Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 15.07.2000, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 15. JULI 2000 Helgarblað Sérstæð sakamál Pamela Mason sneri ekki heim úr kvöldgöngunni: Ekkjan hvarf sporlaust Kvöld eitt í júní 1989 fór Pamela Mason, sem var 77 ára, frá heimili dóttur sinnar og tengdasonar í göngutúr. Góð vinkona hennar, Joyce Hawkins, hafði hringt og stungið upp á að þær gengju eftir ströndinni. Pamela, sem var hress og kát fyrrverandi kennslukona, fór strax í peysu og sagði dóttur sinni, Carol Prior, hvert hún ætlaði. Kannski myndu þær Joyce fá sér drykk á kránni en Pamela lofaði að vera komin heim fyrir klukkan 21 um kvöldið. Pamela Mason hafði verið ekkja í sex ár og flutt til dóttur sinnar og tengdasonar. Hún var mjög afhafna- söm og fjörug og átti stóran kunn- ingjahóp. Joyce Hawkins var sér- staklega góð vinkona hennar og þeim þótti gaman að skoða fuglalíf- ið á ströndinni. Þær voru þekktar í litla hænum á austurströnd Eng- lands. En þetta fallega júníkvöld hvarf Pamela sporlaust. Hún kom aldrei á fund vinkonu sinnar sem bjó í að- eins 5 mínútna fjarlægö. Eftir hálfr- ar klukkustundar bið hringdi Joyce Hawkins til Carol Prior og spurði hvað hefði gerst. Dóttirin gat aðeins sagt að Pamela hefði farið að heim- an klukkan 19.30 og að hún hlyti að hafa hitt einhvern á leiðinni sem hún hefði gefið sig á tal við. Síðar sagði Carol við lögregluna að hún hefði ekkert verið farin að óttast um móður sína um þetta leyti kvöldsins þar sem ekki var orðið áliðið. Móð- irin var sjálfstæö kona sem var vön að bjarga sér. Meö óþekktum miöaldra mannl á kránnl En þegar ekkert hafði heyrst frá Pamelu á miðnætti var fjölskyldan orðin áhyggjufull og hóf leit. í ljós kom að Pamela hafði verið á kránni The Old Ship Inn, ekki með vin- konu sinni heldur með miðaldra manni sem enginn hafði séð áður. Hann hafði keypt sérrí og bjór og Carol Prior Dóttirin vísaöi því á bug á móöir hennar hefði flutt til London til aö hefja nýtt líf í höfuðborginni. þau höfðu sest við borð við glugg- ann. Þjóninn rak minni til þess að Pamela hefði virst glöð og afslöppuð og svo virtist sem hún þekkti fylgd- arsvein sinn vel. Hann var í dökklit- um buxum og bláum jakka og mál- far hans var vandaö. Þau fóru frá kránni rétt eftir klukkan 20 og óku í átt til strandarinnar í ljósum BMW. Að sögn sjónarvotts var bíln- um lagt viö ströndina. Enginn var í bílnum en tvær manneskjur sáust á ströndinni sem annars var mann- laus. Vitnið gat ekki séð hverjir voru á ströndinni. Nú var haft samband við lögregl- una. Carol Prior greindi frá því aö móðir hennar hefði ekki ætlað að vera lengi í burtu. Hún hefði ekki verið með nema 3 pund á sér og hún hafði ekki tekið tóskuna sína með sér. Hún hafði heldur ekki tekið með sér blóðþrýstingslyfin sem hún varð að taka fjórum sinnum á dag. Enginn kunni skýringu á hvarfi Pamelu. Enginn þekkti dularfulla manninn frá kránni sem hin horfna hafði virst þekkja svo vel. Þegar ekk- ert hafði heyrst frá Pamelu Mason í viku taldi lögreglan ekki útilokað að glæpur hefði verið framinn. Pamela Mason Ekkjan athafnasama kom aldrei á fund vinkonu sinnar sem hafði ætlað með henni í kvöldgönguna meðfram ströndinni. The Old Ship Inn Pamela sást síðast á þessari krá með óþekktum miðaldra manni. Þau óku síðan á brott í Ijósum BMW bíl sem lögreglunni tókst aldrei að finna. Þegar vika var liðin af júlímánuði barst Carol Prior bréf sem var póst- lagt í London, líklega frá morðingj- anum. Bréfið var ritað í tölvu og það var engin undirskrift. Lögregl- an greindi ekki frá innihaldi bréfsins í smáatriðum en í þvi var fullyrt að Pamela Mason væri á lífi, að hún hefði það gott og hefði hafið nýtt líf í London. Ekkert hefði gerst án vitundar hennar og vilja, að þvi er sagði í bréfinu. Jafnframt var þess getið að ekki yrði um frekara samband að ræða. Carol Prior visaði fullyrðingun- Enginn kunni skýringu á hvarfi Pamelu. Enginn þekkti dularfulla manninn frá kránni sem hin horfna hafði virst þekkja svo vel. Þegar ekkert hafði heyrst frá Pamelu Mason í viku taldi lögreglan ekki útilokaö að glæpur hefði verið framinn. um í bréfinu á bug. „Mamma elskaði þetta svæði og lífið með okk- ur," sagði hún. „Hún sagði oft að þetta væri besta heimilið sem hún hefði nokkru sinni átt," bætti Carol við. Bréfið sannfærði hana aðeins um að eitthvað hræðilegt hefði komið fyrir móður hennar. Lögreglan sökuö um vanrækslu Þegar nákvæmlega eitt ár var lið- ið frá því að Pamela Mason hvarf rifjaði sjónvarpsstöð á svæðinu upp málið. I sjónvarpsþætti um hvarf Pamelu var lögreglan sökuð um vanrækslu. Hvers vegna hafði ekki tekist að finna BMW-bílinn á heilu ári? Talsmaður lögreglunnar vísaði ásökunum á bug og sagði að kann- aðir hefðu verið 30 þúsund ljósir BMW-bílar. Enginn þeirra hafði verið á svæðinu. Yfir hundrað lög- reglumenn og sjálfboðaliðar höfðu snúið við svo að segja hverju sand- korni á ströndinni án nokkurs ár- I næstu viku I faðm morðingja angurs, „Það virðist sem frú Mason hafi yfirgefið þessa plánetu," sagði lögreglumaðurinn og andvarpaði. Óhugnanlegur f undur Pamela Mason hafði ekki horfið af jörðinni. Árið 1992, þegar verið var að leggja framræslurör með- fram ströndinni, var grafið niður á plastböggul á rúmlega 1 metra dýpi. í plastinu voru jarðneskar leifar Pamelu Mason. Hún hafði verið kyrkt með rafmagnssnúru og var snaran enn um háls hennar. Peysa Pamelu var enn heil og pundin 3, sem hún hafði haft með sér, voru enn í vasanum. Enn hefur ekki verið upplýst hvað gerðist þetta júníkvöld. Það hafa ekki fundist nein spor og engar kenningar hafa verið um tilefni morðsins. Afbrotafræðingnum Alan Hill, sem rannsakað hefur málið nákvæmlega, þykir málið hið undarlegasta. Pamela gekk aðeins nokkra metra í litla þorpinu sínu áður en hún fór inn á krá með ókunnum manni og ók síðan á brott með honum. Lík hennar fannst svo grafið rétt utan við bæinn við fjölfarinn göngustíg. Það er næstum eins og Pamela hafi verið ósýnileg síðustu augnablik ævi sinnar. Enginn hafði séð neitt. Eða ef til vill láta þorpsbúar eins og enginn hafi séð neitt. Ingrid Gremerich yfirgaf eiginmann sinn þegar hann fékk krabbamein í maga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.