Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 27 I>V Helgarblað Góð ráð handa foreldrum á ferðalagi: Svona sitja börnin kyrr Langt feröalag fram undan Feröalagiö reynist börnum oft erfiöara en þeim sem eldri eru. Þess vegna er um aö gera aö hafa tilbúna afþreyingu í bílnum til þess aö stytta börnunum stundir. Með hækkandi sól leggst land- inn í ferðalög innanlands sem utan. Smáfólkið á þó oft erfitt með að haldast í sætunum í bilnum og fer fljótlega að leiðast. Hér eru ráð handa foreldrum og öðrum sem ætla sér að keyra með börn í sum- ar. Spurnlngalelkir Spurningaleikir eru sniðugir og njóta alltaf vinsælda meðal barna. Hægt er að fara í sígilda leiki eins og Frúna í Hamborg en þann leik þekkja flestir. Þá er hægt að fara í leik sem heitir Gettu hvað ég sé, sem gengur út á það að einn far- þegi velur sér hlut sem hann sér út um gluggann og aðrir reyna að giska á hvað það er. Til að mynda þegar keyrt er fram hjá sveitinni þar sem heybaggar sjást. Þá vel- ur sá heybagga og aðrir spyrja hann og fá hjá honum vísbendingar þangað til svarið er fundið. Gátur og brandarar Börn hafa mjög gaman af gátum og því er gott að kunna nokkrar gátur þegar lagt er upp í ferðalagið eða jafnvel verða sér úti um gátubók. Þá er tilvalið að leyfa börnunum að segja for- eldrum sínum brandara til þess að minnka álagið enda kunna lítil börn oft heil ógrynni af bröndurum. Til er mjög skemmtileg bók sem heitir „Allir krakkarnir" en í henni eru brandarar sem ríma. Rímkeppni kemur líka sterkt inn enda gífurlega skemmtileg. Bílar taldlr Á leiðinni er hægt að dunda sér við það að hver og einn velji sér lit á eftirlætis- bíl. Einn velur sér rauða bíla, ann- ar bláa, þriðji gráa og svo fram- vegis. Svo er hægt að fara í keppni um það hver sjái flesta bíla með sínum lit. Þennan leik er líka hægt að útfæra þannig að farþeg- ar velja sér eftirlætistegund á bíl- um eða fylgjast með númerum bíl- anna. Einn telur öll bílnúmer sem byrjar á A, annar á B og svo fram- vegis. Ævintýrl á kassettu Mjög sniðugt er að hafa með- ferðis skemmtiefni fyrir börnin á hljóðsnældu. Til dæmis sögu- stundir eða tónlist við þeirra hæfi. Barbie hefur stytt mörgu baminu stundlr Þrátt fyrir aö uppeldislegt gildi Barþie sé umdeilt eru börnin alltaf jafnhrifín af Barbie sinni. Sniöugt er aö leyfa börnum að hafa leikfðng með í bílinn. Hér er ekki síður gáfulegt að láta börnin hafa vasadiskó svo geð- heilsa foreldranna haldist ferða- lagið á enda. Litabækur og leikföng Þá er gott að taka með litabæk- ur en þá er best að vera með tré- liti, því vaxinu hættir til að bráðna í sólinni og tússið fer í föt og sæti bílsins. Nútímabarnið á oft á tíðum leikjatölvur sem stytta því stundir tímunum saman. Leik- föng sem lítið fer fyrir eru enn fremur til þess failin að vekja lukku hjá litlu krílunum. Ávextir en ekkl sæl- gætl Foreldrar fá oft samvisku- bit þegar börnin hafa setið lengi í bíl og eru orðin óþreyjufull að komast út. Mikilvægt er að láta sam- viskubitið ekki stjórna gerð- um sínum og láta börnin hafa fulla vasa af sælgæti. Þaö er ekki hollt og það ger- ir börnin enn órólegri. Betra er að börnin fái ávexti. Hver er maðurinn? Gaman er að fara í leikinn „Hver er maðurinn?" sem gengur út á það aö einn er með ákveðinn mann í huga sem hinir reyna að komast að hver er með því að spyrja spurninga til skiptis. Er maðurinn söngvari? Hefur maðurinn keppt í Eurovision? Er maðurinn Einar Ágúst? Þagnarbindindi Þegar allt annað hefur ver- ið reynt og foreldrarnir orðnir úrvinda af þreytu má alltaf reyna gamla góða þagnarbindindið. Rólegur og góður leikur. -þor BÍLSTÓOINN VlNSÆLl Til í 5 litum f rd 0-18 kg 5 hœðastillingar Verí aðeins leðuráklœSi 3QM1M mwn SÉHVERSLUN MEÐ BARNAVÖRUR Síðumúla 22 Sfmi 581 2244 Steinullarbíllinn auglýsir Er á hringferð: Akureyri - Húsavík - Mývatn - Egilsstaðir - Seyðisfjörður Reyðarfjörður - Esk'rfjörður - Norðfjörður Fáskrúðsfjörður - Stöðvarfjörður - Breiðdalsvík Djúpivogur - Höfn - Kirkjubæjarklaustur - Vík Hvolsvöllur - Hella - Selfoss. Getum komist að stöðum sem erfitt er að komast að. Ókeypis skoðun - Gerum tilboð JÓN ÞÓRÐARSON Símar 853 3892 og 893 3892 Húsbréf Utdráttur húsbréfa Nú hefur farið fram útdráttur húsbréfa í eftirtöldum flokkum: 4. flokki 1992 -27. útdráttur 4. flokki 1994 - 20. útdráttur 2. flokki 1995 - 18. útdráttur 1. flokki 1998 - 9. útdráttur 2. flokki 1998 - 9. útdráttur Koma þessi bréf til innlausnar 15. september 2000. Öll númerin verða birt í Lögbirtingablaðinu. Auk þess liggja upplýsingar frammi hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. íbúðalánasjóður _______Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími 569 6900 | Fax 569 6800
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.