Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Page 2
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
Fréttir
jjV
Milljarðaviöskipti við sölu á verslunarkeðju Kaupáss:
Nú fer ég til Astralíu
- segir Jón Júlíusson eftir 40 ár í Nóatúni
„Þaö er skemmtilegra að vinna en
vera ríkur. Nú fer ég bara til Ástral-
íu en það er eina heimsálfan sem ég
á eftir að heimsækja,“ sagöi Jón
Júlíusson sem í gær seldi hlut sinn
í verslunarkeðjunni Kaupási og þar
með Nóatúnsverslanir sínar eftir 40
ára uppbyggingarstarf. Jón, sem er
rúmlega sjötugur, seldi aðeins
rekstur verslana sinna, sem eru tíu
Kísiliðjan verst:
Ekki hengja
okkur ffyrir
náttúruspjöll
„Þaö er mikið að þurfa að eyða 40
milljónum i rannsóknir til að rétt-
læta áframhaldandi starfsemi Kísil-
iðjunnar þegar haft er í huga að
þetta er tiltölulega lítið fyrirtæki
sem veltir 700 milljónum," sagði
Gunnar Örn Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Kísiliðjunnar, en fyr-
irtækiö hefur kynnt
niðurstöður rann-
sókna óháðra vís-
indamanna sem
sýna að engin
hætta sé á náttúru-
spjöllum við Mý-
vatn vegna starf-
semi fyrirtækisins.
_ „Skipulagsstjóri
’ skikkaði okkur í
frekara umhverfis-
mat að kröfu þeirra
sem vilja Kísiliðjuna burt frá Mý-
vatni og niðurstaðan er einfaldlega
sú að þaö er ekkert í lífríkinu sem
bendir til að umhverfispjöll hafi
orðið í og við Mývatni í þau 30 ár
sem Kísiliðjan hefur starfaö," sagði
Gunnar Öm.
Kísiliðjan hefur síðastliðin 30 ár
unnið kísilgúr í Ytriflóa en hefur nú
sótt um að fá að vinna í Syðriflóa
næstu 30 árin: „Nú er bara að sjá
hvort enn verður reynt að bregða
fæti fyrir Kísiliðjuna því þaö er
staðreynd að ákveðinn hópur vís-
indamanna vill verksmiöjuna burt.
En við viljum ekki láta hengja okk-
ur fyrir náttúruspjöll. Hvort reka
eigi fyrirtæki eins og Kísiliðjuna
við Mývatn eöa breyta svæðinu í
þjóðgarð er allt önnur umræða sem
kemur þessi máli ekki við. Við telj-
um okkur nú hafa sýnt fram á að
Kísiliöjan hefur engan skaða unnið
á Mývatni," sagði Gunnar Öm
Gunnarsson framkvæmdastjóri.
-EIR
DV-MYND HILMAR ÞÓR
Kaupmaöur kveður eftlr 40 ár
Jóni Júlíussyni finnst skemmtiiegra aö vinna en vera ríkur.
að tölu, en heldur eftir þeim fast-
eignum sem verslanimar voru
reknar í. Þaö var Eignarhaldsfélag
Alþýöubankans sem keypti Nóa-
túnsverslanimar ásamt verslunum
Kaupfélags Ámesinga og 11-11-búð-
imar en þær höfðu áöur verið sam-
einaðar undir nafni Kaupáss. Jón
Júlíusson vildi ekki tjá sig um
kaupverðið en neitaði því þó ekki
réttara væri að tala um milljarða
frekar en milljónir:
„Það er hægt aö gera margt á 40
árum og það breytist ekkert þó ég
hverfi á braut. Starfsmennimir
verða eftir og þama er á ferðinni
gott lið sem heldur þvi starfi áfram
sem hingað til hefur einkennt Nóa-
tún. Ég geng ekki um með tár í aug-
um,“ sagði Jón Júlíusson.
Eignarhaldsfélag Alþýðubankans
stefnir að því að skrá verslanir
Kaupáss á hlutabréfamarkað en um
er að ræða 43 verslanir sem veltu
um 10 milljörðum króna á síðasta
ári. -EIR
Gunnar Örn
Gunnarsson.
Ríkislögreglustjóri í nýju húsnæði
Ríkislögreglustjóraembættinu var formlega afhent nýtt húsnæöi á 3. og 4. hæö á Skúlagötu 21 ígær en áöur var
embættiö til húsa íAuöbrekku í Kópavogi. Dómsmálaráöherra, Sólveig Pétursdóttir, og rikislogreglustjori^
Haraldur Johannessen ávörpuöu gesti í ófullgeröu húsnæöi á 2. hæö hússins. Þau sjást hér^ ásamt Sigurjoni
Sigurössyni, fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík. Húsnæöiö er um 2000 fermetrar og er húsiö taliö á mun
betri staö en fyrra húsnæöi embættisins.
Vagnar SVR aka um 6 milljón km á ári:
Litið um slys hjá SVR
Litlar breytingar
Samkvæmt niöurstöðum skoð-
anakönnunar Gallups hafa litlar
breytingar orðið á fylgi stjómmála-
flokkanna frá síðustu könnun. Sam-
fylkingin bætir dálitlu við en Fram-
sókn mælist lægri en nokkm sinni
DMYND
Gangandl vegfarandi bjargaði hætt komnum strætlsvagnsfarþega
Jóhanna Magnúsdóttir bjargaöi lífi konu i Árbæjarhverfi i Reykjavik á fimmtu-
dag þegar henni tókst aö stööva strætisvagn sem konan dróst á eftir. Konan
var mikiö slösuö en ekki í lífshættu eftir slysiö.
„Strætisvagnar Reykjavíkur
bjóða bílstjórum, sem lenda í slys-
um eða óhöppum, upp á áfallahjálp.
Það er séð um að menn fái þá hjálp
sem í boði er og það er reynt aö
hlynna að fólki eftir því sem mögu-
legt er,“ sagði Lilja Ólafsdóttir, for-
stjóri Strætisvagna Reykjavíkur.
Kona mn sjötugt dróst 80 metra
meö strætisvagni á fimmtudags-
morgun i Árbæjarhverfi í Reykja-
vík. Hún var að fara úr strætisvagn-
inum í Rofabæ þegar ökkli hennar
festist í afturhurð vagnsins.
Lilja sagði að vagnstjóri bílsins,
sem konan var að koma úr, væri
bæði reyndur og aðgætinn bílstjóri.
„Bílstjórinn hefur þaö eftir atvik-
um og fær þá aöhlynningu sem á
þarf að halda,“ sagði Lilja og bætti
því við að þegar svona óhöpp yrðu
fylgdist SVR líka með því hvemig
sá sem slasast hefði það.
Samkvæmt upplýsingum læknis
hinnar slösuðu hefur konan það
gott eftir atvikum. Hún slasaðist al-
varlega er hún dróst eftir strætis-
vagninum og var meidd á ökkla,
kvið, öxl og vinstri olnboga. Konan
var flutt á bæklunardeild Landspít-
alans við Hringbraut þar sem hún
gekkst undir aðgerð á fimmtudag
vegna ökklameiðsla hennar. Of
snemmt er að segja til um það hvort
hún muni ná sér fullkomlega.
„Strætisvagnar Reykjavíkur aka
um 6 milljón kílómetra á ári og það
er um það bil 8,2 milljón sinnum á
ári sem einhver stígur inn í strætis-
vagn í Reykjavík. Þetta segir dálítið
um það hvaða möguleikar eru á því
að eitthvað komi fyrir og það er sem
betur fer ekki í neinu hlutfalli við
fjöldann sem um er að ræða,“ sagði
Lilja. -SMK
frá því í síöustu kosningum, er
komin úr 18,5% í 13%. Ríkisstjórn-
arflokkamir virðast hafa verið á
hægri en jafnri niðurleið sam-
kvæmt könnunum Gallups frá því í
fyrrasumar. Sjálfstæðisflokkurinn
mælist þó enn yfir kjörfylginu, er
með 43% fylgi nú en var með 41% í
kosningunum. RÚV greindi frá.
Tilraun með áætlunarflug
í gær var undir-
ritaður samstarfs-
samnngur milli
Siglufjarðarkaup-
staðar og íslands-
flugs hf. um til-
raunaverkefni í
áætlunarflugi milli
Reykjavíkur og
Siglufjarðar. Tilraunaverkefniö er
hugsað af samningsaðilum til að
kanna rekstrargrundvöll breytts
forms áætlunarflugs frá því sem
verið hefur með beinu flugi tvo
daga í viku.
Auka framlög til viðhalds
Borgarráö hefur samþykkt að
auka fjárframlög til endumýjunar
slitlaga borgarinnar stórlega, með
þeim fyrirvara að dregið verði úr
framkvæmdum ef veruleg spenna
myndast á verktakamarkaði á þessu
sviði eöa ef verð hækkar umtals-
vert. Með þessu á að bregðast við
vegaskemmdum eftir erfiðan vetur.
Bylgjan greindi frá.
Samningurinn samþykktur
Félagsmenn í Fé-
lagi járniðnaðar-
manna greiddu at-
kvæði um kjara-
samning Samtaka
atvinnulifsins og
Samiðnar með póst-
atkvæðagreiðslu.
Samningurinn var I
samþykktur í dag með 65% atkvæða
gegn 34%. Vísir.is greindi frá.
Verðlauna framtakið
Pósturinn fylgdist grannt með
göngu nemenda í 10. bekk Vopna-
fjarðarskóla þegar þeir gengu frá
Vopnafirði til Egilsstaða á fimmtu-
dag með bréf sem þannig barst fyrr
en póstsent bréf. Pósturinn ákvað í
dag aö veita krökkunum sérstaka
viðurkenningu fyrir framtakið með
50.000 kr. framlagi í ferðasjóð
þeirra. Vísir.is greindi frá.
Gefa 830 þúsund
Alls söfliuðust liðlega 830 þúsund
krónur á Shellstöðvunum til styrkt-
ar Eþíópíusöfnun Rauða kross ís-
lands. Skeljungur lagði Rauða kross-
inum lið i fjáröflunarátaki sem nú
stendur til stuðnings sveltandi íbú-
um Eþíópíu með því að gefa 3 krón-
ur af hverjum lítra eldsneytis sem
seldur var á Shellstöðvunum helg-
ina 5. til 6. maí. Vísir.is greindi frá.
Ósátt við tvískiptingu
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir er ekki
sátt við að Reykjavík-
urkjördæmi verði
skipt í tvennt. Frið-
þægingarsjónarmið
ráði þar ferðinni og
I ekkert samráð hafi
verið viö borgaryfirvöld um málið.
Bylgjan greindi frá.
Ógnaði með dúkahn'rf
18 ára piltur bar dúkahníf að hálsi
starfsmanns á skemmtistaðnum
Players í Lindahverfi í Kópavogi á
fimmtudagskvöld. Gestur á staönum,
sem kom til aðstoðar, hlaut skurð í
lófa. Drengirnir tveir létu sig hverfa
en fundust eftir nokkra leit.
-AA