Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 I>V Fréttir Ársskýrsla Hervars Gunnarssonar, formanns Verkalýösfélags Akraness: Stiórnin klofin - félagiö koðnar niður ef deilur leysast ekki í ársskýrslu Hervars Gunnars- sonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness, kemur fram aö klofning- ur sé í stjóm félagsins og hann verði að leysa. Orörétt segir í skýrslunni: . Nú er hins vegar brugðið svo við að stjóm félagsins er skipt og ef okkur tekst ekki að leysa það mál mun félagið koðna niður. Málið snýst ekki um mína persónu - ég reyni eftir fremsta megni að fram- kvæma samþykktir félagsins - hvort sem ég hef verið í meiri- eða minnihluta við þá ákvörðun." Yfirlýsing stjómar Verkalýðsfé- lags Akraness um að hún bæri fuiit traust til Hervars Gunnars- sonar og harmaði þá miklu fjöl- miðlaumljöllun sem var viðloðandi starfslok Bjöms Grétars Sveins- sonar sem fram kom í DV í gær kom flatt upp á aðila innan félags- ins. „Mér finnst Hervar vera að reyna að fegra sig með þessu og mér hefði þótt eðlilegra ef þessi til- laga hefði komið fram í trúnaðar- ráðinu,“ segir Vilhjálmur Birgis- son, varamaður í stjóm Verkalýðs- félags Akraness. Vilhjálmur er einn aðila innan Verkalýðsfélags Akraness sem stendur að væntanlegu mótfram- boði gegn Hervari í haust og þykir honum vinnubrögð stjómar og for- manns furðuleg. „Mér þykir það afar undarlegt að stjómin skuli harma lýðræðis- lega umfjöllun og það er ljóst að ef mál em þöguð í hel þá geta menn hag- að sér hvemig sem er,“ segir Vilhjálm- ur. Að sögn hans' ber áðurnefnd yfir- lýsing stjórnar fé- Áhyggjur af inn- lagsins vott um að anfélagsátök- Hervar reyni að um_ bjarga sér úr — ákveðinni klipu. „Hann reynir auðvitað aö klóra i bakkann og ég tel hann hafa óttast að hann hefði ekki nógan stuöning Hervar Gunn- arsson innan trúnaðarráösins og þess vegna hafi ekki verið fjallað um til- löguna þar. Hann og hans stuðn- ingsmenn era að reyna að kæfa þá miklu óánægju sem er innan verkalýðsfélagsins um störf hans og ég tel hann fara afar ómaklega að því,“ segir Vilhjálmur. Hann segir ársskýrslima sem slíka vera áróðursplagg formanns- ins. „Lögum félagsins samkvæmt hefur Hervar ekki heimild til þess að nota ársskýrslu félagsins sem áróðursplagg fyrir sjálfan sig og á þeim tímum sem mótframboð er gegn honum er siðlaust aö árs- skýrsla félagsins sé ársskýrsla for- manns,“ segir Vilhjálmur. -jtr Ónæm salmonella: Ekki landlæg á íslandi Salmonellubakteriuafbrigði, sem er ónæm fyrir flestum lyfjum hefur kom- ið upp í Danmörku. „Það er ekkert sem bendir til þess að þessi baktería komi til íslands, hún virðist koma upp á mjög afmörkuðum stöðum. En auðvitað er ekki hægt að útiloka neitt,“ sagði Karl G. Kristins- son, prófessor í sýklafræði á sýkla- fræðideild Landspítalans við Hring- braut. Afbrigðið af bakteríutegundinni sem upp hefur komið i Danmörku heitir typhimurium U302. Tegundin er þekkt og er afbrigði af bakteríutegundinni sem algengust er hér á landi, en af- brigðið er hins vegar óþekkt á íslandi. „Þetta afbrigði er fjölónæmt og það erum við ekki með hér á íslandi í okk- ar innlendu sýkingum," sagði Karl. Hann bætti því við að bakterían er þó ekki ónæm fyrir öllum lyfjum. Lítið er vitað um afbrigðið en sjö konur á aldr- inum 35 til 81 árs hafa smitast á tveim- ur sjúkrahúsum í Danmörku og ein þeirra er látin. Talið er að konumar hafi smitast eftir að þær lögðust inn á sjúkrahúsin. Verið er að rannsaka hvaða matvæli vora keypt inn á sjúkrahúsin á meðan konumar lágu þar. Fleiri fjölónæmar salmonellu- bakteríutegundir era til í heiminum, en lítið hefur verið um þær sýkingar hér, og þá einungis í fólki sem smitast hefur erlendis. -SMK Sleipnismenn: Þorðu ekki íTeit Sautján bandarískir ferðamenn komust ekki leiðar sinnar úr Bláa lón- inu siðdegis í gær þegar verkfallsverð- ir Sleipnis stöðvuðu rútu frá Teiti Jónassyni sem þeir vora í. Lögðu Sleipnismenn bílum sínum fyrir fram- an og aftan rútu Bandaríkjamannanna og komust þeir hvergi. „Ég fór sjáifur suður eftir og settist undir stýrið því þeir þora ekki í mig eftir staðfestingu Hæstaréttar á lög- banni á verkfallsaðgerðir þeirra gagn- vart mér,“ sagði Teitur Jónasson í sam- tali úr rútu sinni þar sem hann var að sýna Bandaríkjamönnunum sautján bátana í Grindavíkurhöfn. „Ég kæri þá fyrir þetta,“ sagði Teitur. -EIR Vaxtahækkun líkleg Seðlabankinn keypti krónur fyrir um 39 milljónir dollara í gær en klukkan 11 i gærmorgun komst vísitalan upp í 116. Lítil viðskipti vora með krónuna eftir hádegi í gær og svo virtist sem jafnvægi hefði náðst í kringum 115. Samkvæmt heimildum DV er ákvörðunar Seðlabankans um aðgerðir vegna lækkunar krónunnar að vænta síðdegis á mánudag. Liklegt þykir að vextir muni verða hækkaðir. -jtr Forsetinn einn Ólafur Ragnar Grímsson stígur út úr bifreiö sinni á Reykjavíkurflugvelli síödegis í gær á leiö sinni til Grænlands. Forsetinn ferðast einn: Vonbrigði á Ströndum - Dorrit talin vera að undirbúa brúðkaup í London Unnustan í London Dorrit Moussaieff meöal vina á heimaslóöum. Henni á hægri hönd er eiginkona breska leikarans Michael Caine. „Það voru ákveðin vonbrigði hér á Ströndum með að Dorrit skyldi ekki koma með forsetanum þegar hann heimsótti okkur. Fólk ræðir það sín á milli að það hefði verið gaman að fá að sjá hana,“ sagði Dagný Júlíus- dóttir á sýsluskrifstofunni á Hólma- vík eftir vel heppnaða heimsókn for- seta íslands á Strandir. „Hins vegar var heimsóknin öfi hin ánægjuleg- asta en hefði verið helmingi skemmtfiegra ef Dorrit hefði verið með,“ sagði Dagný. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Islands, heldur áfram að ferðast einn því síðdegis í gær hélt hann tU Grænlands tU að taka þátt í hátíða- höldum í Brattahlíð í minningu Ei- ríks rauða og landafunda hans - aft- ur án unnustu sinnar. Samkvæmt heimUdum DV er Dorrit Moussaieff á heimaslóðum sínum í London að undirbúa brúð- kaup sitt og for- seta íslands. Eða eins og heimUdar- maður DV orðaði það: „Ég veit ekki hvenær brúðkaup- ið verður haldið en hitt er víst að Dorrit er í Englandi að undir- búa það.“ Hátíðahaldanna i Brattahlíð vegna landafunda Eiríks rauða er beðið með mikiUi eftirvæntingu í Græn- landi. Þar veröur forseti íslands i að- alhlutverki með danska og græn- lenska ráðamenn sér við hlið. -EIR Snertilending mistókst Eins hreyfils flugvél hlekktist á við snertfiend- ingaræfingar á flugvellinum við Flúðir um ellefuleytið í gærmorgun. Að sögn lögregl- unnar á Selfossi missti mót- orinn afl svo vélin komst ekki á loft aftur og lenti utan brautar. Vélin, sem er heimasmíð- uð, er af svokallaðri Ex- perimental-gerð en þetta er í fyrsta sinn sem hún lendir í óhappi. Lögregla og slökkvilið voru kölluð á stað- inn, ásamt full- trúa flugmála- eftirlits. Flug- maðurinn, sem var einn í vél- inni, slapp ómeiddur, en hjólabúnaður og skrúfa flug- vélarinnar skemmdust. -SMK Hlekktist á Heimasmíöuö eins hreyfils flugvél laskaöist þegar snertilending fór út um þúfur í gærmorgun. Stuttar fréttir Segir öil af sér ÖU landsliðsnefndin í sundi hefur sagt af sér í kjölfar þess að lágmörk fyr- ir íslenskt sundfólk inn á Ólympíuleik- ana í Syndey 2000 vora lækkuð án sam- ráðs við nefndina. Aðeins tveir sund- menn unnu sér sæti á leikunum undir fyrri lágmörkum en eftir að lágmörkin hafa verið lækkuð komast níu íslensk- ir sundmenn og -konur á leikana sem hefjast i september. Samningafundur Samninganefndir Sleipnis og Sam- taka atvinnulífsins hafa verið boðaðar tfi formlegs sáttafundar klukkan 15.30 í dag hjá ríkissáttasemjara. Samkvæmt fréttatilkynningu frá rikissáttasemjara era viðsemjendur beðnir um aö tjá sig ekki um gang fundarins á meðan hann stendur. Vísir.is greindi frá. Vinsæl höfuðborg 830 manns fluttu tU höfuðborgar- svæðisins umfram brottflutta á fyrri helmingi ársins. Samkvæmt tölum Hagstofunnar yfir búferlaflutninga á frrri hehningi ársins vora 518 þeirra af landsbyggðinni en 312 frá útlöndum. Vísir.is greindi frá. Opnar hótel Ungur Keflvíkingur, Magnús Þórs- son, ásamt sænskri eiginkonu sinni, Carina, hefur nýlega fest kaup á 26 her- bergja hóteli í Vermont-fylki í Banda- ríkjunum. Hótelið heitir Gray Ghost Inn og er nefnt eftir vinsælli stang- veiðiflugu. Vísir.is greindi frá. Siggi safnaði 4 milljónum Sigurður Tryggvi Tryggvason, eða Siggi á hjólinu eins og hann er kallaður þessa dagana, kom hjólandi til Reykja- víkur skömmu fyrir hádegi i gær. Hann er búinn að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur til stuðnings MS-sjúklingum. Söfnunin gekk mjög vel en hátt í 4 milljónir króna söfnuð- ust. Vísir.is greindi frá. 16 féngu styrk Bamamenningarsjóður hefur lokið úthlutun styrkja 2000. Auglýst var eftir umsóknum 4. aprft og rann umsóknar- frestur út 3. maí. Alls sóttu 35 aðilar um styrki til 38 verkeftia. Úthlutað var styrkjum samtals að fjárhæð 2.240 þús. kr. til 16 verkefna. Visir.is greindi frá. Til Bosníu Fyrsta islenska konan er á leiðinni til Bosníu til þess að starfa í friðar- gæslusveitum Sameinuðu þjóðanna. Hún heitir Ingibjörg Ásdís Ásgeirsdótt- ir og hefúr hún starfað hjá lögreglunni undanfarin 17 ár. Hún fer til Bosniu í næsta mánuði og mun hún dvelja þar í 9 mánuði. Bylgjan greindi frá. DeCODE skráð Hlutabréf deCODE genetics, móðurfélags íslenskrar erfðagrein- ingar, verða skráð á EASDAQ-hlutabréfa- markaðinn næstkom- andi miðvikudag, 19. júli. EASDAQ er eins konar evrópsk útgáfa af Nasdaq þar sem aðallega era skráð tækni- og vaxtarfyr- irtæki. Heildarvirði hluta sem skráðir verða er 40,8 milljónir. Viðskiptablaðið greindi frá. Féll niður klett 7 ára gömul stúlka slasaðist alvar- lega þegar hún féll 7 til 8 metra fram af kletti og niður í grýtta fjöra í Viðey í gær. Stúlkan höfuðkúpubrotnaði en er ekki talin í lifshættu. Stórmynd sumarsins í grein Fókuss í gær um kvikmynd- ina Mission: Impossible 2 láðist að geta þess að Laugarásbíó og Borgarbíó á Akureyri frumsýna hana einnig, ásamt Sambíóunum og Háskólabíói. -JTR/-KEE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.