hólmfríður Bergþórsdóttir, Ásgarði 125,
Reykjavík, lést á Sólvangi í Hafnarfiröi
miðvikudaginn 5.4.
Sigurbjörn Guðlaugsson lést á Kópa-
vogshæli fimmtudaginn 23.3.
Útförin hefur fariö fram í kyrrþey.
Úlfar Magnússon, Blönduhlíð 33,
Reykjavík, andaðist á hjartadeild Land-
spítalans miövikudaginn 5.4.
Ásgerður Sigurmundsdóttir, áður
Hofteigi 24, Reykjavík, lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði miðvikudaginn 5.4.
Sveinn Hannesson
framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Sveinn S. Hannesson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins,
Lindarseli 8, Reykjavík, verður
fimmtugur á morgun.
Starfsferill
Sveinn fæddist á Seyðisfirði og
ólst þar upp. Hann lauk stúdents-
prófl frá MR 1970 og viðskiptafræði-
prófl frá HÍ 1974.
Sveinn starfaði við Seðlabanka ís-
lands 1974-75, hjá Landssambandi
iðnaðarmanna 1975-79, var forstöðu-
maður hagdeildar og síðan lánasvið-
is Iðnaðarbanka íslands 1980-86, og
var framkvæmdastjóri Lýsingar hf.
- eignarleigu frá stofnun félagsins
1986-92.
Sveinn tók við starfi fram-
kvæmdastjóra Félags íslenskra iðn-
rekenda 1992 en í ársbyrjun 1994
urðu Samtök iðnaðarins til með
samruna sex samtaka í iðnaðinum
-
og hefur Sveinn verið framkvæmda-
stjóri SI frá stofnun.
Hann hefur komið víða við í
stjómum og nefndum, einkum á
sviði iðnaðar og fjármála. Sveinn
var t.d. í fyrstu stjórn Greiðslumiðl-
unar (Visa-ísland) 1982-86, í stjóm
Iðnlánasjóðs og síðan FBA 1992-99, í
stjórn Lífseyrissjóðs verksmiðju-
fólks og síðan Framsýnar 1992-97,
hefur frá 1992 verið stjórnaformað-
ur hlutabréfasjóðsins Auðlindar og
hefur frá 1996 átt sæti í stjóm VSÍ
og síðan Samtaka atvinnulífsins.
Fjölskylda
Sveinn kvæntist 24.11. 1973 Ás-
laugu Sigurðardóttur, f. 10.1. 1951,
hjúkrunarfræðingi. Hún er dóttir
Sigurður Sigurðsson húsasmíða-
meistara og Gunnhildar Guðmunds-
dóttur húsmóðir.
Börn Sveins og Áslaugar eru
B—»
Anna Þorsteinsdóttir
húsmóðir í Reykjavík
Anna Þorsteinsdóttir húsmóðir,
Ofanleiti 17, Reykjavík, er áttatíu og
fimm ára i dag.
Starfsferill
Anna fæddist á Óseyri við Stöðv-
arfjörð og ólst upp við Stöðvarfjörð.
Hún lauk bamaskólaprófi 1927,
prófi frá Húsmæðraskólanum á
Hallormsstað 1934 og sótt námskeið
í tungumálum og fleiri greinum á
árunum 1932-44.
Anna var húsmóðir í Heydölum í
Breiðdal 1947-87.
Auk heimilisstarfa var Anna að-
stoðarkennari við Húsmæðraskól-
ann á Hallormsstað og var við gesta-
móttöku þar á árunum 1934-36, að
undanskildum hluta úr vetri þegar
hún kenndi vefnað hjá Sambandi
austfirskra kvenna. Hún var barna-
kennari víða á árununum 1939-70
og skólastjóri á Stöðvarfirði 1965-66.
Þá var hún forstöðukona mötuneyt-
is stúdenta 1943-44.
Anna sat í stjórn Austfirðingafé-
lagsins í Reykjavík 1944-46, í
hreppsnefnd Breiðdalshrepps
1958-62, í sóknarnefnd Heydalasókn-
ar 1964-70, ritari Sambands aust-
firskra kvenna 1967-70, formaður
slysavamadeildarinnar Einingar í
Breiðdal og Skógræktarfélags Breið-
dæla um skeið, meðstofnandi kven-
félagsins Hlífar í Breiðdal og for-
maður þess um árabil, og var for-
maður bamaverndarnefndar Breið-
dælahrepps 1966-82.
Eftir Önnu hafa birst smásögur í
barnablööum og tímaritum.
Fjölskylda
Anna giftist 31.12. 1944 Kristni
Hóseassyni, f. 17.2. 1916, prófasti í
Heydölum. Hann er sonur Hóseasar
Bjömssonar, húsasmíðameistara í
Höskuldsstaðaseli í Breiðdal, og
Ingibjargar Bessadóttur húsfreyju.
Kjörbörn Önnu og Kristins eru
Hallbjöm Kristinsson, f. 5.1. 1953,
vélstjóri í Reykjavík; Guðríður
Kristinsdóttir, f. 22.5. 1955, húsmóð-
ir í Garðabæ, en maður hennar er
Óskar Sigurmundason og eiga þau
Árinu eldri
Eyjólfur Eysteinsson,
fyrrv. framkvæmdastjóri
Sjúkrahúss Suðurnesja,
en nú útsölustjóri ÁTVR I
Reykjanesbæ, er 65 ára
í dag. Eyjólfur er bróðir
Jóns Eysteinssonar,
sýslumanns í Reykjanesbæ en þeir eru
synir Eysteins Jónssonar, formanns
Framsóknarflokksins og fjármálaráð-
herra á árum áöur. Hann var bróðir dr.
Jakobs, sóknarprests í Hallgrímskirkju,
föður Jökuls leikritaskálds.
Hinn ókrýndi konungur
nikkunnar, Örvar Krist-
jánsson, er 63 ára í
dag. Það er ekki hár ald-
ur ef miðað er við Little
tvö böm.
Systkini
Önnu: Skúli
Þorsteins-
son, f. 24.12.
1906, d. 25.1.
1973, kenn-
ari; Pálína
Þorsteins-
dóttir, f. 28.1.
1908, d. 13.9.
1999, húsmóðir; Friðgeir Þorsteins
son, f. 15.2. 1910, d. 31.5. 1999, út
vegsb. og oddviti á Stöðvarfirði
Halldór Þorsteinsson, f. 23.7.1912, d
11.12. 1983, vélvirki; Bjöm Þor
steinsson, f. 22.5. 1916, d. 16.7. 1939
sjómaður og bóndi; Pétur Þorsteins
son, f. 4.1. 1921, d. 23.10. 1993, sýslu-
maður.
Foreldrar Önnu voru Þorsteinn
Þ. Mýrmann, f. 12.5. 1874, d. 28.9.
1943, útvegsb. og borgari á Óseyri
við Stöðvarfjörð, og k.h., Guðríður
Guttormsdóttir, f. 30.4. 1883, d. 27.1.
1975, húsfreyja.
Ætt
Þorsteinn Mýrmann var sonur
Þorsteins, b. í Slindurholti á Mýrum
í Austur-Skaftafellssýslu, Þorsteins-
sonar. Móðir Þorsteins í Slindur-
holti var Sigríður Jónsdóttir.
Móðir Þorsteins Mýrmanns var
Valgerður Sigurðardóttir, Eiríks-
sonar, Einarssonar. Móðir Eiríks
var Þórdís, systir Jóns Eiríkssonar
konferensráðs. Móðir Valgerðar var
Valgerður Þórðardóttir, systir
Sveins, afa Þórbergs Þórðarsonar.
Guðríður var dóttir Guttorms,
prófasts á Stöð Vigfússonar, pr. í
Ási Guttormssonar. Móðir Vigfúsar
var Margrét Vigfúsdóttir, pr. á Val-
þjófsdal Ormssonar. Móðir Gutt-
orms var Björg Stefánsdóttir, pró-
fasts á Valþjófsstöðum Árnasonar.
Móðir Guðríðar var Þórhildur
Sigurðardóttir, b. á Harðbak á
Sléttu, Steinssonar, b. á Harðbak,
Hákonarsonar. Móðir Steins var
Þórunn Stefánsdóttir Scheving, pr.
á Prestshólum, bróður Jórunnar,
ömmu Jónasar Hallgrímssonar.
Richard sem er að verða 69 ára. Örvar
er sonur Kristjáns Þorgeirs, bróður Jó-
hönnu, móður Einars Odds Kristjáns-
sonar, alþm frá Flateyri.
...Og fleiri úr danslaga-
I bransanum því Hjördís
Geirsdóttir, sem verið hef-
ur dægurlagasöngkona frá
| 1959, er 56 ára í dag.
_____________| Hjördís hefur sungið með
fjölda hljómsveita, meöal annars Tóna-
bræðrum, hljómsveit Karls Lilliendahls,
hljómsveit Jóns Sigurðssonar, Stórsveit
Karls Jónatanssonar en síðast en ekki
síst með eigin hljómsveit. Þá hefur hún
sungið inn á plötur, m.a. með vini sín-
um Órvari Kristjánssyni, hér að fram-
an.
Gunnhildur, f. 28.1. 1976, laganemi;
Elín f. 4.9. 1978; Kolbrún, f. 16.3.
1985; Margrét, f. 9.12. 1990.
Systkini Sveins eru Sigurjón, f.
13.2.1935, fyrrv. skipherra hjá Land-
helgisgæslunni, kvæntur Björgu
Jónsdóttur sjúkraliða, en þau eiga
tvo syni og sex barnaböm; Elín
Hrefna, f. 29.6. 1936, húsmóðir, gift
Árna Sigurbergssyni, fyrrv. flug-
stjóra, en þau eiga fjögur börn og
sjö barnabörn; Sigrún Klara, f. 9.10.
1943, framkvæmdastjóri Nord-Info í
Helsinki, og á hún einn son og eitt
bamabarn en eiginmaður hennar,
Indriði Hallgrímsson bókasafns-
fræðingur lést 1979.
Foreldar Sveins: Hannes Jónsson,
f. 11.5. 1905, d. 12.6. 1986, verkamað-
ur á Seyðisfirði og í Reykjavík, og
Sigríður Jóhannesdóttir, f. 27.8.
1907, húsmóðir.
Ætt
Hannes var sonur Jóns Hannes-
sonar frá Böðvarsdal í Vopnafirði.
Móðir hans var Sigríður Ingibjörg
Jónasdóttir.
Sigríður, móðir Sveins, er dóttir
Jóhannesar Sveinssonar, úrsmiðs á
Seyðisfirði. Móðir hennar var Elín
Júlíana Sveinsdóttir frá Efra Lang-
holti í Hreppum.
Áslaug og Sveinn taka á móti
gestum í Veislusalnum að Sóltúni 3,
Akoges-salurinn, i dag, laugardag-
inn 8.4. milli kl. 17.00 og 19.00.
Emil Grímsson
f ramkvæmdastj óri
P. Samúelsson
Emil Grimsson, framkvæmda-
stjóri P. Samúelsson, Hvassaleiti 1,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Starfsferill
Emil fæddist í Reykjavík en ólst
upp á Húsavík. Hann lauk lands-
prófi á Húsavík, lærði rafvirkjun
með öðru námi, lauk stúdentsprófi
frá VÍ, viðskiptafræðiprófi frá HÍ og
MBA-prófi frá San Diego State Uni-
versity.
Emil vann við rafvirkjun með
fóður sinum frá unga aldri, var
ljósamaður í Þjóðleikhúsinu á
námsárunum í viðskiptafræðinni og
vann við bókhald og uppsetningu
bókhalds- og vörubirgðakerfis hjá
Blikksmiðjunni hf.
Að loknu MBA-prófi hóf Emil
störf hjá P. Samúelsson, Toyota-um-
boðinu, var þar fyrst markaðsstjóri,
varð íjármálastjóri fyrirtækisins í
árslok 1993 og hefur verið fram-
kvæmdastjóri þess sl. tvö og hálft
ár.
Emil var stjórnarformaður Kraft-
véla ehf. til 1998, er nú stjórnarfor-
maður Arctic Trucks og Latabæjar
og situr auk þess í stjómum nokk-
urra félaga.
Fjölskylda
Emil kvæntist 1994 Rikke Elkjær
Knudsen, f. 5.8. 1962, klínískum
monitor sem er verktaki hjá lyfja-
fyrirtækinu MSD. Hún er dóttir
Frede Winter Knudsens, vélvirkja í
Hillerslev í Danmörku, og Gytte
Elkjær Knudsen hjúkrunarfræð-
ings.
Dóttir Emils og Rikke er Emma
Soííia Emilsdóttir, f. 12.12.1997.
Systkini Emils eru Leifur Gríms-
son, f. 26.5. 1962, framkvæmdastjóri
Mímisbrunns; Sigríður Sif Gríms-
dóttir, f. 19.2. 1969, nemi í KHÍ.
Foreldrar Emils eru Grímur
Leifsson, f. 26.12. 1936, rafvirkja-
meistari i Reykjavík, og Anna
Jeppesen, f. 4.5. 1939, kennari.
Ætt
Grímur er
sonur Leifs,
b. á Ketilsstöðum í Hvammshreppi
og í Galtavík, Grímssonar, b. í
Teigi, bróður Halldóru, ömmu Auð-
ar Eydal leiklistargagnrýnanda,
móður Eyjólfs Sveinssonar, fram-
kvæmdastjóra DV. Halldóra var
einnig amma Friðjóns Þórðarsonar,
fyrrv. ráðherra, föður Þórðar, for-
stöðumanns Þjóðhagsstofnunar.
Grímur var sonur Sigmundar, b. á
Skarfsstöðum, Grímssonar, b. i
Hvammsdal og á Kjarlaksstöðum,
Guðmundssonar. Móðir Sigmundar
var Ingibjörg, systir Jóns, langafa
Jóns, afa Ara Edwalds, fram-
kvæmdastjóra Samtaka atvinnulífs-
ins. Ingibjörg var dóttir Orms, ætt-
föður Ormsættar Sigurðssonar.
Móðir Gríms 1 Teigi var Steinunn,
systir Halldóru, langömmu Skarp-
héðins, föður Össurar alþm. Stein-
unn var dóttir Jóns, b. á Breiðaból-
stað á Fellsströnd, Jónssonar. Móð-
ir Leifs var Ingigerður Sigurðar-
dóttir, b. á Hólum i Hvammssveit,
Árnasonar, b. á Leysingjastöðum,
Jónssonar. Móðir Sigurðar var
Helga Sigurðardóttir. Móðir Ingi-
gerðar var Kristín Þorláksdóttir,
Þorlákssonar.
Móðir Gríms rafvirka var Hólm-
fríður Sigurðardóttir, b. á Ketils-
stöðum Gíslasonar, b. á Leysingja-
stöðum Jóhannessonar. Móðir Sig-
urðar var Guðfinna Sigurðardóttir,
b. í Álftatröðum í Hörðudal, Magn-
ússonar, b. í Hlíð, Guðmundssonar.
Móðir Guðfmnu var Þóra, systir
Sesselju, langömmu Kristins Ár-
mannssonar, rektors MR. Þóra var
dóttir Sveins, b. í Snóksdal, Hannes-
sonar. Móðir Hólmfríðar var Guð-
ríður Guðjónsdóttir, b. á Staðarhóli,
Ólafssonar.
Anna er dóttir Max Emils Frið-
riks Jeppesens, húsasmíðameistara
í Reykjavík, af dönsku ættum, og
Sigríðar Bergþóru Guðmundsdóttur
húsmóður.
——I
Eiríkur Sigurbjörnsson,
útvarpsstjóri Omega, er
er 50 ára í dag. Eiríkur
hefur sýnt mikinn dugnað
í trúboði sínu og við
rekstur sjónvarpsstöðvar-
----® innar sem nú hyggst
sjónvarpa til 77 Evrópulanda. Gangi
honum vel. Eiríkur er sonur Sigurbjörns
í Klúbbnum.
Geir Haarde, prmálaráö-
herra og varaformaöur
Sjálfstæðisflokksins, er
49 ára í dag. Geir er í
hópi skemmtilegustu
stjórnmálamanna sem
nú eru viö líði þó hann flíki því lítt.
Hann er fyrrv. afreksmaður í skák og
mjög liðtækur söngvari þegar sá gáll-
inn er á honum.
Sennilega syngur hann nokkur prlög í
tilefni dagsins.
Halldóra Teitsdóttir hjá
Hópferðum Teits Jónas-
sonar er 47 ára í dag.
Halldóra er alin upp í
| Kópavogi frá barnæsku.
Hún er lærður lyfjatækn-
ir, mikill göngugarpur með kvenna-
gönguhópi, hefur sungið með Kvenna-
kór Reykjavíkur um árbil og meö Kór
Frjálsrar fjölmiðlunar. Halldóra er dóttir
Teits Jónassonar, hins þekkta hóp-
ferðabílstjóra, af Teitsætt í Borgarfiröi,
og eiginkona Jónasar Haraldssonar aö-
stoöarritstjóra DV.