Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Blaðsíða 31
31 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 PV_______________________________________________________________________________________________ Helgarblað DV MYND E. ÓL. Guðmundur Oli Gunnarsson Guömundur stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun kl.17.00. Þar verður fluttur m.a. píanókonsert nr. 2 eftir Johannes Brahms sem er talinn með þeim erfiðari sem samdir hafa verið. að var ekki á verkefnaskrá okkar að halda þessa tón- leika en var ráðist í það engu að síður. Það hefur gengið vel að afla fjár til þess að standa straum af förinni. Þar munar mestu um framlög fyrirtækja og það að menningarborgin Reykja- vík 2000 tók þessu verkefni fagn- andi og styrkir það.“ Þetta segir Guðmundur Óli Gunnarsson, hljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands sem mun á morgun halda tónleika í Langholtskirkju kl. 17.00. Með þessum tónleikum lýkur 7. starfs- ári hljómsveitarinnar en Guð- mundur Óli hefur stjórnað henni frá upphafi. Tónleikum þessum var einkar vel tekið af gagnrýnend- um og áheyrendum þegar þeir voru fluttir á Akureyri í byrjun apríl og þvi þótti rétt að gefa reyk- vískum tónlistarunnendum einnig færi á að hlýða á. Á efnisskrá tónleikanna ber hæst píanókonsert nr. 2 í B-dúr eft- ir Johannes Brahms. Þetta er einn hinna stóru píanókonserta sem er talinn i röð þeirra erfiðustu sem samdir hafa verið fyrir einleikara og hljómsveit. Það er Helga Bryn- dís Magnúsdóttir píanóleikari sem leikur með hljómsveitinni en þessi konsert hefur ekki verið fluttur af íslenskum píanóleikara síðan Rögnvaldur Sigurjónsson lék hann árið 1975. Helga Bryndis nam pí- anóleik í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Vinarborg og Helsinki og starfar með Caput-hópnum og hefur leikið með Sinfóníuhljóm- sveit íslands, svo fátt eitt sé nefnt. Með allt landið undir Sinfóniuhljómsveit Norðurlands starfar með nokkuð sérstæðum hætti í þeim skilningi að miili tón- leika er hún eiginlega ekki til því enginn hljóðfæraleikari er fastráð- inn hjá hljómsveitinni. Hljóðfæra- leikarar eru fyrst og fremst ráðnir til hvers verkefnis fyrir sig og er leitað til starfandi tónlistarmanna á Akureyri og víðar á landinu. Tónlistarmenn í hljómsveitinni koma því frá fjarlægum lands- homum eins og ísafirði og Vopna- firði eða sunnan frá Hellu og úr Reykjavík, þó stærstur hluti þeirra sé frá Akureyri. Þannig eru nær allir meðlimir hljómsveitar- innar starfandi tónlistarkennarar. „Hljómsveitin starfar sam- kvæmt samningi við Akureyrarbæ sem reynslusveitarfélag. I dag fær hljómsveitin 7 milljónir árlega en gert er ráð fyrir að það framlag vaxi í áföngum í 18 milljónir árið 2002. Við það tel ég að verði þátta- skil í starfsemi sveitarinnar en það ár er gert ráð fyrir að fastráða 14 hljóðfæraleikara i 40% starf.“ Bóndi á Bakka Guðmundur Óli sagði að með starfsemi sveitarinnar væri reynt að renna styrkari stoðum undir tónlistarlif á landsbyggðinni og efla með einhverjum hætti það menningarlíf sem þrifst þar. Hljómsveitin heldur tónleika víða á Norðurlandi og oft í samvinnu við listamenn heima i héraði aðra en þá sem leika með sveitinni. „Ég er alinn upp í Reykjavík og fluttist beint til Akureyrar eftir að hafa dvalist langdvölum erlendis við nám og hef reyndar flutt að Bakka í Svarfaðardal núna. Við sem búum og störfum úti á landi höfum aðra sýn á uppbyggingu menningarstarfs þar en þeir sem búa og starfa hér.“ -PÁÁ Hljóð úr norðri - Sinfóníuhljómsveit Norðurlands kemur í bæinn Blómirt og gjafavörurnar fyrir MÆÐRADAGINN ímiklu úrvali GARÐHEIMAR GRÆN VER SLUNARMBÐ STÖÐ STEKKJARBAKKA 6 • REYKJAVÍK • SÍMI 540 3300 Baðkarfa með sprengikúlu og sápu 550 kr. „morsdag" 690 kr. 60 ÁRA FACIEG REYNSLA Á ÖLLUM SVJÐUM RÆKTUNAR Vasi 795 kr. Blomakarfa 1.295 kr. ’omino Leður á slitflötum HUSGOGN SíSumúla 30 - Sími 568 6822 - œvintýri líkust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.