Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Side 6
6 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 DV Fréttir Framkvæmdastjóri Sjónvarpsins er bjartsýnn á 4. sæti Eurovision: Kvíðir ekki sigri - kostar 500 milljónir að halda keppnina en tekjumöguleikar eru góðir „Ég er bjartsýnn fyrir fram og spái lagi okkar velgengni og að það lendi í íjórða sæti,“ segir Bjarni Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Sjón- varpsins, sem hefur ekki áhyggjur af hugsanlegum sigri Einars Ágústs Viðissonar og Telmu Ágústsdóttur í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöða. Keppnin fer fram í kvöld og íslandi hefur verið spáð eitt af efstu sætun- um. Sigri Einar og Telma stendur ríkissjónvarpið frammi fyrir því risaverkefni að halda keppnina á næsta ári. „Þá yrði framkvæmdahliðin skoð- uð og reynt að leggja mat á kostnað og hugsanlegar tekjur af keppnis- haldinu. Það má gera ráð fyrir að kostnaður við að halda keppnina nemi um 500 milljónum króna en tekjutækifærin hjá keppnishöldurun- um hafa verið að aukast. Við mynd- um ræða við stjórnvöld og hagsmun- aðila í ferðaþjónustu og útflutningi td að kanna áhuga á þátttöku þeirra. Þess má geta að í ár er gert ráð fyrir að yflr 100 milljónir manna um alla Evrópu, Ástraliu og hluta af Asíu horfi á keppnina þannig að tækifæri til þess að ná til þessa markhóps er mjög mikið,“ segir Bjami. Bjarni segir aö greiðendur aftnota- gjalda yrðu ekki látnir líða vegna Spennið sætisólarnar! Einar Ágúst Víöisson og Telma Ágústsdóttir á æfingu í Globen í gær. keppninnar þannig að fé til innlendr- ar dagskrárgerðar, sem nemur 280 milljónum á þessu ári, yrði ekki skert. Sigurland söngvakeppninnar hverju sinni á að halda keppnina árið eftir en ef um allt þrýtur hefur viðkomand land neyðarútgang og getur gefið keppnina frá sér. „Það er ventillinn og þess vegna höldum við ró okkar," segir Bjami, sem þó bætir við að alls ekki sé ætlun ríkissjón- varpsins að gefast upp fyrirfram. „Að sjálfsögðu viljum við takast á við þetta verkefni, bæði sjónvarpið og, ég leyfl mér að segja, öU íslenska þjóð- in,“ segir Bjami Guðmundsson. -GAR Ekkert bendir til ágreinings „Það skiptir höfuðmáli að halda Sjálfstæðisflokknum frá stjórn Reykjavíkur. Besta leiðin er sú að halda Reykjavíkurlistanum við völd. Staða list- ans er afburðasterk enda er Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir fimasterkur leiðtogi. Það er ekkert sem bendir til þess að ágreiningur sé um leiðir eða stefnu þeirra sem að listanum standa," segir össur Skarphéöinsson, formaður Samfylkingar, um stöðu Reykjavíkur- listans i ljósi nýs landslags í íslensk- um stjómmálum með tilkomu Sam- fylkingar og Vinstri-grænna. „Þeim sem ætluðu að skjótast und- an merkjum og leiða íhaldið til valda yrði væntanlega refsað grimmilega af kjósendum. En ég sé engar vísbend- ingar um að það sé í uppsiglingu," segir Össur. -rt R-listi eitt - Sam- fylking annað „Reykjavíkurlistinn er eitt og landsmálapólítíkin og Samfylkingin annað,“ segir Ingi- björg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri um þá ólgu sem er á vinstri vængnum og talin er geta stefnt í hættu samstarfinu innan Reykjavíkurlistans. Það er út í hött að væringar í þing- inu milli Vinstri-grænna og Samfylk- ingar eigi að hafa áhrif á okkar sam- starf,“ segir Ingibjörg Sólrún og varar eindregið við því sem hún segir gerast ef samstarfið bresti. „Menn verða að mætast á skynsam- legum nótum. Annars afhenda þeir andstæðingnum borgina," segir hún. -rt Mikið stendur til á Þingvöllum: Brýr, tröppur og pallar byggð við Öxarárfoss Miklar trétröppur með hvíldar- pöflum eru í byggingu við Öxarár- foss og til stendur á næstu vikum að reisa tvær brýr fyrir neðan fossinn og göngupalla inn að Furulundi. Þetta verður gönguleiðin til og frá bílastæðum fyrir ofan fossinn, á túnunum við Brúsastaði, niður að völlunum þegar kristnitökuhátíðin fer fram á Þingvöllum laugardaginn og sunnudaginn 2. og 3. júlí. Smiðir og aðrir verkmenn keppast við að ljúka verkinu sem fyrst og er óneit- anlega afar óvenjulegt að leggja leið sína upp að vatnsmiklum fossinum þessa dagana. „Þetta mun síðan allt hverfa eftir hátíðina,“ sagði Sigurður Oddsson, framkvæmdastjóri Þingvallanefnd- Löng brú með grænu neti Brúin veröur tenging milli þingpallsins viö Lögberg og hátíöarsvæðisins. þingpall fyrir neðan Lögberg þar sem þingmenn og tignir gestir munu sitja þegar kristnitökuhátíð- in fer fram í sumar. „Græna brúin" verður gönguleið mifli þingpallsins og hátíðarsvæðisins að norðan- verðu. -Ótt Þingpallur viö Lögberg Smiöir reisa þingpall fyrir neöan Lögberg þar sem tignir gestir munu veröa. ar, í samtali við DV. Ekki er ljóst hve margir gestir verða á hátíöinni en þó er ljóst að þar verða tugir þús- unda landsmanna auk erlendra gesta. Þingpallur og „græn brúu Þegar ekið er áleiðis að Þing- vallakirkju blasir við myndarleg göngubrú yfir Öxará fyrir neðan Drekkingarhyl. Brúin er með tals- vert áberandi grænu neti beggja vegna. Þessi brú er einnig reist gagngert fyrir hátíðina og hverfur að henni lokinni. Smiðir eru einnig í óðaönn við að reisa svokallaðan & fý7)þfiu/'f/i/i í /iii'S/j(hj/iu/)i l/ (/{/(/ ,—7Z PlVÍl ^^tumartilbod N X/T | rymum viö til fyrir nýjum sumarvörum | 10-40% afslúttur aföllum vörum í versluninni húsgögn Bæjarhrauni 12 Hf. • Sími 565 1234 Opið virka daga 10-18, laug. 10-16 R-listinn: nær þá borginni „Verði fleiri en tvö framboð til borgarstjórnar Reykjavíkur þá er ljóst að íhaldið nær borginni," seg- ir Helgi Hjörvar, forseti borgar- stjómar og efsti maður R-listans, um hugsanlegt sérframboð Vinstri-grænna til borgarstjórn- ar Reykjavíkur. „Það er skylda okkar að tryggja áframhaldandi tilvist R-listans og standa ekki í neinum hreins- unum,“ segir Helgi. Hrannar B. Amarsson borg- arfulltrúi tekur í sama streng og Helgi en segir þó að þó Vinstri- grænir bjóði sér- staklega fram ætti slíkt ekki að verða banabiti Reykjavíkurlist- ans. annað en aðrir saman þrátt á að við Helgi Hjörvar. Hrannar B. Arnarsson. „Ég sé ekki flokkar geti starfað fyrir það. En líkumar missum borgina myndu þó stór- aukast. Ég vildi sjá framan í þann vinstrimann sem bæri ábyrgð á því að afhenda Sjálfstæðisflokkn- um borgina," segir Hrannar. -rt _______ Umsióri: Hörður Kristjánsson netfang: sandkom@ff.ls Nýtt borgarstjóraefni? Sú saga gengur nú fiöllum hærra I Reykjavík að sjálfstæðismenn séu búnir að finna nýjan kandidat sem borgarstjóraefni í næstu sveitar- stjórnarkosning- um. Sérfræðing- ar Sandkoms selja söguna þó á svipuðu verði og hún er keypt. Eigi að síður segir hún að téð borgarstjóraefni, sem mun vera Kristján Þór Júlíusson, hafi byrjað pólitískan frægðarferfl sinn á Dalvík og frægðarsól hans hafi ljómað einna skærast er hann lof- söng sem bæjarstjóri sölu Guð- bjargar ÍS frá ísafirði. Síðan hefur leiðin verið greið og segja gárung- ar að bæjarstjórastaða á Akureyri sé aðeins eðlflegur undirbúningur undir borgarstjóraembættið... Ekki hægt Þingmenn með formann sam- göngunefndar, Áma Johnsen, í fararbroddi eru kampakátir þessa dagana, enda búið að leggja drög að flýtingu vega- framkvæmda víða um land með niu milljarða viðbótarfé. Framkvæmdum við Reykjanesbraut á að ljúka 2006 og jarðgangagerð fyrir norðan og austan árið 2007. Eitt virðist þing- mönnum þó hafa yfirsést í fram- kvæmdagleðinni, það var að tala við Helga Hallgrímsson vega- málastjóra. Hann hefur auðmjúk- lega bent á að slíkar framkvæmdir taka eðlilega sinn tíma ef fara á að lögum sem þingmenn hafa sett. Sá tími er bara því miður ekki til... Lausnin fundin Ríkisstjóm og Alþingi hafa sætt ámæli hagfræð- inga að undan- fömu fyrir að gera ekki nauð- : synlegar ráðstaf- anir til að slá á j þensluna í þjóð- | félaginu. Þvert á móti sé aukið á vandann, t.d. með níu mifljarða aukafiárveitingu til vegafram- kvæmda. Þingmenn virðast þó loks hafa áttað sig og hugðust bjarga málinu á síðustu dögum þingsins. Lausnin var fundin - af- nema skyldi skattfrelsi Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Is- lands, og minnka þannig ríkisút- gjöldin. - Nema þetta hafi bara átt að vera fyrirbyggjandi aðgerð ef Ástþór Magnússon næði kjöri... Pólverji Haraldur | Örn Ólafsson, i tveggja póla fari, er nú far-1 inn að gera það I að vana sínum I að ganga á norðurpólinn f einu sinni á dag. Þegar j hann leggst til hvílu í tjaldi sínu á kvöldin er næsta víst að vegna ísreks sé hann kominn talsvert í burtu frá pólnum þegar hann vaknar að morgni. Því verður hann að hefia hvern dag á þvi að leita að póln- um á nýjan leik til að geta verið til staðar þegar eiginkonan, Ingþór og fleiri sækja hann á flugvélinni. Segja gárungar að pólárátta Har- alds hafi nú heltekið huga hans og telji hann þvi skyldu sína að standa vaktina og verja norðurpól- inn. Haraldur sé því sá eini i viðri veröld sem geti með sanni kallað sig „Pólverja"...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.