Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Síða 31
31 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 PV_______________________________________________________________________________________________ Helgarblað DV MYND E. ÓL. Guðmundur Oli Gunnarsson Guömundur stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun kl.17.00. Þar verður fluttur m.a. píanókonsert nr. 2 eftir Johannes Brahms sem er talinn með þeim erfiðari sem samdir hafa verið. að var ekki á verkefnaskrá okkar að halda þessa tón- leika en var ráðist í það engu að síður. Það hefur gengið vel að afla fjár til þess að standa straum af förinni. Þar munar mestu um framlög fyrirtækja og það að menningarborgin Reykja- vík 2000 tók þessu verkefni fagn- andi og styrkir það.“ Þetta segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem mun á morgun halda tónleika í Langholtskirkju kl. 17.00. Með þessum tónleikum lýkur 7. starfs- ári hljómsveitarinnar en Guð- mundur Óli hefur stjórnað henni frá upphafi. Tónleikum þessum var einkar vel tekið af gagnrýnend- um og áheyrendum þegar þeir voru fluttir á Akureyri í byrjun apríl og þvi þótti rétt að gefa reyk- vískum tónlistarunnendum einnig færi á að hlýða á. Á efnisskrá tónleikanna ber hæst píanókonsert nr. 2 í B-dúr eft- ir Johannes Brahms. Þetta er einn hinna stóru píanókonserta sem er talinn i röð þeirra erfiðustu sem samdir hafa verið fyrir einleikara og hljómsveit. Það er Helga Bryn- dís Magnúsdóttir píanóleikari sem leikur með hljómsveitinni en þessi konsert hefur ekki verið fluttur af íslenskum píanóleikara síðan Rögnvaldur Sigurjónsson lék hann árið 1975. Helga Bryndis nam pí- anóleik í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Vinarborg og Helsinki og starfar með Caput-hópnum og hefur leikið með Sinfóníuhljóm- sveit íslands, svo fátt eitt sé nefnt. Með allt landið undir Sinfóniuhljómsveit Norðurlands starfar með nokkuð sérstæðum hætti í þeim skilningi að miili tón- leika er hún eiginlega ekki til því enginn hljóðfæraleikari er fastráð- inn hjá hljómsveitinni. Hljóðfæra- leikarar eru fyrst og fremst ráðnir til hvers verkefnis fyrir sig og er leitað til starfandi tónlistarmanna á Akureyri og víðar á landinu. Tónlistarmenn í hljómsveitinni koma því frá fjarlægum lands- homum eins og ísafirði og Vopna- firði eða sunnan frá Hellu og úr Reykjavík, þó stærstur hluti þeirra sé frá Akureyri. Þannig eru nær allir meðlimir hljómsveitar- innar starfandi tónlistarkennarar. „Hljómsveitin starfar sam- kvæmt samningi við Akureyrarbæ sem reynslusveitarfélag. I dag fær hljómsveitin 7 milljónir árlega en gert er ráð fyrir að það framlag vaxi í áföngum í 18 milljónir árið 2002. Við það tel ég að verði þátta- skil í starfsemi sveitarinnar en það ár er gert ráð fyrir að fastráða 14 hljóðfæraleikara i 40% starf.“ Bóndi á Bakka Guðmundur Óli sagði að með starfsemi sveitarinnar væri reynt að renna styrkari stoðum undir tónlistarlif á landsbyggðinni og efla með einhverjum hætti það menningarlíf sem þrifst þar. Hljómsveitin heldur tónleika víða á Norðurlandi og oft í samvinnu við listamenn heima i héraði aðra en þá sem leika með sveitinni. „Ég er alinn upp í Reykjavík og fluttist beint til Akureyrar eftir að hafa dvalist langdvölum erlendis við nám og hef reyndar flutt að Bakka í Svarfaðardal núna. Við sem búum og störfum úti á landi höfum aðra sýn á uppbyggingu menningarstarfs þar en þeir sem búa og starfa hér.“ -PÁÁ Hljóð úr norðri - Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kemur í bæinn Blómirt og gjafavörurnar fyrir MÆÐRADAGINN ímiklu úrvali GARÐHEIMAR GRÆN VER SLUNARMBÐ STÖÐ STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SÍMI 540 3300 Baðkarfa með sprengikúlu og sápu 550 kr. „morsdag" 690 kr. 60 ÁRA FACIEG REYNSLA Á ÖLLUM SVJÐUM RÆKTUNAR Vasi 795 kr. Blomakarfa 1.295 kr. ’omino Leður á slitflötum HUSGOGN SíSumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintýri líkust

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.