Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 43
LAUGARDAGUR 15. JULI 2000 51 I>V Tilvera Matgæöingur . Maturinn tilbuinn undir miðnætti Unnskríftír Grillaður humar í skel - og gestirnir aðframkomnir af hungri Það er Birna Þórðardóttir sem ætlar að gefa okkur innsýn í mat- arlist sina þessa vikuna. Eins og lesendur DV vita þá var það Sig- ríður Stefánsdóttir sem skoraði á hana í síðustu viku. „Mér þykir heldur bratt af Sig- ríði vinkonu minni Stefánsdóttur að fá mig sem matgæðing fyrir DV. Það er greinilegt að Sigríður hefur ekki verið mjög svöng þegar hún tók þessa ákvörðun, því eins og allir mínir matargestir vita, veit hún mætavel að það má eiga von á langri, langri bið eftir mat. - Stundum meira að segja hættu- lega langri. Ég veit ekki hvort það er ástæðan fyrir þvi að maturinn bragðast svona vel, allir séu ein- faldlega aðframkomnir af hungri. En á endanum kemur maturinn og kvöldverður er á þeim tíma sem hann er tilbúinn, hvorki fyrr né seinna. Og þetta lærist, oft af biturri reynslu," sagði Birna Þórðardóttir, er blaðamaður hafði samband við hana. Að eigin sögn hefur hún lítið tímaskyn þegar kemur að matargerð og þeir sem hafa komið oftar en einu sinni í mat til hennar fá sér snarl áður en lagt er af stað í matarboðið, því biðin geti oft verið löng en þó vel þess virði. „Ég gleymi til dæmis aldrei svipnum á Norðmönnunum sem vinkona mín ein bauð í mat til mín. Þau spurðu hvenær þau ættu að mæta og ég svaraði að það væri í fínu lagi einhvern tím- ann eftir átta. Nákvæmlega fimm mínútum yfir átta bönkuðu hinir norsku gestir og urðu heldur langleitir þegar þeir sáu mig vera að undirbúa lambalærin sem átti eftir að setja á grillið, sem vel að merkja átti einnig eftir að kveikja upp í. Maturinn var tilbúinn und- ir miðnætti og bragðaðist að sjálf- sögðu dægilega", sagði Birna. Portkonupasta ítalir hafa pasta yfirleitt sem forrétt, en ég bregð út af þvi og býð upp á portkonupasta í aðal- rétt. Rétturinn kemur frá Napólí og er eins og nafnið bendir til kenndur við portkonur. Ástæðan er sú að þær höfðu oft og tíðum lítinn tíma til að sinna húsverk- unum og þessi pastasósa hefur þá meginkosti að vera fljótleg og geymast vel, þannig að hægt var að eiga hana tilbúna og grípa til þegar stund gafst á milli stríða. Við skulum nota spagettí þeirra sunnanmanna en ekki eggjapa- stað að norðan. Númer eitt, tvö og þrjú, þarf að gæta þess að ofsjóða ekki pasta. Best er að smakka það einni til tveimur mínútum fyrir uppgefinn suðutíma og sigta vatn- ið frá þegar spagettíin eru enn agnarögn hörð í miðjunni, þau linast í gegn í sósunni. Spagettí þarf að sjóða í stórum potti og bullsjóða allan tímann. Vatnið er saltað og olíu hellt I til að spagettíin festist ekki saman, þau á að lempa ofan í vatnið, aldrei að brjóta þau, og lyfta þeim ofurvarlega i vatninu til að að losa sundur. Mér finnst gott með þessari sósu að nota aðeins af kryddolíunni af sólþurrkuðu tómötunum út í vatnið. Spaget- tímagnið fer eftir því hve margir eru í mat og hversu mikið menn borða, aðalatriðið er að hafa nóg! En þá er það sósan, því það er sósan sem gerir útslagið, eins og sannaðist í Steiktum grænum tómötum. Basilfka í glugganutn, nægur hvítlaukur á borðl og tóbaksjám tll að saxa - klikkar ekkl. Portkonusósa Slatti af ólífuolíu 8-10 hvítlauksrif 1 dós ansjósuflök 2 dósir niðursoðnir, ítalskir tómatar bolli af svörtum ólífum slatti af kapers steinselja Olían er hituð. Ansjósuflökin marin út i og smátt saxaður hvít- laukurinn, alls ekki pressa hann. Það þarf að gæta þess vandlega að olían ofhitni ekki. Þetta mallar í smástund, tómatarnir maukaðir og settir út í með safanum. Kapersin söxuð smátt, ólífurnar skornar niður og þessu bætt út í. Þetta sýður í nokkrar mínútur, ekki of groddalega. Best er að smakka sósuna til. • Um leið og pastað er soðið er því hellt í stóra skál, sósunni yfir, blandað varlega saman til að kremja ekki spagettíin, nýrri steinselju stráð yfir og rjúkandi rétturinn borinn á borð. ítalír nota aldrei parmesan með þess- um rétti, en ef einhverjum þykir hann of sterkur má svo sem gera slíkt. Olífubrauö meö afbrigö- um Brauð þetta er ættað frá Krít og höfugt eftir því. Þessi upp- skrift nægir í fjóra væna brauð- hleifa. 500 g hvítt hveiti 500 g heilhveiti 100 g þurrger 2 tsk. salt 12 matskeiðar ólífuolía, helst jómfrúar 400 g laukur, mjög fínt saxað- ur 200 g saxaðar ólífur, fallegra að hafa bæði svartar og græn- ar 3 msk. saxað, ferskt rósmarín nokkrir kryddlegnir, sól- þurrkaðir tómatar, niður- saxaðir 1 msk. kryddlegið jalapeno, niðursaxað Gerið er leyst upp í volgu vatni, helmingurinn af mjölinu í skál, saltinu bætt í, gerblöndunni og helmingnum af ólífuolíunni og 5 dl af volgu vatni. Nú er deigið hnoðað og hnoðað, afgangsmjölið hnoöað saman við þangað til deigið verður lungnamjúkt og sexí. Blautur klútur lagður yfir og deigið látið hefast á hlýjum stað. Afgangurinn af ólífuolíunni hitaður, laukurinn mýktur í oli- unni, gæta þess vel að olían of- hitni ekki. Það sem eftir er sett í olíuna. öllu blandað saman við deigið og hnoðað vel aftur, svolít- ið klipið og kjassað. Deiginu skipt í hleifa eða mótaðar lengj- ur. Sett á olíuborna plötu, klútur yfir og látið hefast í um klukku- tima. Olía borin á brauðin og þau bökuð í 190° heitum ofni í um 25 mínútur. Það má slá á botninn á þeim, heyrist tómahljóð eru þau bökuð. Buon appetito! „Ég skora á Einar Ólafsson skald sem næsta matgæðing. Ein- ar er ótrúlega nettur í matseld- inni, honum hefur meira að segja tekist að lokka fram ljúffengasta fífla- og ranfangssalat þegar allar bjargir voru bannaðar utan garð- ar nágrannanna," sagði Birna að lokum. „Lúxus"-veisluforréttur þegar bjóða á heim góðum gestum. Fyrir fjóra f_ 1 kg humar í skel Hvítlaukssmj ör 100 g smjör 1 msk. söxuð steinselja 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir Mango salat 1 mango 1/2 jöklasalat 1 litil rauð paprika 1/4 agúrka 10 vínber 6ólífur Bræðið smjörið í potti, bætið hvítlauk og steinselju í og látið sjóða í 2 mín. Humarskelin klofin í tvennt eftir endilöngu, humarinn er *2 settur i bakka með skelhliðina nið- ur. Penslið humarinn vel með hvít- laukssmjörinu og grillið á vel heitu grilli í 6 mínútur og snúið af og til. Mango salat Jóklasalat, agúrka og paprika skorin niður og látin í skál. Afhýðið mangóið og skerið í sneiðar, skerið vínberin í tvennt og takið steinana úr, blandiö þessu saman í skálinni ásamt ólífunum. Meðlæti í_ Mangosalat og hvitlauksbrauð: penslið fjórar brauðsneiðar með svolitlu af hvítlaukssmjöri og grillið hæfilega. Svínakjöt á teini Með dags fyrirvara - það þarf lika að borða vel á morgun. Fyrir fjóra. 800 g beinlaust svinakjöt, skorið í 3 sm bita safi úr 1 sítrónu 1 dl matarolia 3 msk. tómatmauk (puré) 2 tsk. hunang 3-5 dropar Tabascosósa 20 perlulaukar 1 lítil dós ananas í bitum 11/2 tsk. salt Salat 2-3 græn epli, kjarnhremsuð og skorin í bita 1/2 jöklasalat 2 dl sýrður rjómi Sítrónusafanum, ananassafanum, matarolíunni, tómatmaukinu, hun- anginu og Tabascosósunni blandað vel saman. Kjötið sett í skál og leg- inum hellt yfir, látið standa í kæli yfir nótt. Þræðið síðan kjöt, lauk og ananasbita á tein og grillsteikið í u.þ.b. 15 mínútur, snúið öðru hverju á meðan grillað er. Meðlæti Eplabitar í sýrðum rjóma og smátt skorið jóklasalat. Nykcsup Þor sem ferskh'ikinn býr Uppskriftirnar eru féngnar frá Nýkaupi þar sem allt hráefní í þær fœst. +
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.