Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Page 22
22
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
Helgarblað
DV
Geirfinnsmálið 26 árum síðar:
Persónur og leikendur
- hvar eru þau nú?
Áriö 1974 hurfu
tveir menn spor-
laust. Guðmundur
Einarsson, tvítug-
ur piltur úr Blesu-
gróf, hvarf 27. jan-
úar. Geirfinnur
Einarsson, 32 ára
gröfumaöur í
Keílavík, hvarf 19.
nóvember um Erla Bolladóttlr
haustið. Árið 1977 áriö 1977-
voru flmm menn
dæmdir í Sakadómi fyrir að hafa orð-
ið þessum tveimur mönnum að bana.
Dómurinn var síðan að mestu stað-
festur í Hæstarétti 1980.
Hér verða málsatvik ekki rakin
frekar en nær allir sakborningar
drógu játningar sinar til baka á síðari
stigum, héldu fram sakleysi sínu og
sökuðu lögreglu um harðræði og mis-
tök við rannsókn málsins. Margir aðr-
ir hafa síðan orðið til þess að taka
undir þennan málflutning og gagn-
rýnt mjög margt í vinnubrögðum og
framgangi lögreglu og er óhætt að
segja að Geirfinnsmálið eins og þessi
málarekstur í heild sinni er kailaður
sé stærsta og sérstæðasta sakamál ís-
landssögunnar. Aldrei fundust nein
lík og engin haldbær sönnunargögn
sem gætu talist styðja játningar
meintra sakborninga.
Sævar Marinó Ciesielski, meintur
forsprakki fimmenninganna, hefur ít-
rekað reynt að fá málið tekið upp að
nýju. Beiðnum hans hefur ávallt verið
hafnað. Sævar ritaði ríkislögreglu-
stjóra síðast bréf um málið í mars sl.
Á öðrum væng málsins er Jón
Orn Höskuldsson.
Eggert
Bjarnason.
Steinar Gunnlaugsson lögmaður að
vinna fyrir Magnús Leópoldsson að
því að rannsaka gögn sem varpað geti
ljósi á hvers vegna Magnús dróst sak-
laus inn í málarekstur þennan. Gögn
úr frumrannsóknum sem fundust ný-
lega i Keflavík eru talin geta varpað
nýju ljósi á það og er tíðinda að vænta
innan skamms.
Erla Bolladóttir, einn sakborning-
anna, hefur nú lagt fram beiöni til
Hæstaréttar um endurupptöku máls-
ins. Erla hefur ekki áður tekið þátt i
baráttu Sævars fyrir endurupptöku
en hún var lykilvitni lögreglunnar í
þessum málum. í rökstuðningi með
endurupptökubeiðni hennar er lög-
reglan borin þungum sökum um
þrýsting, hótanir og að hafa lagt
henni orð í munn og hafi þeir stjórn-
að málflutningi hennar algerlega.
Hvar eru hinir dæmdu?
En hvað varö svo um þetta ógæfu-
sama fólk? Hvernig hefur því reitt af
síöan?
Sakborningar í Guðmundar- og
Geirfinnsmálum voru dæmdir í
Lögreglumenn leiöa Sævar Marinó Ciesielski í Sakadóm 1977 til aö hlýöa á dómsuppkvaöningu í Guðmundar- og
Geirfinnsmálum. í dag, tæpum 26 árum eftir aö Guömundur og Geirfinnur hurfu, er unniö aö því af þremur ólíkum
aöilum aö fá máliö endurupptekiö og varpa Ijósi á þaö sem fór úrskeiöis viö rannsókn þess.
Hæstarétti 1980. Þeir tveir sem fengu
þyngsta dóma, Sævar Marinó Ciesi-
DUBLIN
A ISLANDI
Dublin á íslandi
Lagersala
ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN
Ljósakrónur, skermar, lampar og veggljós, enn meiri verðlækkun, nú 50% afsláttur.
Vatteruð rúmteppi, single, double og king size, nú aðeins 1499 kr.
Pottaþurrkur með ýmsum myndum, aðeins 125 kr.
Glös frá 39 kr.
Bollar frá 50 kr.
Hnífapör, 16 stk., á aðeins 550 kr.
Frábært úrval af nælonsokkabuxum og sokkum á 60% afslætti
Sokkabuxur nú frá 50 kr., sokkar frá 30 kr.
Skyrtubolir, 2 í pakka, á 399 kr.
Polo-bolir á 299 kr.
Thermal og bómullarundirföt fyrir börn og fullorðna á hreint ótrúlegu verði.
Allar herrabuxur, nú á 999 kr.
Ekki bara þetta, margt fleira.
Kíkið til okkar og sjáið sjálf.
Dublin á íslandi • Faxafeni 10 • sími 553 1381
Opið
elski og Kristján Viðar Viðarsson,
losnuðu úr fangelsi síðla árs 1984 en
þá höfðu aðrir sakborningar þegar
fengið frelsi.
Sævar Marinó Ciesielski býr í
Reykjavík. Hann bjó um hríð í Banda-
ríkjunum en kom heim fyrir alimörg-
um árum. Hann hefur unnið ýmis
störf en undanfarin 10 ár helgað líf
sitt baráttunni fyrir því að málin
verði tekin upp að nýju.
Erla Bolladóttir býr í Reykjavík.
Hún starfaði með sértrúarsöfnuðum
erlendis árum saman eftir að hún
kom úr fangelsi en hefur snúið heim
aftur.
Kristján Viðar Viðarsson er búsett-
ur í Reykjavík en hefur breytt föður-
nafni sínu í Júlíusson.
Tryggvi Rúnar Leifsson er búsettur
í Reykjavik. Hann og Kristján eiga
það sameiginlegt að síðan afplánun
þeirra lauk hafa þeir strítt við mis-
notkun vímuefna og áfengis og komið
nokkuð við sögu lögreglunnar. Þeir
hafa engin afskipti haft af baráttunni
fyrir endurupptöku málsins.
Guðjón Skarphéðinsson settist að í
Danmörku eftir afplánun og lagði
stund á guðfræðinám. Hann er sókn-
arprestur á Staðastað á Snæfellsnesi.
Albert Skaftason er búsettur í
Reykjavík og starfar við smíöar.
Lögreglumenn og dómarar
Þórir Oddsson var fulltrúi í Saka-
dómi og rannsóknarlögreglustjóri og
vararannsóknarlögreglustjóri þegar
umrædd mál voru rannsökuð og dóm-
tekin. Hann er vararíkislögreglustjóri
í dag.
Öm Höskuldsson var fulltrúi í
Sakadómi og deildarstjóri RLR árin
1970-1978 og kom mjög að rannsókn
Guðmundar- og Geirfinnsmála. Öm
hefur rekið eigin lögfræðiskrifstofú
frá 1978 og býr í Mosfellsbæ.
Sigurbjörn Víðir Eggertsson lék
lykilhlutverk við rannsókn og yfir-
heyrslur í umræddum málum sem
rannsóknarlögreglumaður. Hann er
aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykja-
vík.
Eggert N. Bjarnason rannsóknar-
lögreglumaður var nánasti samstarfs-
maður Sigurbjörns við rannsókn
téðra mála. Hann hélt áfram að starfa
í rannsóknarlögreglunni um árabil en
er nú á eftirlaunum.
Hallvarður Einvarðsson var vara-
ríkissaksóknari og rannsóknarlög-
reglustjóri þegar umrædd mál vom
rannsökuð og dæmd. Hann varð ríkis-
saksóknari 1986
en hefur nú lát-
ið af störfum.
Þessi mál
voru dæmd í
Sakadómi
Reykjavíkur
1977 af þremur
dómurum og í
Hæstarétti 1980
af fimm dómur-
um. Ríkissak-
sóknari á þeim
tíma var Þórður
Björnsson en
dómararnir
voru: Björn
Sveinbjömsson,
Ármann Snæv-
arr, Benedikt
Sigurjónsson,
Logi Einarsson
og Þór Vil-
hjálmsson í
Hæstarétti en
Gunnlaugur
Briem, Ármann
Kristinsson og
Haraldur
Henrysson í
Sakadómi. Þess-
ir menn eru
látnir eða komn-
ir á eftirlaun
utan Haraldur
dómari.
wr/f* ym
Jk
Guðmundur
Einarsson.
Hann sást síöast í
Hafnarfiröi aöfara-
nótt 27. janúar
1974.
Geirfinnur
Einarsson.
Hann sást síðast í
Keflavík aö kvöldi
19. nóvember
1974.
sem er hæstaréttar-
Fjórmenningarnir
Fjórir menn sátu lengi í gæslu-
varðhaldi grunaðir um aðild að
málinu en voru síðan hreinsaðir af
öllum sökum. Þeir voru misjafn-
lega mikið tengdir veitingahúsinu
Klúbbnum.
Magnús Leópoldsson er fast-
eignasali og á og rekur Fasteigna-
miðstöðina í Reykjavík.
Einar Bollason er þekktur at-
hafnamaður sem á og rekur fyrir-
tækið íshesta.
Valdimar Ólsen er skrifstofu-
maður í Reykjavík.
Sigurbjöm Eiríksson, veitinga-
maður í Klúbbnum, er látinn.
Þannig em persónur og leikend-
ur í þeim flókna leik sem við köll-
um Geirfinnsmálið dreifðir um allt
samfélagið, flestir enn á meðal vor.
Margir telja að kaflaskipti séu inn-
an seilingar í málinu þar sem
dómskerfið geti ekki lengur vikið
sér undan þvi að taka það upp að
nýju. -PÁÁ