Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 15. JULI 2000 23 :ov Helgarblað Olil sem fór þaðan að Skarði í Land- sveit. Svona gekk þetta í nokkur ár, Olil fór á milli bæja og vann hér og þar. „Fyrstu árin var ég eiginlega bara að vinna fyrir fæði og húsnæði og smá vasapening. Það gekk bara vel þar sem maður gerði lítið annað en vasast í hestunum og þurfti ekki mikinn pening. Maður tók bara þátt í lífinu á þeim stað sem maður var staddur á hverju sinni," segir Olil. Árið 1985 hittir Olil svo barnsfóð- ur sinn, hestamanninn Gísla Gísla- son, og þau fara að búa að Stangar- holti á Mýrum í Borgarfirði. Þar bjó Olil i 10 ár eða allt þar til þau skildu en saman eiga þau börnin Freyju 14 ára, Steinar 9 ára og Brynju sem er 6 ára. Eftir skilnaðinn flytur Olil aftur á Selfoss og er búin að vera þar síðan, þ.e.a.s. fhnm ár. Hrifin af Gáska og Kolfinni í hesthúsinu hjá Olil á Selfossi er norsk aðstoðarstúlka sem fetar i fót- spor Olil þar sem hún er komin hingað til landsins til þess að vinna við hesta alveg eins og Olil gerði á sínum tíma. Börn Olil hafa heldur ekki farið varhluta af hestaáhuga móður sinnar og er elsta dóttirin Freyja mjög áhugasöm og lenti hún í fyrsta sæti í flokki unglinga á landsmótinu. Dagarnir hjá Olil fara í þjálfun, tamningar og reiðkennslu, og ekki er óalgengt að hún fari út til Noregs til að halda reiðnámskeið. Einn af þeim gæðingum sem Olil hefur komið nálægt og vert er að minnast á er Snjall sem keppti m.a. á heims- meistaramótinu árið 1989. Olil rækt- ar einnig sitt eigið hestakyn. „Ég er með nokkrar hryssur í ræktun og það er kannski tilviljun að þær séu ættaðar frá Kleifum í Gilsfirði. Mér líkaði einfaldlega við þær. Ég er mikill aðdáandi Kolfinns frá Kjarnholtum og Gáska frá Hofs- stöðum og það eru hestar sem ég reyni að halda inn í mínu kyni," upplýsir Olil stolt enda hefur hún margsinnis sýnt Kolfmn á mótum. Hvað meö stóöhestinn Orra? „Hann hefur alltaf verið í uppá- haldi hjá mér og er mér alveg ógleymanlegur þegar Rúna Einars- dóttir sýndi hann í Gunnarsholti 5 vetra gamlan. Hann kemst þó ekki á sama stall og Gáski og sérlega ekki Kolfinnur. Með fullri virðingu fyrir öllum þeim hestum sem ég hef kom- ið nálægt um dagana þá er Kolfinn- ur samt sá mesti gæðingur sem ég hef nokkurn tímann komið á bak á," segir Olil og heldur áfram: „Ég er náttúrlega alveg ofboðs- lega hrifin af íslenska hestinum en ég hefði órugglega allt eins getað verið í hindrunarstökki eða ein- hverju öðru erlendis. Það vildi bara þannig til að nágrannar minir keyptu sér íslenskan hest og þá heillaðist ég af honum og íslenska hestakyninu en ég á ekki erfitt með að skilja áhuga fólks á hinu hesta- kyninu því það eru til gæðingar í öllum hestakynum." Mér heyrist sem þú sért komin til aö vera hér á landi? „Ég hef aldrei gefið neinar yfir- lýsingar um það en ég get ekki ímyndað mér annað en ég verði hér áfram. Á meðan hestamennskan er mín atvinna þá sé ég ekki fyrir mér að ég geti farið frá íslandi. Hér eru gæðingarnir, hér eru átökin og besta reiðmennskan. Hér er hægt að gera og þróa svo mikið. Framtíðin er einfaldlega hér. Ef ég flyttist út þá væri það bara að fara niður á við. Þar eru ekki eins góðir hestar og þar er ekki eins mikið að gerast," segir Olil að lokum. -snæ Olil Amble er talln vera elnn bestl reiömaöur landsins og hafa einstakt lag á hrossum Hér ásamt hryssunni Álfadís. DV-MYND GVA Verslunarmannahelgin íLondon frá 19.000 Nú getur þú notað tækifærið og dvalið um verslunarmannahelgina í London á hreint frábæru verði. Beint flug til London á fimmtudagskvöld kl. 18.30 og heim á mánudagsmorgni. Hjá Heimsferðum getur þú valið um úrval gististaða í hjarta London. VCT8kr. 19.000,- Flugsæti fram og til baka. Skattar, kr. 3.790, ekki innifaldir HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, 595 1000, www.heimsferdir.is 21.00-03.00 Stórtónleikar og dansleikur laugardagskvötdið 15. júlí S 5331100 Fax 5331110 Tónleikar Barnahljómsveit Tónlistarskóla Borgundarhólms, kvintett og sólistar undir stjórn Gregor Siegler, Accordéon Mélancolique, Sergei Voitenko, Gena Churchill (USA), Stórhljómsveit Harmonikufélags Færeyja, Matthías Kormáksson, Garðar Olgeirsson, Jóna Einarsdóttir, Sveinn Rúnar Björnsson, dúettinn Svanur og Guðbjörg, Ása, Ingunn og Hekla Eiríksdætur, Stormurinn frá Harmonikufélagi Reykjavíkur, stjórnandi Örn Falkner. Dansleikur Léttsveit Harmonikufélags Reykjavíkur, Neistar Karls Jónatanssonar ásamt bluessöngkonunni iben Kellerman frá Danmörku, Hljómsveit Hjördísar Geirs og frá Færeyjum kemur hin vinsæla hljómsveit Berg og Jacobsen's Dansiokestur. Miðaverð kr. 1.500 á tónleika og dansleik og kr. 1.000 eftirkl. 23.00. [•Tl þú greiðir með korti I ««*»w* ¦ ... við veitum 15o/o afslátt af smáauglýsingum (D 550 5000 dvaugl@ff.is Skoðaöu smáuglýsingarnar á VÍSÍf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.