Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 8
8 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 Utlönd Páfi veitir áheyrn Páfi tók á móti ítölskum hjólreiöa- mönnum í Páfagarði í gær. Tilræðismaðurinn biður Jóhannes páfa um hjálp Tyrkinn Mehmet Ali Agca, sem skaut og nærri drap Jóhannes Pál páfa fyrir nítján árum, hefur skrifað bréf þar sem hann biður páfa um að hjálpa sér að komast aftur heim til fjölskyldu sinnar. Handskrifaö bréfið var barst ítölsku fréttastofunni ANSA sama dag og páfl fór til Portúgals til að heimsækja gröf meyjarinnar frá Fatima sem páfi telur að bjargaö lífi sínu. Agca var var dæmdur í lífstíðar- fangelsi fyrir tilræðið. Danir óttast að Grænlendingar vilji sjálfstæði Danska ríkisstjórnin er óróleg yf- ir að víðtækur samningur um sjálf- stæði Færeyja kunni að hafa smit- andi áhrif á Grænlendinga. Þetta segir Hogni Hoydal, ráð- herra sjálfstæðismála í Færeyjum, í viðtali við danska blaöið Berlingske Tidende. Hogni segir að ótti Grænlendinga við að andstaða Dana við sjálfstæð- iskröfum Færeyinga geti skaðað starf grænlensku sjálfstjórnamefnd- arinnar sé óþarfur. „Danir vita vel að ekki er hægt að líkja saman sjálfstæðisbaráttu Fær- eyinga og Grænlendinga. Danska stjómin er óróleg yfir því að góður samningur fyrir Færeyjar geti haft fordæmisgildi á Grænlandi. Danir vita að það er vel hægt að þola að Færeyingar gangi úr ríkjasamband- inu en verra væri ef Grænlendingar ákvæöu að gera þaö líka,“ segir Hogni. Sjálfstjómamefnd Grænlands, sem vill að Grænland verði áfram i danska ríkjasambandinu, kemur til fundar í Danmörku 15. júní, sama dag og Færeyingar ræða þriðja sinni við Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra um sjálfstæði. Aukinn herstyrkur til Sierra Leone: Lokauppgjör við upp- reisnarmenn í augsyn Hersveitir Sameinuðu þjóðanna og bandamenn þeirra í Sierra Leone eru sem óðast að búa sig undir loka- uppgjör við uppreisnarmenn sem tóku hundmð friðargæsluliða SÞ höndum í fyrri viku og hótuðu að flá einhverja þeirra lifandi. Sókn uppreisnarmanna að höfuð- borginni Freetown hefur nú verið stöðvuð. Yfirmaður fylkingar í her Sierra Leone sagði fréttamanni Reuters í gær að uppreisnarmenn- irnir hefðu verið hraktir í meira en sextíu kílómetra fjarlægð frá Freetown. „Á morgun komast hersveitir mínar örugglega til Masiaka,“ sagði Francis Sowa major og vísaði þar til bæjar sem stendur við hemaðarlega mikilvæg vegamót inni í landi. Á sama tíma hafa hersveitir SÞ og breskar sveitir verið að efla vopna- búnað sinn. Breska flugmóðurskipið Illustri- ous er á leið til Freetown með sex hundruð landgönguliða. Sjö hund- ruð breskir fallhlífarhermenn eru þegar komnir til landsins og stjórna mikilvægum stöðum í og í nágrenni höfuðborgarinnar. Um borð í Illustrious eru einnig þrettán Harrier orrustuþotur. Bresk stjómvöld segja að her- sveitir þeirra eigi ekki að taka þátt í átökum en þær kynnu að dvelja í Sierra Leone í allt að einn mánuð til að aðstoða gæsluliða SÞ við að koma friðarsamkomulaginu frá því fyrra aftur á koppinn. Yflrmaður bresku hersveitanna í Sierra Leone, David Richards, sagði í gær að hermenn hliðhollir Ahmed Tejan Kabbah forseta yrðu að taka á sig hitann og þungann af bardögun- um. Aðspurður sagði hann þó að umboð bresku hersveitanna væri túlkað frjálslega. Um tuttugu þúsund manns söfn- uðust saman í Freetown í gær þegar gerð var útför nítján manna sem féllu í átökum fyrir utan heimili Fodays Sankohs, leiðtoga uppreisn- armanna, á þriðjudag. Lífverðir Sankohs skutu á fólkið. mmnEMt. Blaðamaður pyntaður í dý- flissum Assads Sýrlenski blaðamaðurinn Nizar Nayyouf er nær dauða en lífi í einangrunar- vist í herfangelsi í Damaskus, höf- uðborg Sýrlands, þar sem hann fær ekki nauðsynlega læknisað- stoð. Nayyouf var dæmdur í tíu ára fangelsi og þrælkunarvinnu árið 1992 fyrir að vera félagi í ólögleg- um samtökum, í þessu tilviki mannréttindasamtökum, og fyrir að breiða út „rangar" upplýsing- ar um ástand mannréttindamála í Sýrlandi. í fangelsinu hefur Nayyouf, sem er að verða 38 ára, lifað af þrjár morðtilraunir og hann hef- ur mátt sæta miklum pyntingum, meðal annars verið hengdur upp á fótunum og verið kastað í raf- magnsbað. Einnig hafa fangaverð- ir kastað á hann þvagi fyrir að neita að biðjast fyrir frammi fyr- ir mynd af Assad forseta. Vegna pyntinganna er Nayyouf að hluta lamaður fyrir neðan mitti og þjá- ist af fjölda sjúkdóma. Sorgin fær útrás í Sierra Leone Sorgin var allsráðandi á þjóðarleikvanginum í Freetown, höfuðborg Sierra Leone, í gær þegar um tuttugu þúsund manns komu saman við útför nítján manna sem voru drepnir fyrir utan heimili uþpreisnarforingans Fodays Sankohs í vikunni. Mótmælendur höföu safnast saman fyrir utan heimili Sankohs þegar lífverðir hans hófu skothríð. Gott fyrir hjónabandið Bill Clinton Bandaríkjaforseti lýsti því yfir í vikunni aö dvölin í Hvíta húsinu hefði verið góö fyrir hjónaband þeirra Hillary þrátt fyrir klúðriö meö Monicu Lewinsky. Boesak fékk þrjú ár Hæstiréttur Suður-Afríku stað- festi í gær sakfellingu klerksins Al- ans Boesaks fyrir þjófnað og fjár- svik og dæmdi hann í þriggja ára fangelsi. Boesak stal meðal annars peningum sem áttu að fara í þróun- araðstoð. Tjáningarfrelsi tryggt Vladímír Pútín, forseti Rússlands, visaði í gær á bug að hús lögreglunn- ar hjá fjölmiðlafyr- irtækinu Media- Most í Moskvu á fimmtudag væri til merkis um að frelsi fjölmiðla og tjáningarfrelsi væru í hættu. Ford dregur saman seglin Ford-bílaverksmiðjurnar til- kynntu i gær að þær myndu hætta framleiðslu í stærstu bílasmiðju sinni í Bretlandi snemma árs 2002 til að reyna að auka hagnaðinn af starfseminni í Evrópu. Nítján hund- ruð manns missa vinnuna. Ekki aftur snúið Romano Prodi, forseti fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins, sagði á fundi í Kaupmannahöfn í gær að ef Danir ákvæðu að taka upp sameiginlega mynt ESB í þjóðaratkvæðagreiðsl- unni 28. september væri sú ákvörð- un endanleg. Veit ekki hver hún er Kona sem var staðin aö bankaráni í Kaupmannahöfn á fimmtudag man ekki hver hún er. Ofbeldisverkunum linni Robert Mugabe, forseti Simb- abves, sagði í gær að ofbeldisverk- um gegn hvítum bændum landsins yrði að linna og tilkynnti stofnun nefndar sem á að skipta upp landi bændanna og afhenda svörtum. Beðið eftir Watson Færeyska lög- reglan gerir ekkert veður út af yfirlýs- ingum hvalfriðun- arsinnans Pauls Watsons um að hann ætli til Fær- eyja í sumar að berjast gegn grinda- drápi heimamanna. Jón Kleik Olsen varalögreglustjóri segir að vel verði fylgst með ferðum Watsons og því tekið sem aö höndum ber, að því er fram kemur í færeyska blaðinu Sosialurin. Danir ekki til Malmö Ekkert er hæft í þeim sögum að Danir hafi keypt hús í stórum stíl í og við Malmö í Svíþjóð og ætli að flytja þangað eftir að Eyrarsunds- brúin verður opnuð í sumar, að sögn Sydsvenska Dagbladet í gær. Fasteignasalar segja að danskir hús- næðiskaupendur séu ekki fleiri nú en fyrir 20 árum. Vinda lægir í Los Alamos: Brúnin lyftist á brunavörðunum Brúnin lyftist heldur síðdegis í gær á slökkviliðsmönnunum sem berjast við skógareldana viö bæ- inn Los Alamos í Nýja-Mexíkó. Heldur dró úr vindi í gær og loft- rakinn var meiri en áður. Eldur- inn hefur þegar eyðilagt 280 heim- ili og tuttugu og fimm þúsund manns hafa orðið að flýja að heim- an. „Nú þegar hann hefur lægt von- umst við til að geta beitt flugvél- um við slökkvistörfm og slökkt eldinn. Það hafa ekki kviknað neinir nýir eldar, svo það er já- kvætt," sagði ríkisstjórinn Gary Johnson í sjónvarpsviðtali. Sumir þeirra sem höfðu orðið að flýja fylltust einnig von þegar þeir fengu að fara aftur inn í Los Alamos. Margrethe og Bill Feldm- an komust að raun um að hús þeirra var enn uppistandandi. Skógareldar vlð Los Alamos Gífurlegur reykur er af skógareldunum við Los Alamos. „Þetta var mikill léttir. Ég var undir það búin að finna ekki neitt,“ sagði frú Feldman. Starfsmenn bandarísku þjóð- garðastofnunarinnar kveiktu eld- inn af ásettu ráði í síðustu viku til að ryðja land en misstu fljótlega tökin á honum. Yfirmaðurinn sem bar ábyrgð á eldinum hefur verið leystur frá störfum á launum. „Þetta lítur út eins og stríðs- átakasvæði," sagði Ed Pullian, varðstjóri í slökkviliði Los Ala- mos, í gær. Hann hafði þá aðeins sofið sjö klukkustundir síðustu 3 daga. Helsta kjamorkuvopnarann- sóknarstofa Bandarikjanna er í Los Alamos og vinna þar sjö þús- und manns. Yfirvöld segja að geislavirku efnin séu geymd í traustum neðanjarðarbyrgjum og að ekki stafi nein hætta af þeim.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.