Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 29
-H- LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 37 DV Helgarblað textabút upp úr einhverri bók. Ég las textarm meö þvílíkum leikrænum til- burðum að mér var boðið að leika í útvarpsleikritinu „Elín fermist ekki í vor", segir Þorvaldur en þeir félag- arnir fengu einnig að taka einhvern þátt í dagskrárgerðinni á barnaút- varpinu. Eftir reynsluna af útvarpsleikrit- inu benti Elísabet Brekkan á Þorvald fyrir talsetningu á Disney-myndinni Lion King, betur þekkt undir nafninu Konungur ljónanna. Þorvaldur fór í prufu og fékk það hlutverk að ljá að- alpersónunni, ljónsunganum Simba, rödd sína. „Ég gerði mér varla grein fyrir því hversu stór þessi teiknimynd var þar sem ég var svo ungur. Sjálfur er ég mjög hrifinn af myndinni, hún er vel gerð og sagan um hringrás lífsins er góð," segir Þorvaldur sem talaði þó ekki inn á Lion King 2 þar sem hann var þá orðinn of gamall. „Ef þú gerir eitthvað sem tekið er eftir þá einhvern veginn opnast fyrir þér fleiri dyr," segir Þorvaldur sem eftir talsetningu á Lion King hefur haft nóg að gera. Hann hefur ekki bara talsett fleiri teiknimyndir heldur einnig leikið í auglýsingum, sungið inn á geisla- diskinn Barnabros og leikið í mörg- um útvarpsleikritum. Að auki hefur hann leikið í nokkrum sjónvarps- myndum og leikritum. Hann lék landi," segir Þorvaldur, ákveðinn. Þrátt fyrir uppbókaðar helgar i sumar ætlar Þorvaldur þó að gefa sér tíma til að fara á þjóðhátíðina í Vest- manneyjum og helst einnig heim- sækja fallegasta stað íslands. „Borg- arfjörður eystra er fallegasta þorp á íslandi og það hefði verið gaman að geta heimsótt ættingjana þar. í góðu veðri er nefnilega svo ótrúlega fallegt þarna," upplýsir Þorvaldur, greini- lega gjörsamlega heillaður af staðn- um. Salka lærdómsrík Aðspurður hvað sé skemmtilegasta verkefnið sem hann hafur tekið að sér til þessa segist hann eiga erfitt að gera þar upp á milli. „Salka-ástarsaga fannst mér vera stökkpallur þar sem mér fannst ég þroskast mikið á því að taka þátt í því leikriti. Ég hef venjulega verið að taka þátt í sýningum meö fólki á mínum aldri en þarna var ég yngstur í leikarahópnum. í þeirri sýningu var maður alltaf að finna eitthvað nýtt og læra eitthvað af hinum eldri. Ætli það hafi ekki verið reynslurík- asta verkefnið sem ég hef fengist við," segir Þorvaldur sem neitar því ekki að þetta leiklistarstúss hafi tek- ið mikinn tíma frá náminu en hann var að.klára fyrsta árið i Verzló síð- astliðið vor. „Prófin gengu upp hjá mér og ég sé málafiokkunum hér heima. Eg sé engan sem á við mig. Alþýðuflokkur- inn var reyndar góður, a.m.k þegar Jón Baldvin stýrði honum," segir Þorvaldur hugsi. Það eru ýmis fleiri plön í kollinum á Þorvaldi og greinilega margt sem hann langar til þess að gera. Verzló bíður hans næsta haust en hann er einnig að hugsa um að byrja i ballett- tímum og halda áfram að læra á trompet. Og svo gæti hann jafnvel vel hugsað sér að gerast rithöfundur ein- hvern tíma í framtíðinni. „Ég stefni á að fara sem skiptinemi til Japans á næstu árum. Ég hef nú þegar farið á japönskunám- skeið og þetta land hefur alltaf heill- að mig. Það er mikill agi þarna og þetta er allt öðruvísi en hér. Ég held að það sé nauðsynlegt að fá aðeins víðari sýn á heiminn," segir Þorvald- ur sem á örugglega eftir að plumma sig fínt í landinu þar sem hann hefur nú þegar komist upp á lagið með að borða Sushi. Nýtur kvenhylli Það er ekki hægt að taka viðtal við Þorvald án þess að enda á að minnast á kvenhylli hans því frá því að hann var bara smágutti hefur hitt kynið sýnt honum mikinn áhuga. Kannski ekki nema von þar sem drengurinn er með óvenjusjarmerandi bros og sérstök skásett augu með löngum Leikarar í sýningunni Salka-ástarsaga sem sýnd var í Hafnarfjarðarleikhúsinu í vetur. Þorvaldur er lengst til hægri en hann fór með hlutverk Arnalds yngri. Tommy í Kardimommubænum í Þjóðleikhúsinu 12 ára gamall ög fékk 14 ára hlutverk Bugsy í söngleiknum Bugsy Malone sem sýndur var í Loft- kastalanum. í vetur hefur hann svo leikið í sýningunni Salka-ástarsaga hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu og í Thriller-sýnmgu Verzlunarskólans sem gengur í Loftkastalanum um þessar mundir. Hrifinn af Borgarfirði eystra Það verða ekki miklar útilegur hjá Þorvaldi í sumar eða öllum hinum leikurunum í Thriller-sýningunni þar sem söngleikurinn er sýndur svo til allar helgar í Loftkastalanum í sumar en Leikfélag íslands keypti sýninguna af skólanum. „Það er mjög sérstakt að leikhús kaupi framhaldsskólasýningu. Við sýndum sjálf 15 sinnum í vetur sem er í meira lagi og á síðustu sýning- arnar urðum við að vísa frá 900 manns. Þannig að ekki er hægt að segja annað en að sýningin hafi geng- ið vel," segir Þorvaldur, ánægður með þessa sumarvinnu. Fyrir utan að vera í Thriller í sum- ar er Þorvaldur að stússast í ýmsum smáverkefnum og tók t.d þátt í leik- þætti á Kristnihátíðinni á Þingvöll- um á vegum Hafnarfjarðarleikhúss- ins og leikhópsins Æsis. „Mín skoðun er sú að peningarnir sem fóru í þessa hátíð hefðu frekar átt að renna til fátækra hér á ís- + heldur alls ekki eftir þeirri reynslu sem ég hef öðlast í öllum þessum leikritum í gegnum tíðina þó þetta hafi verið tímafrekt." Stjórnmál og heimspeki Þrátt fyrir að leiklistin heilli Þor- vald Davið þá er það ekki endilega hún sem hann ætlar að leggja fyrir sig í framtíðinni. „Ég ætla alla vega ekki að verða viðskiptafræðingur þó svo flestir í Verzló lendi í þeim geira. Mér finnst leiklistin spennandi en stjórnmál eða heimspeki lokka líka,"segir Þorvald- ur sem gæti vel hugsað sér að skella sér í þessar greinar í Háskólanum að stúdentsprófi loknu. „Heimspeki er hugsun og hver maður hefur gott af því að hugsa og pæla. Ég hef trú á því að heimspekin opni manni leið til að standa sig vel í öllu því sem maður gerir," segir Þorvaldur sem er reyndar með bók- ina Pælingar II eftir Pál Skúlason á náttborðinu en hún er einmitt einn stærsti hluti námsefhisins i heim- spekilegum forspjallsvísindum í Há- skólanum. Þorvaldur er líka, þrátt fyrir að hann sé ekki kominn með kosninga- rétt, farinn aö spá í stjórnmál, bæði hér heima og erlendis, og er maður á hálum is ef minnst er á Palestínu við hann. „Eins og staðan er í dag þá lýst mér eiginlega ekki á neinn af stjórn- uppbrettum svörtum augnhárum. „Það hafa verið að hringja í mig ókunnar stelpur á öllum tímum sól- arhringsins. Fyrst fannst mér þetta bara verið fyndið en með tímanum hefur þetta orðið mjög truflandi og leiðinlegt. Svo ekki hringja í mig oft- ar, stelpur, ef þið lesið þetta," segir Þorvaldur og hlær. En hvaó eiga þær stelpur þá aó gera efþær vilja kynnast þér? „Þær geta skrifað mér bréf, mér fmnst það miklu betra en að þær séu að hringja í mig kl. 2 á nóttunni og halda einhverja ræðu. Það er frekar hallærislegt," segir Þorvaldur. Aðspurður um draumadísina þá er hann ekki með neinar sérstakar kröf- ur aðrar en þær að hún verði aö vera greind og hafa vissan sjarma til að bera. „Ég held að það sé engin viss týpa fyrir hvern og einn. Maður bara smellur ef maður smellur." Þannig aö þú trúir á ástina? „Já, ég geri það. Ég held að hún sé alveg frábært fyrirbæri. Og þrátt fyr- ir alla þessa skilnaði og vesen á fólki þá held ég að því verði ekki sleppt að elska." Þú sagöir í viötali á Stöö 2 um dag- inn að þú værir á lausu. Ertu þaö ennþá? „Já, ég er enn á lausu," segir Þor- valdur og roðnar aðeins en bætir við: „Það breytist ekkert um hverja helgi." -snæ Þorvaldur er Þróttari af lífi og sál og var ab æfa fótbolta með félaginu frá 5 til 15 ára. Þessi mynd er tekin gullaldarsumarið 1993. Röddin hans Simba í Disney-teiknimyndinni um Konung Ijónanna er frá Þor- valdi komin. Þorvaldur með þjófunum Kardimommubænum en þar fór hann með hlut- verk Tommys. Þorvaldur för með hlutverk Bugsy í söngleiknum Bugsy Malone. Hér er i hann ásamt öðrum leíkari í sýningunni, Hannesl Þórði Þorvaldssyni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.