Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 22
22 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 Helgarblað DV Geirfinnsmálið 26 árum síðar: Persónur og leikendur - hvar eru þau nú? Áriö 1974 hurfu tveir menn spor- laust. Guðmundur Einarsson, tvítug- ur piltur úr Blesu- gróf, hvarf 27. jan- úar. Geirfinnur Einarsson, 32 ára gröfumaöur í Keílavík, hvarf 19. nóvember um Erla Bolladóttlr haustið. Árið 1977 áriö 1977- voru flmm menn dæmdir í Sakadómi fyrir að hafa orð- ið þessum tveimur mönnum að bana. Dómurinn var síðan að mestu stað- festur í Hæstarétti 1980. Hér verða málsatvik ekki rakin frekar en nær allir sakborningar drógu játningar sinar til baka á síðari stigum, héldu fram sakleysi sínu og sökuðu lögreglu um harðræði og mis- tök við rannsókn málsins. Margir aðr- ir hafa síðan orðið til þess að taka undir þennan málflutning og gagn- rýnt mjög margt í vinnubrögðum og framgangi lögreglu og er óhætt að segja að Geirfinnsmálið eins og þessi málarekstur í heild sinni er kailaður sé stærsta og sérstæðasta sakamál ís- landssögunnar. Aldrei fundust nein lík og engin haldbær sönnunargögn sem gætu talist styðja játningar meintra sakborninga. Sævar Marinó Ciesielski, meintur forsprakki fimmenninganna, hefur ít- rekað reynt að fá málið tekið upp að nýju. Beiðnum hans hefur ávallt verið hafnað. Sævar ritaði ríkislögreglu- stjóra síðast bréf um málið í mars sl. Á öðrum væng málsins er Jón Orn Höskuldsson. Eggert Bjarnason. Steinar Gunnlaugsson lögmaður að vinna fyrir Magnús Leópoldsson að því að rannsaka gögn sem varpað geti ljósi á hvers vegna Magnús dróst sak- laus inn í málarekstur þennan. Gögn úr frumrannsóknum sem fundust ný- lega i Keflavík eru talin geta varpað nýju ljósi á það og er tíðinda að vænta innan skamms. Erla Bolladóttir, einn sakborning- anna, hefur nú lagt fram beiöni til Hæstaréttar um endurupptöku máls- ins. Erla hefur ekki áður tekið þátt i baráttu Sævars fyrir endurupptöku en hún var lykilvitni lögreglunnar í þessum málum. í rökstuðningi með endurupptökubeiðni hennar er lög- reglan borin þungum sökum um þrýsting, hótanir og að hafa lagt henni orð í munn og hafi þeir stjórn- að málflutningi hennar algerlega. Hvar eru hinir dæmdu? En hvað varö svo um þetta ógæfu- sama fólk? Hvernig hefur því reitt af síöan? Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum voru dæmdir í Lögreglumenn leiöa Sævar Marinó Ciesielski í Sakadóm 1977 til aö hlýöa á dómsuppkvaöningu í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. í dag, tæpum 26 árum eftir aö Guömundur og Geirfinnur hurfu, er unniö aö því af þremur ólíkum aöilum aö fá máliö endurupptekiö og varpa Ijósi á þaö sem fór úrskeiöis viö rannsókn þess. Hæstarétti 1980. Þeir tveir sem fengu þyngsta dóma, Sævar Marinó Ciesi- DUBLIN A ISLANDI Dublin á íslandi Lagersala ÓTRÚLEG VERÐLÆKKUN Ljósakrónur, skermar, lampar og veggljós, enn meiri verðlækkun, nú 50% afsláttur. Vatteruð rúmteppi, single, double og king size, nú aðeins 1499 kr. Pottaþurrkur með ýmsum myndum, aðeins 125 kr. Glös frá 39 kr. Bollar frá 50 kr. Hnífapör, 16 stk., á aðeins 550 kr. Frábært úrval af nælonsokkabuxum og sokkum á 60% afslætti Sokkabuxur nú frá 50 kr., sokkar frá 30 kr. Skyrtubolir, 2 í pakka, á 399 kr. Polo-bolir á 299 kr. Thermal og bómullarundirföt fyrir börn og fullorðna á hreint ótrúlegu verði. Allar herrabuxur, nú á 999 kr. Ekki bara þetta, margt fleira. Kíkið til okkar og sjáið sjálf. Dublin á íslandi • Faxafeni 10 • sími 553 1381 Opið elski og Kristján Viðar Viðarsson, losnuðu úr fangelsi síðla árs 1984 en þá höfðu aðrir sakborningar þegar fengið frelsi. Sævar Marinó Ciesielski býr í Reykjavík. Hann bjó um hríð í Banda- ríkjunum en kom heim fyrir alimörg- um árum. Hann hefur unnið ýmis störf en undanfarin 10 ár helgað líf sitt baráttunni fyrir því að málin verði tekin upp að nýju. Erla Bolladóttir býr í Reykjavík. Hún starfaði með sértrúarsöfnuðum erlendis árum saman eftir að hún kom úr fangelsi en hefur snúið heim aftur. Kristján Viðar Viðarsson er búsett- ur í Reykjavík en hefur breytt föður- nafni sínu í Júlíusson. Tryggvi Rúnar Leifsson er búsettur í Reykjavik. Hann og Kristján eiga það sameiginlegt að síðan afplánun þeirra lauk hafa þeir strítt við mis- notkun vímuefna og áfengis og komið nokkuð við sögu lögreglunnar. Þeir hafa engin afskipti haft af baráttunni fyrir endurupptöku málsins. Guðjón Skarphéðinsson settist að í Danmörku eftir afplánun og lagði stund á guðfræðinám. Hann er sókn- arprestur á Staðastað á Snæfellsnesi. Albert Skaftason er búsettur í Reykjavík og starfar við smíöar. Lögreglumenn og dómarar Þórir Oddsson var fulltrúi í Saka- dómi og rannsóknarlögreglustjóri og vararannsóknarlögreglustjóri þegar umrædd mál voru rannsökuð og dóm- tekin. Hann er vararíkislögreglustjóri í dag. Öm Höskuldsson var fulltrúi í Sakadómi og deildarstjóri RLR árin 1970-1978 og kom mjög að rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Öm hefur rekið eigin lögfræðiskrifstofú frá 1978 og býr í Mosfellsbæ. Sigurbjörn Víðir Eggertsson lék lykilhlutverk við rannsókn og yfir- heyrslur í umræddum málum sem rannsóknarlögreglumaður. Hann er aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykja- vík. Eggert N. Bjarnason rannsóknar- lögreglumaður var nánasti samstarfs- maður Sigurbjörns við rannsókn téðra mála. Hann hélt áfram að starfa í rannsóknarlögreglunni um árabil en er nú á eftirlaunum. Hallvarður Einvarðsson var vara- ríkissaksóknari og rannsóknarlög- reglustjóri þegar umrædd mál vom rannsökuð og dæmd. Hann varð ríkis- saksóknari 1986 en hefur nú lát- ið af störfum. Þessi mál voru dæmd í Sakadómi Reykjavíkur 1977 af þremur dómurum og í Hæstarétti 1980 af fimm dómur- um. Ríkissak- sóknari á þeim tíma var Þórður Björnsson en dómararnir voru: Björn Sveinbjömsson, Ármann Snæv- arr, Benedikt Sigurjónsson, Logi Einarsson og Þór Vil- hjálmsson í Hæstarétti en Gunnlaugur Briem, Ármann Kristinsson og Haraldur Henrysson í Sakadómi. Þess- ir menn eru látnir eða komn- ir á eftirlaun utan Haraldur dómari. wr/f* ym Jk Guðmundur Einarsson. Hann sást síöast í Hafnarfiröi aöfara- nótt 27. janúar 1974. Geirfinnur Einarsson. Hann sást síðast í Keflavík aö kvöldi 19. nóvember 1974. sem er hæstaréttar- Fjórmenningarnir Fjórir menn sátu lengi í gæslu- varðhaldi grunaðir um aðild að málinu en voru síðan hreinsaðir af öllum sökum. Þeir voru misjafn- lega mikið tengdir veitingahúsinu Klúbbnum. Magnús Leópoldsson er fast- eignasali og á og rekur Fasteigna- miðstöðina í Reykjavík. Einar Bollason er þekktur at- hafnamaður sem á og rekur fyrir- tækið íshesta. Valdimar Ólsen er skrifstofu- maður í Reykjavík. Sigurbjöm Eiríksson, veitinga- maður í Klúbbnum, er látinn. Þannig em persónur og leikend- ur í þeim flókna leik sem við köll- um Geirfinnsmálið dreifðir um allt samfélagið, flestir enn á meðal vor. Margir telja að kaflaskipti séu inn- an seilingar í málinu þar sem dómskerfið geti ekki lengur vikið sér undan þvi að taka það upp að nýju. -PÁÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.