Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 14
14 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 Fréttir x>v Reykjavíkurlistinn glímir við mesta vanda sinn frá stofnun: Lík í lestinni yfirlýsingar Össurar um hreinsanir hleypa illu blóði í Vinstri-græna R-listinn glímir nú við mesta vanda frá því hreyfingin náði völdum árið 1994. Nýr formaður Samfylkingar, Öss- ur Skarpéðinsson, setti allt á annan endann með yfirlýsingu sinni í DV-yf- irheyrslu þess eðlis að „það hefði átt sér stað ákveðin hreinsun“ með brott- hvarfi sumra þeirra sem gengu í lið með Vinstri hreyfingunni - grænu framboði. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, brást illa við þessum ummælum Össurar og sagði í DV að þau væru ekki samboð- in formanni flokks sem talið væri að vildi vera umburðarlyndur. I sama streng tók Kristín Halldórsdóttir, sam- flokksmaður Steingríms J„ sem sagði stefna í að Samfylking yrði skoðana- laust flikki sem hún væri fegin að standa utan við. Það er því ljóst að strax á fyrstu dögum hins nýja flokks hefur Össur hleypt iilu blóði í stuðn- ingsmenn VG og dregið skýra linu á milli flokkanna tveggja. Afleiðingin er að margra mati sú að samstarf innan Reykjavíkurlistans er i meira upp- námi nú en nokkru sinni fyrr og líkur aukast á því að Vinstri-grænir bjóði fram sérstaklega fremur en að vera undir regnhlífinni með hinum. Það er einkum tvennt sem stefnir framtíð R- Sigrún María Kristínsdóttir blaöamaöur listans i hættu. Annars vegar væring- ar á milli Samfylkingar og vinstri- grænna sem smita úr landsmálunum og inn í sveitarstjórnarmálin og hins vegar miklir fyrirvarar sem vinstri- grænir hafa við stefnu Reykjavíkur- listans í stórum málum, svo sem einkavæöingu SVR. Bæði innan VG og Samfylkingar eru sterkar raddir uppi um að flokkamir eigi að bjóða sérstak- lega fram til borgarstjómar og ná þannig fram raunhæfri mælingu. Munaðarlausir Allar götur frá því hið sameinaða afl náði völdum undir öruggri hand- leiðslu Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur árið 1994 hefur aðild Framsóknar- flokksins verið viðkvæmt mál. Fram- sóknarflokkurinn hefur auðvitað þurft að glíma við þann vanda innbyrðis að vinna til vinstri í borgarmálum en til hægri í landsmálum. Þessi vandi kem- ur gjarnan upp á yfirborðið þar sem R- listinn fagnar á tyllistundum og flokksformenn mæta til að samfagna borgarfulltrúum. Þá vantar oftar en ekki forystumenn Framsóknarflokks- ins og borgarfulltrúar eru hálfmunað- arlausir í fagnaðarlátunum á meðan fulltrúar hinna flokkanna era umvafð- ir kærleika og ást sinna flokksfor- manna og annarra flokkssystkina. Sá styrkur Ingibjargar Sólrúnar að halda Reykjavíkurlistanum saman með munaðarleysingjana innanborðs hefur vakið mikla og óskipta aðdáun margra og raunar em ófáir sem halda því fram að þetta sé ekki á færi neins ann- ars stjómmálamanns. Samstarfið inn- an regnhlífarsamtakanna hefur verið með ágætum og borgarfulltrúarnir Al- freð Þorsteinsson og Sigrún Magnús- dóttir hafa fallið vel inn í hópinn. Það þykir ekki síst merkilegt að Sigrún skuli þrífast þarna ef litið er til þess að eiginmaður hennar, Páll Pétursson, er ráðherra í ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar. Vinstra megin í hjónarúminu er því andi Ingibjargar Sólrúnar en hægra megin svífur Davíð og allt er í besta gengi. Páll læðist á fagnaðarhá- tíðir Reykjavíkurlistans en Sigrún mætir íbyggin ásamt maka sínum á hátíðarstundir þar sem ríkisstjómin þarf að vera sýnileg. Þrátt fyrir að á yfirborðinu sé allt slétt og fellt þá er ástandið ofurviðkvæmt og lítið þarf til að samstarfið bresti og Alfreð og Sig- rún hrökklist yfir á hægri vænginn. Ólgan vegna Vinstri-grænna náði inn í raðir borgarstjórnar þegar Ámi Þór Sigurðsson, varaborgarfulltrúi Al- þýðubandalags og formaður skipulags- nefndar, sagði skilið við sinn gamla flokk og ákvað að snú abaki við Sam- fylkingu og ganga til liðs við Vinstri- græna. Ingibjörg Sólrún varði Árna Þór og neitaði að setja hann út úr nefndum og ráðum þrátt fyrir að hann hefði sagt sig úr þeim flokki sem veitti honum brautargengið. Helgi Hjörvar, forseti borgarstjórnar, og efsti maður Reykjavíkurlistans var á allt öðru máli og vildi Áma Þór út í kuldann. Afstaöa borgarstjórans var auðvitað skiljanleg í ljósi þess að hún veit að líf Reykjavíkurlistans við stjórn borgar- innar hangir á því að öll öfl á vinstri vængnum standi saman að framboð- inu. Fari fleiri flokkar fram þykir ein- sýnt að borgin falli í hendur Sjálfstæð- ismanna eftir næstu kosningar. Þar er bent á að Sjálfstæðismönnum nægi minnihluti atkvæða til að ná meiri- hluta af tvístraðum vinstri flokkum. Eldur og ís Hvað varðar afstöðu forystumanna Vinstri-grænna þá er talið að vilji Steingríms J Sigfússonar standi til þess að halda Reykjavikurlistanum saman en þá aðeins á forsendum mál- efna en ekki eingöngu vegna samstöðu við aðra flokka. Jafnframt eru kenn- ingar uppi um að Ögmundur Jónas- son, leiðtogi VG í Reykjavík, sé hallur undir það að flokkurinn bjóði fram sér og þannig fáist mæling á styrk hans í Reykjavík. Á það er bent að Ingibjörg Sólrún og Ögmundur eigi litla pólítíska samleið og eins og einn heim- ildarmanna DV orðaði það: „Þau em sem eldur og ís“. Sjálfur hefur Ög- mundur alvarlegar athugasemdir við stefnu R-listans i einkavæðingarmál- um og því er svo að sjá að Ingibjörg Sólrún verði að söðla um í stefnu- málum eigi sameiginlegt framboð að verða veraleiki. VG er nýtt stjómmálaafl og í meðbyr væri klókt aö sýna fram á mikinn styrk í Reykjavík með sérframboði. Þá yrði ekki síður spenn- andi að vera í oddaað- stöðu með ferska stefnu í farteskinu og geta valið á milli Sjálfstæðisflokks og Reykjavíkurlista í samstarfi. Slikt er þó ekki talið líklegt þar sem flest teikn eru á lofti um að Sjálfstæðisflokkur í keppni við tvö önnur framboð fengi hreinan meirihluta borgarfull- trúa út á minna en helm- ing atkvæða. Meðal heim- ildarmanna DV innan Reykjavíkurlistans er talað um að framtíðin velti á því hvort áherslur Steingríms J eða Ögmundar verði ofan á en báðir leggja þeir áherslu á að málefnin ráði en ekki form á framboðum. Hvað Samfylkinguna varðar er hið sama uppi á teningn- um. Hið sameinaða afl sem er fætt skilgreinir sig sem mótvægi við Sjálfstæðis- flokkinn og margir eru á því máli að eðlilegt væri að höfuðpólamir mættust i borginni án þess að Samfylkingin verði undir regnhlíf R-listans. Hvort þau sjónar- mið verða ofan á veltur þó á gengi hins nýja flokks í skoðanakönnunum og víst er að enginn Samfylkingarmað- ur vill horfa upp á afhroð í borgar- stjómarkosningum. Það em þvi sterk öfl innan beggja flokka sem daðra við þá hugmynd að sýna styrk sin með sjálfstæðu framboði og á meðan ríkir fullkominn óvissa um framtíð Reykja- víkurlistans. Lengi var því spáð að Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir gæfi kost á sér til for- mennsku í Samfylkingunni. Hún var sá samnefnari sem flestir töldu líkleg- astan til að halda hinum nýja flokki saman. í yfirheyrslu DV yfir Össuri Skarphéðinssyni kom meðal annars fram að þegar hann hætti sem ritstjóri DV var hans skoðun sú að svilkona hans, borgarstjórinn, myndi hella sér út í landsmálin. Það vakti því undrun kröppum dansi Lífsmörk R-listans eru nú í lágmarki og er taliö aö Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þurfi á öllu sínu aö halda til að límingin gefi sig ekki. urinn gangi úr skaftinu að óbreyttu. Flokkurinn hefur óneitanlega völd út á það að vera innan meirihluta borgar- stjórnar og að óbreyttu er engin ástæða til að kasta þeim á glæ. Fari hinsvegar svo að Vinstri- grænir stimpli sig ekki formlega inn í samstarfið og boði sér- framboð er eins vist „að flandinn verður laus,“ eins og heimildar- maður innan borgarstjórnar orðaði það. Það sem sagt velti allt á því að halda friðinn við margra þegar Ingibjörg Sólrún gaf það frá sér að leiða Samfylkingu en ákvað að einbeita sér að borgarmálum. Skýr- ingin liggur væntanlega í því að hún hafl talið lífsspursmál að hún leiddi Reykjavíkurlistann í heflu lagi inn I næstu kosningar og ekki væri í sjón- máli arftaki sem réði við það erfiða verkefni. Engir kærleikar hafa verið milli Helga Hjörvars, forseta borgar- stjórnar, og Ingibjargar Sólrúnar og því óhugsandi að hún afhenti honum völdin tfl að fara í landsmálin. Nú er borgarstjórinn í miðjum ólgusjó með lík í lestinni og uppi em raddir um að hvergi sjáist til lands. Ingibjörg Sólrún leggur áherslu á það að Reykjavíkur- listinn sé annað en Samfylking og vel sé hægt að vinna í borgarmálum án þess að flokkapólítík komi þar nærri. Lífsmörk í lágmarki Ekki er talið að Framsóknarflokk- um og eiga þar með von til að halda borginni. Það var því engin hamingja innan Reykjavíkurlistans þegar Össur talaði um hreinsanir í DV og stuðaði þannig þá sem nú þarf fyrst og fremst að halda friðinn við. Lífsmörk R-listans eru nú í lágmarki og talið að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir þurfi á öllu sínu að halda til að límingin gefi sig ekki. Það sem gæti bjargað R-listanum er að enginn vill verða gerður ábyrgur fyr- ir því að hafa sprengt upp samstarfið í Reykjavík. Raddir em uppi um að Össur Skarhéðinsson hafi alls ekki talað um „hreinsanir“ í neinu ógáti eða sigurvímu hins nýkjöma leiðtoga. Ummælin séu yfirveguð og hann sé vísvitandi að láta reyna á þanþol Vinstri-grænna vitandi það að ef þeir hafni R-listanum verði þeim enda- laust nuddað upp úr því að hafa af- hent Sjálfstæðisflokknum borgina á silfurfati í kosningunum árið 2002. insco-'iúZDizoTj: HEILSUDYNURNAR Nýtt efni sem upphaflega var ] NASA sem mótvægi á jieim þrýstingi s geimfarar veráa fyrir við geimskot. Aðlagast að likamshita Vöfðabólga Liðagikt Kviðslit Bakvcrkir »» ✓ Amerísku heilsudýnumar Kynmð ykkur Jrobœr ny verð a ^ y m hmimdýnum og rojmagnsbotmtm Verðdœmi: VviCO-MedimU 90 cm m/botni 54.400. Chiropractic eða lisco MedicoU Qneen 89.900. King 119.900 Vuco-Medicott 90 cm m/Rajmagnsbotni 87.900. HEILSUNNAR veG Ein viðurkenndasta heilsudýna íhéimi Ein mest selda heilsudýna á landinu Chiropmctic eru einu heilsudýnumar sem eru þróaðar og viðurkendar af amerísku og kanadísku kírópraktorasamtökunum. Yfir 32 þúsund kírópractorar mæla því með Chiropmctic þar á meðal þeir íslensku. Listhúsinu Laugardal, sími 581 2233 • Dalsbraut 1, Akureyri, sími 461 1150 • www.svefnogheilsa.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.