Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2000, Qupperneq 51
59 LAUGARDAGUR 13. MAÍ 2000 DV Tilvera Cannes 2000: Myndbandagagnifffi Dans Zellweger leikur ástsjúka hjúkku á hlaupum eftir uppáhaldssjónvarps- goöi sínu, auk þess að vera meö drápara á hælunum; James Gray með glæpadramað The Yards sem skartar hinum ungu og glæsilegu Mark Wahlberg, Charlize Theron og Joaquin Phoenix og Darren Ar- onovsky (Pi) með Requiem for a Dream. Þrjár myndir standa þó upp úr hvað athygli og eftirvæntingu varðar. Skal þar fyrsta telja mynd eilífðarróttæklingsins Kens Loach sem lætur ekki deigan síga í Bread and Roses. Hér filmar Loach í Am- eríku fyrsta sinni og viðfangsefni hans er hin hliðin á draumaborg- inni Los Angeles, verkalýðsbarátta mexikóskra innflytjenda á áttunda áratugnum. Loach er í miklu upp- áhaldi í Cannes sem og annars staðar í Frakklandi og því til alls líklegur. Þá skal nefna mynd hinna háal- varlegu Coen-spébræðra en hún kallast O Brother Where Art Thou? Hinn tOgerðarlegi titill er fenginn úr hinni dásamlegu mynd Prestons Sturges, Sullivan’s Travels frá 1941, þar sem samnefndur Hollywood leikstjóri fær þá flugu í höfuðið aö búa til „göfuga“ mynd með þessu nafni í stað froðunnar sem hann sendir frá sér alla jafna. Hann sá þó að sér en svo virðist sem Coen-bræður hafi ákveðið að láta slag standa. Hins vegar fara þeir sinar eigin leiðir og þessi mynd mun byggð á Ódysseifs-stef- inu en hún gerist reyndar á funmta áratugnum og fjallar um tvo fanga sem sleppa úr hlekkjum og leita gulls og grænna skóga. Að- alhlutverk eru í höndum George Clooneys og Johns Turturros. Síðast en ekki sist er um að ræða nýjustu mynd Lars Von Tri- ers, Dancer in the Dark, með Björk og Catherine Deneuve í aðalhlut- verkum. Þetta mun vera dans- og söngvamynd (Björk semur einnig músíkina) um tékkneska konu (Björk) sem flytur til Bandaríkj- anna í von um betra líf. Fregnir hafa borist af samstarfsörðugleik- um Bjarkar og Von Triers en bæði halda ró sinni og segjast ánægð með afraksturinn. Von Trier upp- sker yflrleitt einhvers konar viður- kenningu þegar hann birtist þama suður frá og ljóst er að nærvem hans (hann ætlar að mæta en það er alls ekki sjálfgefið þar sem manninnum er meinilla við hvers kyns ferðalög) og ekki síður Bjark- ar er beðið með mikilli eftirvænt- ingu. Það skyldi þó aldrei vera að þau stæðu með pálmann í höndun- um að hátíð lokinni? Ásgrimur Sverrisson a rosum iAg? The Last Yellow: ★★ Drápsferð til Lundúna Ásgrímur Sverrisson skrifar um kvikmyndir. 53. kvikmyndahátíðin í Cannes hófst á miðvikudaginn og stendur til 21. maí. Að venju er reynt að gefa einhvers konar þverskurð af veraldarbíói samtímans og að þessu sinni er áberandi áhersla á myndir frá Austurlöndum nær og fiær. Framlag írana í aðalkeppn- inni er frumraun hins tvítuga leik- stjóra, Samira Makhmalbaf, Black- boards, um hóp kennara sem flýja hin striðshrjáðu héruð íranska Kúrdistan í leit að einhverjum til að kenna. íranir hafa verið framar- lega í hinni alþjóðlegu kvikmynda- gerð hin síðari ár (Abbas Ki- arostami vann Gullpálmann fyrir tveimur árum með Keim af kirsu- beri) og búist er viö allnokkru af þessari mynd. Góðkunningjar Cannes, þeir Wong Kar-Wai og Ed- ward Yang, eru einnig þarna með myndir sínar, Untitled (um fjöl- þreiflnn blaðamann í Hong Kong á sjöunda áratugnum), og Yi Yi (fjöl- skyldusaga frá Shanghai). Annar gamalkunnur gestur er hinn jap- anski Nagisa Oshima (Veldi til- flnninganna, Merry Christmas Mr. Lawrence) sem sýnir mynd sína Taboo með „Beat“ Takeshi Kitano sem samkynhneigðan samúraja á nítjándu öld! Að auki birtist utan keppni hinn fjölhæfi og sífellt betri leikstjóri, Ang Lee, með Crouching Tiger, Hidden Dragon, rómantíska ævintýramynd með Chow Yun-Fat og Michelle Yeoh. Einnig er að flnna á hátíðinni slatta af myndum frá löndum eins og Japan, Taívan og Suður-Kóreu. Dogme 95-hreyfIngin á sinn full- trúa með The King is Alive eftir Kristian Levring (Dogme 4). Þetta er frjálsleg útgáfa af Lé konungi og gerist í eyðimörkum Namibíu með alþjóðlegum hópi leikara á borð við Romane Bohringer, Janet McT- eer og Jennifer Jason-Leigh. Ann- að skandinavískt verk, sem beðið er með nokkurri eftirvæntingu, er mynd Liv Ullman Trölosa (Trú- laus) eftir handriti meistara Berg- mans. Fulltrúar hins bandaríska jaðars eru meðal annars John Waters með HoUywood-satiruna Cecil B. Demented; Neil La Bute (In The Company of Men) með vegatryll- inn Nurse Betty þar sem Reene Mikið úrval inqvar Helgason hf. Véladeild - Sœvarhöfða 2 - Sími 525 8000 - Beinn sími 525 8070 Fax: 587 9577 - www. ih. is - E-mail: veladeild@ih. is Notaðar vinnuvélar á kostakj örum Mikil verðlækkun Stjörnur í Cannes Morgan Freeman og Gene Hackman eru mættir til Cannes til aö kynna nýjustu kvikmynd sína, Under Suspection. Á milli þeirra er ítalska leikkonan Monica Bellucci, sem leikur einnig í myndinni. Mark Addy sýndi í hlutverki feitlagna stripparans í .The Full Monty að hann getur túlkað und- irmálsfólk vel. Hann var næmur á viðkvæmnina, óöryggið og minnimáttarkenndina sem einkenndi persónuna. Hér leikur hann öllu lúðalegri týpu, atvinnulausan slugsara sem í byrjun myndarinnar er hent út af heim- ili móður sinnar. Hann leigir sér herbergi hjá gömlum skarfi og sonum hans og vingast við annan þeirra. Hann lýgur hann fullan um eigin hermennsku og hetju- skap með þeim afleiðingum að stráksi býður honum 500 pund fyrir að drepa hrotta sem lamdi bróður hans í klessu. Þeir félagarnir halda því í drápsferð til Lund- úna og eru hvor öðrum bjálfalegri í tilburðum sínum. Þetta er fremur meiningarlaus saga um meiningar- laust fólk sem í sögulok stendur í sömu sporum og í byrjun, en hefur þó allavega lært eitthvað um sjálft sig í millitíðinni. Þetta er hefðbundið enskt gamandrama í slöku meðallagi, en ljósi punkturinn er Mark Addy sem tekst að gera persónu sina ljóslifandi og túlka hennar innri mann. Þrátt fyrir það geri ég ekki ráð fyrir að myndin verði langlíf í mínu minni. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Julian Farino. Aóalhlutverk: Mark Addy, Charlie Creed-Miles og Samantha Morton. Ensk, 1999. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 12 ára. i 1 I •THÍ] i.; . -v< f1*11í gifij fa? j ijjjT*,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.