Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 44
'52 LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ 2000 Tilvera I>V yndbandagagnryni Stórmótið í Dortmund: Amateur Drama ••• Vergjörn nunna og minnislaus óþokki Þeir sem ekki þekkja til leikstjórans Hal Hartley eru að missa af miklu. Stíll hans er afar óhefðbundinn og ein- kennist m.a. af hugvitssemi í persónu- sköpun, hnyttnum samtölum og ná- kvæmri kóreógrafiu í öllum hreyfing- um leikara. Hann er stöðugt að skemmta áhorfendanum með ein- kennilegum stilbrotum sem eru á skjön við hefðbundin kvikmyndaform. Eitt af uppáhaldsstílbrögðum hans er mótsagnakennd persónusköpun. í Amateur segir frá nunnu sem semur klámsögur. Hún segist vera kynlífs- fikill en hefur aldrei sofið hjá. Hún tekur að sér mann sem vafrar inn á kaffihús til hennar. Hann hefur misst minnið, en svo virðist sem hann hafi verið hinn versti óþokki og eigi í úti- stöðum við hættulega glæpamenn. Martin Donovan leikur minnis- 77 leysingjann af fádæma öryggi, en á móti kemur að franska snobbmynda- leikkonan Isabelle Huppert er afar daufieg í bitastæðu nunnuhlutverk- inu og lætur hina aðalleikonuna, El- ina Löwensohn, valta yfir sig. Hal Hartley er ekki eins beinskeyttur í stílbrögðunum og oft áður og mér fannst eins og hasarinn þvældist eitt- hvað fyrir honum. Þrátt fyrir að vera með slöppustu myndum hans er Amateur þó með þvi betra sem við fáum á leigurnar, en ég bíð spenntur » eftir að meistaraverkin hans, The Unbelievable Truth, Simple Minds og Trust, verði gefin út. -PJ Útgefandl: Myndform. Leikstjörl: Hal Hartley. Aöalhlutverk: Isabelle Huppert, Martin Donovan og Elina Löwensohn. Bandarfsk, 1994. Lengd: 92 mín. Bönn- uð innan 16 ára. Tumble- weeds Suöurríkjakvendi Drafandi talandi suðurríkjafólks heillar marga. Sumir telja þó slíkan hreim eiga við um hvítan rusllýð. í upphafi myndarinnar telur maður að efni hennar sé einmitt um hvítan rusllýð. Mæðgurnar tvær sem við kynnumst í myndinni er þó nokkuð erfitt að flokka. Mamman, Mary Jo Walker, er nokkuð hefðbundin suður- ríkjamær sem fer frá einum eigin- manninum til annars. Ekki virðist það flækja neitt málin að hún eigi dóttur, Ava. Þegar dóttirin eldist og fer að hafa almennilegt vit fyrir sér tekur henni að leiðast þessi óstóðug- leiki sem þær mæðgurnar lifa við. Litríkir og töfrandi karakterar koma við sögu myndarinnar. Hún er engan veginn drepleiðinleg boðskaps- mynd um fjölskyldugildi og annað þess háttar heldur um áttavilltar mannverur í hinum stóra heimi og hvernig þær plumma sig. Skondnar aðstæður og drafandi hreimur móð- urinnar krydda upp á annars hefð- bundið bandarískt myndefni. Stundum fær maður á tiifinninguna að Kimberly J. Brown, sú sem leikur dótturinar, sé of meðvituð um að hún sé að leika. Það skemmir þó engan veg- inn fyrir og stendur hún sig afburðavel % annars. Janet McTeer, móðirin, er sér- lega skemmtileg og nær vel þessum daðranda suðurríkjakvenmannsí- myndarinnar. Þetta er ánægjuleg mynd fyrir þægilegt kvöld heima. -GG Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: Gavin O'Connor. Aoalhlutverk: Janet McTeer, Kimberly J. Brown og Jay 0 Sanders. - Bandarísk, 1999. Lengd: 102 mín. Leyfö öllum aldurshópum. Afkvæmi Dimmbláar teflir við þá bestu Athyglisvert skákmót fer fram þessa dagana i Dortmund Þýska- landi. Keppendur í efsta flokki eru 10 talsins, 9 frambærilegir stór- meistara og skákforrit. Forritið heitir Deep junior og er afkvæmi Deep Blue (Dimmbláar) sem sigraði Kasparov svo eftirminnilega 1996 í einvígi. Forritið sem ég kalla „Dýr- ið" er ekki jafn duglegt að vinna stórmeistarana enda hafa menn tek- ið eftir góllum í þvi, sem og Dimm- blá heitinni. Ungu stórmeistararnir hafa ekki þennan beyg við tölvurn- ar sem Kaspi hafði allavega 1996. Við Jóhann Þórir Jónsson heitinn héldum að Kaspi hefði tapað vilj- andi en það er ailt önnur saga. Þarna tefla sem sagt margir af fremstu meisturum 1 dag nema Kaspi. Ætli þeir séu bara ekki fegn- ir að vera lausir við hann við og við? Mótið einkenndist af því í byrjun að Anand og Adams voru með for- ystuna. Adams vann Kramnik í 4 umferð og hafði þá Kramnik ekki tapað kappskák í 18 mánuði og teflt yfir 80 gegn fremstu stórmeisturum þessa heims. Anand vann svo Ad- ams í 5 umferð og virtist til alls lík- legur. En þá kom opinbera yfirlýs- Sævar Bjamason skrifar um skák ingin um heimsmeistaraeinvígið til sögunnar og Vladimir Kramnik tví- efldist við það. Hann vann „Dýrið" í fimmtu umferð og síðan lá Anand á móti honum i 6. umferð. Þeir eru efstir og jafnir þegar 3 umferðir eru eftir og líklegt að eldmóður mikill sé hlaupinn í Kramnik og hann sigri á mótinu. En spyrjum að leikslokum. Skákirnar í dag eru vinningsskákir Kramniks gegn „Dýrinu" og Anand. Hvítt: Vladimir Kramnik (2770) Svart: Deep Junior (6 ára) Grjótgarðsbyrjun l.d4 d5 2. e3 Rf6 3. Bd3 e6 4. f4 Be7 5. Rf3 c5 6. c3 0-0. Byrjun þessi er ákaflega traust og einkennist af lok- uðum stöðum sem er gott ráð gegn „Dýrinu". Vandræðin eru hins veg- ar að svartur getur auðveldlega jafnað taflið ef hann kærir sig um og kann! 7. Rbd2 Rg4? 8. De2 c4?. „Dýrið" lokar tafiinu allt of mikið og gefur Kramnik góðan tíma til að undirbúa sóknaraðgerðir á kóngs- væng. Eyjóifur Ármannsson kom fyrstur fram með þessa uppskrift til að máta „tölvudýr". 9. Bc2 f5. 10. Hgl! Ekki hefur „Dýrið" skil- ið þennan leik, en við dauðlegir erum með á hreinu hvað Kramnik hyggst fyrir 10. -Rc6 11. h3 RfJS 12. g4 Re4 13. Dg2 g6. Það má „Dýrið" eiga að það sér allar beinar hótanir. 14. Dh2 Kh8 15. h4 Rxd2. Blessað Dlmmblá og Kasparov Kasparov tapaöi eftirminnilega fyrir forvera Deep Junior árið 1996. barnið. 16. Bxd2 fxg4 17. Rg5! De8. Nú ryðst Kramnik í gegn og fátt er til varnar „Dýrsins" sóma. 18. h5 gxh5 19. Hxg4! HÍ6 20. Hh4 Hh6. lætur a-linuna eiga sig. 15. d5! Rf8. Nauðsynlegt, annars ryðst hvítur inn á c7 ef svartur tekur peðið. Einnig má minna á að opnað er fyr- ir al-h8 skálínuna. 16. Hdl Bc8 17. Rd4 e5 18. Rb3 Bd7 19. f3 Dd8 20. Rd2 Rg6 21. Bfl h6 22. e4 Rh7. Það er merkiskertislegt hvað svartur er varnarlaus. Nú kemur varaliðið til sögunnar. 21. 0-0-0 a5. Nú reynir „Dýrið" gagnsókn en fall- ið er Danaveldi engu að síður. 22. Hhl b5 23. Bdl! Það á að opna h- linuna, sama hvað tautar og raular! 23. -Ha7 24. Bxh5 Df8 25. e4! Nú er hinn klerkurinn tilbúinn í slaginn. 25. -Bd8 26. Í5 b4 27. Bg6 Hxh4 28. Dxh4 bxc3 29. bxc3 Bf6. Kramnik má eiga það að hann hefur likan skákstíl og ég! Hann teflir að- eins betur. 23. c5! bxcð 24. bxc5 f5. Svarta staðan virðist vera í lagi ef ekki væri fyrir veikleikann á d6. Það dugir Kramma. 25. Ba3! Hc8 26. cxd6 cxd6 27. Db4 Dg5 Nú er nauðsynlegt að ná gagnsókn ef ein- hver möguleiki væri á því. 28. Dxd6 Rf6 29. Bc5 Kh7 30. exf5 Bxf5 31. Rc4 e4 32. Be3 Dh5. Jæja þá! 30. Dxh7+ Hxh7 31. Hxh7+ Kg8 32. BÍ7+ Dxf7 33. Hxf7 1-0. Eför 33. Bxg5 34.Hc7! hrynur allt sem hrunlð getur. Anand hefúr eflaust verið með beyg þegar hann settlst niður gegn Kramnik eí'tir þessa flug- eldasýningu. Hvítt: VTadimir Kramnik (2770) Svart: Viswanathan Anand (2762) Enski leikurinn 1.RÍ3 RÍ6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 0-0 5. a3 Bxc3 6. Dxc3 b6 7. e3 Bb7 8. Be2 d6 9. 0-0 Rbd7 10. 1)1 a5 11. Bb2 De7 12. d4 axb4 13. axb4 Hfc8 14. Hxa8. Teflt er eftir hefðbundnum leið- um. Það er athyglisvert að Kramnik Með peð i hönd snýr Krammi liði sínu til varnar kóngi sínum. En sennilega hefði verið betra að leika 33. Rd2 exf3 34. Rxf3 Bg4 35. Be2 og hvítur hefur vinningsmöguleika. En nú fellur frípeðið frækna. 33. Dg3 exf3 34. gxf3 Rh4 35. Rd2 Hc2 36. Be2 Rxd5 37. Bd4 Bg6 38. Dg4 R15? Leikur af sér skákinni, betra var 38. -Dxg4 39. fxg4 Rf4 og jafntefli er líkleg úrslit. 39. Dxh5 Bxh5 40. Bd3! Bg6 41. Bxc2 Rxd4. Getur það verið að Anand hafi haldið að hann gæti hangið á jafntefli hér? Nei, lík- lega lék hann af sér skiptamunin- um. 42. Bxg6+ Kxg6 43. Kf2 R Nú fylgir úrvinnsla af hæsta gæðaflokki! 44. Re4 Ref4 45. Hal Rh5 46. Ha6+ Kf7 47. Rd6+ Ke7 48. Rf5+ Kf7 49. Re3 Rdf4 50. Rg4 Rd5 51. Re3 Rdf4 52. Rf5 Rd5 53. Kel Rdf6 54. Kd2 Rd5 55. Ha5 Ke6 56. Re3 Rdf4 57. Hf5 Ke7 58. Rg4 Ke6 59. He5+ Kf7 60. Ke3 Kg6 61. Ke4 Rh3 62. Ha5 Rg5+ 63. Ke3 Re6 64. Re5+ Kf6 65. Rd3 1-0. Eftir 65. -g5 eða 65. -g6 kemur 66. Ke4 og svartur neyðist til að bakka. í þessum gæðaflokki játa menn sig sigraða i svona stöðu i kappskák. Nýtt heimsmeistaraeinvígi! Gefin hefur verið út yfirlýsing frá Raymond Keene og fleiri fjármála- jöfrum í London, Englandi, um nýtt heimsmeistaraeirivígi i skák. Það mun vera fyrirtækið The Brain Games Network eða á íslensku Heila- leikjanetavinnan sem stendur að ein- víginu á milli Gary Kasparovs og Vladimir Kramniks. Teflt verður í the Riverside Studios, London, og verðlaunapotturinn er 2 miljónir Bandaríkjadollara. Einvígið verður haldið dagana 8. október til 4. nóvem- ber ef þörf krefur. Allar skákirnar hefjast kl. 15 og teflt verður á þriðju- dögum, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum. Þannig að islenskir skákáhugamenn eiga eflaust eftir að líta inn. David Levy, mágur Keene og kunnur drekaskákmaður hér áður og samstarfsmaður Keene, hefur harð- lega gagnrýnt hann fyrir að fara á bak við sig og fjölskyldu sína í sam- bandi við skipulagningu einvígisins. Þeir reka fyrirtæki saman sem hefur það að markmiði að koma skák á framfæri og gera þá ríka. Þaö eru þeir líka, Keene er að nálgast milljón pund í eignum og Levy eitthvað að- eins minna. Keene hefur sagt að heilafélagið eigi eftir að gera hann margmiTjónara í pundum. Er nema von að mágur hans og samstarfsmað- ur sé svekktur. Svo svekktur að hann skrifaði opið bréf til að segja frá belli- brögðum Raymonds Keene. Keene mun hafa stofnað heilafélagið án þess að láta samstarfsfólk sitt vita og pukrast með einvígið i laumi. Eru nánustu ættingjar Keenes æfir og telja hann hafa farið á bak við sig í fjármálum. Nóg um það, auðvitað er alltaf einhver skandall í sambandi við heimsmeistaraeinvígi. Evrópumót ungllnga í sveitakeppni Drengjaliðið gerði jafntefli, 2-2, í 5. umferð gegn Rúmeníu í Evrópu- keppni ungmenna 18 ára og yngri sem nú fer fram í Balatonlelle í Ung- verjalandi. Stúlknaliðið tapaði, 0-2, gegn Þýskalandi. Drengjaliðið hefur ávallt fengið 2 vinninga í hverri umferð og hefur nú 10 vinninga af 20 mögulegum. Stefán Kristjánsson sigraði í sinni skák. Sig- urður Páll Steindórsson og Dagur Arn- grímsson gerðu jafntefli en Davíð Kjartansson tapaði. Halldór B. Hall- dórsson frá Akureyri er einnig í liðinu. Stulknaliðið tapaði, 0-2, gegn Þýskalandi og hefur nú 2£i?inning af 10 mögulegum. Ingibjörg Edda Birg- isdóttir og Aldís Rún Lárusdóttir tefldu fyrir liðið. Anna Lilja Gísla- dórtir er einnig í íslenska liðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.