Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 42
r50 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Tilveran I>V Heimssýningin í Hannover er í fullum gangi: Dagurinn dugar ekki til Ferðamolar svæðið er svo stórt og margt að sjá Ég fór tvisvar á heimssýninguna því sýningarsvæðiö er svo gríðar- stórt að vonlaust er með öllu að ætla sér að reyna að skoða það á einum degi. Helst þarf maður þrjá daga ef vel á að vera því þreyta, bæði andleg og líkamleg, gerir vart við sig eftir nokkurra klukkustunda viðveru. Það er svo margt nýtt sem maður þarf að taka inn og miklar ¦vegalengdir að ganga. Því miður er ekki boðið upp á að kaupa tveggja daga kort eða þriggja daga kort eins og kannski væri eðlilegt með við- burð af þessu tagi en hægt er að kaupa mánaðarkort sem kostar tæp 400 mörk. Aðgangur er 69 mörk fyrir full- orðinn fyrir daginn en 49 mörk fyr- ir barn. Fjölskyldur kaupa fjölskyldukort hópar koma gjarna virka daga og því er gott að fara á sunnudegi til að komast hjá biðröðum við vinsæl- ustu skálana sem stundum geta orð- ið ansi langar og erfiðar ef hitinn er mikill. Gott er að vera með bakpoka með aukaskóm til að geta skipt og nesti, því skyndibitafæði er dýrt. Að minnsta kosti helmingi dýrara en utan svæðisins. Hins vegar er til- tölulega ódýrt og míklu skemmti- legra að gera meira úr hvíldar- tímunum og setjast inn á veitinga- svæði einhvers þeirra landa sem þátt taka í sýningunni. Þar má fá þjóðarrétti hvers lands, oft uppdúk- uð borö og þjónustu en alltaf eitt- hvað nýtt fyrir bragðlaukana. Kostnaður við slika máltíð er um það bil 35 mörk á mann að meðal- tali. Þá er líka hægt að sitja lengur Gengiö inn í framtíöina „Vélmennin" iþessum skála gæta þess vel aö rekast ekki ágesti en þau hreyfa sig efþau eru snert. Kínverski skálinn þykir fallegur Að kynnast menningu annarra heimsálfa er eftirsóknarvert. Á heimssýningunni gefast ótal tækifæri til þess. Skyndibitafæöi er dýrt á sýningar- svæöinu. Gosdós kostar 4 mörk, pylsa kostar 6-10 mörk og Bretzel (hörð kringla meö salti) kostar 4 mörk. Hamborgarar kosta 4-7 mörk og kaffibollinn 4-8 mörk. Á löngum degi þarf oft aö fá sér smábita eöa sopa og því er hag- kvæmt aö hafa með sér eitthvert nesti í bakpoka. sem er heldur ódýrara en munar þó ekki miklu. Hægt er að kaupa kort sem dugar hálfan dag og kort sem gildir bara eftir kl. 6 og kostar það 10 mörk. Hins vegar er mörgum * sýningarsölunum lokað um kl. 9.30-10 og því er spurning hvort kvöldkortin eru ekki helst ætluð þeim sem vilja njóta uppákoma Lestarferðir til Hannover eru dýrari en til annarra borga f Þýskalandi. Helgarfargjöld fyrir fjölskyldur (35 mörk fyrir allt að 5 manns) gilda ekki til Hannover og vert að hafa í huga aö ferðirnar eru misdýrar eftír því hvaða tegund lesta er valin og leita upplýsinga um það á lestar- stöðvum. I kláfunum frá þýska póstinum ergaman aö sitja og skoða sýningarsvæðið úr lofti. og láta fara vel um sig og hvíla þreytta fætur og augu. Notlö almenningsvagna Skáhallt yfir svæðið fara kláfar frá þýska póstinum. Það kostar 5 mörk að fara í kláfinn og vel þess virði. Að sjá yfir allt sýningarsvæð- ið er ævintýri út af fyrir sig og kláfarnir fara ekki mjög hratt þannig að nægur tími gefst til að virða fyrir sér það sem merkilegt þykir. Svo er þetta ágæt leið til að kom- ast á milli horna ef því er að skipta... Annars ganga almenningsvagnar með fram svæðinu og er ókeypis í þá. Þeir eru ágætlega merktir og víða stoppistöðvar og ef maður stoppar smástund við annaðhvort kort af svæðinu eða kort af vagna- leiðum þá kemur starfsmaður aðvíf- andi og býður aðstoð sína. Fjöldi starfsmanna er á svæðinu og tala þeir flestir þokkalega ensku, margir frönsku og auðvitað allir þýsku. Þeir hafa gjarnan flagg í barminum sem sýnir hvaða tungumál þeir tala. Og svo gildir auðvitað sú regla í þessu sem öðru að skoða kortin vel og ákveða hvað vekur mesta athygli og skoða það fyrst ef þrek og áhugi skyldi ekki endast í að skoða allt. -vs Sýnlngarsvæölð er gríöarstórt Nauðsynlegt er aö gefa sérgóðan tíma til að skoða allt sem í boöi er. Fjölskylduhátíð í Hrísey Litil umferö á sunnudegi Minnstar biðraðir eru á sunnudögum enda mikið afhópum sem koma. þeirra sem eru á hverju kvöldi í stórum stíl. Þá eru tónleikar, leiksýningar og fleira skemmtilegt fyrir utan auðvit- að skemmtigarðinn stóra með risa- stóru parísarhjóli og fleiri skemmti- legheitum. Skólabörn koma vlrka daga Öfugt við það sem ég hefði haldið, var minna að gera á sunnudegi en þriðjudegi og komu skýringar á því frá starfsmönnum. Skólabörn og PV, DÁLVlK: Um næstu helgi, dagana 14.-16. júlí, verður árleg fjölskylduhátíð haldin í Hrísey, og er þetta í fjórða sinn sem slík hátíð er haldin. Að sögn Péturs Bolla Jóhannessonar sveitarsrjóra hefst hún á föstudag- inn og þá verður m.a. forkeppni fyr- ir söngvarakeppni, ökuferð fyrir börnin um þorpið, diskótek fyrir yngri kynslóðina og fuglaskoðun með leiðsögn. Á laugardaginn verð- ur hátíðin formlega sett. Meðal þess sem í boði verður eru leiktæki fyrir börnin, ökuferðir út í vita, markaðstorg, myndlistarsýn- ing Fanneyjar Antonsdóttur, barna- skemmtun, kvartmílukeppni á dráttarvélum, söngvakeppni, rat- leikir og útsýnisferðir. Þá verður óvissuferð, flugeldasýning og úti- dansleikur og aukaferð með ferj- unni til Árskógssands að dansleik loknum. Fjóröa hátíö Hriseyinga Fjölbreytt dagskrá er í boði um næstu helgi en kvartmílukeppni á dráttarvél- um, fuglaskoðun og útidansleikur eru meðal dagskrárliða. Á. sunnudeginum verður „Hrís- eyjarhlaupið" hlaupið í fyrsta sinn og hefst það kl.11.00. Auk hlaupsins verða ýmis atriði í boði og verð- launaafhendingar, en hátíðinni lýk- ur kl.17.30. Samkvæmt venju fá allir gestir hátíðarinnar afhent vegabréf Hrís- eyjar um borð í ferjunni og það skal tekið fram að ekkert kostar inn á hátíðina og að þarna er kjörinn vett- vangur fyrir alla fjölskylduna að skemmta sér saman. Pétur Bolli seg- ir þátttöku í hátíðinni hafi vaxið ár frá ári, og greinilega sé mikill áhugi fyrir henni nú ef marka má fyrir- spurnir. Að lokum vildi Pétur Bolli beina þeim tilmælum til þeirra sem ætl- uðu að flyrja meö sér tjaldvagna eða stærri hluti að fá þá flutta með Sæ- fara hjá FMN, þar sem mjög tak- markað rými er í Sævari fyrir vöru- flutninga. -hiá í fimmtánda sinn til Kína Kínaklúbbur Unnar, með Unni Guðjónsdóttur í fararbroddi, boðar nú til fimmtándu Kínaferðarinnar í ágúst næstkomandi. Unnur, sem er nýkomin með hóp frá Kína, segir síð- ustu ferð hafa heppnast með afbrigð- um vel og þess vegna hafi hún ákveð- ið að blása þegar í stað til annarrar. í ferðinni, sem stendur frá 22. ágúst til 12. sept. nk, verða fjölmarg- ir áhugaverðir staðir heimsóttir; þeirra á meðal Bejing, Sjanghæ, Suzhou og að sjálfsögðu Kínamúrinn en heimsókn þangað markar jafnan hápunkt ferðarinnar. Að sögn Unnar eru Kinaferðirnar bæði skemmti- og fróðleiksferðir og á þessum þremur vikum kynnast ferðalangar landi og þjóð með því að ferðast vítt og breitt, skoða hallir og hof jafnt sem bústaði almennings í sveitum og bæjum. Þá segir Unnur að þróunin í Kína sé afar ör um þessar mundir og ekki seinna að vænna að heimsækja land- ið, vilji fólk upplifa „gamla" Kína. Öngþveiti í Sydney Nýtt farangurskerfi, sem kostaði tæpa tvo milljarða, hrundi illilega á flugvellinum í Sydney í vikunni með þeim afleiðingum að 6.500 farþegar urðu að láta sér lynda miklar seink- anir. Farangurskerfið er nýtt og var sett upp vegna Olympíuleikanna sem fara fram í borginni í lok september. Yfirmenn flugvallarins kenna tölvu- forriti um bilunina sem varð til þess að tvö þúsund ferðatöskur fóru á vit- lausa staði tímabundið. Starfsmenn flugvallarins segjast hins vegar ekki bjóða í ástandið ef kerfið stenst ekki í haust þegar von er á hundruðum þús- unda ferðamanna á Olympíuleikana. Fleiri f ara til Egyptalands Eftir tveggja ára lægð í ferða- mennsku eru Egyptar að hressast og bókunum ferðamanna til landsins fjölgar jafnt og þétt. Fjöldamorðin í Luxor, þegar 58 létu lífið, fyrir tveún- ur árum urðu þess valdandi að ferða- mönnum snarfækkaði í landinu. Síð- astliðið ár var slæmt hvað fjölda ferða- manna snertir, en það sem af er þessu ári hefur fjöldinn vaxið um helming. Ein ástæðan gæti verið að verðlag á ferðum og gistingu hefur lækkað um- talsvert en að sögn ferðamálaráðsins er útht fyrir að tímabil ódýrra ferða sé að renna sitt skeið á enda. Býrðu í Kaupmannohöfn? Ertu ó leiöinní ??? www.islendingafelagid.dk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.