Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 15. JULI 2000 11 I>V Skoðun Skytturnar þrjár „Ég vil bara að menn skilji það sem ég er að segja. Ég er á leið til Grænlands og hef greitt fullt verð fyrir farmiðann. Það þýðir ekki að segja mér að flugi þangað sé aflýst vegna þoku í Færeyjum," urraði tveggja metra hár maður- inn á vaktstjóra flugfélagsins einn sólbjartan jarðskjálftadag um miðjan júní. Það mátti merkja á starfsliði flugfélagsins að maðurinn var ekki árennilegur þar sem hann stóð í hermannabúningi og með byssu um óxl; sem að vísu var í hylki. Með honum voru tveir fé- lagar heldur lægri og sportlegri en þó illúðlegir ef djúpt var horft i augu þeirra. „Já, ég vil bara að menn skilji mig," ítrekaði sá herklæddi við enn eina silkihúfu flugfélagsins sem glímdi við það að þoka i einu landi lagði af flug milli tveggja annarra landa. Þref- ið við afgreiðsluboröið hélt áfram og þeim fjölgaði óðum sem stóðu andspænis skyttunum þremur. Þar sem sá stærsti lamdi hnef- anum í borðið og endurtók að hann skorti skilning á því að menn skildu hann ekki titr- aði öll byggingin eitt andar- tak. Flugfélagsfólkið horfði í hreinni skelfingu á mann- inn sem fékk heilu húsin til að skjálfa. Hann horfði á hnefann á sér jafnundrandi en fann slðan skýringuna: „Ég gerði þetta ekki. Þetta var eftirskjálfti," sagði hann, að því er virtist til að slaka að- eins á spennunni sem var ærin fyrir þó jarðaskjálftar bættust ekki ofan á. Neyöarfundur og rör Það var neyðarfundur í flug- höfninni og skytturnar þrjár stik- uðu óværar fram og til baka. Ótti starfsmannanna við byssumenn- ina lá sem mara í loftinu og tím- inn leið. Tugur Grænlandsvina sem ætlað höfðu með fluginu höfðu gefist upp fyrir Færeyja- þokunni og voru farnir heim.Skyndilega var tekin ákvörðun og fundur settur með byssumónnunum sem voru eftir ásamt þremur óbreyttum farþeg- um. „Þið farið með rörinu til Grænlands," sagði sá æðsti í hópnum við stóru skyttuna en horfði á miðskyttuna og vísaði til þess að í stað stóru þotunnar var sett upp sérstök vél af gerðinni Metro. Stórskyttan ljómaði og átti í hinum mestu erfiðleikum með að hemja gleði sina og halda andlit- inu þungbúnu. „Það er gott að menn skilja það sem ég segi," sagði hann í sömu svifum og skytturnar þrjár gengu fylktu liði inn í fríhöfnina þar sem ferðin til Grænlands á vit hinna víðáttu- miklu veiðilenda hófst. Veiöisögur Á leiðinni yfir hafið með rör- inu voru sagðar veiðisögur og stóra skyttan sagði hinum hvern- ig þeir ættu að skjóta hreindýr og mæta grænlenskri náttúru án þess að skaðast af. „Við skjðtum hreindýrin í hálsinn, bræður. Það er hreinlegast," sagði hann og síðan kom löng saga um félaga sem lenti í þeirri ógæfu að skjóta aftan í hreindýr þannig að kúlan gekk út að framan. Niðurstað- an var sú að kjötið var allt ónýtt af gor. „Við ætlum okkur ekki slíka umgengni við matvæli," sagði hann, ábyrgur. í kjölfar þeirrar sögu komu fleiri furðusögur af veiðmönnum, liðnum og látnum. Miðskyttan sagði sögu af austfirsku hrein- dýri sem neitaði að verða veiðimanni að bráð og hljóp uppi byssumann á vélsleða og rak í hann hornin. Boð- skap- ur ræða," sagði hann og dró upp úr pússi sína nokkrar kremtúbbur. „Þetta er fyrirbyggj- andi krem sem fælir flugurnar frá. Ég mæli með þvi að við notum það allir þegar á fjallið kemur," sagði hann og hélt síðan tölu um að hinar tvær kremgerðirnar væru fyrir þá sem ekki sýndu forsjálni. „Þeir sog- unnar var sá að veiðimaður gæti auðveld- lega orðið bráð ef hann gætti ekki að sér í baráttunni við dýr merkurinnar. Um það leyti sem rör- ið var hálfhað yfir haf- ið á leið til veiðilendn- anna þaggaði stóra skyttan niður i félögum sínum og sagði þeim að hlusta vel. „Ég segi þetta bara einu sinni. Það sem helst mun ógna öryggi ykkar sem aldrei hafið komið til Grænlands er moskítóflugan. Það eru dæmi um að menn hafi verið stungnir svo rosa- lega að þeir vöknuðu kringlóttir," sagði hann og þaggaði umsvifalaust nið- ur í miðskytt- unni sem byrj- aði að hlægja. „Þetta er ekkert gam- anmál og ég vil bara að þið skiljið hvað er um að Reynir Traustason blaðamaður sem ekki hafa vit á því að nota réttu vörnina nota síð- an hin kremin; þegar allt er komið í óefni," sagði hann en bætti svo við að besta vórnin væri hland úr kindum. „Ég er bara ekki með neitt slíkt en flugurnar halda sig i kílómetra fjarlægð þegar rolla migur," sagði hann án þess að svo £& mikið sem brosvipra W sæist en á svip hans mátti merkja að afleið- ingakremið væri ætlað minni skyttunum tveimur. Rörið komst heilu og höldnu milli landa án þess ' & a^ Færeyjaþokan trufl- jfc\ aði för. Eftir lauslega ui& liðskönnun stóru m ' ^R skyttunnar gengu fé- lagarnir fylktu liði inn í flugstöðina í Narsarsuaq klifj- ! aðir bæði vopnum og varnarbúnaði. „Við þurfum að kaupa ýmsar nauð- synjar," sagði sá stærsti og hafhaði því umsvifa- laust þegar minnsta skyttan spurði hvort ekki gæti verið gaman að grilla nautakjöt úti í náttúrunni. „Það eina sem vantar er öl, krydd og klósettpappír," sagði hann og lýsti því að græn- lensk hreindýr myndu metta svanga maga. „Síðan getum við veitt bleikju eða snæhéra eftir at- vikum. Við munum lifa og nær- ast af þvi sem grænlensk náttúra gefur," sagði hann þar sem þeir stóðu í miðju kaupfélaginu í Nar- saq með afgreiðslustúlku sér til aðstoðar. Hann henti pakka af blauttissjú í körfuna og tók siðan til 10 rúlla pakkningu af salernis- pappír. „Klósettpappírinn verður eina tenging okkar við hinn vest- ræna heim," sagði hann við af- greiðslustúlkuna sem skildi ekki bofs. Síðan snerist honum hugur og hann tók pakkninguna upp úr körfunni og skilaði í hilluna aft- ur. „Það veitir ekkert af eldhús- rúllum. Menn sem mikið borða skila miklu frá sér aftur," sagði hann á samblandi af dönsku, grænlensku og íslensku og ská- sett augu afgreiðslustúlkunnar urðu kringlótt af undrun þar sem hún horfði niður eftir manninum aftanverðum. Flugur og hrelndýr Það voru hamingjusamar skyttur sem héldu á fjallið með útbúnað sinn og undir öruggri leiðsögn mesta hreindýrabónda á Græn- landi. Sá vísaði þeim beint á hreindýr og örskots- stund eftir að fjarlægðar- mælir hafði skilað áliti og byssur voru komnar í skotstöðu lágu tvö hrein- dýr í valnum. Flugnasveim- ur gerði stöðugar árásir á skytturnar á meðan þær felldu hreindýrin. Stóra skyttan kveinkaði sér: „Andskotinn, þær eru að gera út af við mig. Þær vaða í gegnum forvarnarkremið án þess að depla auga," sagði hann með nístandi sársauka í rómnum þar sem hann stóð yfir föllnum dýrunum. „Ég er líka viðþolslaus þrátt fyrir að hafa borið á mig heila túbu," sagði miðskyttan. Minnsta skyttan stóð þögul við hlið félaga sinna utan áhrifasvæðis flugnanna. „Það eru dœmi um að menn hafi veríð stungnir svo rosálega að þeir vöknuðu kringlóttir," sagði hann og þaggaði umsvifalaust niður í miðskyttunni sem byrj- aði að hlægja. Þar sem komið var í náttstað með veiðina var tekið til við að grilla þann hluta hreindýranna og taka upp úr kössum og pokum. „Hvað er þetta," kallaði miðskytt- an þar sem hann var búinn að taka eldhúsrúllurnar og blauttis- sjúið upp úr kassa. Hann hét á lofttæmdri pakkningu sem virtist hafa að geyma kjöt. Sá stærsti var í óðaönn að bera á sig afleið- ingakremið og leit á félaga sinn. „Ja, þetta er nú eiginlega nauta- kjöt. Ég vildi síður þurfa að drep- ast úr hungri ef eitthvað bæri út af," sagði hann með allt öðrum og lægri tónstyrk en í flughófninni forðum. Þegar félagi hans lyfti upp dós með sömu spurningu þá var þeim stóra nóg boðið. „Sérðu það ekki maður. Þetta eru Ora fiskibollur," svaraði hann hrana- lega þar sem hann stóð með bux- urnar á hælunum og reyndi að sneiða hjá þeim fáu blettum sem flugurnar höfði ekki séð ástæðu til að smakka á. „Flugurnar létu mig alveg í friði," sagði minnsta skyttan og fékk sér sopa af bjór. Svo bætti hann við, hálf- skömmustulegur: „Samt gleymdi ég að bera á mig fyrirbyggjandi kremið." Skoðanir annarra Milosevic samur víð sig „Venjulega eru 4 stjórnarskrár- breytingar álitnar skref í lýðræð- isátt. Júgóslavía Slobodans Milos- evics er hins veg- ar ekkert venju- legt land. Stjórn- arskrárbreyting- in, sem júgóslav- neska sambandsþingið, er Milosevic stjórnar, samþykkti hefur þau áhrif að endurkjósa má Milosevic. Stjórn- arskrárbreytingin mun einnig gera Svartfjallaland áhrifalaust á þingi en það hefur nú nokkur sæti í efri deildinni. Vegna smæðar landsins mun það missa þessi sæti í beinum kosningum. Milosevic kann að von- ast til að Svartfellingar grípi sjálfir til örvæningarfullra aðgerða svo að þær skyggi á hans eigin saknæmi í stríði og komi ef til vill í veg fyrir íhlutun Vesturlanda." Úr forystugrein Washington Post 10. júlí. Kvenréttindi í Kúveit „Frjálslyndi er komið lengra á veg í Kúveit en í flestum nágranna- löndum þess á Persaflóasvæðinu. Kona stýrir háskólanum í Kúveit, Kúveitar hafa útnefnt konu í emb- ætti sendiherra og konur eru fleiri en karlar í skólum. En ef Kúveitar ætla að fara að ákvæði srjórnar- skrárinnar um jafnrétti kvenna og karla verða konur að fá full pólitlsk réttindi. Það yrði fyrirmynd fyrir aðrar þjóðir á svæðinu. Kvenrétt- indakonur í Kúveit urðu nýlega fyr- ir vonbrigðum þegar stjórnarskrár- dómstóll vísaði á bug málum þar sem farið var fram á kosningarétt fyrir konur. Þar sem dómstóllinn vill ekki taka á málinu þarf að þrýsta á þingmenn. Konur í Kúveit eiga skilið að njóta stuðnings stjórn- arinnar í baráttunni fyrir þátttöku í stjórnmálum þjóðarinnar." Úr forystugrein New York Times 10. júlí. Bitur dagur fyrir Tíbeta „Föstudagurinn var bitur dagur fyrir Tíbeta. Að vísu samþykkti stjórn Alþjóðabankans að hætta stuðningi við áætlun Kínverja sem veitir 58 þúsund Kínverjum jarðir á landi Tíbets. En Kinverjar, sem gjarnan vilja vera aðilar að alþjóð- legum samtökum, brugðust við með þvi aö tilkynna að þeir ætluðu sjálf- ir að fjármagna áætlunina. Þetta er enn eitt dæmið um að Kína hlustar ekki á sjónarmið umheimsins en einnig um að stjórn bankans hefur tilhneigingu til að beygja sig fyrir stórveldum eins og Kína. Með öðr- um orðum: Pólítík vegur þyngra en siðferði." Úr forysrugrein Politiken 9. júlí. Eyðnifaraldur „Eyðnifaraldurinn er mesta ógn- unin gegn framtíð Afríku frá tímum þrælahalds og nýlendustefnu. Á hverjum degi smitast 16 þúsund manns í heiminum. Flestir þeirra eru ungir, á milli 16 og 24 ára. Af þeim 33 milhonum sem eru smitað- ir búa 25 milljónir í Afríku. Búist er við að eftir 10 ár verði meðalaldur- inn um 30 ár í Botswana, Swasilandi, Namibíu og Simbabve verði ekki brugðist viö. Umræðurnar á alnæmisráðstefn- unni í S-Afríku gefa ekki tilefni til bjartsýni. Mbeki S-Afríkuforseti virtist vilja loka augunum fyrir ógnun sjúkdómsins. Lyfjafyrirtæki eiga lyf sem geta mildað afleiðingar sjúkdómsins en þau neita að sefja lyfin á viðráðan- legu verði fyrir ríki Afríku. Fyrir- tækin lokka með afslætti gegn hag- stæðum einkaleyfum. Ríkisstjórn- irnar hafa ekki áhuga. Stjórnmála- menn neita að horfast í augu við veruleikann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.