Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Side 26
26
Helgarblað
LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000
I>V
Veitingamaðurinn sem lét drauminn rætast:
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar beindi
á útmánuðum þeim tilmælum til rík-
isstjórnarinnar að hún gripi til að-
gerða sem drægju úr eyðslu almenn-
ings. Ríkisstjórnin brást við snarlega
og lækkaði tolla á dýrum bílum -
einkum jeppum - og hvatti með því
alla til að kaupa sér nýjan bíl, því enn
eru hér einungis þrír bílar á fjöl-
skyldu og betur má ef duga skal, enda
þurfa allir að geta keypt sér vandaðan
bíl. Réttlætismál að háir sem lágir
geti liðiö um götur á stássjeppum.
Seðlabankinn beindi þeim varnað-
arorðum til ríkisstjórnarinnar á dög-
unum að ef ekki yrði gripið til að-
gerða til að draga úr þenslu horfði illa
í íslenskum þjóðarbúskap. Ríkis-
stjórnin beið ekki boðanna heldur
setti sinn helsta sérfræðing í meðferð
opinberra fjármuna í málið - Árna
Johnsen sem sigri hrósandi tilkynnti
í vikunni lausn málsins: níu milljarða
viðbótarframlag til vegamála.
Kannski maður ætti að fara að óska
þess að helstu efnahagsspekingar
þjóðarinnar héldu sér saman.
Kannski að þetta sé mesta efnahags-
vandamál þjóðarinnar: blaðrið í hag-
fræöingunum. Rikisstjómin gerir
nefnilega alltaf allt öfugt við það sem
þeir segja.
Þetta er þjóöleg stjóm. Hún starfar
eftir reglunni sem Jón Loftsson í
Odda gerði ódauðlega: Heyra má ég
erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í
aö hafa hann að engu.
Kannski að lausnin væri sú að
Seðlabankamenn gengju fram fyrir
skjöldu og hvettu tU þenslu.
***
Þessi aðferð við stjórn efnahags-
mála ætti reyndar að vera kunnugleg
öllum þeim sem muna borgarstjóra-
tíð Davíðs Oddssonar. Þá var vel-
sældin i borginni tryggð með þrot-
lausum framkvæmdum og fyndust
ekki nógu karlmannleg verkefni
handa verktökunum voru þau bara
búin tU. Þannig þótti lítU fremd að
standa í leikskólaframkvæmdum en
þeim mun meira kapp lagt á að
byggja Perluna sem enginn virðist al-
mennUega vita hvað á að gera við,
nema Davíð Oddsson sem heldur aU-
ar sínar veislur þar og útlendingar
sem halda að þetta sé moska bæjar-
ins. Sem það kannski er.
Svona hafa þeir þetta í Kópavogi
líka, skuldugasta smábæ í Evrópu.
Það er nefnUega þjóðlygi að Sjálf-
stæðismenn séu gætnir í fjármálum.
Þeir eru umfram aUt eyðsluklær, um-
fram allt flokkur sem gengur erinda
verktaka. Allt þeirra starf miðast við
þá kennisetningu að hagsmunir
verktaka fari saman við hagsmuni al-
mennings. Það er líka útbreiddur
misskilningur að Sjálfstæðismenn
séu andvígir of miklum umsvifum
hins opinbera - þegar þeir eru við
stjórnvölinn hvort heldur í sveitarfé-
lögum eða á landsvísu þenjast opin-
berar framkvæmdir allar út. Það
eina sem þeim er iUa við er að þjóö-
þrifafyrirtæki séu í almannaeigu og
þurfi að svara fyrir gjörðir sínar eig-
endum sínum, almenningi.
***
Af hverju þarf að eyða þessum firn-
um af fjármunum í samgöngur?
Hvaða endalausa dúfi er þetta við vegi
„Það er nefnilega þjóðlygi
að Sjálfstœðismenn séu
gœtnir í fjármálum. Þeir
eru umfram allt eyðslu-
klœr, umfram allt flokk-
ur sem gengur erinda
verktaka. Allt þeirra
starf miðast við þá
kennisetningu að hags-
munir verktaka fari sam-
an við hagsmuni al-
mennings. “
út um aUt? Og það virðist algerlega
óumdeUt að því fé sé vel varið, einu
deUurnar sem heyrðust af þingi voru
af því ömurlega tagi sem þingmaður
Norðurlandskjördæmis eystra, Stein-
grímur J. Sigfússon, stóð fyrir við af-
greiðslu málsins og snerist um að
hans kjördæmi fengi minna en önnur
og þetta dirfðist maður úr kjördæmi
HaUdórs Blöndal fyrrum samgöngu-
ráðherra að láta út úr sér. Eru þessi
endalausu fjárútiát í vegi yfir aUan
vafa hafnar? Þar er veriö að binda fé í
slitiag. Þar liggur það og gagnast eng-
um öðrum en bíldekkjum.
***
Ein afleiðing þess að þingræði
ríkir ekki í landinu nema i orði
kveðnu - vegna hins stórkostlega
misvægis atkvæða - er sú að ekki
virðist mega lagfæra svo gatnamót
í Reykjavík að samsvarandi fram-
kvæmdir þurfi ekki að ráðast í ein-
hvers staðar „á landsbyggöinni".
Sjálfstæðismenn í rikisstjóm hafa
reynt með öUum ráðum að skapa
sem mest umferðaröngþveiti í
Reykjavík svo að kenna megi Ingi-
björgu Sólrúnu um en nú þegar
það er ekki lengur hægt og ráðast
þarf í löngu tímabærar umbætur
þarf sem sé að verja sama fé tU
framkvæmda úti á landi - bara
einhvers staðar.
***
Hvernig stendur á þessari
óskammfeilnu óhlýðni ráðamanna
við ráð hagspekinganna? Þeir ausa
fé úr ríkisstjóði í verktaka út um
aUar þorpagrundir þegar mest ríður
á því að draga úr útgjöldum. Á því
er bara ein skýring og kom fram á
síðustu dögum þingsins. Dorrit er
víst svo rík. Og þeir eru þegar farn-
ir að eyða peningunum hennar"
Meistari
illskunnar
Heyrst hefur að þeim mæta
leikara Gary Oldman hafi verið
boðið að leika andstæðing
Hannibals Lecters í framhaldinu
af The Silence of the Lambs.
Samningar munu þó hafa
strandað á því að Gary vill að
nafn hans verði jafn áberandi og
annarra í kynningarherferð
myndarinnar. Þar sem sviðsljós-
ið er einlægur aðdáandi hans
finnst þvf sjálfsagt að gengið
verið að kröfum hans. Oldman
er konungur illmennanna og
nægir að nefna Drakúlu í
Dracula (1992), Drexl Spivey í
True Romance (1993), Norman
Stansfield í Léon (1994), Jean-
Baptiste Emmanuel Zorg í The
Fifth Element (1997) og Egor
Korshunov í Air Force One
(1997). Erfitt er að gera upp á
milli persóna hans en frammi-
staða hans í Léon var alveg með
eindæmum mögnuð. Það verður
þó að segjast eins og er að hann
hefur viljað festast eilítið í hlut-
verki illmennisins. Sviðsljósið
hefur þó traustar heimildir fyrir
því að hann sé hvers manns hug-
ljúfi og einkar bamgóður mað-
ur. Áhorfendum er því ráðlagt
að tengja ekki á milli persóna
hans og hans raunverulegu per-
sónu. Reyndar er það gullin
regla sem hafa ætti í fyrirrúmi
er menn mynda sér skoðanir á
leikurum. Ekki er allt sem sýn-
ist í sviðsljósinu.
Heygarðshornið
Eignaðist fyrsta
mótorhiólið 49 ára
„Það má segja að þetta sé
draumur sem er að rætast þótt
hann sé ekki mjög gamall,“
sagði Ámi Bjömsson, veitinga-
maður íKópavogi, í samtali
við DV. Umrœðuefnið var
Harley Davidsson Heritage
Softail Classic mótorhjól sem
hann hefur nýlega eignast og
þykir meðal þeirra flottustu í
bænum. í helgarblaði DV um
síðustu helgi mátti lesa sér-
staka grein um gripinn og út-
tekt á þvi.
Árni er 49 ára og er að eignast sitt
fyrsta mótorhjól svo hann er ekki
beinlínis dæmigerður mótorhjóla-
töffari, hvorki í aldri né útiiti.
„Ég átti aldrei skellinöðru þegar ég
var unglingur og aldrei mótorhjól. Ég
lét btiana duga en mér finnst mótor-
hjólið algjör draumur og það er yndis-
legt tilfmning aö aka því og finna
frelsið."
Árni verður ekki alltaf einn á ferð
með vindinn hvínandi í fangið því eig-
inkona hans, Rósa Thorsteinsson, er í
þann veginn að eignast mótorhjól til
að geta fylgt bónda sínum eftir.
„Við fórum saman á námskeið og
fengum réttindi tti að aka svona tækj-
um. Hún ætlar að fá sér eitthvað
minna hjól frá Harley enda er mitt
hjól 316 ktió að þyngd og erfitt fyrir
hana að aka því.“
Fyrrverandi sjóari
Árni var um árabti stýrimaður
hjá Eimskip og byrjaði til sjós 14 ára
gamall. Hann söðlaði um fyrir tólf
árum þegar hann tók pokann sinn, fór
í land og gerðist veitingamaður. Hann
stofnaði Rauða ljónið á'Seltjamamesi
1. mars árið 1989 þegar aftur var leyft
að selja áfengan bjór á íslandi eftir
mjög langt hlé. Árni og Rósa vom
vakin og sofin í því að reka Rauða
Arni Björnsson
Hann keypti sér fyrsta mótorhjól ævinnar 49 ára gamall. Þaö er ekkert
smávegis hjól því þaö er 300 kílóa Harley Davidsson Heritage Softtail
Classic.
ljónið þangað tti þau seldu KR rekst-
urinn 1. maí 1999.
„Við byrjuðum á þvi að fara í mjög
langt frí í 4-5 mánuði og upphaflega
hafði ég hugsað mér að hætta í veit-
ingarekstri. En ég hef alltaf haft gam-
an af þvi að vinna og gat ekki setið
auðum höndum tti lengri tíma og við
opnuðum fyrir þremur vikum nýjan
veitingastað, Players, í Bæjarlind 4 í
Kópavogi og viðtökurnar hafa verið
skínandi góðar.“
Árni lýsir nýja veitingastaðnum
svo að hann sé best útbúni „sport-
pöbb“ landsins og nefnir fjölda sýn-
ingartjalda, sjónvarpstækja og „pool“-
borða máli sínu til stuðnings og segir
að hann muni standa sjálfur innan
við borðið á nýja staðnum eftir því
sem hann lystir en ekki eins mikið og
á Rauða ljóninu. Hann segist ekki
hafa haft áhuga á að opna nýjan stað
í miðbænum.
„Þarna er góð aldursdreifing og
mér finnst mjög gefandi i þessu starfi
að kynnast viðskiptavinunum og það
held ég að gerist miklu frekar á
hverfiskrá en í miðbænum."
Nautn að finna frelsið
En hvað segja jafnaldrar Árna og
kunningjar um þetta nýja áhugamál
hans. Öfunda þeir mótorhjólatöffar-
ann?
„Ég veit ekki hvort það er nokkur
öfund en þeir eru jákvæðir. Ég er ekki
orðinn Snigill enn þá en finnst það
áhugaverður og jákvæður félagsskap-
ur.“
Nýja mótorhjólið er ekki meðal
þeirra ódýrustu heldur kostar um 2
milljónir. Þegar eiginkonan verður
búin að kaupa sitt hjól og þau bæði
alla fylgihluti, verður þetta ekki
óskaplega dýrt sport?
„Þetta eru hlutir sem endast vel og
við sjáum fram á að hafa af þessu
gleði og ánægju og það er óskaplega
verðmæt tilfinning að finna frelsið
sem felst í þessum ferðamáta." -PÁÁ
fmmmm
Heyra má ég
Guömundur Andri Thorsson
skrifar í Helgarblaö DV.